Það er sama hvaðan gott kemur

Það er vissulega rétt að það þarf að lækka matvælaverð á Íslandi.  Um það hef ég skrifað hér oftar en einu sinni.  Þessar tillögur Samfylkingarinnar eru ágætar.  Ef til vill má segja að það sé nokkuð skarpt í farið, en það er heldur ekki eftir neinu að bíða.

Það þarf að rjúfa þá verndarmúra sem umlykja íslenskan landbúnað.

Það er líka tímabært að fara að líta á búskap sem hvern annan rekstur, jafn sjálfsagt og það er að einhverjar atvinnugreinar geti þurft á aðstoð að halda í takmarkaðan tíma, er það óviðunandi hugsun að einhver atvinnugrein njóti árlegra styrkja um ótakmarkaðan tíma.

Það hefur líklega sjaldan verið auðveldara fyrir bændur að bregða búi.  Verð á jörðum er tiltölulega hátt og það er gríðarleg eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi. 

Það hlýtur að teljast þjóðhagslega hagkvæmt að þeir sem nú starfa í greinum sem þurfa gríðarlegan fjárhagslegan stuðning frá almenningi snúi sér að greinum sem geta staðið sjálfar og skila raunverulegum verðmætum.

Það er líka þarft að bæði Samfylkingin og almenningur geri sér grein fyrir því að lækkun matvælaverðs er ekki tengd inngöngu í ESB, árangri í viðræðum um tollaniðurfellingu úti heimi, eða nokkru öðru.

Lækkunin er eingöngu tengd vilja íslendinga og íslenskra stjórnmálamanna.

Það er líka rétt að það er ekki þörf á fleiri nefndum til að fjalla um málið.  Eins og ég sagði síðast þegar ég bloggaði um þetta mál, það þarf aðgerðaáætlun og ríkisstjórnin á að koma fram með hana "í gær", ekki seinna en fyrir áramót.


mbl.is Samfylkingin kynnir tillögur sínar um aðgerðir til að lækka matarverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

þrælaeyjan Ísland.

Sylvía , 24.9.2006 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband