Útrásin komin til Toronto

Þá er íslenska útrásin sest að á Yonge Street. En eins og fram kemur í fréttinni hefur Avion svo gott sem lokið yfirtöku á Atlas Cold Storage Income Trust. sem einmitt hefur höfuðstöðvar sínar að 5255 Yonge Street.

$7.50 sem Avion greiðir fyrir hlutinn er nokkuð frá $13.50 sem hlutir félagsins gengu á árið 2003, en þeir urðu uppvísir að því að "kokka" bækurnur, urðu að hætta útborgunum og bréfin misstu um það bil 2/3 af verðmæti sínu.  En með nýjum forstjóra hefur félagið verið á hægri uppleið og almennt er talið að það verð sem Avion greiðir sé nokkuð sanngjarnt.

Þó er rétt að nefna að félagið hafði verið í sambandi við yfir 20 aðila til að reyna að fá þá til samstarfs eða að kaupa félagið, og hafði opnað bækur sínar fyrir þeim.  Enginn þeirra vildi borga jafn hátt eða hærra verð en Avion bauð. 

En það er auðvitað viðeigandi að bjóða þá Avion menn velkomna til Kanada.


mbl.is Avion með 85,8% hlut í Atlas Cold Storage
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband