Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Samstarfsviljinn?

Nú er rætt nokkuð víða um hverjir muni mynda stjórn að loknum kosningum í vor.  Kaffibandalagið hefur verið nokkuð í umræðunni, enda með meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum þessa dagana.

En það eru líka margir sem hugnast ekki um of ríkisstjórn þar sem t.d. Ingibjörg Sólrún væri forsætisráðherra, Össur fjármálaráðherra, Steingrímur J. utanríkisráðherra, Ögmundur dómsmálaráðherra, Guðjón A. sjávarútvegsráðherra og Magnús Hafsteinsson félagsmálaráðherra, svo dæmi sé tekið.

Ég held að fleiri og fleiri séu að komast á þá skoðun að Frjálslyndi flokkurinn sé ekki "stjórnarmateríal", alla vegna ekki að óbreyttu.

En svo koma líka upp í umræðunni vangaveltur um stjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks og einnig VG og Sjálfstæðisflokks.  Einhverjar fregnir hafði ég líka af því að völvur væru að spá samstjórn Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks.

Ekki yrði ég hissa á því að fljótlega (ef hann er ekki þegar hafinn) hæfist upp "söngurinn" um svik þessa flokksins eða hins, fyrst hann geti hugsað sér að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar fram eftir götunum.  Svona rétt eins og gekk á milli flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor.

Það eru margir sem tala niðrandi um það að ganga "óbundnir" til kosninga, að kjósendur eigi rétt á því að vita hvaða flokkar hafi hugsað sér að starfa saman.  Því er ég ekki sammála.

Í fyrsta lagi er erfitt að segja til um hvað kemur upp úr kjörkössunum.  Í annan stað geta samningaviðræður á milli flokkanna verið snúnar og erfiðar.  Það getur því verið verulega hamlandi fyrir flokka í viðræðunum að vera búnir að útiloka einhverja möguleika fyrirfram.  Samningsstaða þeirra er ekki jafn sterk.

Það sást með afgerandi hætti í Kryddsíldinni að Kaffibandalagið er ekki einhuga, samningaviðræður þeirra enda langt frá því til lykta leiddar.  Það er enda eðlilegt, þar sem ekki er ljóst hver styrkleikahlutföllin verða á milli flokkanna, eða hvort þeir ná yfirleitt meirihluta og geti myndað stjórn.

Því er greinin sem eftir Ármann Jakobsson sem birtist á Múrnum vel tímasett og í raun klókt innlegg.  Hún lætur einfaldlega vita af því að Vinstri Græn eigi möguleika til samstarfs án þess að Samfylkingin komi þar nærri.  Lætur vita að VG ætli ekki að láta króa sig af út í horni og geta einungis vænst þess að komast í ríkisstjórn ef Samfylkingin vilji við þau samstarf.

Líklega er það ekki tilviljum að greinin birtist svona stuttu eftir Kryddsíldina.


Hverjir kaupa?

Það er vissulega eitt og annað sem ég skil ekki til fullnustu í Íslensku fjármálalífi, eitt af því er hverjir eru kaupendur af þessum krónu eða jöklabréfum.

Vissulega eru vextir góðir á Íslandi, en gengisáhættan vinnur þar á móti. Þetta er nú eitt af því sem ég segi þeim Kanadamönnum sem hafa áhuga á því að ávaxta peningana sína á Íslandi, þegar þeir heyra að þeir geti fengið yfir 12% vexti, aðeins með því að leggja peningina sína inn á bankabók.  Sambærilegir vextir hér eru um 3%.

En varla hafa þeir sem hafa átt krónubréf síðastliðið ár ávaxtað sitt pund.  En hverjir eru það sem hafa það mikla trú á krónunni að þeir eru að kaupa þessi bréf? 

Eða eru þetta það lágar upphæðir að þetta samsvarar því að leggja ofulítið á "rautt" og sjá til hvað gerist?

Eru einhversstaðar til upplýsingar um hverjir það eru sem eru að kaupa þessi bréf?  Ábendingar vel þegnar.

 


mbl.is Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir 320 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrumað

Mín skoðun er að það ekki síst skrum sem þetta sem veldur því að staða Samfylkingar er ekki betri en raun ber vitni nú um stundir.

Fólk sér í gegn um fyrirspurnir sem þessa sem virðist eingöngu gerð í þeirri von að komast í blöðin og að lesendur (kjósendur) muni ekki að Samfylkingin (eða fyrirrennarar) stjórnaði (ásamt öðrum) borginni í gegnum R-listann undanfarin 12 ár þangað til síðastliðið vor.

Ætli Samfylkingarmenn hafi einfaldlega ekki hugmynd um hvernig samskiptum borgarinnar og Byrgisins hafa verið, eða eiga þeir von á því að þau hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum 6 mánuðum?

Þetta er ekki til þess fallið að auka traust á tiltrú á borgarstjórnarflokki Samfylkingar.

Ætli Ingibjörg myndi ekki segja að almenningur treysti honum ekki til að stjórna borginni? 


mbl.is Spyrja um fjárhagsleg samskipti Reykjavíkur og Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Átsorsað" uppeldi?

Það er ekki ofsögum sagt að góð barnapössun er dýr hér í Toronto.  Pláss á góðu dagheimili kostar á bilinu 1200 til 1600 dollara, eða frá 70 til 95.000 íslenskar krónur. Og það er auðvitað bara fyrir 1. barn.  Ég veit ekki hvernig þessi upphæð stendur af sér gagnvart Íslenskum barnaheimilum, en ímynda mér þó að munurinn sé ekki ýkja mikill.  Stærsti munurinn er auðvitað að hér eru engar niðurgreiðslur.

En munurinn er líka sá að lægstu launin hér eru miklu lægri en á Íslandi.

Það er því ekki á allra færi að greiða slík dagvistargjöld og raunar má segja að fyrir marga borgi sig ekki að vinna ef greiða þarf slík gjöld, svo ekki sé talað um ef börnin eru fleiri en 1.

En það er hálf nöturlegt að lesa um fólk sem þarf að senda börnin sín yfir hálfan hnöttinn til að láta foreldra sína annast uppeldið.  "Átsorsa" uppeldið til "ódýrari" landa.  Því miður virðist sem svo að slíkt sé æ algengara.  Börn eru send til afa og ömmu jafnvel enn á fyrsta árinu. Önnur úrræði eru einfaldlega ekki til staðar.

Á vef Globe and Mail var frétt um þetta fyrir fáum dögum.  Þar mátti lesa m.a.:

"Sunny Wu had just immigrated to Canada from China when she discovered she was pregnant. Overjoyed, Ms. Wu prepared for her baby's arrival, never imagining that within a year, she would have to endure the agony and loneliness of being separated from her daughter.

Ms. Wu, a Chinese teacher, and her husband, a computer programmer, were squeaking by on minimum-wage jobs and could not afford to pay $1,200 a month for daycare. Ms. Wu, 34, also knew she would have to return to university if she didn't want to spend the rest of her life as an overeducated, embittered immigrant, packaging groceries for $7 an hour.

Though the separation was devastating, the couple could see no other way out. They sent their baby daughter to China to be raised by her grandmother, who was already caring for the toddler they had left behind.

“I felt so guilty. This wasn't how my new life was meant to be. I came to Canada to have a better quality of life, not a worse one.”"

"Canadians are, by now, familiar with the heartache Filipino and Caribbean women endure when they leave behind their children to come to Canada as live-in nannies. They end up parenting their offspring via long-distance phone calls and video cameras.

But the phenomenon of Chinese professionals immigrating here, and then sending their children back to China, is a new trend in what global experts call “transnational parenting.”

It raises troubling questions about how well Canada's immigration selection model is working — and may help explain the recent decrease in immigration applications from China.

“We discovered dozens of professional immigrants from mainland China were doing this because they all asked us how to get passports for their babies,” said Florence Wong, a social worker with St. Stephen's Community House in Toronto.

In 2002, Ms. Wong conducted a study of Chinese immigrants in five prenatal programs. Seventy per cent of the women said they were planning to send their children back to China to be raised by relatives. Social workers dealing with the community in Scarborough, Ont., confirmed the trend as well."

"“I think Chinese immigrants to Canada should be educated that sending their children back isn't the best thing. We keep our fingers crossed there won't be latent effects when they are teenagers.”

Judith Bernhard, director of the Early Childhood Education master's program at Ryerson University, says the psychological damage of separated children who reunite with their families can be severe.

“The most common issue is that the parent loses his or her status as an authority figure,” says Prof. Bernhard, who has conducted research into transnational mothers from Latin America.

The children often feel resentful and may rebel by refusing to listen or accept their parent as a decision-maker. Prof. Bernhard recalls one child who refused to eat in front of his mother.

For mothers, the most common emotion is guilt, and they sometimes compensate by spoiling the child, which can lead to more disciplinary problems."

Fréttina í heild má finna hér.

 


Et tu Brute

Það verður fróðlegt að fylgjast með evrunni á næstu árum.  Eflaust á hún eftir að vera mikið í umræðunni á Íslandi, en líklega ekki síður í öðrum löndum, löndum þar sem hún er nú þegar í notkun.  Eins og fram kemur í fréttinni er almenningur í Þýskalandi ekki of hrifinn af evrunni, en það sama má segja um fleiri þjóðir.

Nú um áramótin birtist frétt og dálkur í Daily Telegraph þar sem fjallað var um evruna.

Í fréttinni segir m.a.:

"Less than half of citizens in the euro zone are happy with European monetary system five years to the day after it replaced the franc, the mark and other national currencies, and following a painful rise in the cost of living.

A growing number of Europeans believe that the biggest monetary revolution in history has done more harm than good to national economic growth, the job market and standards of living, recent opinion polls have indicated."

"A poll published last week in France showed that 52 per cent of the French thought the euro had been a "bad thing."

The main complaint is that the euro has led to a rise in prices – 81 per cent described price hikes as its worst failing, a poll published by the European Commission indicated.

According to the poll, Italy is the most unhappy, followed by Greece and the Netherlands. Ireland is the happiest.

In France, official statistics suggest that inflation is no higher than before the euro, hovering around 1.6-2.1 per cent yearly since 1999.

But press investigations have shown that these statistics are inaccurate when it comes to basic commodities. According to Le Parisien, which published its own comparative study, the price of 30 everyday items had shot up by 80 per cent in the past five years. A baguette cost 65 cents in 2002 and 80 in 2006 – up 23 per cent. A coffee in a cafe had rocketed 120 per cent, a kilogram of potatoes had gone up by 93 per cent and toothpaste by 84 per cent."

Fréttina má finna hér.

Það er auðvitað einföldun að segja svona, en ef marka má fréttina er ef til vill ekki að undra að það sé drjúgt fylgi á meðal Íslenskra kaupsýslumanna fyrir því að taka upp evruna.

Í dálki á vefsíðu Daily Telegraph mátti lesa um svipað leyti:

"When the euro notes and coins were launched five years ago today, the question was who would be the next to join; now it is who will be the first to leave. Of the 15 EU members on January 1, 2002, it is the three that stayed out — Britain, Denmark and Sweden — that have prospered. The two Nordic nations have voted by handsome majorities to keep their currencies. In both countries, political leaders warned that a "No" vote would lead to a downturn; and in both countries, the "No" was in fact followed by a surge in the stock exchange, a fall in inflation and a drop in long-term interest rates. In Britain, public opinion is granite hard for sterling, to the extent that no serious politician proposes joining the EU currency, and the lobby group set up to campaign for it has folded.

Meanwhile, opinion within the euro zone has shifted. In France and Germany, majorities say they would rather have kept their old money. In Italy, some shops have started to accept lire again, to the delight of their customers. It may well turn out that membership of the euro has peaked at 13 with Slovenia's accession. The scenic Alpine state, which joined the euro at midnight, is the goody-goody of the new intake, keen to adopt every harmonising measure. Perhaps its euro-enthusiasm owes something to the fact that, uniquely among the ex-Communist entrants, it has been run continuously by the old regime. Not that Slovenia's rulers are Marxists these days, of course; indeed, they never really were. Rather, they are managerialists, supreme technocrats who have taken naturally to the Brussels system."

Sjá hér.

Ég á þó erfitt með að trúa að myntbandalagið brotni upp alveg á næstu árum en það er vissulega farið að bera á verulegri óánægju með bandalagið, fyrst og fremst vegna þess að efnahagur landanna slær ekki í takt.  Það er svo eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvaða erindi Ísland á í þennan "klúbb".  Ef illa gengur fyrir nágranna eins og Þýskaland, Frakkland og Ítalíu að nota einn gjaldmiðil, hvernig gengi þá lítlu hagkerfi út í ballarhafi að finna takt við "klúbbinn"?

Ég fæ það oft á tilfinninguna að menn líti á evruna eins og alsherjar bjargvætt, skyndilausn sem kippi öllu í liðinn á augnabliki og allir lifi hamingjusamir upp frá því. 

 


mbl.is Flestum Þjóðverjum þykir eftirsjá að markinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bæta sig með nýjum græjum

Auðvitað er nauðsynlegt að stefna að því að bæta sig á nýju ári, í það minnsta í einhverju.  Nú er ég búinn að finna í það minnsta eitt sem ég get bætt á árinu.

Það er tannburstun.

Tannlæknirinn hefur löngum legið mér á hálsi fyrir að sinna tannhirðu ekki af nógu miklum krafti.  Þó bursta ég samviskusamlega bæði kvölds og morgna og stundum um miðjan dag.  En ég viðurkenni það á mig að vera ekki mikilvirkur með tannþráðinn eða önnur hjálpartæki. Margan yfirlesturinn hef ég fengið frá tannlækninum fyrir þann skort.

En nú horfir þetta allt til betri vegar, tannlæknirinn lét í hendurnar á mér nýja græju, nýtt "gadget".  Ég verð víst að viðurkenna að ég er jafn hrifinn (ef ekki hrifnari) og hver annar af nýjum græjum.  Þannig veit tannlæknirinn auðvitað hver er besta leiðinn til að fá uppkomna drengi til að sinna sínum málum betur.

Nýja græjan er Sonicare e9800 og þó að ég hafi eingöngu notað hana í örfáa daga, þá finn ég muninn.  Þetta er einfaldlega fantabursti og "cool gadget".


Öðruvísi þróunaraðstoð

Þetta er virkilega þarft verkefni og ef á að koma löndum eins og Rwanda til bjargálna þarf tæknin að koma þar við sögu.

Þessi frétt rímar mjög skemmtilega við grein sem á las á vef Spiegel í gær, en þar er fjallað um Bandaríkjamann sem er að byggja upp "state of the art" þráðlaust net í Rwanda.  Með fartölvur í höndunum og þráðlaust net um allt landið opnast gríðarlegir möguleikar á uppbyggingu í landinu.

Nú þegar Íslendingar eru að tala um að stórauka þróunaraðstoð sína, held ég að vert sé að gefa því gaum hvort það borgi sig ekki að fara aðrar leiðir en hingað til?

Nokkur dæmi af www.spiegel.de :

"Africa offers many investment opportunities," says an enthusiastic Greg Wyler, a boyish-looking man in his mid-thirties. "We simply have to bring the Internet into each of these huts, and the rest will fall into place." Wyler, an American entrepreneur, hopes to launch an "African Renaissance" with his project. His recipe for success is simple enough: free software, high-speed fiber-optic networks and unrestricted entrepreneurship."

"With his company, Terracom, Wyler hopes to transform an entire country into a sort of open-air laboratory for a novel form of development aid. His idea is to use computer networks to empower more than eight million Rwandans to free themselves of poverty. It's a daring proposition, the idea that a society in which more than 90 percent of the population consists of families farming small plots of land can leapfrog into a knowledge-based society -- and that in only a few years' time.

 

Wyler wants to turn Rwanda into a regional internet hub. One element of his strategy involves a local factory which will assemble inexpensive South Korean mobile phones starting in 2007; they will retail for $30 apiece. And in January, Nicholas Negroponte, the legendary co-founder of the Media Lab at the Massachusetts Institute of Technology (MIT) near Boston, is expected to visit Rwanda in connection with his latest project, called "One Laptop per Child," which would provide inexpensive laptops to millions of children in developing countries. Some local patriots already dream of Rwanda becoming an "African Silicon Valley.""

"The man complained to Wyler about the prohibitive cost of Internet access in his country, for which a state-owned monopoly called Rwandatel was charging about $1,000 a month. Wyler had suddenly found the challenge he needed. He raised capital from investors and simply acquired Rwandatel. He fired half of its employees, installed state-of-the-art technology and lowered the cost of Internet access to a small fraction of what it was under Rwandatel.

 

The move triggered an avalanche. Practically overnight, what had been a tiny group of 22 Internet users with broadband access turned into thousands. Almost a third of a million Rwandans now have mobile phone service, provided either by Terracom or its competitor, MTN."

"Barefoot workers dig up the ground in front of the presidential palace. Freddy Kamuzinzi, a giant of a man, is supervising the work. Wyler's nickname for Kamuzinzi is "Freddy Fiber." A former fighter in the rebel army, he now manages up to 3,000 cable installers. "Machines are useless here. They require too much space, and we have to be extremely careful when we dig, because we're constantly running into power and water lines that were installed haphazardly in the past."

Kamuzinzi's men have already buried more than 300 kilometers (186 miles) of fiberoptic cable. In the coming weeks, his army of workers will install four times as much cable, finally providing Rwanda with a broadband connection to neighboring Tanzania and Uganda and eliminating the expensive satellite detour.

This is good news for Terracom. East Africa's Internet island is growing."

Greinina í heild má finna hér.


mbl.is Rúanda bætist í hóp landa sem fá 100 dollara fartölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af meintum "kosningakaupum"

Mér þykir oft nokkuð merkilegt hvað margir hafa lítið álít á almenningi, nú eða kjósendum.

Vissulega verður ekki á móti því mælt að auglýsingar hafa áhrif, ég held að enginn geti neitað því.  En ég er þó þeirrar skoðunar að til að auglýsingar hafi veruleg áhrif verði eitthvað að búa að baki þeim.

Þó að ég hafi oft keypt eitthvað sem ég hefði ekki gert án þess að sjá auglýsingu um viðkomandi vöru, þá man ég ekki eftir því að hafa keypt eitthvað trekk í trekk, án þess að mér hafi þótt viðkoandi vara góð eða nýtileg.

Ég man líka eftir því að hafa séð ótal auglýsingar frá Framsóknarflokknum án þess að hafa nokkurn tíma látið glepjast til að kjósa þann flokk. 

Ég hef hlustað á margar ræður fluttar af Steingrími J. Sigfússyni, oft dáðst að mælsku hans og látbragði, en það hefur aldrei hvarflað að mér að kjósa VG.

Allar auglýsingarnar sem Ástþór birti fyrir forsetakosningarnar 1996 lét yfirgnæfandi stærstan hóp kjósenda ósnertan.

En skyndilega er allt vitlaust af því að Alcan vogar sér að gefa geisladisk, kosta umræðuþátt í sjónvarpi og hefur sömuleiðis boðið Hafnfirðingum á einhverja íþróttakappleiki.

Persónulega hef ég ekki trú á því að slík boð, eða slík kostun breyti skoðunum eins eða neins, ég hef meiri trú á kjósendum en það.  Hitt er ekki ólíklegt að slíkt fái fleiri til að hugsa málið, velta hlutunum fyrir sér, ja svona rétt á meðan rifið er utan af DVD disknum.  Gæti jafnvel fengið fleiri til að taka þátt í kosningunum, mæta á kjörstað.  Það væri sannarlega af hinu góða.

Auðvitað á umræðan ekki að snúast um hvort forsvaranlegt sé að þetta eða hitt fyrirtækið "kosti" einhverja þætti.  Ef menn vilja taka slíka umræðu á hún að snúast um hvort að forsvaranlegt sé að fyrirtæki séu að kosta þætti í sjónvarpi, og ef menn vilja geta þeir tekið umræðu eða fréttatengda þætti þar sérstaklega út úr.


Auðvitað á að mótmæla þessari ósvinnu

Þetta er einhver skemmtilegasta frétt sem ég hef séð lengi.  Sjálfur hefði ég tekið þátt í þessum mótmælum hefði þau verið haldin á meðan ég bjó í Frakklandi.

Mótmælaárátta Frakka er reyndar ákaflega mikil og sérstök.  Ég sagði það oft þegar þetta var rætt á pöbbnum (sem var reyndar mest sóttur af útlendingum) að Franska byltingin hefði hreinlega stigið þeim til höfuðs og þjóðin ekki jafnað sig síðan

Mér er það líka minnisstætt þegar ég horfði á sjónvarpið eitt Gamlaárskvöld, og farið var vítt um veröldina og spjallað við Frakka hér og þar í miðjum fagnaðarlátum, að þegar rætt var við Franskt par sem var í miðjum nýjárshátíðarhöldum í London, að þau sögðu að þetta væri "engu líkt, ja nema helst góðum mótmælum heima".


mbl.is Frakkar mótmæla nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú árið er liðið í ....

Það tíðkast að líta til baka á áramótum og "melta" árið sem er að líða.

Það verður að segjast eins og er að árið sem nú nýverið kvaddi var okkur að Bjórá ákaflega gott.  Það sem stendur auðvitað upp úr er að í fjölskyldunni fjölgaði um einn, Jóhanna Sigrún Sóley fæddist 9. ágúst og kom hingað heim að Bjórá fáum dögum síðar.

Leifur Enno sem var þar með hækkaður í tign, upp í "Stóri bróðir" átti líka gott ár, náði þeim merka áfanga á árinu að fara yfir meterinn í hæð, tók hálfan mánuð í að venja sig af bleyjum og kopp og hélt áfram tilraunum sínum við að stjórna fjölskyldunni.

Það var einnig stór atburður fyrir okkur persónulega þegar við festum kaup á Bjórá 49, fyrsta húsinu sem við eignumst.  Það fylgir því ákveðin vellíðan að vera í eigin húsnæði.  Það fylgir því mikil vinna og mikill lærdómur, það eru mörg "projectin" sem eru á hugmyndastiginu. Fyrr á árinu seldum við  þá íbúð í Reykjavík sem fylgdi með mér í okkar búskap.

Þeir atburðir sem sitja í minninu úr fréttum á árinu eru eftirtaldir.

Hér var skipt um stjórn í Kanada.  Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins tók við af skandalahlöðnum Frjálslyndaflokknum.

Lögreglunni tókst að koma í veg fyrir áætlanir um hryðjuverk hér í Kanada.

Michael Ignatieff náði því ekki að verða formaður Frjálslynda flokksins.

Hvað Íslenska atburði varðar er eitt og annað sem kemur upp í hugann.

Sveitarstjórnarkosningar og afsögn Halldórs Ásgrímssonar í kjölfarið á þeim.  Ágætis kosningar en líklega einhver afleitasta skipulagning afsagnar sem sést hefur lengi.

Varnarliðið ei meir.  Líklega það sem stendur upp úr á árinu til lengri tíma litið.  Þetta bitbein sem hefur verið til staðar frá því að ég man eftir mér (og gott betur) er bara farið, búið, hættir, farnir heim.

Hálslón, fylling þess, Kárahnjúkavirkjun og allt það dót.  Hugmyndin um að láta stífluna standa sem minnismerki að mínu mati bæði geggjaðasta og heimskasta hugmynd ársins.  Ýmsir fjölmiðlamenn lýstu því yfir á árinu að hér eftir yrðu þeir ekki hlutlausir í umfjöllun sinni um virkjunina, líklega með það að markmiði að fá almenning til að trúa því að þeir hefðu verið það hingað til.

NFS ei meir. Lokað og að lokum kom í ljós að "Kæri Jón" réði þessu öllu.  Fréttamennirnir á NFS þó líklega með þeim seinustu að uppgötva þá staðreynd.  Óneitanlega á elleftu stundu, en betra seint en aldrei, eða hvað?

Auðvitað er hellingur til viðbótar, hvalveiðar, prófkjör, leyniþjónusta og hleranir og lengi mætti sjálfsagt upp telja.

 En viðburðaríkt og skemmtilegt ár er liðið nú gildir hins vegar að horfa fram veginn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband