Að láta undan hótunum

Það er vissulega rétt að það er ekki gott að láta undan hótunum og ofbeldi eins og þessu.  Ég er alvega sammála Clooney um að nauðsynlegt sé að myndin komist í dreifingu.

En það er líka hægt að skilja hik kvikmyndahúsakeðja og Sony Pictures.

Það er vart hægt að lá þeim að hugsa um eigið öryggi og viðskiptavina sinna.

Líklega er betra að vinna aðeins á þeim vígstöðvum áður en myndind verður tekin til almennra sýninga.

En auðvitað er það slæm tilhugsun að "hakkarara" og einræðisherrar ætli að fara að stjórna því hvaða kvikmyndir fara í dreifingu.

Það er auðvelt að sjá slíkt fara úr böndunum og enda illa, það er að segja ef það endaði á annað borð.

Allir fjölmiðlar þurfa að búa sig undir slíkt.

Í grunninn er þetta mál ekki ósvipað málinu sem spannst í kringum skopmyndirnar af Múhameð.  En sem betur fer náðu ofbeldismennirnir ekki sigri þar.

P.S.  Þó að ég viti ekkert um efni "The Interview", datt mér strax í hug klassíska gamanmyndin "Spies Like Us", þegar ég heyrði af henni. 

 

 

 


mbl.is Mótmælir ákvörðun Sony
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband