Færsluflokkur: Kvikmyndir

Blóð rauðir vellir

Rakst á þetta á vef NYT.  Hér má sá "lokaorð" Dith Pran, en hann er Kambadíumaður en kvikmyndin "The Killing Fields" byggir á lífi hans og hremmingum undir stjórn Rauðu Khmerana.

Það vill svo til að ég er nýbúin að lesa ævisögu Pol Pot,  "Pol Pot - Anatomy of a Nightmare" og myndina sá ég fyrir mörgum árum.

Þetta er saga sem (eins og svo margar aðrar) má ekki gleymast, en ég hvet alla til að gefa sér tíma til að hlusta á það sem Dith Pran hefur að segja. 

Það tekur ekki nema örfáar mínútur.

 

 

 


Menning og listir

Ég hef komist nokkuð í Íslenska menningu nú upp á síðkastið, bæði bækur og kvikmyndir.  Þetta er enda uppskerutíminn ef svo má að orði komast.

Í Florida náði ég að lesa Harðskafa eftir Arnald Indriðason og sömuleiðis Dauða Trúðsins eftir Árna Þórarinsson.  Það er skemmst frá því að segja að báðar bækurnar þóttu mér ágætar, þó að mér finnist Arnaldur oft hafa átt betri spretti.  Árni er hins vegar á uppleið.

Ég náði því svo á milli hátíðanna að horfa á Mýrina með konunni, en það varð okkur nokkur harmur að hafa ekki tók á því að sjá hana í bíó síðastliðið haust þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni hér í Toronto.

En myndin er ákaflega góð og við Bjórárhjónin vorum sammála um að hún væri ljómandi skemmtun, tvímælalaust í hópi bestu Íslensku kvikmyndanna, þó að vissulega sé hún langt frá því að tylla sér á toppinn.  En það er vissulega góður áfangi að komin sé til sögunnar góð og trúverðug Íslensk "krimmamynd".

En Köld slóð bíður þess að tími gefist, og svo sömuleiðis Næturvaktin, en hana horfi ég þó nánast örugglega einn, þar sem þættirnir eru ekki textaðir, en ég hlakka til að sjá hvoru tveggja.

En ég er líka nýbúinn að lesa Rimla hugans, eftir Einar Má.  Þar er á ferðinni gríðarlega vel skrifuð og grípandi bók.   Reyndar hefur Einar aldrei valdið mér vonbrigðum, alla vegna ekki svo orð sé á gerandi.  Hann hefur alla tíð síðan ég heyrði hann lesa upp úr Riddurum hringstigans í Háskólabíói forðum daga, verið í uppáhaldi hjá mér.

Í dag lauk ég svo við bók Tryggva Harðarsonar, Engin miskun - El Grillo karlinn, sem fjallar um lífshlaup Eyþórs Þórissonar.  Aldrei hafði ég heyrt af Eyþóri áður en ég fékk bókina í hendur, en henni er líklega best lýst með því að segja að hún sé "svakamannasaga".  En bókin er skemmtileg aflestrar og augljóst að ferill Eyþórs er með eindæmum líflegur eða skrautlegur eins og margir myndu líklega komast að orði.  En ávalt lendir hann á fótunum þó að þeir séu valtir á köflum.

Persónulega mæli ég með öllum þessum bókum, enda mæli ég yfirleitt með bókum, þær eru ekki margar sem eru betri ólesnar.  En svona jólasendingar eru mér ákaflega mikils virði, gefa tengingu "heim" í jólabókaflóðið og gefa ósvikna stemmningu.

Það gerir reyndar líka hangikjötsilmurinn sem liggur yfir Bjórá þessa stundina, því hangikjöt var soðið hér í dag.  Búið er að bjóða fólki heim á morgun, í hangikjöt, uppstúf, rauðkál, rauðrófur og grænar baunir.  Aldrei að vita nema blandað verði malt og appelsín sömuleiðis.

Og það eru engar eftirlíkingar, heldur ekta Hólsfjalla hangikjöt.  Nú er bara að sjá hvernig óvönum smakkast það?


Að læra Íslensku á 7 dögum - Brainman

Kunningjar okkar sem komu hér í heimsókn fóru að segja mér frá heimildarmynd sem þau höfðu nýverið séð, Brainman.  Það sem meðal annars vakti athygli þeirra í myndinni var að í myndinni lærir Daniel Tammet Íslensku á 7 dögum er eftir þann tíma spurður spjörunum úr í Íslensku sjónvarpi, Kastljósinu nánar tiltekið.

Þau hlógu og sögðu að hreimurinn hjá Íslenska sjónvarpsfólkinu hefði verið nákvæmlega sami hreimurinn og hjá mér.   Í stað þess að fyrtast yfir þessu hreimtali, fylltist ég löngun til að sjá þessa mynd og tókst að verða mér út um upptöku.

En Brainman er heimildarmynd um Daniel Tammet, sem er "savant", sem líklega væri þýtt sem "ofviti" yfir á Íslensku.

En það var hreint ótrúlegt að horfa á myndina.  Daniel reiknar og þylur upp tölur sem venjulegt fólk á í erfiðleikum með að lesa upp.  Honum tekst að læra Íslensku og spjalla við þá Kastljós kappa svo að undravert er.  Það er hreint undravert að horfa á hann og það sem meira er, þá hefur hann ágætis samskipta eða "sósial" hæfileika.

Ég veit ekki hvort að Brainman hefur verið sýnd í Íslensku sjónvarpi, en þetta er mynd sem ég mæli með og hvet alla til að sjá.

Þess má svo geta hér að lokum að bók um ævi Daniels er stuttu komin út og heitir Born on a Blue Day: Inside the Extraordinary Mind of an Autistic Savant


Hin alíslenska Mjallhvít

Með reglulegu millibili er ég minntur á, eða spurður um söguna um að Mjallhvít hafi verið Íslensk, það er að segja fyrirmynd Mjallhvítar í Disney teiknimyndinni.  Ævintýrið er allt önnur saga, en þó er ofurlítill ævintýrablær yfir ævi "Cartoon Charlie" og því hvernig Mjallhvít varð til.  Bæði rámar Íslendingum gjarna í eldri blaðagreinar um málið og það er merkilegt hvað margir Kanadabúar hafa heyrt eitthvað af málinu.

"Cartoon Charlie" var auðvitað Kanadískur, en "rammíslenskur" að uppruna og bar hið hljóm mikla nafn Karl Gústaf.  En "Mjallhvít" var hins vegar alísklensk og hafði stutta viðdvöl hér í Vesturheimi og sneri heim til "landsins bláa".

En í gær barst mér fréttabréf Hálfdáns Helgasonar (er reyndar ekki áskrifandi, en fæ það oft áframsent) og þar tekur Hálfdán þessa sögu fyrir og gerir það listavel og skemmtilega, en fréttabréf hans eru vel unnin og gleðja alla þá sem hafa áhuga á ættfræði og þá sérstaklega vesturförum Íslendinga.

Vefur Hálfdáns Helgasonar, er www.halfdan.is og ef lesendur vilja fara beint í nýjasta fréttabréfið er það hér

Bókina má sjá hér.


Borat leggur heiminn að fótum sér

Það er ekki ofsögum sagt að Borat sé að verða að nokkurs konar æði í Ameríku.  Myndin malar gull á fyrstu helginni og tekur 1. sætið, nokkuð sem ekki margir áttu von á.

Af vef NYT:

"Indeed, ``Borat'' -- the acclaimed comedy tracing the Jew-fearing title character's road trip across the United States -- stunned observers by opening at No. 1 on Sunday with ticket sales of $26.4 million, more than double the most optimistic forecasts."

"Fox released the R-rated ``Borat'' in just 837 theaters across the United States and Canada, down from initial plans of 2,500 theaters, because polling indicated that huge enthusiasm among critics and the MySpace crowd had not spread to mainstream moviegoers.

In the end, it appeared that naked wrestling, toilet jokes and anti-semitic satire hold universal appeal. ``Borat'' also earned more than $17 million overseas after opening in 17 countries, and was No. 1 in at least Britain and Germany, according to preliminary Fox data.

``It's broad, slapstick humor but with a real intelligence hidden below the surface,'' said Bruce Snyder, Fox's president of domestic theatrical distribution.

English comedian Sacha Baron Cohen stars in the title role as a TV reporter making a documentary about the United States for his impoverished countrymen. Baron Cohen and director Larry Charles, a former ``Seinfeld'' writer/producer, made the $18 million film guerrilla-style. "

Sjá frétt NYT hér.

Ég hef oft haft gaman af þeim "sketsum" sem hafa birst í sjónvarpsþáttunum, en líkega verð ég að reyna að finna tíma til að drífa mig í bíó.

Nokkur góð "skets" má finna hér, en þó ekki úr myndinni.


"Loose Screw/Change" önnur sjónarmið.

Eins og margir vita eflaust hefur "heimildamyndin" Loose Change vakið mikla athygli nú nýverið.  Það hefur svo sem ekki verið neinn skortur á samsæriskenningum fyrir, en með því að setja saman nokkuð heillega kvikmynd sem er ókeypis á netinu hefur höfundum hennar og frameiðendum tekist að kveikja mikið "buzz".

Ég fékk í tölvupósti í morgun þar sem kunningi minn var að segja mér af myndinni (ég hef ekki haft tíma til að glápa, en hef þó gripið niður í henni), og benti mér jafnframt á góðan bloggara sem hefði skoðað málið og kæmist að annari niðurstöðu.  Vildi hann endilega vekja athygli mína á þessu og hvatti mig til að skoða myndina og hafa þetta til hliðsjónar.

En á forsíðunni er vitnað til fjögurra kafla þar sem höfundur bloggsins telur sig sanna lygar og misfærslur  Loose Change.

The Top Lies and Deceptions of Loose Change 1-10

The Top Lies and Deceptions of Loose Change 11-20

Top Lies and Deceptions in Loose Change 21-30

Top Lies and Deceptions In Loose Change 31-37

Á þessari vefsíðu má svo horfa á útgáfu af Loose Change þar sem athugasemdum hefur verið bætt inn í myndina.  Hér er svo listi yfir ýmsar heimildir sem hafa verið notaðar þar.

En auðvitað er það því sem næst ómögulegt fyrir hvern og einn að athuga heimildir á bak við hvort sum sig, Loose Change, eða þá sem segja að þetta sé vitleysan ein.  Það er einmitt það sem samsæriskenningar "lifa" á.

En ég hvet þá sem hafa gaman af slíkum kenningum að skoða hvoru tveggja.

Þeir sem hafa svo gaman af því að búa til litlar samsæriskenningar sjálfir, hvet ég til að þeir velti því fyrir sér hvers vegna þetta er svo sterkt í umræðunni akkúrat núna.

 


Ingvar fer á kostum

Ég gef mín meðmæli með Bjólfskviðu, hvet alla til þess að fara í bíó og berja hana augum.  Ég sá hana síðastliðinn vetur og hafði gaman af.

Eins og flestar ef ekki allar aðrar bíómyndir er hún ekki gallalaus, en er góð skemmtun. Það var einna helst að það þvældist fyrir mér hvernig íslenska landslagið (sem kemur afbragðs vel út í myndinni) ætti heima í Danmörku, þar sem kvæðið (sagan) gerist.  Síðan er hreimur sumra leikaranna þannig að mér fannst sagan hafa færst til Skotlands.  En þetta eru smáatriði, myndin í heild sinni er vel gerð og heldur manni föngnum.

Ég vil að öðrum ólöstuðum sérstaklega minnast á Ingvar E. Sigurðsson, sem að mínu mati á frábæra frammistöðu í myndinni, sem "skrýmslið" Grendel.

Þess má til gamans geta að nú fyrir nokkrum vikum lét ég hreinsa fyrir mig loftstokkana í húsinu.  Tveir vaskir menn komu hér með risa græjur.  Þegar við tókum tal saman, og það barst í tal að ég væri frá Íslandi (viðkomandi var frá Bretlandi), sagði hann mér að hann hefði horft á Beowulf og Grendel kvöldið áður, leigt hana á DVD.  Þetta var fyrsta myndin sem hann sagðist hafa séð sem tekin væri upp á Íslandi, og var hann ákaflega hrifinn af því sem sást af landinu sem og myndinni í heild.  Svona eru tilviljanirnar stundum.

Heimasíðu myndarinnar má svo finna hér.

P.S. Leikstjórinn Sturla Gunnarsson er vissulega af íslenskum ættum, hann er fæddur á Íslandi og ólst þar upp til u.þ.b. 5 ára aldurs er hann flutti með foreldrum sínum til Kanada. 


mbl.is Gerard Butler verður á frumsýningu Bjólfskviðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tom, how do you like Iceland?, Johnny Knoxville Íslands, "The Dudes" í heimspressunni og "That´s a recipe for a super-duper country, as far as I am concerned.

Það virðist svo vera að sem íslendingur sperri maður ætíð eyrun og jafnvel líka augun, ef maður heyrir eða sér minnst á Ísland einhversstaðar, í útlöndum það er að segja.Það heyrir því undir borgaralega skyldu mína að láta samborgara mína vita af þeirri umfjöllun sem er um Ísland og íslenska fjölmiðlamenn Globe and Mail nú í dag, og undanfarna daga.

Blaðamaður blaðsins, Simon Houpt, er staddur í Cannes, og bloggar þaðan um það sem fyrir skynfæri hans ber. Svo virðist sem íslenskur fjölmiðlamaður hafi vakið athygli hans í strandbænum, þó vissulega megi deila um hvers eðlis sú athygli er.Þetta mátti lesa á bloggsíðunni í gær eða fyrradag (og má enn að sjálfsögðu):

"... The question is pretty funny, but I think my favourite was probably one from an Icelandic journalist. "Tom," he said, "why do you love Iceland?" Hanks looked at him like he had no idea what he was talking about, but he gamely played along. "Why do I love Iceland? We only have a few minutes here but I'm just going to start," he said. " How sensational the people are, let's start with that. Its location is ideal. Summertimes are beautiful, there's a lot of great camping that goes on. And you can get a really great and relatively inexpensive cup of coffee in Iceland. That's the recipe for a super-duper country, as far as I'm concerned." "

Vissulega nokkuð sérstök spurning, en verðum við ekki að færa Tom Hanks, upp í "Íslandsvin 1. klassa" fyrir frábært svar?

Í dag máti svo lesa meira um íslensku fjölmiðlamennina, en þá var vísað í bloggið af forsíðu vefmiðilsins, með fyrirsögninni: "Iceland´s Johny Knoxville strikes again".

"... I snagged a seat in the front row, between a Norwegian and Icelandic journalist. They told me they'd never heard of Dreamgirls, which suggests Paramount may have trouble with international distribution. While we were waiting for the presentation to being, I asked the Icelandic reporter if he knew his compatriot who asked Tom Hanks on the first day what he loved about Iceland. I was especially curious, since the reporter had struck again today during the Fast Food Nation press conference, asking Ethan Hawke if he might come to Iceland if he was promised red carpets and transportation via Renaults (the official car of the Cannes festival). ""Oh yea, call me," Hawke had gamely replied, holding his pinky and thumb extended, up to the side of his head, in the international symbol for 'call me.' So who was this crazily chauvanistic Icelandic reporter? "He's our Johnny Knoxville," replied the fellow next to me, rolling his eyes. "He gets his credentials by piggybacking on a newspaper, it's the New York Times of Iceland." Apparently, the Icelandic Johnny Knoxville — Auddi Blondal is his name — has his own show in which he punks celebrities. (Allen Funt, what have you wrought?) The show's title is loosely translated as "the dudes." (It sounds funnier in an Icelandic accent.) As the lights dimmed in the auditorium for the presentation — and the film looks and sounds great — the journalist leaned over and whispered, "Give me your e-mail address. I'll send you some information about the Icelandic Film Festival. It's getting bigger and bigger every year. Tarantino was there last year." I would have taken him up on it, but he bolted for the door after the first Dreamgirls song. I don't think he likes R&B."

Bloggið má finna hér.

Svo er nú það, og segi ég borgarlegri skyldu minni, að uppfræða íslendinga um umfjöllun um þá erlendis, lokið í bili.  

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband