Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Blaut tímataka

Ég var hálf þreyttur og syfjaður þegar ég horfði á tímatökurnar um miðja síðustu nótt.  Úrslitin í þeim gerðu heldur ekki mikið til að hressa mig við.

Ferrari átti einfaldlega ekki séns í nótt.  Hvað mikið það er vegna dekkjanna er erfitt að segja nákvæmlega en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að fyrir utan og Schumacher og Massa eru allir þeir sem aka á Michelin á undan Bridgestoneökumönnum.

"Der Reinmeister" átti einfaldlega ekki möguleika.  Það verður því ekki að búast við miklum árangri hjá þeim Ferrariökumönnum, sérstaklega ekki ef að rignir, í nótt.  En ég get samt ekki annað en vonað að þeir aki af hörku og geri tapið eins lítið og mögulegt er.  Það má eitthvað mikið ganga á ef "Tígulgosarnir" taka ekki afgerandi forystu í keppni bílsmiða og Alonso auki forystu sína drjúgt.

Venjulega hafa aðdáendur "Skósmiðsins" ekki óttast rigningu, en það þurfum við þó að gera núna. 

Ef að þurt verður þá gæti annað orðið upp á teningnum, en ég bíð spenntur eftir keppninni.


mbl.is Alonso á ráspól í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alfreðsæskan?

Fékk þetta á tölvupósti nú fyrir nokkrum mínútum.  Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja, er eiginlega nokkuð orðlaus.  En samt, verð ég eiginlega að reyna að koma því sem flýgur í gegnum höfuðið hér niður.

Mér finnst þetta eitthvað svo sorgleg persónudýrkun.  Burtséð frá því hvaða skoðun ég kann að hafa á Alfreð, þá finnst mér þetta eitthvað svo ótrúlega "sovésk-norður-kóresk" hugsun að ég skil þetta ekki.

Sjá menn ekki fyrir sér FUS Davíð?  FUJ Ingibjörg?  UVG Steingrímur?

Nei vonandi verða Íslendingar lausir við slíka persónudýrkun sem mest má verða.

Þessi nafnabreyting sem fjallað er um hér, kaflinn tekinn af www.hriflu.is finnst mér vera til smánar fyrir unga framsóknarmenn og Framsóknarflokkinn í heild sinni:

"Þriðja og merkilegasta breytingin á lögunum var nýtt nafn félagsins. Samþykkt var að heiðra leiðtoga framsóknarmanna í Reykjavík til áratuga með því að nefna félagið í höfuðið á honum. Heitir því félagið hér eftir Alfreð - FUF RS."


Hálslón til vors eða eilífðar?

Nú þegar þetta er skrifað er Hálslón líklega orðið vel yfir 30 metra djúpt, stöðugt safnast vatn í lónið og mun líklega gera á næstu mánuðum. 

Ef andstæðingar virkjunarinnar hafa sitt fram verður þó einungis safnað í lónið fram á vor.  Þá, ef ekki fyrr, verður hleypt úr lóninu og stíflan látin standa sem minnismerki.

Það verður því að teljast áríðandi að almenningur á Íslandi verði upplýstur um það hvaða pólítíkusar vilji fara þessa leið og láta þessa stærstu framkvæmd íslandssögunnar vera ónýtta.  Ég gat ekki betur séð en að Steingrímur J. Sigfússon væri í göngunni með Ómari, þýðir það að hann styður þær tillögur sem Ómar lagði fram?

Hér má sjá viðtal við Steingrím J. Sigfússon og Jón Sigurðsson í Íslandi í dag, ég get ekki betur séð en að Steingrímur taki undir þær hugmyndir að hleypa úr Hálslóni, þó að hann segi það ekki beinum orðum.  Um afstöðu Jóns þarf ekki að efast.

Hér er svo aftur viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu og Guðjón Arnar.  Guðjón segir að of seint sé að snúa við, en lærdóm þurfi að draga af þessu ferli.  Ingibjörg segir einnig að lærdóm þurfi að draga af ferlinu en ég gat ekki heyrt að hún segði afdráttarlaust að stífluna bæri að nýta, né að hleypa ætti úr henni, heldur tvísteig hún (eins og oft áður) og reyndi að komast hjá því að taka skýra afstöðu.

En það hlýtur að teljast mikilvægt að þessi afstaða komi í ljós.  Væru líkur á því að hleypt verði úr lóninu í júní næstkomandi ef stjórnarandstaðan kemst til valda?  Myndi stjórnarmyndun hjá Steingrími verða háð því skilyrði?  Myndi Ingibjörg Sólrún vera tilbúinn að fallast á það að hleypt yrði úr Hálslóni?

Þetta er ekki milljónaspurningin.  Er ekki nær að segja að þetta sé hundrað milljarða spurningin og líklega dágott betur?  Ef Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd íslandssögunnar, verður þetta líklega að teljast með stærstu spurningum sögunnar.

Það hlýtur því að verða krafa um að allir frambjóðendur svari þessari spurningu á næstu dögum, vikum og mánuðum.  Kjósendur eiga rétt á því að skoðanir frambjóðenda á þessum framkvæmdum liggi fyrir og séu skýrar.

P.S. Einhver sagði mér að virkjunarandstæðingar vilji "kaupa" virkjunina, með því að selja fólki um víða veröld nafnið sitt á stífluvegginn, gegn u.þ.b. 1200 króna gjaldi.  Svona málflutningur er með eindæmum.  Hvað skyldi nú stór partur af 1200 krónum fara í það að letra nafnið á vegginn, hvað yrði mikið eftir?


mbl.is Hálslón sextán metra djúpt, Jökla er horfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnumál flokks og frambjóðenda

Athygli mín var vakin á því í dag að Benedikt Sigurðarson, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norð-Austurkjördæmi hefði opnað heimasíðu nú nýverið, www.bensi.is .

Ég skondraði að sjálfsögðu og skoðaði síðuna.  Síðan er ágætlega uppsett og nokkuð mikið efni á henni.  Það var eitt og annað sem vakti sérstaka athygli mína.

Á síðu sem ber yfirkriftina "Jöfnuður - ójöfnuður?" má finna eftirfarandi klausu:

"Að undanförnu hefur mikið verið rætt um matarverð og framfærslu heimilanna – ekki síst á grundvelli prívat-skýrslu hagstofustjórans Hallgríms Snorrasonar.  Því miður skapaði Hallgrímur ekki forsendur fyrir góðri sátt og hófsemi í umræðunni með sínum einleik – en engu að síður hefur málið fengið mikla athygli.    Ekki er unnt að fallast á að hugmynd Hallgríms um einhliða niðurfellingu tolla og vörugjalda af öllum landbúnaðarvörum sé raunhæf aðgerð – vegna hliðarverkana og fyrirsjánlegs hruns í atvinnugreininni, en unnt er að lækka matarverð í skrefum og nokkuð hratt fyrir því."

Ekki virðist því Benedikt fallast á stefnu Samfylkingarinnar óbreytta, um að fella einhliða niður tolla og vörugjöld á tæpum 2. árum.  Neðar á síðunni talar Benedikt um að fella niður virðisaukaskatt á matvæli og virðist þar standa nær ríkistjórninnini (þeim hugmyndum sem þaðan hafa heyrst) heldur en Samfylkingunni.

Benedikt virðist svo vilja stórhækka fjármagnstekjuskatt og skattleggja hann til jafns við launatekjur.  Gengur hann þar lengra en t.d. Jóhanna Sigurðardóttir sem hefur viðrað hugmyndir um að hækka skattinn upp í 15%.  Þetta tel ég ákaflega varhugaverðar hugmyndir og hreina árás á sparnað á Íslandi, en ég bloggaði um þetta fyrir nokkru og má lesa um það hér

Á síðu sem ber yfirskriftina "Nýting og náttúruvernd" verður ekki annað skilið en að Benedikt fari sömu leið og margir aðrir Samfylkingar, hann vill ekki fara eftir tillögum flokksins, telur að pláss sé fyrir eitt álver enn, og að sjálfsögðu í því kjördæmi sem hann sækist eftir að leiða listann í . En þar segir meðal annars:

"Það er ljóst að álver við Húsavík er komið á dagskrá. Því miður er nú hætta á að það hafi lent aftur fyrir í röðinni og Grundartangi, Straumsvík og Helguvík séu nær því að komast á framkvæmdastig ef marka má stöðu orkuöflunar. Þessi framkvæmdaröð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er auðvitað ekki í neinu samræmi við það þensluástand sem varanlega virðist til staðar á SV-landi – en enginn hefur orðið var við staðbundna þenslu í Þingeyjarsýslum. Eftir sem áður er nokkuð í land í rannsóknum og endanlegum undirbúningi varðandi orkuöflun áður en líklegt er að framkvæmdaaðilar vilji skuldbinda sig til að hefja byggingu álvers. Einnig þarf að liggja ljóst fyrir að viðunandi orkuverð verði í boði. Nú er ekki líklegt að á næstu 5-8 árum verði pláss fyrir fleiri en 1 álver á Íslandi og auðvitað er mikilvægt að það álver rísi á okkar landshluta og þá er Húsavík komin á kortið og ástæða til að fylkja landsbyggðarfólki um þá staðsetningu."

Það má því skilja af þessu að Benedikt vill ekki "setja tappann í" hvað varðar frekari uppbyggingu stóriðju næstu 5 ár, eins og skilja mátti stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar nú nýverið.  Hann virðist vilja halda áfram að undirbúa álver á Húsavík og harmar það hve aftarlega það virðist í röðinni og vill að sjálfsögðu kenna þar um ríkisstjórnarflokkunum.

Síðan á eftir millifyrirsögninni "Samfylkingingin talar skýrt" má lesa eftirfarandi klausu:

"Skýrar áherslur Samfylkingarinnar í umhverfismálum – þar sem frekari stóriðjuuppbygging er sett í bið og jafnvægi gagnvart nátturuverndarsjónarmiðum er sett í forgang – kann að koma einstökum forystumönnum flokksins í opna skjöldu. Það er slæmt fyrir flokkinn þegar talsmenn hans verða tvísaga og ganga ekki í takt – en það er umfram allt slæmt fyrir kjósendur ef einstakir forystumenn og frambjóðendur reynast ótrúverðugir. Undirbúningur og rannsóknir halda áfram fyrir álver á Húsavík – og þegar að því kemur að tekin verði endanleg ákvörðun þá er mikilvægt að forystumenn og íbúar annars staðar í kjördæminu – einkum á Akureyri og við Eyjafjörð – vinni með Húsvíkingum til að tryggja hagfellda niðurstöðu og í sátt við heildstæða stefnumótun."

Hvernig það fer saman að "Samfylkingin talar skýrt" og "Það er slæmt fyrir flokkinn þegar talsmenn hans verða tvísaga og ganga ekki í takt ...", er eitthvað sem ég skil ekki.  En allar útskýringar hvernig þetta tengist eru vel þegnar í athugasemdum hér að neðan.

En það verður fróðlegt að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hvernig frambjóðendum Samfylkingarinnar tekst að stilla saman eigin stefnumál við stefnumörkum þá sem flokkurinn hefur lagt fram og virðist njóta lítillar hylli utan höfuðborgarsvæðisins.  Þannig virðist það ljóst að öll kjördæmin utan Reykjavíkurkjördæmanna tveggja hafa áhuga á frekari stóriðjuuppbyggingu og landsbyggðarkjördæmin heldur ekki mjög ginkeypt fyrir því að klippa af verndartolla og vörugjöld af íslenskum landbúnaði á tæpum 2. árum. 


Veröld Uri´s

Ég var að lesa það í Fréttablaðinu í dag að auglýsingarnar fyrir Sm***off Ice sem ég hef svo oft séð í sjónvarpinu séu "íslenskar" að gerð.  Það er að segja að leikarnir séu íslenskir og leikstjórinn sömuleiðis.  Það kom svo fram í fréttinni að auglýsingarnar hafi verið bannaðar í Bretlandi.

En ég verð að óska þeim sem stóðu að þessum auglýsingum til hamingju, enda hafa þær vakið athygli mína, þegar ég hef séð þær í sjónvarpinu. Stórgóðar auglýsingar og sýna hvað íslenskir auglýsingamenn eru góðir.  Leikararnir eiga reyndar líka frábæra spretti.

En ef einhverjir hafa áhuga á því að skoða umræddar auglýsingar, bið ég þá fyrst að hugleiða hvað þeir eru að fara að gera.  Hafa í huga að áfengisauglýsingar eru bannaðar á Íslandi og með því að horfa á slíkt gerast þeir brotlegir við íslensk lög.  Ef að þeim vangaveltum loknum þeir eru enn þeirrar skoðunar að þeim langi til að skoða auglýsingarnar, þá fara þeir á:  www.uriplanet.com

 


Hvað má, hvað má ekki?

Nú virðast margir orðnir svo gegnsýrðir af "pólítískri rétthugsun" að flest verður undan að láta.  Ekki er lengur hægt að sýna óperur vegna þeirrar hættu að einhverjum "trúflokkum" falli sviðsmunirnir ekki í geð.

Ekki þekki ég þessa óperu Mozarts og reikna satt best að segja ekki með því að ég eigi eftir að kynna mér hana.  Ég veit því ekki hvort þetta höfuð Múhaðmeðs er nauðsynlegur partur af sýningunni eður ei (líklega telst það fyrst að hætt var við sýninguna), en mér er nokk sama.  Ef hópur af listamönnum eða hverjum sem er öðrum, þykir þetta tilhlýðilegt á þeim að vera það heimilt.

Skopmyndir, grín og glens, eftirhermur og önnur listsköpun hefur verið stór partur af menningu okkar um langan tíma. Vissulega hafa valdhafar í einstökum ríkjum reynt að setja hömlur þar á á einstökum tímum, en ekki haft árangur sem erfðið. 

Húmor brýst alltaf út, listsköpun sömuleiðis.

Það er því ákaflega mikilvægt að við skellum ekki á okkur sjálfsritskoðun til að þóknast einstaka ríkjum eða hópum.

Hér er svo önnur frétt á mbl.is um sama mál.

Líkast til fara vestræn samfélög í rækilega naflaskoðun og banna allt sem getur farið í taugarnar á hinum ýmsu trúarhópum.  Íslendingar geta líklega ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum og óska ég eftir tillögum um það sem betur má fara í íslensku samfélagi í athugasemdir hér að neðan.


mbl.is Merkel gagnrýnir Deutsche Oper fyrir að hætta við uppfærslu á Idomeneo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrir valkostir - Hverjir vilja hvað?

Ég hef heyrt í Ómari Ragnarssyni frá því að ég man eftir mér.  Hann hljómaði mikið og oft á mínu bernskuheimili.  Þá voru það kvæði á við "Rafvirkjavísur", "Jói útherji", "Ertu að baka", "Þrjú hjól undir bílnum" og aðrar gamanvísur sem ég sönglaði með og hafði gaman af.

Ennþá legg ég við hlustir þegar Ómar talar, þó að ég hafi ekki jafn gaman af því sem hann er að segja eða syngja þessa dagana, en hann fær mig alltaf til að hlusta.  Það er vissulega nokkuð afrek að fá u.þ.b. 10.000 (hér fer ég nú bara millibilið á tölunum sem heyrst hafa) manns til að ganga með sér niður Laugaveginn og það ber að fagna því að mótmæli sem þessi fari fram án alls ofbeldis og gífuryrða.

Þó að ég sé ekki "samferða" þeim sem þar gengu, eiga þau öll heiður skilið fyrir að sýna afstöðu sína með eftirminnilegum hætti og á með hófstilltum hætti.  Það mættu ýmsir andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar taka sér til fyrirmyndar.

En en þó að mér þyki hugmyndir Ómars um að láta stífluna standa sem minnismerki, og hætta við fyrirhugaða notkun hennar, órar einir og ekki raunhæfar hugmyndir, þá verður því ekki á móti mælt að þó nokkur hópur Íslendinga virðist ekki líta svo á.  Það sannar sá fjöldi sem tók þátt í göngunni í Reykjavík í gærkveldi.  Þessar hugmyndir virðast síður njóta hylli á landsbygðinni, enda þáttaka ekki mikil á Ísafirði, Akureyri eða Egilsstöðum.

En nú eru þessar hugmyndir komnar fram, og eins og ég áður sagði stígur nokkuð stór hópur fram og lýsir yfir stuðningi við þær.  Því hlýtur eðlilegt að nokkur umræða verði um þessar hugmyndir á næstu dögum, vikum og mánuðum.  Þær verða án efa ræddar víða þar sem fólk kemur saman, í kaffistofum, börum, fjölskylduboðum, í skólum og í skúmaskotum.

En þessi umræða verður líka að fara fram á pólítíska sviðinu.

Það er áríðandi að frambjóðendur í prófkjörum flokkanna verði krafnir um svör varðandi afstöðu þeirra til virkjunarinnar, og sömuleiðis hugmynda Ómars.  Síðan verða frambjóðendur flokkanna að svara því hvort að þeir eða þeirra flokkur geti hugsað sér að framkvæma hugmyndir Ómars eða hvort þeir vilji nýta Kárahnjúkavirkjun.

Mikið hefur verið rætt um rétt almennings um skýra valkosti á undanförnum vikum.  Hér er mál sem ég tel að stjórnmálamenn verði að bjóða almenningi upp á skýra valkosti um.  Hvaða leið vilja þeir fara, hvaða leið telja þeir vænlegasta.

Vonandi fara íslenskir fjölmiðlamenn af stað og krefja stjórnmálamenn svara.

Hverjir eru með hverjir eru á móti.  Ég er ekki frá því að þau svör séu mikilvægari en með hverjum hver vill mynda ríkisstjórn.

P.S. Ég verð að minnast á eitt skilti sem ég sá á mynd, sem mér þótti mjög gott slagorð, þó að ég sé ekki sammála því.  DAM NATION.  Skemmtilega tvöföld merking í þessu.


mbl.is Allt að 15.000 mótmæltu framkvæmdum við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Simpsons og raunveruleikinn

Ég held að þetta sé akaflega góð hugmynd.  Það væri raunar óvitlaust að gera þetta að árlegum viðburði, Stjörnudagurinn hljómar ekki illa.  Það viðrar vonandi vel fyrir "stjörnuglópana" sem munu standa víða um Ísland, stara upp í himininn og hlusta á lýsingu Þorsteins Sæmundssonar, en að lýsa himninum á meðan á þessu stendur er sömuleiðis afbragsgóð hugmynd.  Nú er bara að vona að það verði auður himinn og skýin verði ekki til mikilla trafala.

Sömuleiðis mætti bjóða nemendum og foreldrum þeirra að koma saman í skólum, þar sem himininn yrði skoðaður undir leiðsögn til þess bærra kennara.

En ég get ekki staðist það, sem aðdáandi Simpson fjölskyldunnar, að minnast á að þegar er búið að prufa þessa hugmynd í Springfield.  Þar var hún reyndar ætluð til lengri tíma, en endaði ekki vel.

En ég óska þeim sem að þessu standa alls hins besta, sömuleiðis þeim sem tiltækisins munu njóta og er raunar næsta fullviss um að þetta verði eftirminnilegur atburður.

 


mbl.is Myrkvað víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af skýrum valkostum - litið til lengri tíma

Nú upp á síðkastið hefur verið mikið rætt um að almenningur eigi rétt á skýrum valkostum þegar kemur að kosningum, almenningur eigi rétt á því að vita hverjir vilji mynda saman ríkisstjórn.  Almenningur eigi rétt á að vita hvort að stjórnarflokkarnir ætli að starfa saman eftir kosningar og hvort stjórnarandstaðan komi til með að standa saman og mynda ríkisstjórn eftir kosningar fái hún meirihluta á þing.

Að sömu leyti eru þetta eðlilegar kröfur, í annan stað er þetta fásinna.

Íslendingar búa við fjölflokka kerfi, hefðin á Íslandi er samsteypustjórnir, jafnvel ólíkra flokka.

Ef við gefum okkur að stjórnarflokkarnir fái góðan meirihluta í næstu kosningum er ekkert óeðlilegt að þeir hugsi sér að starfa áfram saman.  Ef ríkisstjórnarflokkarnir fá hins vegar nauman meirihluta er ekki óeðlilegt að menn reyni nýtt mynstur til að skapa sterka ríkisstjórn. 

Að sama skapi er ekki nema eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman og reyni að finna sameiginlegan grundvöllf fyir samstarfi ef hún hlýtur tilskilinn meirihluta.

Gefum okkur nú að stjórnarandstaðan myndi ríkisstjórn.  Síðan þegar aftur verður kosið, á þá valið aðeins að vera á milli ríkisstjórnar Samfylkingar, VG og Frjálslyndra og að stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar taki við?

Hvenær er þá leyfilegt að skipta um "mynstur"?  Eðli málsins samkvæmt hlýtur alltaf annað hvort ríkisstjórn eða stjórnarandstaða að fá meirihluta úr kosningum.

Ef einhver flokkur er hins vegar harðákveðinn í því að starfa einvörðungu með einhverjum einum flokki, eða alls ekki með einhverjum flokki, er sjálfsagt að þeir skýri frá þeirri staðreynd ef þeir kjósa svo.

Allt tal um að kjósendur eigi heimtingu á því að vita hvernig ríkisstjórn flokkar vilja mynda að kosningum loknum, er því að mínu mati rangt, raunar hálfgert lýðsskrum.  Það er enda erfitt að sjá fyrr en þeir sömu kjósendur hafa fellt dóm sinn í kosningum og ákveðið styrk einstakra flokka.

Það er því fyllilega eðlilegt og sjálfsagt að ganga óbundinn til kosninga. 

Hitt er að sjálfsögðu líka möguleiki að flokkar myndi bandalög og heiti hvor öðrum "tryggðum".  Flokkunum standa þessir möguleikar opnir, síðan dæma kjósendur.


I heard it through the Grapevine

Mér var fyrir stundu bent á að á vef blaðsins "Grapevine" væri að finna gott viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson.  Það fylgdi sögunni að Jón léti gamminn geysa og talaði tæpitungulaust, eins og honum væri lagið.

Ég fór því á vefinn og fann "Vínviðinn" og las viðtalið.  Það er vissulega ágætt, og þó ég sé ekki sammála Jóni um margt sem þar kemur fram, er alltaf gaman eða lesa það sem hann hefur að segja.  Á köflum er Jón afar harðorður og líkir m.a. Framsóknarflokknum við sníkju- eða meindýr í íslenskum stjórnmálum.  Jón er einnig afar stóryrtur í garða bandarískra stjórnmála og stjórnmálamanna.  En það er rétt að hvetja alla sem áhuga hafa á stjórnmálum og stjórnmálaumræðu að skondra yfir á vef "Grapevine" og lesa viðtalið í heild.

En nokkrir bútar úr viðtalinu:

"– It is very dangerous for democracy when the party system is such that one small party, hungry for power, with no other political agenda than maintaining power, can become such a parasitical creature that it is impossible to form a government coalition without them. The Progressive Party has become such a party – once upon a time, this was a political movement with ideals. They fought against the urbanisation of this country and stood up for the farmers and the countryside. That was then, but those times are over. We are left with this strange phenomenon, the Progressive Party. For sanitary reasons an operation is called for. This party has become a malignant tissue in the body politic."

" But another question is: Are we willing to trust the opposition to take over? A big drawback in our election system is that the renewal process among the political candidates is too slow. I believe the Social Democratic Alliance needs to put new people around [party leader] Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. People from other venues who have shown that they can handle governmental responsibility."

" – Well… whether they come from outside the party or the business sector is not really the main concern. I will give you an example. I want [university professor] Stefán Ólafsson to enter politics. Why? He is very qualified and has in the last few years demonstrated through his research what the opposition has failed to do, that under the governance of the current coalition, Iceland has been moving fast towards becoming a caricature of raw American capitalism. Iceland has been moving away from what we have been, a Nordic welfare state, towards becoming the most inequitable country in Europe. It is the role of social democrats to stop this. No one is better suited for leading this charge then Stefán Ólafsson. He has demonstrated this process in his studies, better than anyone else, with professional methods and arguments no one has been able to refute. And we can see the response; they bring out their attack dogs against him, trying to undermine his honour and credibility as a scholar. This is standard dirty politics. But they have not succeeded. People trust Stefán Ólafsson and they know he has no other agenda than revealing the facts of the matter. This is the kind of candidate we need. And we need to find a few more like him."

"Look at the media. What is the constant subject of the media here in Iceland? Money, money, money. Who is the wealthiest today, and who was the wealthiest yesterday? Who sold this? Who bought that? In my days as a politician, I criticised the media for not paying enough attention to the economy, the media was so caught up in politics that there was no space devoted to discussing how different industries or companies were doing. Now it is the complete opposite. Political discussion has become something without substance, an afterthought. The new objects of worship in our society have become the nouveau riche.

There we have experienced renewal, in the financial sector. There we have seen a new generation emerge. The question is, is this a positive evolution? Do we want to live in this kind of a society? This is one change. Another change is related to globalisation. Iceland has become a multicultural society, which it was not only a few years ago."

"I believe all social democrats are environmentalists. Does that mean that I am willing to agree with all the extreme bullshit I hear from the environmentalists’ camp on their love for the highlands? Of course not. I care about people primarily. But in the long term, people need a healthy natural environment. In that sense, I do not see this as a problem. I hear extreme views on both sides that I disagree with, but the fundamental truth is that we need coherent natural resource policies and employment policies that can coexist. We need to maintain employment and income, but we cannot do that by focusing on short-term solutions. Right now, it is time to say: enough! We are not going to use all our natural energy resources to sell them to a few multinational aluminium corporations. The world is undergoing a technical revolution in the energy field. There is an ongoing crisis with fossil-based energy and it has already become unsustainable. We are already in the final stages of an obsolete technology. There is an ongoing intensive search for future solutions although we cannot yet tell exactly what the outcome will be. We need to preserve our energy resources for more sensible use in the future. We should not spend it all on aluminium. More benign alternatives will present themselves in the future. Sustainable policies on the environment need not split the left. Europe is a different story. The Left-Greens would be well-advised to renew their thinking on Europe. "

"– Well, two men are said to have made the decision. One of them was the former prime minister, Mr. Davíð Oddsson, a strange and enigmatic character, a funny and artistic person, but at the same time completely unpredictable. Mr. Oddsson claims to be a bosom friend of President Bush. If he is, he really is one among a very select few who wish to boast about it. The other one was the then foreign minister Mr. Halldór Ásgrímsson. I know he did this in the naïve belief that this would guarantee the continued U.S. military presence in Iceland. As subsequent events have shown this was indeed a grave and naïve misunderstanding."

"– The short answer to that question is a simple one. I have already done my duty. I was a part of this "dirty business" for many years. I did my best, and I have no regrets. This means that I have no obligation to subject myself to the tough discipline of Icelandic politics during my sunset days. I have already told you about my doubts about the fitness of primaries to recruit worthy political leadership. It is a rather depressing charade. At worst it means the subjection of honest politics to plutocratic control behind the scenes. Not a very attractive proposition at all. It will at least take several wild horses to drag me into this process again."

Viðtalið í heild sinni má finna á vef "Grapevine", hér.
 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband