Færsluflokkur: Saga

Bernaise borgarar - 30 ára gömul nýjung?

Sá á netinu að verið var að tala um Bernaise sósu á hamborgara sem merkilega nýjung.

Ætli það séu ekki u.þ.b. 30 ár síðan ég keypti fyrst hamborgara með bernaise á veitingastað á Íslandi.  Það var auðvitað á Bautanum á Akureyri, en Smiðjuborgarinn sem þar var lengi á matseðlinum (er ef til vill enn), var með sveppum og bernaisesósu.

Akureyringar enda löngum staðið framarlega í nýjungum hvað hamborgarna varðar, sbr. franskar á milli o.s.frv.

En ég gæti alveg torgað einum Smiðjuborgara akkúrat núna, svona getur netið vakið hungur.

 


Tveir tölvupóstar - Bingi og Steini og Össurarsaga af bankaútrásinni.

Ég fékk nokkuð marga tölvupósta í dag, fæstir þeirra verulega merkilegir, en innihald tveggja vakti þó athygli mína.  Í báðum var tengilll á vefsíður. 

Í öðrum var tengill á nafnlausan dálk í DV (ég les aldrei DV, en þar virðist ýmislegt athyglivert að finna, samanber þetta blogg mitt).  En tengillinn var á nafnlausan dálk í DV, en þeir virðast vera búnir að lífga við Svarthöfða.

Eitthvað virðist Svarthöfða DV vera uppsigað við starfsbræður sína á Fréttablaðinu.  Ef til vill hefur þeim runnið kapp í kinn, nú þegar þessir samkeppnisaðilar eru eign óskyldra aðila, eftir að DV skipti um eigendur í "alvöru viðskiptum".

En pistillinn er býsna harðorður, en þar má m.a. lesa:

"Stundum villist fólk í blaðamennsku án þess að miðlun frétta og upplýsinga sé því sérstakt kappsmál. Sumir komast jafnvel til áhrifa á fjölmiðlum sem er óheppilegt þegar þeir freistast til þess að hafa áhrif á gang mála og hanna atburðarás í stað þess að greina frá atburðum."

"Þegar Dúettinn Matti og Styrmir þagnaði hófu Bingi og Steini, ekki Dúmbó og Steini, upp raust sína. Þessir tveir ritstjórar Fréttablaðsins í Skaftahlíðinni eru á bólakafi í pólitík og eru hvor um sig með puttana á kafi í innansveitarkrónikum tveggja stjórnmálaflokka.
Þorsteinn grefur leynt og ljóst undan sínum forna fjanda Davíð Oddssyni, æðstapresti Sjálfstæðisflokksins, á meðan Björn Ingi er byrjaður að rifja upp gamla og góða hnífakaststakta með Guðna Ágústsson, formann Framsóknarflokksins, sem skotskífu.

Þorsteinn hefur það umfram Binga að hann er sveipaður ákveðnum virðuleika sem hefur slípast til í gegnum árin í ríkisstjórnum og utanríkisþjónustunni auk þess sem hann skrifar oft einhver orð af viti. Hvað Björn Ingi er að vilja upp á dekk í fjölmiðlum með allan sinn slóða á bakinu er hins vegar hulin ráðgáta. Á meðan hann var taglhnýtingur Halldórs Ásgrímssonar var talað um hann sem PR-mann, jafnvel spunameistara. Örlög Halldórs segja allt sem segja þarf um hæfileika hans á því sviði og brölt hans frá því hann hrökklaðist úr borgarstjórn með REI-forarsletturnar upp eftir bakinu á stífpressuðum fötum sem Framsóknarflokkurinn keypti handa honum sýnir að hann hefur ekkert lært á þessari grýttu braut."

"Það segir sitt um veruleikafirringu Björns Inga að hann telji sig þess umkominn að fjalla um viðskiptalífið, sem blaðamaður, þegar horft er til hans nánustu fortíðar. Björn Ingi lagði sérstaka lykkju á leið sína í leiðara Fréttablaðsins nýlega til þess að ávíta sauðsvartan almúgann fyrir þátt sinn í efnahagshruninu. Þar fauk nú grjót úr glerhúsi manns sem naut sín vel í útrásarflippinu. Höfuðið beit hann svo endanlega af skömminni um síðustu helgi þegar hann fékk útrásarvíkinginn Hannes Smárason í huggulegt spjall til sín í sjónvarpsþáttinn Markaðinn. Ekki var nú meintur blaðamaður mikið að þjarma að Hannesi en kannski var ekki von á mikilli dýnamík í spjalli tveggja aðalleikaranna í REI-afferunni."

En það er vel þess virði að lesa pistilinn í heild sinni.

Hinn tölvupósturinn er meiri söguskoðun, enda mun lengra síðan að hann var ritaður, en en það var 26. mars 2006, sem þessi pistill birtist á heimasíðu Össurar Skarphéðinssonar, núverandi iðnaðarráðherra, en þegar pistillinn var ritaður, var hann þingmaður í stjórnarandstöðu.  Pistillinn ber heitið "Danska Moggakreppan", og fjallar um hvað Morgunblaði er óforskammað að skrifa illa um Íslenkus útrásarbankavíkingana.

En stíllinn er góður og má m.a. lesa eftirfarandi gullkorn í pistlinum:

"Útrás og styrkur íslensku bankanna er það jákvæðasta sem hefur gerst í íslensku athafnalífi síðasta áratuginn. Það stórkostlegasta við hana er ekki bara auðurinn sem þeir hafa skapað og fært inn í samfélagið, heldur hinir miklu möguleikar sem þeir skapa fyrir ný, hálaunuð og fjölbreytt störf fyrir unga fólkið."

"Bankarnir eru það mikilvægasta sem gerst hefur síðustu áratugi í íslensku atvinnulífi hvað varðar nýja möguleika fyrir unga Íslendinga til að fá eftirsóknarverð, vellaunuð störf - eða stuðning við góðar viðskiptahugmyndir.

Eignamyndunin sem orðið hefur í krafti bankanna skiptir líka velferð almennra borgara mjög miklu. Lífeyrissjóðirnir fjárfestu sem betur fer stóra hlunka í bönkunum tiltölulega snemma á stækkunaferli þeirra. Ég las einhvers staðar að hagnaðurinn sem þeir hefðu haft til þessa af þeim fjárfeestingu dygði sjóðunum til að borga allan maka- og örorkulífeyrinn þessi árin. Það munar um minna.

Heimurinn er alltaf að snúast á hvolf. Í gamla daga voru það kommarnir sem voru hræddir við hagnað og nýja peninga og sáum skrattann gægjast úr andlitsdráttum sérhvers sem hagnaðist. Í dag er það Mogginn. Það er engu líkara en Mogginn sjái ofsjónum yfir að það er nýtt fólk, sem ekki tilheyrir gömlu ættarveldunum, sem er orðinn drifkraftur efnahagslífsins í gegnum bankana. Hann fer á taugum ef einhver græðir sem ekki er í liðinu.

Heimsendaforsíða Moggans á dögunum sem fól ekki í sér neitt annað en spádóm um bráða kreppu bankanna átti líklega stærsta þáttinn í að gera íslenskt efnahagslíf og sérstaklega íslensku bankana að skotspæni erlendra öfundarmanna - einkum danskra. Mogginn nýtur gamals álits sem virðulegasta blað Íslandssögunnar. Það er málgagn atvinnulífsins að fornu en ekki nýju, og er þar að auki staðsett hægra megin í samfélaginu og þekkt fyrir að tala röddu ríkisstjórnarinnar. Þegar slíkt blað hefur upp raust sína með þeim hætti sem Mogginn hefur ítrekað gert gegn íslensku bönkunum - og náði hámarki í endemisforsíðunni með heimsendaspánni um daginn - þá vekur það athygli langt út fyrir landssteinana.

Heimsendaforsíðan, þar sem hrun krónunnar og markaðarins og sérstaklega bankanna, var sett upp í stríðsfyrirsögn einsog þriðja heimsstyrjöldin væri brostin á, átti örugglega ríkan þátt í því að gera íslensku bankana að skotspæni erlendra fjölmiðla og veikja um sinn tiltrú á þeim. Forsíðan kom einsog himnasending til svifaseinna danskra fjölmiðlamanna sem ná ekki upp í nefið á sér af öfund vegna velgengni íslensku bankanna - og búa enn að viðhorfi nýlenduþjóðar til hjálendu.

Það er athyglisvert að Mogginn er búinn að vera lengi við þetta heygarðshorn. Fyrir jólin gerði Mogginn miklar fréttir úr texta sem kom úr smiðju Royal Bank of Scotland og varð þá, einsog núna, að skrifa sig frá vitleysunni næstu daga á eftir."

"Ég tek það fram að ég á sjálfur enga hluti í þessum bönkum og því síst um sárt að binda. En ég dái framtak bankanna og finnst þeir standa sig mjög vel, og skil ekki þetta sífellda hælbit Moggans. Væri hann samkvæmur sjálfum sér ætti hann einsog einn dag að snúa sér að efnahagsstefnu ríkisins og reikna út hvað yfirvofandi verðbólguskot vegna viðskiptahalla og afleiðinga hans munu kosta almenna landsmenn á næstu misserum.

Auðvitað skrifar Mogginn ekkert um það. Hann er lesblindur þegar kemur að því að gagnrýna það sem raunverulega er að í efnahagskerfinu, en skrifar af gamalli og óskiljanlegri heift um KB og Landsbankann, sem helst er tekið mark á af afdönkuðum dönskum bankastjórum sem kunna ekki að reka sína eigin banka - enda verða þeir vonandi orðnir íslenskir fyrr en seinna."

Ég er ekki að halda því fram að Össur sé sá eini sem lofsöng bankana, það var enda trú flestra að þeir væru sterk og góð fyrirtæki, sem á sinn hátt þeir voru.

Skrif Össurar (og athugið að hann sat í stjórnarandstöðu þegar pistillinn er skrifaður) enduróma skoðanir sem voru ráðandi á Íslandi.

En þegar margir segja að fjölmiðlar hafi allir sem einn stigið dansinn í kringum "gullbankana" er það heldur ekki rétt, en fáir hlustuðu á gagnrýnina, eða töldu hana jafnvel ósvífna og verk hælbíta.

Em svona var Ísland - árið 2006.

Pistilinn í heild má finna hér


Hin syngjandi bylting

Fyrir nokkru minntist ég stuttlega á heimildamyndina "The Singing Revolution", sem gerð var um baráttu Eistlendinga fyrir endurheimt sjálfstæðis síns.

Í gærkveldi höfðum við Bjóráhjónin loks tök á því að sjá myndina, en hún hefur verið sýnd í kvikmyndahúsi hér í Toronto undanfarna daga.

Myndin olli ekki vonbrigðum.  Gríðarlega sterk heimildamynd, átakanleg og bjartsýn í senn.  Partur af sögu þjóðar sem lenti á milli tveggja helstefna, nazismans og kommúnismans og var fótum troðin af þeim báðum. 

Tug þúsundir manna, kvenna og barna flutt í gripavögnum á brott.  Sumir í fangabúðir nazista, aðrir í Sovéska Gulagið.  Tug þúsundir flýðu í stríðslok.  Fjölskyldur splundruðust.  Að stríðinu loknu hafði þjóðin misst yfir fjórðung af íbúunum.

Sumur flúðu í skógana og síðasti Eistneski "skógar bróðirinn" var handtekin árið 1978.

Skipulega reynt að útrýma menningu og tungumáli íbúanna.

Það er erfitt fyrir mig sem ekki heldur lagi að skilja hvað fær fólk til að leggja til atlögu við heimsveldi, með sönginn að vopni.  En ég söngur og sönglög héldu þjóðinni saman.  Líklega get ég seint eða aldrei skilið hvað söngurinn er þjóðinni mikilvægur.

Enginn lét lifið í þessari baráttu Eistlendinga, þó að stundum skylli hurð nærri hælum.  Lettar og Litháar voru ekki eins heppnir.

En Eistlendingar háðu baráttu sína friðsamlega, þeirra vopn voru orð, lög (hér í lögfræðilegum skilningi) og söngur.

Þeir höfðu sigur.

Ég sá að myndin var erfið áhorfs fyrir konuna mína og marga aðra sem voru í kvikmyndahúsinu.  Upprifjun á stríðinu og fyrstu árunum á eftir er mörgum erfið.  Það leiðir hugann að þeim sem létu lífið, hurfu.  Því sem næst allir Eistlendingar sem ég hef hitt misstu einhvern, í stríðinu eða í Gulagið.  Afa, móður, ömmu, bróður, systur, faðir, frænda eða frænku.  Skólafélagar og vinir hurfu.

En ég gef myndinni mín bestu meðmæli.

Ég held að hún ætti fullt erindi við Íslendinga.  Líklega gengi hún varla á almennum kvikmyndasýningum, en væri fengur fyrir kvikmyndahátíð eða daga og vel þess virði fyrir Sjónvarpið að taka hana til sýningar.

Heimasíða myndarinnar: http://www.singingrevolution.com/

Af Austurríkismönnum

Það kemur fram í fréttinni að kanslari Austurríkis hafi áhyggjur af ímynd landsins.  Ég held að þær séu að mörgu leiti réttmætar og að Sound of Music sé ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á Austurríki.

Þetta hræðilega mál í Amstetten, "Kampusch málið" ásamt ýmsu öðru í sögu Austurríkis hefur fengið vaxandi fjölda fólks til að velta því fyrir sér hvort að eitthvað "sé að" í Austurrrísku "þjóðarsálinni".

Einn kunningi minn rifjaði það t.d. upp í vikunni að Austurríkismenn hefðu hlutfallslega spilað stærra hutverk í Helförinni, en Þjóðverjar sjálfir.  Austurríki hefði einnig aldrei viljað horfast almennilega í augu við þessa fortíð sína og jafnvel á köflum frekar litið á sig sem fórnarlamb nazismans en geranda. 

Lengst af hefði framkoma þeirra gagnvart Simon Wiesenthal verið til skammar og svona mætti áfram telja.  Það væri eitthvað "rotið" í Austurrísku "þjóðarsálinni".

Sumir böðlanna ganga ennþá lausir, svo er t.d. um Aribert Heim, en hann var einmitt í fréttunum nýverið, þá sem "eftirsóttasti" stríðsglæpamaðurinn, eins og lesa má um í þessarri frétt.

Vissulega er ekki rétt að tala um að þjóðir séu sekar, þær hafa ekki sjálfstæðan vilja, en það er ekkert undarlegt að fólki þyki Austurríkismenn koma á stundum undarlega fyrir.


mbl.is Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi byltingin - í smásölu

Það styttist í það að "stúdentaóeirðirnar í París" eigi 40. ára afmæli.  Líklega mun hin svokallaða "68 kynslóð" sömuleiðis telja sig eiga afmæli í ár.

Það hafa margir sagt að engin kynslóð hafi "umturnast" sem  sú "kynslóð".  Öngvir "byltingarmenn" hafi orðið meiri "kapítalistar" en einmitt "68 kynslóðin".

Það er ef til vill í þeim anda sem Fauchon, eitt af höfuðvígjum Franskrar borgarastéttar býður upp á sérstaklega framleiddan "tebauk" af tilefni af þessu 40 ára afmæli.

En það hefur reyndar komið fram í fréttum að þetta þyki nokkuð kaldhæðnislegt, því að Maósistar réðust einmitt inn í verslun Fauchon í miðborg Parísar,  í maí 1970, og dreifðu gæsalifrarkæfu og öðru góðgæti til "alþýðunnar" í nafni byltingarinar.

En stundum étur byltingin börnin sín, í öðrum tilfellum býðst börnunum að drekka byltinguna - í teformi.


Lesbískur karlmaður ekki sáttur

Ég gat ekki að því gert að ég fór að hlægja þegar ég las þessa frétt, þó að sjálfsagt sé málsaðilum ekki hlátur í huga. 

Við höfum heyrt af baráttu margra til að fá einkarétt á staðarnöfnun í nafni matvæla, sumir segja að pizza sé ekki pizza nema hún sé gerð á Ítaliu, sherry geti ekki verið nema frá Jeres, allir þekkja champagne og cognac deilur og þar fram eftir götunum.

En hverjir hafa rétt á því að kalla sig "Lesbians"?

Íbúarnir á eynni Lesbos, sem segjast einmitt hafa verið "Lesbians" í þúsundir ára hafa nú mótmælt notkun samtaka samkynhneigðra Grískra samtaka á heitinu, segja það tilheyra sér.

Það er alltaf eitthvað sem styttir manni stundir í amstri dagsins.

"A Greek court has been asked to draw the line between the natives of the Aegean Sea island of Lesbos and the world's gay women.

Three islanders from Lesbos — home of the ancient poet Sappho, who praised love between women — have taken a gay rights group to court for using the word lesbian in its name.

One of the plaintiffs said Wednesday that the name of the association, Homosexual and Lesbian Community of Greece, "insults the identity" of the people of Lesbos, who are also known as Lesbians."

""My sister can't say she is a Lesbian," said Dimitris Lambrou. "Our geographical designation has been usurped by certain ladies who have no connection whatsoever with Lesbos," he said."

""This is not an aggressive act against gay women," Lambrou said. "Let them visit Lesbos and get married and whatever they like. We just want (the group) to remove the word lesbian from their title."

He said the plaintiffs targeted the group because it is the only officially registered gay group in Greece to use the word lesbian in its name. The case will be heard in an Athens court on June 10.

'Lesbians for thousands of years'
Sappho lived from the late 7th to the early 6th century B.C. and is considered one of the greatest poets of antiquity. Many of her poems, written in the first person and intended to be accompanied by music, contain passionate references to love for other women.

Lambrou said the word lesbian has only been linked with gay women in the past few decades. "But we have been Lesbians for thousands of years," said Lambrou, who publishes a small magazine on ancient Greek religion and technology that frequently criticizes the Christian Church."

Sjá hér.

P.S.  Breytti fyrirsögninni, fannst réttara að hafa hana á Íslensku.


Stærstu mistökin?

Dagblaðið National Post birti skemmtilegan og áhugaverðan greinarflokk nú nýverið.  Þar fjölluðu dálkahöfundar blaðsins um það sem þeir töldu vera stærstu mistökin sem gerð hafa verið í pólítískri sögu Kanada.  Eins og nærri má geta eru þeir ekki sammála, en þó má sjá nokkrar "línur" í skrifum þeirra.

En það er gaman að velta því fyrir sér hvað væri skrifað um ef svipaður greinaflokkur yrði skrifaður á Íslandi.  Hvað væri skrifað um?

Það sem mér dettur í hug (án þess að það væri það sem ég myndi velja) væri:  Kvótakerfið, landsbyggðarstefnan (líklega í "báðar áttir", þ.e. bæði og lítið og mikið að gert), landbúnaðarstefnan, sambandsslitin, að ganga ekki í Evrópusambandið, Nýsköpunarstjórnin, skuttogara- og frystihúsavæðingin á 8. áratugnum, "útrásin", einkavæðingin, Kárahnjúkavirkjun, álverið í Straumsvík, inngangan í NATO, varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, sífelld stækkun ríkisins og hvað? 

Hverju myndir þú vilja bæta við?  Hvað myndir þú vilja skrifa um?

Hér má sjá George Jonas skrifa um aðskilnaðarstefnuna, Bandaríkjahatur og "hlutleysi",  

"Separatism is Canada's malaria. At present it's in remission, but could recur at any time. Succumbing to it would be a big mistake. At various points in the last 40 years, it looked as if we might stumble into it. Or -- just as bad -- our mistake was going to be a union maintained at too great a price.

In the 1970s, Canadians seemed ready to pay for unity by government repression and lawlessness, exemplified by tanks in the streets of Montreal and barn-burning Mounties. Call it the Trudeau Fallacy. (Pierre Trudeau said if it bothered people that the Mounties burned Péquiste barns illegally, perhaps he'd make it legal for the Mounties to burn barns.) Then, in the
years that followed, we courted the flip side of the Trudeau-fallacy by offering needless or ill-conceived concessions for unity, such as Meech Lake (1987) and Charlottetown (1992). Call it the Mulroney Fallacy. Canada narrowly avoided both.

--  Canada's other chronic malady is a temptation to saw off the continental limb on which it's sitting. We often flirt with giving in to anti-Americanism, but have luckily always pulled back (so far, anyway) in the last second. After the New Left faded following the turbulent 1960s, the kind of mindless anti-Americanism that would support the bubonic plague if
the Yanks opposed it, subsided with it. If it were to flare up again, it could be Canada¹s biggest mistake."

hér Lorne Gunter um fjárlagahallann sem lengi tíðkaðist,

"Throughout the late ’60s and early ’70s, university economics professors, politicians and policy-makers were seized by two complementary ideas: There was no limit to the problems governments could solve given enough money to spend on social programs, and there was no reason government shouldn’t borrow all the money it needed.

The dominant fiscal theory was that so long as governments paid the annual interest on any money they owed, inflation would whittle the principal down to meaninglessness. All their social-program dreams would cost them was the debt-servicing costs, which would take up a smaller percentage of annual budgets than paying the full cost for the programs up front. After 10 or 20 years, the principal would have been reduced by inflation to a fraction of its original face value. Paying it back would then involve a mere hiccup on the government’s ledgers.

That might have worked if the borrowing had gone on for only a year or two. But after the 1974 edition, Canada went another 21 years without a balanced budget."

hér skrifar Barbara Kay um fjölmenningarsamfélagið,

"In a speech delivered during the 2006 Liberal leadership campaign, Michael Ignatieff cheerfully remarked: “The great achievement of Canada, and I think we’re already there, is that in Canada you’re free to choose your belonging.”

Mr. Ignatieff continues to astonish me in so many ways. In this instance, I ask myself: How can a man live in a foreign country for — how many was it? Thirty years? — then cast a gimlet eye over the political lay of the land, and in just three little words cut to the very marrow of Canada’s greatest mistake: “Choose your belonging!”

Mr. Ignatieff is not like you and me. Mr. Ignatieff is an intellectual. He believes that the narrow confines of a single national loyalty would cramp his own beautiful mind and, philosophical Lord Bountiful that he is, he shares his hermeneutical largesse with all Canadians.

I must reluctantly concede that he has hit upon a fitting revisionist motto, though, for nowadays “From sea to shining sea” isn’t a patch for succinctness and veracity on “Choose Your Belonging.”"

Yoni Goldstein skrifar um háskólamenntun fyrir almannafé

"Now, a lot of you are ready to pounce on me right about now because you think I just implied that some Canadians are too dumb to handle higher learning. That’s a fair assessment — I do think that some of us are quite simply smarter than others. But I’m also arguing that four years at university might be less than optimally valuable for many of us. That, I think, is the obvious impression you get if you spend any time on the campus of a Canadian university.

Yet most Canadians refuse to accept this possibility because our system of publicly funding universities and colleges has ingrained in us the message that going to college is a right, not a privilege and responsibility. So we pretty much all go. And why not? It’s cheap (yes, even at $5,000 a year), it’s fun and there are virtually no expectations placed on you — just do what you please, study (or don’t) what you want and we’ll see you in four years. Maybe you’ll have gained a skill, maybe not, but either way at least you’ll have “experienced” university. "

Jeet Heer og Dimitry Anastakis skrifa um Meech Lake samkomulagið,

"The Meech Lake deal, made between Mulroney and provincial and territorial leaders in 1987, promised to end Quebec’s alleged exile from Canadian constitutional politics. In exchange for Quebec’s recognition as a distinct society and a few other reforms, La Belle Province was set to sign on to the constitution. It all ended in disaster in 1990 when the accord failed to get the necessary unanimous support of the provinces.

Indeed, so grand was Mulroney’s Meech Lake fiasco that it can actually provide the definition of what constitutes a truly great Canadian policy failure.

Such an immense policy disaster should fulfill three criteria. First, a policy has to be poorly conceptualized and executed. Second, to be truly horrible, a policy should fail in a visible and public manner, so as to discredit the political process itself. Finally, and most importantly, a truly devastating policy failure has to have long-term consequences. "

það gerir einnig L. Ian MacDonald,

"And over what? Trudeau’s relentless opposition to Meech, from its adoption in 1987 to its death in 1990, was based mainly on the recognition of Quebec as a “distinct society” for purposes of interpreting Canada’s Constitution (including his Charter). Because Trudeau was the father of the Charter, and an orthodox federalist who had always fought any suggestion of special status for his home province of Quebec, his campaign against Meech had unique resonance in English-speaking Canada. As Bob Rae later observed, Trudeau legitimized opposition to Meech.

Trudeau’s famous newspaper article of May 1987, dripping with scorn for Brian Mulroney and the provincial premiers (“snivellers” who should be “sent packing”) was a return to his intellectual origins as a pamphleteer at Cité Libre magazine (where he once dismissed Lester Pearson as “the defrocked prince of peace”). Previously, Mulroney had discussed the April 30, 1987, agreement in principle with Trudeau, and sent two senior officials, including Trudeau’s own former speechwriter, Andre Burelle, to Montreal to brief him. "

Colby Cosh telur að stærstu mistökin hafi verið að taka Nýfundnaland inn í Kanada,

 "Whose interests were served by the merger of Canada and Newfoundland? The smaller (but senior) partner is still debating the question.

Newfoundlanders often ponder that alternate world in which they drove the “Canadian wolf” from the door. The bitter truth is that those who came closest to being right about joining Confederation in the referendum fight of 1948 turned out to be the most extreme, most paranoid of the anti-federates. They said that Confederation would lead to an exodus of Newfoundland’s young and most talented. They said that Ottawa would run the cod fishery short-sightedly and perhaps destroy it. They said, long before Churchill Falls, that joining Confederation would leave Newfoundland at the mercy of French-Canadian interests. Can history offer any retort?

The pro-Confederation forces, for their part, promised that a “yes” to Canada would bring a wave of social programs and debt relief — and that prediction, too, was borne out. Union led to immediate improvements in Newfoundland’s infrastructure and in the social indicators, like tuberculosis, that played such a role in shaming the province into voting the way it did. "

Robert Fulford skrifar um andstöðu og hálfgert hatur á fyrirtækjum.

"For generations, Canadians have regarded free enterprise as a necessary evil at best. In private, we may regard it as a positive good, but just about no one outside the business world takes that position in public. This seems to me a fundamental mistake. It distorts the operation of governments, the use of tax powers, the treatment of disadvantaged regions and much more.

Capitalism creates most of our jobs and we would all be desperately poor without the entrepreneurs who keep the economy alive and the financiers who invest in our corporations. But that's no reason, as Canadians see it, to look upon business with anything but suspicion.

Of course, only a few Canadians will declare themselves anti-business, and an even smaller minority will argue for replacing free enterprise with a command economy directed by bureaucrats and politicians. But we tolerate business rather than admiring it.

We do not rejoice in the successes of the business class. We applaud them not for what they do best, building the corporations that make us relatively rich, but for what we see as commendable activities, the donation of money
to hospitals, universities and other good causes.

We believe passionately that we must control business and we act as if business will flourish no matter how much we burden it with regulations -- or how much we tax it. In the Canadian view, business exists to be taxed. We
assume it is a cow we can milk forever. Business will always be there, will always succeed and therefore will always be available to provide us with jobs and money for whatever social purposes we decide."


Ríkiskirkjan, jarðir og helvítisvist

Rakst á tvær athygliverðar greinar á Vísi.  Þar er fjallað um fjármál Ríkiskirkjunnar Íslensku og hvernig fjárhagsleg tengsl Ríkiskirkjunar og ríkisins séu.

Þessi tengsl hafa undanfarin misseri vakið upp ýmsar spurningar, og gætt hefur vaxandi óánægju með fyrirkomulag innheimtu, sóknargjalda, sérstaklega þeirra gjalda sem innheimt eru hjá þeim sem ekki tilheyrar trúfélögum, og eru því látnir greiða til Háskóla Íslands, sem sé aukaskattur lagður á trúleysingja sem rennur til menntunar.

Önnur greinin fjallaði stuttlega um fjármál Ríkiskirkjunar, en hin síðari meira um hvernig jarðir komust í eign kirkjunnar.

Mér þykir áhugavert að skoða þessi mál.  Það vakti athygli mína að það er talað um að jarðir hafi verið í eigu kirkjunnar frá því að 13. öld.  Ég hélt (án þess að hafa nokkuð sértakt fyrir mér um það mál) að allar eignir hinnar kaþólsku kirkju hefður runnið til ríkisins (kóngsins) hvar vetna sem hinn nýji síður hefði verið tekinn upp, hef alltaf skilið það þannig að það hefði verið sterkasti hvatinn til þess að þjóðhöfðingar aðhylltust mótmælendatrúnna.  En ef marka má þetta, hefur það ekki verið raunin á Íslandi.

En það skín líka í gegn um fréttina (og margt annað sem ég hef lesið) að algengt er að kirkjan virðist eignast landareignir í skjóli þess að vera því sem næst bæði veraldlegt og andlegt vald yfir Íslendingum.

Nokkuð virðist einnig vera um það, eins og eðlilegt má teljast, að kirkjan eignist jarðir með innantómum loforðum og hótunum, þ.e.a.s. loforðum um himnaríki og hótunum um helvítisvist.

Merkilegt að hugleiða það samhliða því að velta því fyrir sér að einstaklingar hafi verið dæmdir til fjársekta og refsinga fyrir að blekkja fólk á andlega sviðinu, sbr. miðla sem hafa starfað á Íslandi.

En það er ágætt að velta þessum hlutum fyrir sér, og þörf á mun dýpri úttekt eng gerð er á Vísi

En hér má lesa hluta af því sem fram kemur í greinunum.

 

"Við lítum ekki svo á að þetta sé framlag frá ríkinu heldur fyrst og fremst innheimtuþjónusta sem er kirkjunni vissulega mjög þýðingarmikil," segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um þau sóknargjöld sem renna til þjóðkirkjunnar.

Árlegar tekjur kirkjunnar nema um 4,2 milljörðum króna. Samkvæmt fjárlögum þessa árs rennur af því ríflega einn og hálfur milljarður króna til almenns rekstrar þjóðkirkjunnar.

Einnig fer af því vel á áttunda hundrað milljóna króna til ýmissa sjóða kirkjunnar. Auk þess eru rétt tæpir tveir milljarðar króna í formi sóknargjalda þjóðkirkjunnar.

Skilningur kirkjunnar manna á þessum fjárframlögum úr ríkissjóði er tvíþættur. Annars vegar eru það sóknargjöldin; þau gjöld sem fólk greiðir fyrir að vera í þjóðkirkjunni; um 860 krónur mánaðarlega á hvert mannsbarn sem er eldra en sextán ára og er skráð í þjóðkirkjuna. „Það er mjög þýðingarmikið að njóta þessarar innheimtuþjónustu hjá ríkinu," segir Guðmundur, sem bendir á að sama eigi við um öll önnur skráð trúfélög í landinu. Þau njóti sams konar innheimtuþjónustu hjá ríkinu. Heildarupphæð sóknargjalda þeirra nemur 234 milljónum króna.
Féð sem fer til almenns rekstrar og það sem rennur í sjóðina er byggt á samkomulagi um jarðir þjóðkirkjunnar."

"„Við lítum ekki á þetta sem neitt einhliða góðgerðastarf af hálfu ríkisins," segir Guðmundur Þór, „og ekki sanngjarnt að líta á það þannig. Við lítum á greiðslu ríkisins til þjóðkirkjunnar á fjárlögum sem endurgjald fyrir kirkjujarðir sem voru afhentar á móti og þjónustu sem kirkjan veitir um allt land. Þetta eru sex til sjö hundruð jarðir, mismunandi verðmætar, en sumar þeirra eru ákaflega verðmætar."

„Menn reiknuðu þetta ekkert í smáatriðum, heldur var gert samkomulag sem endaði í þessu," segir Guðmundur Þór.
Gengið var endanlega frá samkomulaginu árið 2006.

Í því felst að ríkið tekur yfir megnið af jörðum kirkjunnar, sem hún eignaðist í aldanna rás, og greiðir á móti laun um 140 presta og prófasta vítt og breitt um land, auk þess að greiða laun starfsfólks Biskupsstofu. Þar starfa um tuttugu manns. Auk þess er greiðsla ríkisins til sjóða kirkjunnar byggð á þessu samkomulagi."

Síðari greinin er hér óstytt.

"„Það eru mismunandi ástæður fyrir því að jarðir komust í eigu kirkjunnar og líka mismunandi eftir tímabilum," segir Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands.

Hann bendir á að stærstu eignir kirkjunnar, biskupsstólarnir og fleiri sögufrægar jarðir, hafi komist í eigu kirkjunnar þegar á 12. öld eða jafnvel fyrr. „Eignir hafa líka verið gefnar einstökum kirkjum," segir Hjalti en bendir á að vafi gæti leikið á hver ætti í raun kirkjurnar, guð eða tilteknir verndardýrlingar sem þeim voru tileinkaðar í kaþólskum sið.

„Þá eru dæmi um að höfðingi hafi gefið kirkjunni höfuðból sitt en farið sjálfur með ráðstöfun eignanna. Þannig má segja að menn hafi komist undan því að greiða tíundina, en kannski var tilgangurinn líka að efla kirkjuna eða jafnvel koma í veg fyrir að eignir skiptust til mismunandi erfingja, enda þótt jörð hafi verið á forræði sömu fjölskyldunnar í marga ættliði." Hjalti segir að einnig séu dæmi um að eignir hafi verið færðar kirkjunni í þakkarskyni fyrir bænheyrslu. Þá sé algengt að fólk hafi viljað minnast kirkjunnar í erfðaskrám. „Þá hafði kirkjan dómsvald hér áður fyrr og dæmi eru um að henni hafi verið dæmdar jarðir."

Þjóðkirkjan vísar til þess á heimasíðu sinni í starfsreglum um kirkjur og safnaðarheimili, frá árinu 2000, að verði ágreiningur um fornar eignir og réttindi kirkna skuli leggja ýmsar gamlar skrár til grundvallar dómsmálum. Þeirra á meðal eru máldagabækur frá 14. og 15. öld, auk síðari heimilda.
Þá ríkti töluvert annar skilningur á heiminum en nú tíðkast. Til dæmis hræddust menn guð og helvítisvist, eða óhjákvæmilega dvöl í hreinsunareldi, að lífinu loknu.

Í skrá um aflát og synda­aflausnir frá því um 1500 er meðal annars þessi kafli:

„Nær sem nokkur maður hefur iðran og viðurkomning fyrir sínar syndir og gengur til skripta með þeirri hugsan og fullkomnum vilja að falla eigi aftur í dauðlegar syndir sjálfviljandi heldur betra sitt umliðið líf, þá fær sá maður aflátið ef hann sækir þá staði sem aflátið er til gefið. Þó að hann skyldi pínast ævinlega í helvíti þá vill guð gefa sína náð til og snúa þeirri ævinlegri pínu í stundlega pínu hverja þeir fá sem rétt gjöra sín skriptamál. […], því svo mikið styttir hans pínu sem hann sækir aflátið til og eingin er sá lifandi að kunna að greina, undirstanda eða vita hvað dygð aflátið hefur eða hversu dýrt og gott er það er fyrr en eftir dauðann og hann kemur í hreinsunar­eldinn og hann fer þaðan. Þá reynir hann hvað aflátið dugir og hvað hann hefur aflað."

Fólk gaf enda stofnunum kirkjunnar eignir og gjafir sér til sáluhjálpar.
Dæmi er frá 1470 um að maður hafi gefið kirkju og klerkum ýmsar sínar eignir á banastund. „Svo og skipa ég að láta syngja sálumessu engelskum er slegnir voru í Grindavík af mínum mönnum."

En stundum vottuðu gjafirnar engir nema kirkjunnar þjónar:
Árið 1460 vottar prófastur að maður hafi á banabeði gefið kirkjunni í Vatnsfirði jarðirnar Hálshús, Voga, Miðhús og hálfa Eyri þar í sókninni.
1488 votta tveir prestar að karl nokkur afleiddi kirkjuna að hálfri jörð.
Árið 1499 votta tveir prestar að Árni nokkur hafi arfleitt kirkjuna að jörð. Svo segja prestar: „Heyrðum við áður nefndan Árna Guðmundsson ekki til leggja þar um fleiri orð eður leggja nokkra þvingan upp á kirkjuna í Holti fyrir áður greinda jörð."

Þá eru einnig dæmi um að fólk hafi greitt kirkjunni sektir.
Þá var Runólfur Höskuldsson árið 1471 dæmdur til að láta jarðirnar Skollatungu, Brattavöllu og Hornbrekku til kirkjunnar „fyrir allt það hórdæmi er hann hefur í fallið með Halldóru Þórðar­dóttur og Þórdísi Guðmundardóttur". Runólfur lét sér raunar ekki segjast við þetta og var síðar gripinn með þeirri fyrrnefndu þar sem hann lá „nakinn undir einum klæðum hjá henni í kirkjunni á Bakka".

Árið 1505 tók Stefán Skálholtsbiskup jörðina í Köldukinn í Marteinstungu kirkjusókn og Kolbeinsey í Þjórsá, af Helgu Guðnadóttur, vegna misfara látins bónda hennar.

Árið 1474 setur Jón Broddason, prestur og officialis generalis vikaríus á Hólum, Solveigu Þorleifsdóttur út af heilagri kirkju, meðal annars fyrir að halda mann sem var úrskurðaður í bann, auk óhlýðni og þrjósku við guð, heilaga kirkju og sig.

Fimm árum síðar greiðir Solveig biskupnum tíu tigi hundraða fyrir manninn í banninu. Sama ár votta tveir prestar að hún hafi á banastund gefið biskupnum jörðina Flatatungu í Skagafirði.

Svo eru önnur dæmi, eins og þetta: „Þá dæmum vér oftnefnda jörð Vallholt óbrigðilega eign heilagrar Hólakirkju." Svo dæmdi biskup sjálfum sér en hann og eigandi jarðarinnar höfðu átt í nokkrum viðskiptum.
Rétt er að taka fram að þótt Markaðurinn hafi grafið þessi dæmi upp í fornbréfasafni verður ekkert fullyrt um hvort kirkjan hafi á sínum tíma eignast þessar jarðir með óvönduðum aðferðum, á þessa eða liðinna tíma mælikvarða. Né heldur hvort jarðirnar sem nefndar eru í dæmunum séu hluti af höfuð­stól þjóðkirkjunnar nú."

 


Friðhelgi fyrir snuðrara og uppljóstrara?

Þau eru orðin allnokkur árin síðan járntjaldið féll.  Margt hefur breyst, flest til batnaðar en víða hefur þó í raun aldrei verið gerð upp ógnarárin sem voru undir sósíalismanum.

Eitt alvarlegast "ránið" sem fór fram undir stjórn sósíalistana var á traustinu.  Þeir rændu almenning trausti á vinu sínum, fjölskyldu sinni, vinnufélögum sínum, það vissi enginn hverjum mátti treysta, uppljóstrarar voru allstaðar.  Leyniþjónusturnar í þessum ríkjum höfðu starfslíð sem talið var í tugum ef ekki hundruðum þúsunda.

Vissulega hefur verið flett ofan af mörgum þeirra, en þetta er þó ennþá viðkæmt mál. Ég rakst til dæmis nýlega á grein í Der Spiegel þar sem fyrrverandi uppljóstrari fékk sett lögbann á að fyrrverandi fórnarlamb hans mætti nafngreina uppljóstrarann. 

Þetta fékk mig til að hugsa.

Hver er réttur uppljóstrarana og hver er réttur fórnarlambanna?

Hvernig er hægt að meina einhverjum um að nefna nafnið á þeim sem sveik hann og njósnaði um hann á vegum yfirvalda?

Auðvitað er ekki það sama að hafa unnið fyrir STASI og að hafa unnið fyrir STASI, ástæðurnar fyrir samavinnunni voru margar og misjafnar, sumir gengu glaðir til verks, aðrir voru þvingaðir eða fengnir til þess með hótunum.

En hlýtur ekki sannleikurinn að vera rétthærri en svo að það sé hægt að setja lögbann á hann? 

Það verður fróðlegt að heyra hver niðurstaðan í þessu máli verður, og hvernig Þjóðverjar ætla sér að taka á þessu, hvernig þeir ætla að meðhöndla söguna.

En hér að neðan má lesa nokkrar glefsur úr greininni á Spiegel.

"The East German secret police may have disbanded long ago, but fear of former Stasi members lives on. A court is about to decide whether a former Stasi informant can be outed in public. The answer will say a lot about how the country deals with its past."

"Kiessling, 57, is mayor of Reichenbach in Saxony's Vogtland region and believes it is time for Germans to be showing their faces once again. "Why," he asks, standing next to the sculpture, "did we take to the streets in 1989?"

The citizens of Reichenbach haven't been this upset in a long time, says Kiessling. He too is outraged over a story that began in his council chamber and triggered a debate in faraway Berlin over how to go on dealing with the history of East Germany. Like in some didactic play by Bertolt Brecht, Reichenbach has become the stage for events that show how injustice survives -- and how history doesn't just end.

The controversy centers around a pastor who publicly identified a former informant of the Stasi, the secret police of the communist regime of East Germany. The informant obtained a temporary court injunction preventing his name from being published, and a court is expected to rule on Tuesday whether to uphold the injunction or to lift it.

If the former Stasi informant prevails, the case will have serious repercussions for the way Germany handles the history of the communist German Democratic Republic, which collapsed with the fall of the Berlin Wall in 1989, warns Marianne Birthler, the federal commissioner in charge of managing the Stasi's archives.

Wolfgang Thierse, a politician from the Social Democratic Party, says: "We must be able to name names, in the truest sense of the word." But isn't someone who was an informant for many years, and whose actions happened almost 20 years ago, entitled to a statute of limitations of sorts?"

"The Stasi left their mark on Käbisch, who seemed nervous. His eyes constantly dart about as if his tormentors were still after him. Together with a group of students, he organized an exhibition titled "Christian Activities in East Germany," which was to be opened in the town hall on that day. Käbisch, 64, stood at the front of the room next to a video projector. He projected one image after another onto the wall, including one of a Stasi informant known as "Schubert." The man's real name was also in full view on the image.

When the presentation and discussion ended, an amiable man walked up to the mayor and told him that he was the informant, "Schubert." The 46-year-old man, identified merely as S., also apparently told Kiessling later that many former Stasi employees had been in the room. "It was eerie," says Kiessling, still taken aback by the self-confidence with which the former informant had approached him.

The incident in the town hall was only the beginning. On March 7, Kiessling received a temporary injunction order from the Zwickau district court. The court had ruled to temporarily prohibit all public mention of the former informant's name. A final decision is still pending. Meanwhile, Käbisch had to remove the relevant part of his exhibit, which, as the court saw it, "was suited, as a reference complete with personal data, to harm the reputation and good name of the plaintiff in the public eye, essentially pillorying the plaintiff."

"Schubert," the former informant, is represented by Thomas Höllrich, a lawyer and local Left Party politician. Höllrich has complained about a pogrom-like mood in Reichenbach, a town small enough for everyone to know everyone else. A second former Stasi informant has also taken legal action against Käbisch's exhibition, and he too is represented by Höllrich."

"The former informant, whose full name SPIEGEL can't mention for legal reasons, has a successful small business in the village where several of his neighbors were victims of the Stasi. He is unavailable for comment. The man who admitted to being informant "Schubert" at the town hall in Reichenbach refuses to discuss any of the details of his case. For this reason, it is also impossible to ask him how someone who insists on his rights to privacy today feels about having violated the same kinds of rights in the past, and in a way that remains shocking even after a 20-year debate over the Stasi."

"One of "Schubert's" victims is prepared to talk though, perhaps because he no longer lives in the area. Thomas Singer went to school with the informant in Reichenbach. Today he is a teacher in the state of Brandenburg near Berlin. His Stasi file contains a number of reports by informant "Schubert."

In 1980, "Schubert" borrowed a small textbook into which Thomas Singer had written the lyrics of singers Bettina Wegner and Gerulf Pannach, both critics of East Germany. Shortly after "Schubert" had returned the booklet to him, Singer was called out of the classroom, put into a Stasi car and taken away to be interrogated. "I was afraid," Singer says today. Under pressure and concerned for his family, he later agreed to cooperate with the Stasi for a short time.

Following East Germany's peaceful revolution Singer, 46, chose a different path from that taken by his former classmates. Instead of hiding and fleeing the past, he checked the box marked "Informant" when filling out the relevant questionnaire, even though he was also a victim of the Stasi.

But his honesty meant he was disqualified from becoming a government official. "Basically, I have him to thank for that," says Singer. A teacher of German and history, he often talks to his students about the things that happened in East Germany.

Singer still remembers the story 28 years on. He wrote a moving letter to Pastor Käbisch, providing him with at least a small measure of acknowledgement. After all, Käbisch has been ridiculed often enough for continuing to attach importance to the Stasi question.


Blóð rauðir vellir

Rakst á þetta á vef NYT.  Hér má sá "lokaorð" Dith Pran, en hann er Kambadíumaður en kvikmyndin "The Killing Fields" byggir á lífi hans og hremmingum undir stjórn Rauðu Khmerana.

Það vill svo til að ég er nýbúin að lesa ævisögu Pol Pot,  "Pol Pot - Anatomy of a Nightmare" og myndina sá ég fyrir mörgum árum.

Þetta er saga sem (eins og svo margar aðrar) má ekki gleymast, en ég hvet alla til að gefa sér tíma til að hlusta á það sem Dith Pran hefur að segja. 

Það tekur ekki nema örfáar mínútur.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband