Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
4.11.2006 | 20:28
Jafnir í eymdinni?
Það er varla að ég trúi að rétt sé haft eftir Ögmundi Jónassyni í fréttinni sem ég sá á vísi.is. Ég er eiginlega að vona að þetta sé ekki á rökum reist.
Jöfnuðurinn er það sem er ofar öllum markmiðum, það er betra að að auka jöfnuðinn með því að bankarnir fari úr landi, heldur en að búa við óbreytt ástand?
Hvaða hagsbót er það fyrir hina lægra launuðu að þeir hæstlaunuðu flytji úr landi? Batna kjör þeirra við það? Hvaða hagsbót hafa hinir lægra launuðu að fjölmargir vel launaðir missi vinnuna? Hvaða hagsbót er það fyrir hina lægra launuðu að skattar bankanna séu frekar greiddir erlendis en á Íslandi?
Skyldi Félag bankastarfsmanna vera sammála formanni Bandalags opinberra starfsmanna um þetta atriði?
En auðvitað eigum Íslendingar ekki að virkja orkulindir sínar og hamingjan forði okkur frá því að á landinu byggist upp sterk alþjóðleg fyrirtæki.
Líklegast yrðu allir Íslendingar jafnir ef Vinstri grænir kæmust til valda, jafnir í eymdinni.
En auðvitað gæti hugsast að einhverjir yrðu jafnari en aðrir, þannig er það oftast nær í "paradísum" vinstri "útópíunnar".
4.11.2006 | 19:51
Óbreytt forysta
Þá eru ljósa niðurstöður í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norð-Austurkjördæminu. Niðurstaðan er óbreytt forysta. Kristján Möller tekur 1. sætið með u.þ.b. 70% atkvæða, sem verður að teljast afgerandi niðurstaða og traustsyfirlýsing frá samfylkingum til Kristjáns.
Fyrsta konan, Lára Stefánsdóttir er í þriðja sæti og líklega taka margir eftir því að hún er jafnframt fulltrúi Akureyringa, og verður að teljast ólíklegt að hún komist á þing. Hvað skyldi Raggi Sverris segja við því?
Það vekur nokkra athygli hvað kosningaþátttakan er lítil, sérstaklega þegar um póstkosningu er að ræða.
Það væri gaman að vita hvernig skiptingin hefði verið neðar á listanum og sömuleiðis hvernig þátttakan hefði verið á mismunandi stöðum, en það "bókhald" er líklega ekki opið og auðvitað sést ekki hvernig staðirnir "melda sig" í póstkosningu.
P.S. Fann röð annarra frambjóðenda á ruv.is og því er það "bóhald" opið röðin er sem hér segir:
Ragnheiður Jónsdóttir
Örlygur Hnefill Jónsson
Jónína Rós Guðmundsson
Benedikt Sigurðarson
Sveinn Arnarson
Kristján Ægir Vilhjálmsson
Kristján Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 04:48
Þegar ein kýrin.....
Það hefur löngum loðað við mennina að vilja eiga sömu hluti og nágrannarnir, helst stærri og flottari
Það er ein ástæðan fyrir því að það getur reynst hættulegt og friðspillandi ef Íran nær að koma sér upp kjarnorkusprengjum.
Nú má lesa á vef Times að "kjarnorkubylgja" gangi um arabaríkin. Algería, Egyptaland, Marokko, Túnis, Sameinuðu furstadæmi og Sádi Arabía, haf víst öll hug á því að beisla kjarnorkutæknina.
Auðvitað segja þau, rétt eins og Íran, að þau ætli aðeins að nota þetta í friðsamlegum tilgangi, en kjarnorkuvopnakapphlaup í þessum óstabíla heimshluta, er ekki eitthvað sem hljómar freistandi.
Aðeins úr frétt Times:
"The move, which follows the failure by the West to curb Irans controversial nuclear programme, could see a rapid spread of nuclear reactors in one of the worlds most unstable regions, stretching from the Gulf to the Levant and into North Africa.
The countries involved were named by the International Atomic Energy Agency (IAEA) as Algeria, Egypt, Morocco and Saudi Arabia. Tunisia and the UAE have also shown interest.
All want to build civilian nuclear energy programmes, as they are permitted to under international law. But the sudden rush to nuclear power has raised suspicions that the real intention is to acquire nuclear technology which could be used for the first Arab atomic bomb.
Some Middle East states, including Egypt, Morocco, Algeria and Saudi Arabia, have shown initial interest [in using] nuclear power primarily for desalination purposes, Tomihiro Taniguch, the deputy director-general of the IAEA, told the business weekly Middle East Economic Digest. He said that they had held preliminary discussions with the governments and that the IAEAs technical advisory programme would be offered to them to help with studies into creating power plants."
"If Iran was not on the path to a nuclear weapons capability you would probably not see this sudden rush [in the Arab world], he said.
The announcement by the six nations is a stunning reversal of policy in the Arab world, which had until recently been pressing for a nuclear free Middle East, where only Israel has nuclear weapons.
Egypt and other North African states can argue with some justification that they need cheap, safe energy for their expanding economies and growing populations at a time of high oil prices.
The case will be much harder for Saudi Arabia, which sits on the worlds largest oil reserves. Earlier this year Prince Saud al-Faisal, the Foreign Minister, told The Times that his country opposed the spread of nuclear power and weapons in the Arab world."
Fréttina í heild má finna hér.
Er best að birta öll leyndarmálin og leyfa hverjum sem hafa vill að koma sér upp kjarnorkusprengju, treysta aftur á "ógnarjafnvægið"?
Eða getur "alþjóðasamfélagið" gert eitthvað?
Eða væri betri lausn að setja upp alþjóðlega "eldsneytisstöð", þar sem allir sem vildu gætu fengið úran, en yrðu að skila "úrgangnum"? Myndu þessar þjóðir sætta sig við það?
Einhvern veginn stefnir þetta ekki í rétta átt.
| |
Bandaríkjastjórn lætur loka vefsíðu með sprengjuleyndarmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2006 | 14:58
Gott (m)ál
Mér líst vel á þetta álver í Þorlákshöfn, sérstaklega á þann hluta sem endurbræðir ál til frekari vinnslu. Óskandi væri að í framtíðinni byggðist upp í kringum þetta álver alls kyns álsteypufyrirtæki og annar iðnaður sem getur framleitt úr álinu.
En það hlýtur líka að koma upp sú spurning hvaðan á þetta álver að fá orku? Hvar má virkja?
Fréttin segir ekkert um fyrirhugaða orkuöflun sem hlýtur þó að teljast eitt að stærstu atriðunum í þessu sambandi.
Svo er líka nauðsynlegt fyrir Sunnlendinga og reyndar landsmenn alla að vita hug þeirra sem nú sækjast eftir þingsætum til þessara framkvæmda, sérstaklega er fróðlegt að vita hug þeirra sem sækjast eftir þingsætum fyrir Suðurkjördæmið.
Hver er afstaða t.d. Lúðvíks Bergvinssonar, Róberts Marshall, Björgvins Sigurðssonar, Árna M. Mathiesen, Atla Gíslasonar, Ragnheiðar Hergeirsdóttur, Guðna Ágústssonar, bara svo fáeinir séu nefndir.
Væri ekki þarft mál fyrir fjölmiðla að athuga það? Væri ekki æskilegt fyrir kjósendur að vita hvað þessir menn vilja?
Stefnt að byggingu álvers við Þorlákshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2006 | 06:00
Sami frábæri borgarstjórinn - Sama frábæra hárið
"Manst´ekki eftir mér, mikið líturðu vel út baby, frábært hár", sungu Stuðmenn fyrir nokkrum árum. Líklega gæti borgarstjórinn hér í Toronto notað þetta sem einkennislag, ef Torontobúar skyldu íslensku svona almennt.
En það eru borgarstjórnarkosningar hér í Toronto um aðra helgi, eða 11. nóvember. Valið stendur á milli David Miller, sitjandi borgarstjóra og Jane Pitfield. Borgarstjórinn er kosinn sérstaklega og svo eru kosnir borgarfulltrúar fyrir mismunandi hverfi, allt saman einmenningskjördæmi.
Vissulega eru skiptar skoðanir um Miller, en flestir eru þó sammála um að hann eigi endurkjör víst. Hann er umdeildur og öðruvísi stjórnmálamaður og fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í auglýsingum sínum í þessum kosningum.
Á meðal slagorða sem hann notar er "Same Great Mayor Same Great Hair", "Still Honest" (eins og kjósendur eigi ef til vill von á því að það breytist?) og "His Speeches Don´t Contribute To Global Warming".
Sumum finnst hann setja niður með þessum slagorðum, að þetta sé engin pólítík. Það má til sanns vegar færa að það er ekki mikil pólítík í því að segjast vera sami frábæri borgarstjórinn með sama frábæra hárið. En það vekur athygli á baráttu sem er annars með eindæmum litlaus og borgarbúar eru ákaflega áhugalitlir yfir. Árið 2003 (kjörtímabilið er aðeins 3. ár) var kjörsókn undir 40%, engin á von á því að hún verði meiri í ár.
Ég á ekki von á því að þetta gengi á Íslandi, en slagorðið í fyrirsögninni hefði þó verið eins og sniðið fyrir íslenskar aðstæður, þegar Davíð var borgarstjóri.
En hér má sjá auglýsingar Miller´s.
3.11.2006 | 05:19
Af andstæðingum og aðförum þeirra
Ekki fæ ég skilið hvað menn hafa á móti því að stjórnmálamenn tali um andstæðinga sína, þá sem eru í öðrum flokkum og hafa aðrar skoðanir á málunum.
"Pólítíska rétthyggjan" er komin í Hálsaskóginn ef bannað er að nota þetta gamla og rammíslenska orð. Þeir sem eru ekki fylgjandi því sem ég segi, eru andstæðingar mínar, alla vegna í því tiltekna máli. Það er alls ekki of sterkt til orða tekið. Hvað vildu menn annars nota frekar?
Hitt er svo annað mál, að ég er sammála þeim sem segja að ofnotkun íslenskra stjórnmálamanna á orðinu aðför. Að það sé sýknt og heilagt verið að gera "aðför að þeim". Eðlilega deila stjórnmálamenn hvor við annan, reyna að koma höggi á andstæðinginn, fella nokkrar "keilur" og vekja á sér athygli. Það á ekkert skylt við aðför eins og við leggjum merkingu í það orð í dag.
En vitaskuld er oft höggvið í sama knérunn, enda eðlilega reynt að höggva þar sem það er talið að það skili árangri, í pólítík er ekki endilega verið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, heldur reynt að finna veikasta punktinn.
Það að andstæðingar manns hafi sig mikið í frammi hvað varðar einstök mál, er ekki dæmi um það að þeir séu hræddir við viðkomandi, heldur að þeir telji sig hafa fundið veikan punkt, punkt sem er vænlegur til vinsælda, eða veki athygli. Punkt sem skori hjá kjósendum.
Þegar Framsóknarmenn töluðu hvað mest um að gerð væri aðför að sér, var það einfaldlega að andstæðingar hans skynjuðu veikleika flokksins og formannins. Eitthvað segir mér að þeir séu ekki búnir að bíta úr með það enn.
3.11.2006 | 03:47
Annarlegur tilgangur?
Það er ekki laust við að ég fái það á tilfinninguna að fréttir sem þessi þjóni annarlegum tilgangi, það er að gefa það til kynna að raunverulegur launamunur kynjanna sé mun meiri en hann er.
Það er ekki rangt að munurinn á milli heildarlauna er sá sem kemur fram í fréttinni, það er að segja að konur hafa aðeins 70% af launum karla á meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. En hitt er líka ljóst að þær vinna aðeins 80% af þeim tíma sem karlmennirnir vinna.
Karlmenn vinna 10.7 stundum meira á viku, eða u.þ.b. 45 stundum á mánuði meira en konur. Hvað skyldi nú vera borgað fyrir 45 stundir í yfirvinnu?
Nær það ekki býsna langt í það að skýra "kynjabundinn launamun"?
Ef mánaðarlaun karla eru 190.000, og við reiknum með að yfirvinna sé launuð með 1900kr, þá gefa 45 stundir 85,500. Heildarlaun verða þá 275,500.
Konur skila að meðaltali hinsvegar ekki nema rétt tæplega 20 stundum í yfirvinnu. Ef við segjum að mánðarlaun þeirra séu 160.000, og yfirvinna því launuð með 1600 krónum, þá gefur yfirvinnan 32.000. Heildarlaun væru því 192.000.
Munurinn á 160.000 og 190.000 er ekki 42.% Hann er rétt tæplega 19%, konur eru að meðaltali að fá u.þ.b. 84% af launum karla sé yfirvinna ekki reiknuð með.
Í raun nokkuð önnur heildarmynd sem blasir við, en þegar fréttin er lesin í upphafi.
Síðan má spyrja hvort tilraun hafi verið gerð í viðhorfskönnuninni til að meta mismunandi launamun í mismunandi starfsgreinum, hvort að launamunurinn hafi verið meiri í ákveðnum atvinnugreinum en öðrum og svo framvegis.
Nú er það til dæmis þekkt að launaskrið hefur verið hvað mest í byggingariðnaði, sem er jú mikil karlagrein, hvernig kemur slíkt inn í meðaltalið?
Persónulega hef ég ekki miklar áhyggjur af meintum launamun á milli kynjanna, samningar á milli atvinnurekenda og launþega er nákvæmlega það, samningur þeirra á milli. Ég treysti þeim betur til að höndla þessi mál heldur en opinberum eða hálf opinberum nefndum.
Sjálfsögðu reyna konur að fá eins há laun og hægt er að vonast eftir og karlar sömuleiðis, góður vinnuveitandi lætur ekki gott fólk fara frá sér með því að borga þeim minna en það er virði, allra síst eins og vinnumarkaðurinn er í dag. Nú hitt er svo líka möguleiki, það er að segja upp og finna sér nýja vinnu, þar sem starfsframlagið er metið að verðleikum, mér er sagt að það sé ekki erfitt að fá vinnu á Íslandi í dag.
Svo má líka velta fyrir sér hvers vegna fyrirsögnin á fréttinni er ekki "Karlar vinna 25% meira en konur"?
Heildarlaun karla 42,3% hærri en kvenna meðal félagsmanna SGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2006 | 17:22
Hverjir hafa yfirráð yfir auðlindinni - Félagaskrár
Það er ýmislegt sem er nauðsynlegt til þess að ná árangri í prófkjörum. Eitt er auðvitað að hafa eitthvað fram að færa, eitthvað af peningum er líka til bóta (en þó ekki nauðsynlegt eins og dæmin sanna), en líklega er þó nauðsynlegasta að ná sambandi við markhópinn sem leyft er að taka þátt í viðkomandi prófkjöri.
Þar kemur til sögunnar "auðlindin" mikla, félagaskrár og aðgangur að þeim. Þó nokkrar umræður hafa orðið um mismunandi félagaskrár í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en það er víðar sem félagaskrárnar eru umtalsefni.
Á vefsíðunni www.bensi.is, sem er heimasíðar Benedikts Sigurðarsonar, sem er þátttakandi í prófkjöri Samfylkingar í Norð-Austurkjördæminu má finna pistil um þetta brennandi málefni.
Þrjú dæmi úr pistilinum:
"Í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi fengu frambjóðendur ljósrit eða útprent á pappír (hvítum pappír). Nafn, kennitala, heimilisfang, póstnúmer og símanúmer (heima og GSM). Það vakti hins vegar athygli að það voru afar fá símanúmer gefin upp í einstökum byggðarlögum. Engin netföng voru gefin upp þó gert væri ráð fyrir því að frambjóðendur beinlínis nýttu sér þá leið til samskipta við kjósendur.""Það er örugglega ekki í þágu lýðræðisins og heldur ekki í þágu stjórnmálaflokkanna sjálfra að leggja hindranir í götu einstakra frambjóðenda umfram aðra. Það vita auðvitað allir að þeir sem mesta fjármuni hafa milli handa geta auðveldlega fjármagnað og mannað endurvinnslu á flokksskránum - og uppfært rafrænar útgáfur - bæði með símanúmerum og netföngum. Á sama hátt vita allir að frambjóðendurnir sem voru að vinna að framboði sínu og sinna flokka í sveitarstjórnarkosningum fyrir nokkrum mánuðum - hafa allan aðgang að undirbúnum gögnum - sem hinir sem voru utan við sveitarstjórnarslaginn - eða koma úr fámennum byggðum - hafa þá ekki aðgang að.
Það hvarflaði t.d. ekki annað að mér eina mínútu en að Alþingismenn sem eiga heima á Siglufirði og í Fjarðabyggð hefðu ótruflaðan aðgang að flokkslistum - þeirra félaga - með öllum símanúmerum og netföngum réttum og uppfærðum. Þó við sem komum annars staðar frá hefðum ekki þennan aðgang. Á sama hátt liggur í augum uppi að forystumenn í Samfylkingarfélaginu á Akureyri hafa aðgang að ítarlegri og uppfærðri félagaskrá. Hvernig menn nota síðan slíkar upplýsingar - í lokuðum prófkjörum - er örugglega ekki alveg einfalt mál."
"Í mínum huga er það ekkert vafamál að lýðræðinu og hagsmunum stjórnmálaflokkanna sjálfra er best þjónað með því að flokkarnir tryggi sem greiðastar og bestar upplýsingar fyrir frambjóðendur til að ná til kjósenda. Um leið lít ég svo á að það sé réttur kjósenda - að frambjóðendum sé auðveldað að kynna sig og koma sínum áherslum á framfæri. Auglýsingabann - getur að mínu mati orkað mjög tvímælis - þar sem kjósendur eiga þá minni möguleika á að fá upplýsingar frá frambjóðendum - og á sama hátt orkar tvímælis að banna fundi og kynningu í tilteknum miðlum."
Pistilinn í heild sinni má finna hér.
Varla þarf nokkur að efast um að fjölmiðlar muni gera þessu máli ítarleg skil á næstu dögum, og sömuleiðis má líklega eiga von á fjölmörgum bloggum frá Samfylkingarfólki þar sem fjallað verður um þetta mál.
En flokksforystan hefur oft verið nokkuð afskiptasöm í prófkjörum á Norðurlandi, er þar nærtækast að minnast Sigbjörns Gunnarssonar.
2.11.2006 | 17:21
Allir Reykvíkingar og Akureyringar sem eru andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar hljóta að fagna
Ég verð að viðurkenna að ég persónulega get ekki lagt dóm á hvort að umræddur samningur um kaup ríkisins á hluta Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkun er góður samningur eður ei. Ég hef einfaldlega ekki aðgang að þeim gögnum sem þarf til að meta það.
Hitt er þó ljóst að ef eitthvað er marka málflutning andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar, sem marga má finna innan vébanda þeirra flokka sem hafa gagnrýnt söluna, það er að segja Vinstri grænna og Samfylkingar, þá er ættu allir andstæðingar virkunarinnar sem búsettir eru á Akureyri og í Reykjavík að fagna.
Því ef Kárahnjúkavirkun er slíkt feigðarflan sem margir andstæðingar hafa viljað meina, ef hún er dæmd til þess að vera rekin með tapi, ef líklegt er að stíflan bresti og þar fram eftir götunum.
Þá er auðvitað stórglæsilegt fyrir þessi tvö sveitarfélög að hafa losað sig út úr "klúðrinu". Hefði líklega verið betra fyrir þau að hreinlega gefa sinn hlut frekar en að halda. Því hlýtur allt það sem fékkst fyrir hluti þeirra að vera "hreinn bónus".
Eða hvað?
Hver vill halda áfram að eiga hlut í fyrirtæki sem byggir stíflur sem eru ekki öruggar, sem byggir virkjanir sem gera ekkert nema að skila tapi. Sem selur erlendum "auðvaldspungum" svo ódýra orku að það hlýtur að éta upp eigið fé fyrirtækisins á til þess að gera fáum árum?
Samfylkingin: Landsvirkjun seld fyrir smánarverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2006 | 15:30
Uppbyggileg gagnrýni
Rannveig á skilið eina góða rauða kratarós í hnappagatið fyrir að hefja þessa umræðu. Auðvitað eigum við að taka það upp ef mannréttindi eru brotin, jafnt í Færeyjum sem annars staðar. Það er ekki afskiptasemi heldur umhyggja fyrir viðkomandi þjóð.
Að sjálfsögðu eiga Norðurlandaþjóðirnar ekki að grípa til neinna aðgerða gegn Færeyingum, enda held ég að það hafi ekki verið meining neins. En það á að láta vita að þetta sé litið hornauga og sé ekki eftirbreytnivert.
Auðvitað hafa Færeyingar leyfi til að hafa sína samfélagsgerð, en við eigum að láta þá vita að okkur hugnist ekki mismunun á þegnunum, ef okkur sýnist svo.
Ég endurtek að þetta finnst mér þarft mál hjá Rannveigu.
Segir Færeyinga aftarlega á merinni í málefnum samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)