... og "bagguettið" er ekki einu sinni Franskt!

Það er oft sem ég verð fróðari þegar ég þvælist um á netinu, sérstaklega þegar ég ætti í raun að vera farinn að sofa, en þessi tíma þegar "ómegðin" er komin í háttinn er oft einstaklega þægilegur sem svona "prívat quality time" sem nú á dögum þýðir yfirleitt að ég er að lesa eða þvælast um á netinu.

Ég hafði til dæmi ekki hugmynd um að "Baguettið" væri ekki Franskt fyrr en ég las það á vef The Times nú í kvöld.

"Baguettið" sem ásamt osti og rauðvíni er Frakkland holdi klætt.

"Baguettið" sem var á morgunverðarborðinu því sem næst á hverjum degi á meðan ég bjó þar.

En svo kemur upp úr dúrnum að fyrirbærið er Austurískur innflutningur.

Í sömu grein komst ég að því að brauð er "Fedexað" frá Frakklandi til Bandaríkjanna á hverjum degi.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.  En í sjálfu sér kom það ekki á óvart að vinsældir "baguettsins" mætti rekja til lagasetninga og verkalýðsfélaga, Franskara gerist það ekki.

En hér er greinin, og hér eru smá bútar úr henni:

"The head of France’s most celebrated dynasty of bakers has urged her countrymen to end their love affair with the baguette and revert to what she says is the traditional Gallic loaf.

Apollonia Poilâne, who took over the family bakery at the age of 18 after the death of her parents in 2002, said that the French stick was not French at all, and that her business refused to sell it. "

"“It was imported from Austria in the late 19th century,” said Miss Poilâne, who wants her compatriots to return to the wholemeal bread she said they ate beforehand. She said that it was healthier, tastier and longer lasting"

"The speciality is le pain Poilâne, a 1.9kg (4lb) round loaf made from grey flour, sea salt and dough left over from the previous batch. It sells for about €8 (£5) and is widely regarded as France’s finest bread.

Customers include Catherine Deneuve and Jacques Chirac in France and Robert de Niro and Steven Spielberg in the US, where it is transported by FedEx and sold for $40 (£20)."

"Stick to the facts

— The word baguette literally means “little rod”, and is derived from Latin baculum — stick or staff.

— A popular but inaccurate belief holds that baguettes were invented during Napoleon’s Russian campaign when he ordered a new shape of bread to fit down his soldiers’ trouser legs.

— They were invented by Viennese bakers in the 19th century, using a new steam-injected oven.

— The baguette became dominant when a French law in the 1920s banned bakers from working before 4am. The traditional “boule” took a long time to prepare but the baguette would be ready by breakfast. "

Það er ljóst að hangs mitt fyrir framan tölvuna er aldeilis ekki til einskis, heldur færir heim að Bjórá hafsjó af fróðleik.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband