Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Bráðum kemur betri tíð, með ....

Það er alltaf gott að sjá að Íslendingar eru bjartsýnir.  Það er alltaf gott veganesti inn í framtíðina þó að vissulega sé best að bjartsýnin sé ekki úr hófi.

En það er virkilega athyglisvert að þeir eru eingöngu 5% af þjóðinni sem er svartsýn á komandi ár.  En auðvitað hafa Íslendingar ástæður til að vera bjartsýnir, þjóðin hefur það gott, uppgangur hefur verið nú næsta samfelldur um margra ára skeið og allir virðast hafa það mun betra en áður.

En auðvitað er ekki allt eins og best verður á kosið, og verður það líklega seint.  Verðbólga er of mikil og þar af leiðandi vextir háir.  Það virðist þó ekki koma í veg fyrir að Íslendingar skuldsetji sig.

En auðvitað vona allir að nýja árið verði gott, helst betra en það sem kvaddi.  Líklega verður árið spennandi fyrir Íslendinga, ekki síst þegar horft er til kosninganna í vor.  Núna verður að teljast líklegra en ekki að stjórnarskipti verði í vor, en enn er langt til kosninga er stundum sagt.

 


mbl.is Þriðjungur býst við betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megi nýja árið færa ykkur gæfu

Nýjársdagur er bjartur og sólríkur hér í Toronto.  Foringinn vakti mig eldsnemma, enda fór hann snemma í háttinn líkt og endranær, ég hefði líklega betur fylgt hans fordæmi.

En ég vil óska öllum nær og fjær bestu óskir um gleði- og gæfuríkt nýtt ár frá okkur hér að Bjórá.

En það er ljúft að sitja hér með sólskinið bjart og hlýtt komandi inn um gluggann, hlusta á Kryddsíldina og líklega reyni ég að horfa á Áramótaskaupið á eftir.


Refsing Saddams

Henging Saddams er mál málanna þessa daganna.  Auðvitað sýnist sitt hverjum, og í raun er ég tvístígandi í þessu máli, er raunar ekki með mína skoðun á hreinu.

Almennt séð er ég á móti dauðarefsingum.  En þó er ég efins um að slíkt eigi við undantekningarlaust.  Ég er ekki viss um að "Spandau" lausn hefði verið betri í tilfelli Saddams.  Ég er ekki tilbúinn til að segja að betra hefði verið að dæma alla leiðtoga nazista til ævilangrar fangelsisvistar að seinni heimstyrjöldinni lokinni.

Fangelsisvist er oftast ætlað að refsa og bæta viðkomandi einstakling.  Byggja hann upp og skila honum aftur út í samfélagið.  Dauðarefsing byggir auðvitað engan upp, en ævilangt fangelsi skilar heldur engum betri út í samfélagið.

Svo má sömuleiðis velta því fyrir sér hvaða skilaboð það hefði verið til almennings í mörgum arabalöndum, ef afbrot Saddams hefðu eingöngu þótt verðskulda ævilangt fangelsi, en dauðarefsing sé í gildi og framkvæmd fyrir mörgum sinnum minni afbrot?

En auðvitað bætir aftaka Saddams ekki daglegt líf eða ástandið í Írak, en ég leyfi mér reyndar að efast um að vitneskjan um að hann sæti í fangelsi einhversstaðar í landinu gerði það heldur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband