Færsluflokkur: Matur og drykkur

Evrópuverð?

Það sem stendur upp úr í þessari frétt, er eins og ég hef reyndar minnst á áður, að ekki er rétt að tala um "Evrópuverð". 

Ef marka má þessi frétt kostar "karfa" sem kostar 1000 kr að meðaltali í ESB löndunum 1200 kr í Svíþjóð og Finnlandi, 1390 í Danmörku, 1560 í Noregi og 1610 á Íslandi.

Það telst í sjálfu sér ekki til tíðinda að matvælaverð sé hæst á Íslandi og það má gefa sér að við núverandi ástand myndi verðið lækka við inngöngu í ESB.  En lækka niður í hvað?

Ekki hafa Danir "Evrópuverð" á matvælum ef miðað er við þessa frétt?  Hvaða  trygging er þá fyrir því að Íslendingar myndu njóta þess, jafnvel þó að til inngöngu kæmi?

Það er ljóst að í sumum "meðaltalslöndunum" er "karfan" langt undir 1000 kr., samt kostar hún 1390 í Danmörku.  Hvað veldur?  Hvers vegna njóta Danir ekki ESB aðildarinnar?

Hvað færi matvælaverðið langt niður á Íslandi, eða er það ef til vill ekki öruggt að það færi niður svo nokkru næmi?

Hitt er svo líka sjálfsagt að Íslendingar eiga að stefna að því að fella niður tolla og vörugjöld, nema úr gildi innflutningsgjöld og stórlækka á landinu matvælaverð. 

En það tengist ekk (eða þarf ekki að tengjast) á nokkurn hátt inngöngu í ESB, það er einfaldlega ákvörðun sem Íslensk stjórnvöld geta tekið og þurfa ekki leyfi eða leiðsögn frá einum eða neinum.

Það væri sterkur leikur.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og "bagguettið" er ekki einu sinni Franskt!

Það er oft sem ég verð fróðari þegar ég þvælist um á netinu, sérstaklega þegar ég ætti í raun að vera farinn að sofa, en þessi tíma þegar "ómegðin" er komin í háttinn er oft einstaklega þægilegur sem svona "prívat quality time" sem nú á dögum þýðir yfirleitt að ég er að lesa eða þvælast um á netinu.

Ég hafði til dæmi ekki hugmynd um að "Baguettið" væri ekki Franskt fyrr en ég las það á vef The Times nú í kvöld.

"Baguettið" sem ásamt osti og rauðvíni er Frakkland holdi klætt.

"Baguettið" sem var á morgunverðarborðinu því sem næst á hverjum degi á meðan ég bjó þar.

En svo kemur upp úr dúrnum að fyrirbærið er Austurískur innflutningur.

Í sömu grein komst ég að því að brauð er "Fedexað" frá Frakklandi til Bandaríkjanna á hverjum degi.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.  En í sjálfu sér kom það ekki á óvart að vinsældir "baguettsins" mætti rekja til lagasetninga og verkalýðsfélaga, Franskara gerist það ekki.

En hér er greinin, og hér eru smá bútar úr henni:

"The head of France’s most celebrated dynasty of bakers has urged her countrymen to end their love affair with the baguette and revert to what she says is the traditional Gallic loaf.

Apollonia Poilâne, who took over the family bakery at the age of 18 after the death of her parents in 2002, said that the French stick was not French at all, and that her business refused to sell it. "

"“It was imported from Austria in the late 19th century,” said Miss Poilâne, who wants her compatriots to return to the wholemeal bread she said they ate beforehand. She said that it was healthier, tastier and longer lasting"

"The speciality is le pain Poilâne, a 1.9kg (4lb) round loaf made from grey flour, sea salt and dough left over from the previous batch. It sells for about €8 (£5) and is widely regarded as France’s finest bread.

Customers include Catherine Deneuve and Jacques Chirac in France and Robert de Niro and Steven Spielberg in the US, where it is transported by FedEx and sold for $40 (£20)."

"Stick to the facts

— The word baguette literally means “little rod”, and is derived from Latin baculum — stick or staff.

— A popular but inaccurate belief holds that baguettes were invented during Napoleon’s Russian campaign when he ordered a new shape of bread to fit down his soldiers’ trouser legs.

— They were invented by Viennese bakers in the 19th century, using a new steam-injected oven.

— The baguette became dominant when a French law in the 1920s banned bakers from working before 4am. The traditional “boule” took a long time to prepare but the baguette would be ready by breakfast. "

Það er ljóst að hangs mitt fyrir framan tölvuna er aldeilis ekki til einskis, heldur færir heim að Bjórá hafsjó af fróðleik.

 


Kvótinn búinn?

Ég held ekki bókhald yfir það hversu oft er grillað, en það er þó næsta ljóst að "grillkvótinn" er búinn þetta árið, ef ekki á að stefna heilsu og vellíðan fjölskyldunnar í hættu.

En það er eitthvað sem segir mér að grillað verði "utan kvóta" vel fram á haustið.  Það er nefnilega allt annað líf að elda utanhúss, og svo mikið þægilegra þegar heitt er í verði að vera ekki að kveikja á ofninum eða eldavélinni, sem hitar upp eldhúsið og næsta nágrenni.

Það er því umhverfisvænt að grilla, enda þarf þá ekki jafn mikla loftkælingu.

Hitt er svo annað mál, að auðvitað reyni ég að forðast það að brenna matinn og gildir þá einu hvort ég elda á pönnu, í potti, í ofni eða á grillinu.  Ég er ekki einn af þeim sem sækist eftir tjörubragðinu.

Sömuleiðis er ekki notað mikið af grillsósu, eða sterkri marineringu, enda þykir mér best að kjötbragð sé of kjötinu og fiskbragð af fiskinum.  Salt og Malabar pipar er þó notað í hæfilegu magni.  Annað sem þykir gott að nota á þessu heimili er olífuolía, jógurt, whisky, og eitt og annað smáræði af kryddi, svo sem rosmarin, steinselja og blóðberg svo nokkur dæmi séu tekin.  En allt í hófi, þannig að bragð hráefnisins njóti sín.


mbl.is Grillarar lifa hættulegu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt Prince Polo

Smakkaði nýtt Prince Polo í dag.  Mér hefur nú hingað til ekki þótt mikið til þeirra nýjunga sem Prince Polo verksmiðjurnar hafa boðið upp á hingað til, en lét mig nú samt hafa það að kaupa eitt stykki af Prince Polo Zebra, um leið og 5 stykki af "Classic".  Eins og ég hef að ég held áður minnst á hlýtur það að teljast ellimerki þegar sælgæti og gosdrykkir sem mér þykja góðir eru margir orðnir með viðbótinni "classic".

En "Zebra" kom þægilega á óvart, góð viðbót, og lítur skemmtilega út svona með einni hvítri rönd í miðjunni.  Svo eru þetta tvö stykki í pakkanum, ekki ósvipað Twix.

Þeir klikka ekki Pólverjarnir.

 


Þorrablót í Toronto

Þorrablót í Toronto 2007Öll fjölskyldan fór á "Þorrablót" í kvöld. Eins og ég hef reyndar minnst á áður hér á blogginu, þá er það siður hér í Toronto að "Þorrablót" er haldið í endann mars eða byrjun apríl. Því verður ekkert haggað.  (Það minnir mig reyndar á það að nú er ég búinn að blogga í rúmlega ár, því með fyrstu færslum sem ég setti inn var færsla um Þorrablótið í fyrra).

Aðsóknin var með ágætum, eða fast að 200 manns og létu menn vel af sér.

Jóhanna Sigrún Sóley fór á kostum, Leifur Enno skemmti sér manna best, maturinn var ljómandi, rauðvínið ágætt,  Reyka vodki á boðstólum og meira að segja hákarl fyrir þá sem hafa bragðlauka fyrir slíkt.

Að sjálfsögðu var ýmislegt sér til gamans gert, þó að hið fornkveðna, maður er manns gaman hafi spilað stærstu rulluna.  En það voru afhentir skólastyrkir, þögult uppboð fór fram, föndur og söguhorn voru fyrir börnin og síðast en ekki síst þá spiluðu og sungu Sigrún Haraldsdóttir og Michael (ég náði bara ekki eftirnafninu) félagi hennar, nokkur lög, bæði Íslensk og erlend. Frábært atriði.

Ég tók mér það bessaleyfi að setja hér inn upptöku sem ég gerði af söng þeirra, en þar eru þau að flytja (ef ég man rétt) lag og texta eftir Magnús Þór Sigmundsson.  Ég bið þó þó sem á horfa að hafa í huga að upptakan er gerð á litla Canon myndavél og sömuleiðis virðist "syncið" eitthvað hafa farið úr skorðum þegar ég flutti þetta yfir á YouTube.  En þetta er svona tilraun að setja þetta hér inn.

 


Ekkert hvalræði?

Það vakti þó nokkuð umtal fyrir fáum vikum þegar Whole Foods hætti að "hampa" Íslenskum vörum.  Það mikla athygli að ýmsir menn sem hafa áhuga á þingsetu töldu málið allt líklegt til snúast á versta veg og kosta Íslensku þjóðina háar upphæðir.

Það virðist sem svo að Whole Foods hafi fyrst og fremst þurft á frekari stuðningi Íslensku þjóðarinnar til markaðsetningar.

Skyldi einhver stjórnmálamaðurinn eða þingsetu áhugamaður spyrja um kostnaðinn við það?

Það kom í ljós að lambakjöt hafði verið selt í Whole Foods með tapi Íslenskra framleiðenda.  Það væri óskandi að það kæmi í ljós hver raunverulegur ávinngur er af annari sölu í verslunarkeðjunni, sérstaklega þegar tekið væri tillit til kostnaðar við markaðssetninguna?


mbl.is Íslenskar afurðir í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr er máltíðin öll

Ég bloggaði hér fyrir nokkru um sauðfjársamninginn sem undirritaður var nýlega.  Þar hafði ég reiknað út að niðurgreiðsla á hvert kíló lambakjöts væri u.þ.b. 450 krónur.  Það er verðið sem skattgreiðendur borga áður en þeim býðst svo að kaupa kjötið út í búð, og verðið er heldur ekki lágt þar.

Nú heyrði ég í fréttum Stöðvar 2 að heildarstuðningur við landbúnað á Íslandi næmi 14.5 milljörðum á ári.  Það er gríðarleg upphæð.

Mér reiknast svo til að það séu rétt ríflega 48.000 krónur á hvert mannsbarn á Íslandi, eða eins og vinsælt er að segja, það eru þá rétt tæplega 200.000 á hverja 4. manna fjölskyldu.

Hver 4. manna fjölskylda greiðir því að meðaltali u.þ.b. 200.000 á ári fyrir íslenskar landbúnaðarvörur, áður en hún stormar svo í búðina og greiðir eitthvert hæsta matvælaverð í heimi.  Það má því líklega segja að dýr er máltíðin í heild.  Það gerir u.þ.b. 540 kr á dag, alla daga ársins fyrir fjölskylduna.

Hitt ber svo að hafa í huga, að það er spurning hvað mikið af fé þessu ratar alla leið til bændanna, og hvað mikið af því situr eftir í alls kyns ráðum og samtökum.

Það má benda á þessa frétt en þar segir:  "Samkvæmt fjárlögum þessa árs renna 3,2 milljarðar til sauðfjárframleiðslunnar, þar af fara um 1,7 milljarðar í beingreiðslur til bænda."

1.7 milljarður fer í beingreiðslur til bænda, það væri vissulega fróðlegt að sjá sundurliðað hvert sá 1.5 milljarður sem eftir stendur fer.

 

 


Matarkarfan og ESB

Það eru ekki ný tíðindi að matarkarfan sé dýr á Íslandi, sérstaklega ef að matarkarfan samanstendur eingöngu af landbúnaðarvörum eins og sú karfa sem rætt er um hér gerir.

En það er ýmislegt annað sem vekur athygli í þessari könnun en eingöngu hátt verð á Íslensku körfunni.  Þannig er karfan til dæmis ríflega 50% dýrari í Kaupmannahöfn heldur en í Madrid, þó eru bæði Spánn og Danmörk aðilar að ESB.  Sömuleiðis er karfan 30% dýrari í London heldur en í Madrid.

Þetta hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort að verð á Íslandi verði sambærilegt við það sem gerist í ESB ef Ísland gengur í sambandið, en því hafa margir ákafir ESB stuðningsmenn haldið fram.  Ef miðað er við þessa könnun er það ljóst að fyrir því er engin trygging. 

Rétt eins og verðið er ekki eins í Madrid og Kaupmannahöfn, er ekki þar með sagt að verðið verði eins í Kaupmannahöfn og Reykjavík.

En jafn nauðsynlegar og þessar kannanir eru, þá væri skemmtilegt að sjá frekari samanburð á þessum borgum.  Hvað er t.d. algengt leiguverð á fermetra sem matvöruverslanir greiða, hvað eru meðallaun starfsfólks í matvöruverslunum í þessum borgum o.s.frv. 

Samanburðurinn yrði þá dýpri og betri.

Hitt er svo augljóst mál að í "draumaveröld" þá bý ég á Íslandi, hef Íslensk laun, matarverðið er eins og á Spáni, vextirnir eins og í Japan, atvinnuleysi er eins á Íslandi, fótboltadeildin er eins sterk og á Englandi eða Spáni, hraðbrautirnar eru eins og í Þýskalandi og þar fram eftir götunum. 

En það er víst ekki raunin.

 


mbl.is Matarkarfan 170% dýrari á Íslandi en á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af sauðfé

Það er löng saga að segja frá hvernig það lambakjöt sem Íslendingar og nokkrir útlendingar snæða er greitt.  Raunar verð ég að viðurkenna að ég þekki þá sögu ekki frá upphafi til enda.  Það krefst líklega enda langrar og strangrar rannsóknarvinnu að finna út hvernig verðið á kjötinu er fundið út, hvað skuli greitt af þeim sem kaupir kjötið og hvað skuli greitt af hinum ýmsu sjóðum sem skattgreiðendur á Íslandi eru látnir fjármagna.

Í fréttinni sem þessi færsla er tengd við má finna eftirfarandi setningu:

"Samkvæmt fjárlögum þessa árs renna 3,2 milljarðar til sauðfjárframleiðslunnar, þar af fara um 1,7 milljarðar í beingreiðslur til bænda."

Það fylgir ekki sögunni hvað framleiðslan er mikil og þar af leiðandi hve mikið skattgreiðendur greiða með þessum hætti fyrir hvert kíló af kjöti.  Hitt veit ég að ég gæti keypt um það bil 5925 tonn af lambalærum fyrir þessa upphæð hér út í búð, það er að segja á smásöluverði.  Þau lambalæri koma hins vegar frá Nýja Sjálandi og Ástralíu. Þá reikna ég dollarann á 60 krónur og kílóið af lambalærinu á 9 dollara, sem er ekki óalgengt verð hér.

En setningin hér að ofan sýnir einnig að bændur fá aðeins 1.7 milljarða af þessari upphæð, eða rétt ríflega helmingin.  Það væri vissulega fróðlegt að sjá það sundurliðað hvernig afgangurinn, einn og hálfur milljarður skiptist.  Það er árlegur kostnaður, en hvernig skiptist hann?

Ég velti því stundum fyrir mér hvort að þeir "sauðir" sem skili bændum mestu fé og bestum arði, séu ekki alfarið án ullar?

 


mbl.is Krefjast afnáms útflutningsskyldu lambakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínslegt réttlæti

Það er vissulega að verða vandlifað í heiminum.  Það er erfitt að stíga til jarðar án þess að eiga á hættu að vera talinn vera að mismuna einum eða öðrum.  Þá er auðvitað ekki einu sinni byrjað að velta því fyrir sér hvort að það eigi að teljast óeðlilegt að mismuna einhverjum?  Persónulega finnst mér Frakkar ganga alltof langt með því að banna að gefa svínasúpu, afurð sem er seld, sumsstaðar dýru verði um landið allt.

Ég ætla mér ekki að dæma hvort að annarlegt hugarfar hafi búið að baki þessum súpugjöfum, ég hef ekkert af þessu máli heyrt nema þessa frétt.  En það að súpueldhús geti ekki eldað svínakjöt, jafnvel þó að sé í öll mál, er of langt gengið í rétthugsuninni.

En hvað með veitingastaði sem selja ekkert annað en vörur sem innihalda svínakjöt, eru þeir ekki þá sekir um sömu mismunina? 

Mér dettur fyrst í hug þeir mýmörgu pylsuvagnar sem selja pylsur sem margar hverjar innihalda svínakjöt.  Verða þeir bráðum skyldugir til að selja jafnframt pylsur sem innihalda eingöngu nautakjöt eða lambakjöt?

Það er auðvitað sjálfsagt að taka tillit til annara trúarbragða, en varla hefur neinn verið tilneyddur til að leita til þessa súpueldhúss og varla er það eina súpueldhúsið í Parísarborg, því hljóta þeir sem ekki hugnast svínasúpa að geta leitað annað.


mbl.is Franskir öfgamenn fá ekki að gefa fátækum svínasúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband