Færsluflokkur: Kvikmyndir

Að láta undan hótunum

Það er vissulega rétt að það er ekki gott að láta undan hótunum og ofbeldi eins og þessu.  Ég er alvega sammála Clooney um að nauðsynlegt sé að myndin komist í dreifingu.

En það er líka hægt að skilja hik kvikmyndahúsakeðja og Sony Pictures.

Það er vart hægt að lá þeim að hugsa um eigið öryggi og viðskiptavina sinna.

Líklega er betra að vinna aðeins á þeim vígstöðvum áður en myndind verður tekin til almennra sýninga.

En auðvitað er það slæm tilhugsun að "hakkarara" og einræðisherrar ætli að fara að stjórna því hvaða kvikmyndir fara í dreifingu.

Það er auðvelt að sjá slíkt fara úr böndunum og enda illa, það er að segja ef það endaði á annað borð.

Allir fjölmiðlar þurfa að búa sig undir slíkt.

Í grunninn er þetta mál ekki ósvipað málinu sem spannst í kringum skopmyndirnar af Múhameð.  En sem betur fer náðu ofbeldismennirnir ekki sigri þar.

P.S.  Þó að ég viti ekkert um efni "The Interview", datt mér strax í hug klassíska gamanmyndin "Spies Like Us", þegar ég heyrði af henni. 

 

 

 


mbl.is Mótmælir ákvörðun Sony
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barist á netinu

Það er barist þar sem mögulegt er að berjast.

Eftir því sem netið verður stærri þáttur í daglegu lífi, er líklegt að baráttan þar aukist og harðni.

Það er hægt að ímynda sér margt skelfilegt í þeim efnum og hægt að teikna upp hræðilegar "sviðsmyndir", svo ég sletti nú tískuorði.

Það eru margar sögusagnir á kreiki í kringum þessa árás. Flestir virðast hafa talið a "hakkarar" í N-Kóreu væru þess ekki megnugir að gera árás sem þessa. 

Talað er um að þeir hafi notið aðstoðar frá "hökkurum" í Rússlandi, Kína og jafnvel Íran.

Líklega má færa rök fyrir því að þessar þjóðir hafi óttast til hvaða landa yrði farið ef um framhaldsmyndir yrði að ræða :-)

En þetta er þörf áminning fyrir þjóðir heims að skylda til þeirra til að vernda borgara sína nær einnig til netsins og tölvukerfa.

Fullkomið öryggi er ekki til, en það er hlýtur samt að vera hægt að gera betur.

Innbrotið hjá Sony Pictures sýnir að enginn er öruggur.

Mörg fyrirtæki og ríkisstjórnir hljóta að vera hugsandi þessa dagana og velta því fyrir sér hvað skuli til bragðs taka.

"Netöryggir", eða svipuð orð gætu hæglega orðið eitt af "tískuorðunum" árið 2015.

 

 

 

 


mbl.is FBI sakar N-Kóreu um tölvuárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver sæðisdropi ....

Það eru búnar að standa svo miklar deilur um færslu sem ég setti hér inn fyrir fáeinum dögum, um fóstureyðingar, að ég sé mig knúinn til þess að leita á næðir Monty Python.

Sjálfsagt flokkast þetta undir sjálfskaparvíti, en mig óraði ekki fyrir því að málið væri þetta "heitt".  Ég hafði reyndar birt þessa sömu færslu, eða svo gott sem, löngu áður, en þess að fá sterk viðbrögð.

En nóg um það.

Það verður að líta á björtu hliðarnar og hafa gaman af lífinu.

Hér eru Monty Python, "Every Sperm Is Sacred". Reyndar ættu allir að horfa á "The Meaning Of Life" einu sinni á ári, eða svo.  Ég held að ég hafi gert það í u.þ.b. 30 ár.  Ekki verra að setja "Life Of Brian" í tækið sömuleiðis.

Hrein snilld.

 

 

 

 

 

 

 


Eitthvað það fyndnasta sem ég hef séð lengi

 Ég var að fá þessa "stiklu" senda í póstinum áðan.  Þetta er ættað úr Saturday Night Live.  Einfaldlega það fyndnasta sem ég hef séð í nokkurn tíma.  

Spurningin hlýtur að vera hvort að þetta ætti ekki að fara í framleiðslu, yrði líklega stór smellur.

Ég


Að eiga "réttinn" af eigin lífshlaupi

Ég hef fylgst með umfjöllun um myndina Djúpið og virðist sem þar sé á ferðinni vönduð og athygliverð mynd sem ég hef mikinn áhuga á því að sjá.

Efni myndarinnar er áhugavert og virðist sem myndin sjálf sé sömuleiðis afbragðs vel gerð og heppnuð.

En það hefur líka orðið mér umhugsunarefni þegar það hefur komið fram að myndin sé gerð í óþökk þess einstaklings sem hún fjallar að mestu leyti um.

Spurningin sem vaknar er að hve miklu leyti eiga einstaklingar "réttinn" af eigin lífshlaupi og að hve miklu leyti ætti  listamönnum og  öðrum að vera að nýta sér slíkt í hagnaðarskyni?

Við þessu er að mínu viti ekki til neitt einfalt svar og það er vel þekkt að bækur, leikrit, söngleikir og kvikmyndir hafa verið verið gerðar um einstakar persónur eða hópa í óþökk þeirra.

Stundum er nöfnum og jafnvel umhverfi breytt til að "vernda" einstaklingana eða til að komast hjá málaferlum.  Sé þannig staðið að verki er spurningin um "rétt" einstaklinganna úr sögunni, enda því sem næst ómögulegt að sanna hver fyrirmyndin er, ef höfundar afneita því,  þó að það sé ef til vill á "allra" vitorði.

Og þannig skilst mér að sé það gert í Djúpinu, nöfnum er breytt og eðli málsins samkvæmt hlýtur margt í myndinni að vera skáldskapur.

En við kynningu á myndinni er þess hinsvegar þess vandlega gætt að það komi skilmerkilega fram á hvaða atburði myndin byggist og hvaða einstaklingur sé fyrirmynd aðalpersónu myndarinnar.  Það er líklega nauðsynlegt fyrir trúverðugleika mndarinnar, sem annars yrði lyginni líkust, sem afrekið sem myndin fjallar um vissulega er.  En það er þessi raunverulegi atburður sem gefur myndinni gildi.

Sem aftur vekur þá spurninguna hvort að einstaklingur eigi "réttinn" af eigin lífshlaupi, eða atburðum í því.

Nú er það ljóst að ef einstaklingurinn sem Djúpið fjallar um, endurgerði myndina Djúpið, yrði hann brotlegur við lög, nema hann aflaði sér leyfis frá rétthöfum.  En ef kvikmyndaleikstjórinn "endurgerir" atburði úr lífi einstaklingsins, þá horfir málið öðruvísi við og þykir sjálfsagt, eða hvað?  Höfundaréttur af listaverkum gildir í ákveðinn árafjölda eftir andlát, en "rétturinn"  af eigin lífshlaupi er ekki til.  Hann er "public domain" eins og stundum er sagt.

Listin er þá rétthærri lífinu eins og stundum er sagt.

P.S.   Þessari færslu er ekki ætlað að dæma um rétt eða rangt í þessu efni, enda ekki auðvelt mál viðureignar.  Þetta eru eingöngu hugleiðingar sem hafa skotið upp í kollinn á mér annað slagið, nú síðast vegna umfjöllunar um Djúpið.  Það er heldur alls ekki meiningin að hnýta í Djúipið, eða þá sem standa að gerð hennar, enda er hún aðeins nýjasta dæmið í fjölda svipaðra um víða veröld og hefur það fram yfir mörg þeirra að hún er gerð af virðingu fyrir viðfangsefninu, sem er ekki alltaf raunin.

Fyrst og fremst eru þetta vangaveltur og það væri gaman að heyra í þeim sem hafa velt þessum málum fyrir sér.

 

 


Vinstri vísindamenn og forsetinn

Ég veit ekki nákvæmlega af hverju, en þegar ég hef fylgst með væringum vinstri manna á Íslandi og forsetans undanfarnar vikur dettur mér æ oftar í hug kvikmyndir.

Þessar gömlu góðu vísindaskáldsögur oft kenndar við Frankenstein, þar sem "brjálaði" vísindamaðurinn hefur misst allt vald yfir sköpunarverki sínu og horfir örvinglaður á "skrýmslið" vaða um þorpið, ógnandi og hótandi eyðileggingu.

Það gæti hins vegar verið vikið frá "handritinu" og að það yrði ekki neinn "happy ending".

 


Vonandi næ ég í miða

Mér lýst afar vel á að mynd Dags Kára verði frumsýnd hér í Toronto.  Kvikmyndahátíðin hér er góður vettvangur til slíks.

Eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég flutti hingað, var einmitt að sjá mynd Dags Kára Nóa Albinóa sem var einmitt sýnd á hátíðinni þá.

Nú er bara að vona að það hafist að fá miða, en það getur stundum verið þrautin þyngri.


mbl.is Mynd Dags Kára frumsýnd í Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalfréttin er hver fær ekki verðlaun?

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð Brúðgumann né kvikmyndina Þið, sem lifið, en það er ekki aðalatriðið hér.

Mér fannst þetta hins vegar svo skemmtilegt, dæmi um þá sjálfhverfni sem okkur Íslendingum er oft legið á hálsi fyrir, að við teljum okkur og okkar land sem nafla alheimsins.

Fyrirsögnin á þessarri frétt  "Brúðguminn fær ekki verðlaun Norðurlandaráðs", er hreint stórkostleg.

Auðvitað er það ekki fyrirsagnar virði að einhver Sænsk mynd hljóti verðlaunin, aðalatriðið er að Íslenska myndin fær þau ekki.

Það gengur Íslendingum margt í mót þessa dagana.

 


mbl.is Brúðguminn fær ekki verðlaun Norðurlandaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlítil getraun

Þegar ég er að þvælast um á netinu dett ég oft um ýmsar skrýtnar staðreyndir sem koma mér á óvart.  Eitthvað sem skiptir oftast engu máli en mér þykir þó athyglivert.

Því er það þessi litla getraun:

 Hvað eiga kvikmyndaleikstjórinn Guy Maddin og kántrýsöngkonan k.d. lang sameiginlegt, og þá er ég að meina fyrir utan það að vera bæði Kanadamenn.


Hin syngjandi bylting

Fyrir nokkru minntist ég stuttlega á heimildamyndina "The Singing Revolution", sem gerð var um baráttu Eistlendinga fyrir endurheimt sjálfstæðis síns.

Í gærkveldi höfðum við Bjóráhjónin loks tök á því að sjá myndina, en hún hefur verið sýnd í kvikmyndahúsi hér í Toronto undanfarna daga.

Myndin olli ekki vonbrigðum.  Gríðarlega sterk heimildamynd, átakanleg og bjartsýn í senn.  Partur af sögu þjóðar sem lenti á milli tveggja helstefna, nazismans og kommúnismans og var fótum troðin af þeim báðum. 

Tug þúsundir manna, kvenna og barna flutt í gripavögnum á brott.  Sumir í fangabúðir nazista, aðrir í Sovéska Gulagið.  Tug þúsundir flýðu í stríðslok.  Fjölskyldur splundruðust.  Að stríðinu loknu hafði þjóðin misst yfir fjórðung af íbúunum.

Sumur flúðu í skógana og síðasti Eistneski "skógar bróðirinn" var handtekin árið 1978.

Skipulega reynt að útrýma menningu og tungumáli íbúanna.

Það er erfitt fyrir mig sem ekki heldur lagi að skilja hvað fær fólk til að leggja til atlögu við heimsveldi, með sönginn að vopni.  En ég söngur og sönglög héldu þjóðinni saman.  Líklega get ég seint eða aldrei skilið hvað söngurinn er þjóðinni mikilvægur.

Enginn lét lifið í þessari baráttu Eistlendinga, þó að stundum skylli hurð nærri hælum.  Lettar og Litháar voru ekki eins heppnir.

En Eistlendingar háðu baráttu sína friðsamlega, þeirra vopn voru orð, lög (hér í lögfræðilegum skilningi) og söngur.

Þeir höfðu sigur.

Ég sá að myndin var erfið áhorfs fyrir konuna mína og marga aðra sem voru í kvikmyndahúsinu.  Upprifjun á stríðinu og fyrstu árunum á eftir er mörgum erfið.  Það leiðir hugann að þeim sem létu lífið, hurfu.  Því sem næst allir Eistlendingar sem ég hef hitt misstu einhvern, í stríðinu eða í Gulagið.  Afa, móður, ömmu, bróður, systur, faðir, frænda eða frænku.  Skólafélagar og vinir hurfu.

En ég gef myndinni mín bestu meðmæli.

Ég held að hún ætti fullt erindi við Íslendinga.  Líklega gengi hún varla á almennum kvikmyndasýningum, en væri fengur fyrir kvikmyndahátíð eða daga og vel þess virði fyrir Sjónvarpið að taka hana til sýningar.

Heimasíða myndarinnar: http://www.singingrevolution.com/

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband