Auðvitað á að mótmæla þessari ósvinnu

Þetta er einhver skemmtilegasta frétt sem ég hef séð lengi.  Sjálfur hefði ég tekið þátt í þessum mótmælum hefði þau verið haldin á meðan ég bjó í Frakklandi.

Mótmælaárátta Frakka er reyndar ákaflega mikil og sérstök.  Ég sagði það oft þegar þetta var rætt á pöbbnum (sem var reyndar mest sóttur af útlendingum) að Franska byltingin hefði hreinlega stigið þeim til höfuðs og þjóðin ekki jafnað sig síðan

Mér er það líka minnisstætt þegar ég horfði á sjónvarpið eitt Gamlaárskvöld, og farið var vítt um veröldina og spjallað við Frakka hér og þar í miðjum fagnaðarlátum, að þegar rætt var við Franskt par sem var í miðjum nýjárshátíðarhöldum í London, að þau sögðu að þetta væri "engu líkt, ja nema helst góðum mótmælum heima".


mbl.is Frakkar mótmæla nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband