Enn af "Prófkjörinu"

"Prófkjörið" ætlar ekki að deyja í umræðunni, enda "stór stofnun" í þjóðfélaginu.

Það var hreint með eindæmum að horfa á Kastljósið í kvöld.  Ásakanirnar sem þar komu fram voru stórar, en ekki að sama skapi trúverðugar.  En mikil verður framsýni þeirra að teljast sem sáu fram á það síðasta vor, að líklegt væri að félagaskráin sem unnið var að þá, yrði misnotuð nú í haust.

En það er ekki hægt að leiða svona ásakanir hjá sér eða láta sem ekkert sé.  Það er því áríðandi að starfsfólk flokksins svari þessum ásökunum opinberlega.

En það er fyndið að fylgjast með Samfylkingum sem hafa mikið meiri áhuga og áhyggjur af prófkjörum í Sjálfstæðiflokknum en sínum eigin flokki.

Össur skrifar hreint frábæran pistil, andi Íslendingasagnanna svífur þar yfir vötnum. En skáldaleyfið hefur rekið þar hið forna málstæki, hafa ber það sem sannara reynist á brott.  Össur lætur ekki atriði eins og þá staðreynd að Borgar Þór Einarsson lýsti yfir stuðningi við Sigurð Kára trufla sig neitt við að spinna þráðinn.  Illuga Gunnarssyni virðist Össur ekki heldur hafa fundið stað í fléttunni og er það nokkur ljóður á sögunni, en samt sem áður er full ástæða til að hvetja menn til að lesa pistilinn, það er ekki á hverjum degi sem slík stílsnilld og andagift sést í pólítískri umræðu á Íslandi.

Það er ljóst að Össurar bíður góð framtíð sem pólítísks "krimmahöfundar", ef og þegar hann ákveður að hætta þingmennsku, bara ef hann kærir sig um.  Bækur hans myndu án efa ekki gefa Arnaldi neitt eftir, nema síður væri.

Steinunn Valdís skrifar einnig um prófkjörið á heimasíðu sína og hneykslast á slæmu gengi kvenna.

Guðmundur Steingrímsson skrifar tvo pistla um "Prófkjörið".

Ekkert þeirra hefur bloggað um prófkjör Samfylkingarinnar í Norð-Vestur kjördæminu sem fór fram um sömu helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband