Hálslón til vors eða eilífðar?

Nú þegar þetta er skrifað er Hálslón líklega orðið vel yfir 30 metra djúpt, stöðugt safnast vatn í lónið og mun líklega gera á næstu mánuðum. 

Ef andstæðingar virkjunarinnar hafa sitt fram verður þó einungis safnað í lónið fram á vor.  Þá, ef ekki fyrr, verður hleypt úr lóninu og stíflan látin standa sem minnismerki.

Það verður því að teljast áríðandi að almenningur á Íslandi verði upplýstur um það hvaða pólítíkusar vilji fara þessa leið og láta þessa stærstu framkvæmd íslandssögunnar vera ónýtta.  Ég gat ekki betur séð en að Steingrímur J. Sigfússon væri í göngunni með Ómari, þýðir það að hann styður þær tillögur sem Ómar lagði fram?

Hér má sjá viðtal við Steingrím J. Sigfússon og Jón Sigurðsson í Íslandi í dag, ég get ekki betur séð en að Steingrímur taki undir þær hugmyndir að hleypa úr Hálslóni, þó að hann segi það ekki beinum orðum.  Um afstöðu Jóns þarf ekki að efast.

Hér er svo aftur viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu og Guðjón Arnar.  Guðjón segir að of seint sé að snúa við, en lærdóm þurfi að draga af þessu ferli.  Ingibjörg segir einnig að lærdóm þurfi að draga af ferlinu en ég gat ekki heyrt að hún segði afdráttarlaust að stífluna bæri að nýta, né að hleypa ætti úr henni, heldur tvísteig hún (eins og oft áður) og reyndi að komast hjá því að taka skýra afstöðu.

En það hlýtur að teljast mikilvægt að þessi afstaða komi í ljós.  Væru líkur á því að hleypt verði úr lóninu í júní næstkomandi ef stjórnarandstaðan kemst til valda?  Myndi stjórnarmyndun hjá Steingrími verða háð því skilyrði?  Myndi Ingibjörg Sólrún vera tilbúinn að fallast á það að hleypt yrði úr Hálslóni?

Þetta er ekki milljónaspurningin.  Er ekki nær að segja að þetta sé hundrað milljarða spurningin og líklega dágott betur?  Ef Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd íslandssögunnar, verður þetta líklega að teljast með stærstu spurningum sögunnar.

Það hlýtur því að verða krafa um að allir frambjóðendur svari þessari spurningu á næstu dögum, vikum og mánuðum.  Kjósendur eiga rétt á því að skoðanir frambjóðenda á þessum framkvæmdum liggi fyrir og séu skýrar.

P.S. Einhver sagði mér að virkjunarandstæðingar vilji "kaupa" virkjunina, með því að selja fólki um víða veröld nafnið sitt á stífluvegginn, gegn u.þ.b. 1200 króna gjaldi.  Svona málflutningur er með eindæmum.  Hvað skyldi nú stór partur af 1200 krónum fara í það að letra nafnið á vegginn, hvað yrði mikið eftir?


mbl.is Hálslón sextán metra djúpt, Jökla er horfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mér þykir þú "bjartur". Hvað yrði sú plata stór? Hvaða vél myndi ráða við að grafa út svo stóra plötu? Yrði platan með sama lagi og stífluveggurinn? Hvernig yrði plata með 10.000 nöfnum flutt austur?

Þetta er bara nokkrar spurningar sem vakna við tillögu þína.

G. Tómas Gunnarsson, 29.9.2006 kl. 12:28

2 identicon

ómar kominn fram úr sjálfum sér
var góður með þætti eins og Stiklur sem eru bara perlur
hver man ekki eftir Gísla á Uppsölum

vigdis (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 13:17

3 identicon

Það gleimist að minnast á allar sektirnar og svo má ekki gleima því að það þyrfti aðbora eftir hita og leggja frá því sem til þarf, nei ætli það mundi ekki vera nær 5-600 miljarða kostnaður að leggja stífluna af, hver vill vera ábirgur? þingmenn vinsamlegast skráið svarykkar fyrir kostningar. Kveðja EGS.

Eyjolfur Garðar Svavarsson (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 14:36

4 identicon

Finnst tjer sem sagt allt i lagi ad Jokla sje bara eydilogd af tvi ad monnunum fannst allt i einu timabaert ad bua til eitt stk. alver. Mennirnir eru ekki tad mikilvaegasta i heiminum, hvad sem adrir segja, teir eru hluti af natturunni og aettu ad lifa sem slikir!

Kristin Thora (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 16:54

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Perónulega er ég fylgjandi því að virkja Jöklu (og fleiri ár ef út í það er farið) en auðvitað verður lýðræðið að ráða í þessum efnum eins og flestum öðrum. Því er það áríðandi að íslenskir stjórnmálamenn gefi upp afstöðu sína varðandi nýtingu Kárahnjúkastíflu og Hálslóns. Það verður kosið í vor og þá gefst kjósendum tækifæri til að tjá hug sinn til þessa og margra fleiri málefna.

Eins og ég hef áður bloggað um hér hafa kjósendur alltaf rétt fyrir sér.

Það er gott að Ingólfsfjall er hættur við að hafa þetta á einni plötu. Um að gera fyrir andstæðina virkjunar og álvers að hefja söfnun sem fyrst. Svo er bara að gera Landsvirkjun og Alcoa tilboð í bæði stíflu og álver, "tilboð sem er ekki hægt að hafna", eða þannig. Samkvæmt mörgum andstæðingi framkvæmdanna eru þetta fyrirtæki sem hugsa ekkert um nema arð og peninga, þannig að ef tilboðið er gott, hugsa þau sig varla um tvisvar.

G. Tómas Gunnarsson, 30.9.2006 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband