Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Grænt typpi

Ekki þar fyrir að auðvitað á maður ekki að ergja sig á þessum "skammdegismálum", en ég hló þegar ég las þessa frétt.

Auðvitað hefur verið talað um græna kallinn síðan ég man eftir mér, en á þessum jafnréttistímum, nú þegar konur eru óhræddar við að ganga í buxum, þá er ég hreinlega ekki viss um hver væri munurinn á prófíl karla og kvenna svona í grænu.

Ekkert hefur verið á honum typpið, ekki er hann með hatt, ekki er hann hærra launaður en rauði kallinn.

En fyrst ég minnist á rauða kallinn, getur verið að það þurfi að rannsaka þetta litaval?  Að grænn litur Framsóknarflokksins er sá sem veit á gott og hleypir fólki yfir götuna, á meðan rauði kallinn hreinlegar hindrar för fólks?  Hvar er blái kallinn? 

Hvað ætlar Villi að gera í þessu?

Legg til að hér eftir (í það minnsta á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er við völd) að í hverjum 7 af átta götuljósum í borginni verði græna karllinum skipt út fyrir bláan.

En það er gott að "pólítískt réttþenkjandi" fólk er upptekið við mál sem þetta, það gerir þá ekkert alvarlegra af sér á meðan.

Á meðan ég man, þetta er víst vonarstjarna hjá Samfylkingunni, margir telja hana víst mesta efnið þar innan flokks.  Úff.

 


mbl.is Græn kona í stað karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af "Prófkjörinu"

"Prófkjörið" ætlar ekki að deyja í umræðunni, enda "stór stofnun" í þjóðfélaginu.

Það var hreint með eindæmum að horfa á Kastljósið í kvöld.  Ásakanirnar sem þar komu fram voru stórar, en ekki að sama skapi trúverðugar.  En mikil verður framsýni þeirra að teljast sem sáu fram á það síðasta vor, að líklegt væri að félagaskráin sem unnið var að þá, yrði misnotuð nú í haust.

En það er ekki hægt að leiða svona ásakanir hjá sér eða láta sem ekkert sé.  Það er því áríðandi að starfsfólk flokksins svari þessum ásökunum opinberlega.

En það er fyndið að fylgjast með Samfylkingum sem hafa mikið meiri áhuga og áhyggjur af prófkjörum í Sjálfstæðiflokknum en sínum eigin flokki.

Össur skrifar hreint frábæran pistil, andi Íslendingasagnanna svífur þar yfir vötnum. En skáldaleyfið hefur rekið þar hið forna málstæki, hafa ber það sem sannara reynist á brott.  Össur lætur ekki atriði eins og þá staðreynd að Borgar Þór Einarsson lýsti yfir stuðningi við Sigurð Kára trufla sig neitt við að spinna þráðinn.  Illuga Gunnarssyni virðist Össur ekki heldur hafa fundið stað í fléttunni og er það nokkur ljóður á sögunni, en samt sem áður er full ástæða til að hvetja menn til að lesa pistilinn, það er ekki á hverjum degi sem slík stílsnilld og andagift sést í pólítískri umræðu á Íslandi.

Það er ljóst að Össurar bíður góð framtíð sem pólítísks "krimmahöfundar", ef og þegar hann ákveður að hætta þingmennsku, bara ef hann kærir sig um.  Bækur hans myndu án efa ekki gefa Arnaldi neitt eftir, nema síður væri.

Steinunn Valdís skrifar einnig um prófkjörið á heimasíðu sína og hneykslast á slæmu gengi kvenna.

Guðmundur Steingrímsson skrifar tvo pistla um "Prófkjörið".

Ekkert þeirra hefur bloggað um prófkjör Samfylkingarinnar í Norð-Vestur kjördæminu sem fór fram um sömu helgi.

 


Útrásin komin til Toronto

Þá er íslenska útrásin sest að á Yonge Street. En eins og fram kemur í fréttinni hefur Avion svo gott sem lokið yfirtöku á Atlas Cold Storage Income Trust. sem einmitt hefur höfuðstöðvar sínar að 5255 Yonge Street.

$7.50 sem Avion greiðir fyrir hlutinn er nokkuð frá $13.50 sem hlutir félagsins gengu á árið 2003, en þeir urðu uppvísir að því að "kokka" bækurnur, urðu að hætta útborgunum og bréfin misstu um það bil 2/3 af verðmæti sínu.  En með nýjum forstjóra hefur félagið verið á hægri uppleið og almennt er talið að það verð sem Avion greiðir sé nokkuð sanngjarnt.

Þó er rétt að nefna að félagið hafði verið í sambandi við yfir 20 aðila til að reyna að fá þá til samstarfs eða að kaupa félagið, og hafði opnað bækur sínar fyrir þeim.  Enginn þeirra vildi borga jafn hátt eða hærra verð en Avion bauð. 

En það er auðvitað viðeigandi að bjóða þá Avion menn velkomna til Kanada.


mbl.is Avion með 85,8% hlut í Atlas Cold Storage
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló vín

Er líklega réttara heiti á þeim fögnuði sem hefur verið á skemmtistöðum Reykjavíkur um helgina og minnst er á í fréttinni.

nullEn að sjálfsögðu var Halloween fagnað að Bjórá í kvöld. 

nullVið útdeildum reiðarinnar ósköpum af kartöfluflögum og sælgæti.  Síðan skruppum við með Foringjanum í stuttan "tollheimtuleiðangur", heimsóttum ein 4 eða 5 hús hér í næsta nágrenni.  Foringinn var fljótur að átta sig á staðreyndum og að "tikk or tít" væri leyniorðið fyrir sælgæti.  Ég yrði ekki hissa þótt hann vildi nullfara annan rúnt annað kvöld.  Heimasætan var líka uppáklædd, en lét sig þetta umstang þó litlu skipta.


mbl.is Sífellt fleiri Íslendingar halda upp á hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband