Það þarf að taka til hendinni

Mikið hefur verið rætt um vörugjöld, tolla og kvóta á innflutning landbúnaðarvara nú síðustu vikur.  Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að draga úr þessum álögum. Flestir virðast vera sammála um að það  sé þarft mál, og þurfi að framkvæma, en síðan gerist lítið.

Nú birtist hér frétt sem sýnir að matvörur eru að hækka umfram vísitölur.  Þó að hér sé talað um að líkleg ástæða sé samkeppni á síðasta ári, þá tel ég aðra skýringu mun nærtækari.

Það er staðreynd að launakostnaður er annar stærsti útgjaldaliður verslana (á eftir innkaupum), það ættu flestir að þekkja umræðuna um starfsmannavanda verslunarinnar, það er því ekki við öðru að búast en að launakostnaður hafi hækkað og muni hækka enn og sá kostnaður verður ekki settur annað en út í verðlagið.

Það verður því að teljast afar líklegt að um áframhaldandi verðhækkanir á matvöru verði að ræða, vegna hækkandi launakostnaðar, bæði verslunarinnar og innlendra framleiðenda.

Það er því enn mikilvægara en áður að sporna við hækkandi matarverði, með því að taka til hendinni og grisja þann frumskóg verndartolla, vörugjalda og kvóta sem lagður er á innflutt matvæli.

Það mun líklega hafa í för sér einhverja fækkun bænda, en það er einmitt nauðsynlegt að nota tækifærið nú, þegar ýmsir möguleikar standa bændum opnir, vaxandi eftirspurn er eftir ákveðnum framleiðsluvörum þeirra, verð á jörðum er gott og mikil eftirspurn er eftir vinnuafli í þjóðfélaginu.  Allt þetta hjálpar þeim bændum sem kunna að þurfa hugsanlega að bregða búi, að gera það með auðveldum hætti og fullri reisn.

Persónulega finnst mér fátt nauðsynlegra nú um stundir en að bregðast við þessu og vildi sjá "aðgerðaáætlun" af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir áramót. 

Það er ekki eftir neinu að bíða.


mbl.is Matvara hefur hækkað langt umfram vísitölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband