Blaut tímataka

Ég var hálf þreyttur og syfjaður þegar ég horfði á tímatökurnar um miðja síðustu nótt.  Úrslitin í þeim gerðu heldur ekki mikið til að hressa mig við.

Ferrari átti einfaldlega ekki séns í nótt.  Hvað mikið það er vegna dekkjanna er erfitt að segja nákvæmlega en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að fyrir utan og Schumacher og Massa eru allir þeir sem aka á Michelin á undan Bridgestoneökumönnum.

"Der Reinmeister" átti einfaldlega ekki möguleika.  Það verður því ekki að búast við miklum árangri hjá þeim Ferrariökumönnum, sérstaklega ekki ef að rignir, í nótt.  En ég get samt ekki annað en vonað að þeir aki af hörku og geri tapið eins lítið og mögulegt er.  Það má eitthvað mikið ganga á ef "Tígulgosarnir" taka ekki afgerandi forystu í keppni bílsmiða og Alonso auki forystu sína drjúgt.

Venjulega hafa aðdáendur "Skósmiðsins" ekki óttast rigningu, en það þurfum við þó að gera núna. 

Ef að þurt verður þá gæti annað orðið upp á teningnum, en ég bíð spenntur eftir keppninni.


mbl.is Alonso á ráspól í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband