Færsluflokkur: Saga
21.3.2008 | 20:29
Gott viðtal um umbrotatíma - Söngvabyltingin
Athygli mín var vakin á viðtalsþætti á Rás 1, þar sem rætt var við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, um fall járntjaldsins. Viðtalið var sent út á Skírdagsmorgun og er aðgengilegt á netinu (sjá linkinn hér í fyrstu línu).
Viðtalið er afar fróðlegt, og þó að vissulega sé þetta ekki hinn eini stóri sannleikur, frekar en annað, þá er mikill fengur í því að heyra frásagnir Jóns Baldvins frá þessum umbrotatímum, en hann var í hringiðunni miðri.
Ég vil því hvetja alla til þess að hlusta á þetta viðtal (það væri nú ekki úr vegi fyrir utanríkisráðuneytið að leggja við hlustir, því öllu sjálfstæðari hefur utanríkisstefna Íslands líklega ekki verið í aðra tíð), en vil um leið vekja athygli á því að eitthvað vantar á endann á viðtalinu eins og það er á netinu (því miður er það ekki einsdæmi með útvarps og sjónvarpsefni á netinu) og er það virkileg til vansa (tek fram að ég veit ekki hvað mikið vantar).
Það er líklega rétt að taka fram að mér er málið skylt, enda börnin mín hálf Eistnesk, konan fædd þar og uppalin og tengdafjölskyldan býr þar enn.
Þegar ég heimsótti landið (2003) þá var þessi saga ennþá ljóslifandi á meðal því sem næst allra, og flestir mundu eftir Íslandi og þeim stuðningi sem þaðan hafði komið.
Hér fyrir neðan má svo sjá "trailer" fyrir heimildamyndina "The Singing Revolution", sem gerð var um baráttu Eistlendinga fyrir því að endurheimta sjálfstæði sitt.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 03:31
Fjölskylduveldin
Ef að gengið er út frá því að, rétt eins og svo margir telja, að Demókratar vinni Bandarísku forsetakosningarnar í nóvember og að Hillary Clinton verði frambjóðandi þeirra, eins og ekki er ólíklegt (en ekki öruggt) kemur upp nokkuð merkileg niðurstaða.
Þá verður það í annað sinn sem Clinton fjölskyldumeðlimur tekur við af Bush fjölskyldumeðlim og það aðeins með 16. ára millibili.
Ef Hillary næði því að verða endurkjörin og sitja í 8. ár þá verða þau orðin 28., árin sem engar aðrar fjölskyldur hafa lagt til forseta Bandaríkjanna. Ef að hún léti af embætti í Janúar 2017, þá þyrfti að fara allt aftur til ársins 1989 til að finna forseta sem kæmi ekki úr annarri hvorri fjölskyldunni.
Það var Ronald Reagan.
Bush feðgarnir eru ekki fyrstu feðgarnir til að verða báðir kosnir forsetar, en Clinton hjónin myndu brjóta blað. Hillary sömuleiðis, sem fyrsta konan sem næði því að verða forseti.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 04:31
Ekki undarlegt
Það er ekki skrýtið að Eistlendingar vilji ekki fá Rússneska herinn innfyrir "þröskuldinn". Síðast þegar þeir hleyptu honum (þá var hann reyndar kallaður sá Sovéski) innfyrir tók það þá yfir 60 ár að fá hann út fyrir aftur og reyndis þjóðinni dýrkeypt.
Í ljósi sögunnar er það því eðlilegt að Eistlendingar vilji ekki að Rússneski herinn gæti eins eða neins innan þeirra lögsögu.
P.S. Í nöldurhorninu get ég svo ekki stillt mig um að minnast á ósamræmi í frétt og fyrirsögn, þar sem annarsvegar er talað um olíuleiðslu en hins vegar gasleiðslu (sem ég held að sé rétt).
Svo er líklegast ekki rétt að segja að Eistlendingarnir hafi bannað neina leiðslu í Eystrasaltinu, heldur eru þeir einvörðungu að hafna því að leiðslan sé lögð um þeirra lögsögu.
Einnig vil ég svo nota tækifærið og minnast á það baráttumál mitt að talað sé um Eistlendinga, en ekki Eista. Það er ef til vill nokkuð persónulegs eðlis, en ég á afskaplega erfitt með að líta á konuna mína sem Eista, ekki frekar en ég hef nokkurn áhuga á því að vera nefndur Ísi í stað þess að vera Íslendingur.
Eistar banna olíuleiðslu í Eystrasalti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saga | Breytt s.d. kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 05:33
Eins og björn úr hýði
Það er stundum sagt að tískan gangi í hringi, með örlittlum breytingingum til og frá. Stundum er rétt eins og sagan geri slíkt hið sama. Gamalkunnar stöður skjóta upp kollinum, ekki alveg eins en gamalkunnur fílingur eins og stundum er sagt.
Þannig finnst mér stundum að hegðun Rússa sé farin að minna æ meira á framkomu Sovétríkjanna sálugu, sem sumir sögðu reyndar að oft á tíðum hefði minnt á framkomu hins forna Rússlands. Eini munurinn hefði verið að "commietzar" hefði komið í stað "tzarsins".
Stundum þykir mér sem gamli "Rússnesk björninn" sé aftur kominn á kreik. Rétt eins og hann hafi vaknað af stuttu dvala, örlítið önugur, frekar svangur og ekki alveg viss um hvað hafi breyst á meðan hann var sofandi. Feldurinn hefur séð betri daga, en hann þó ennþá fullviss um eigin krafta og getuna til að sjá sér fyrir fæðu.
Framkoma Rússa við nágranna sína ber þessa merki að verulegu leyti. Hvíta Rússland og Ukraína eru ennþá að stórum hluta undir hæl þeirra og þeir koma fram af hroka gagnvart Eystrasaltslöndunum og þykir eðlilegt að þeir hafi enn eitthvað um mál að segja í fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna í A-Evrópu.
Brot á lofthelgi Georgíu og meint eldflogaskot eru einnig undarleg og viðbrögðin við ásökunum Georgíumanna gamalkunnug.
Þeir skjóta niður fána og virðast ætla að reyna að helga sér stór landsvæði í kringum Norðupólinn, án viðræðna við önnur lönd sem þar liggja að.
Sömuleiðis hyggjast þeir "skjóta niður fána" í Sýrlandi, en þar hyggst Rússneski flotinn snúa aftur til hafnarborgarinnar Tartus. Það er fyrsta flotastöð sem Rússneski sjóherinn kemur sér upp utan fyrrverandi yfirráðasvæðis Sovétríkjanna sálugu.
Það er engin ástæða til að byrja að tala um "kalt stríð", alla vegna ekki enn, en þessir atburðir verðskulda að þeim séu gefin gaumur.
Sérstaklega þegar við erum að tala um ríki sem er einn helsti orkusali Evrópu. Sem bæðir tryggir þeim fé, en gerir Evrópu sömuleiðis býsna veika fyrir.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 01:33
Að endurrita söguna
Þegar ég sat á skólabekk vandist ég því að sagan væri "ein og rétt". Alla vegna þýddi ekki að koma með neina "varíanta" af henni þegar prófað var, þar gilti að koma með rétt svör, samkvæmt "bókinni".
Það var ekki fyrr en síðar að ég fór að velta því fyrir mér hvernig saga verður til. Hvernig hún er rituð, af hverjum og fór að sjá að menn eru aldeilis ekki á sama máli þegar saga er skrifuð.
Þeir sem fylgjast með fréttum hafa eflaust lesið um væringar þær sem hafa verið á milli Eistlands og Rússlands, en þær væringar snúast ekki hvað síst um sögu og mismunandi sjónarhorn á hana.
Ég vil því nota tækifærið og vekja athygli á góðu viðtali sem birtist á vef Spiegel, við forseta Eistlands, Toomas Hendrik Ilves (með minni takmörkuðu Eistnesku kunnáttu, myndi ég snara þessu yfir á það ilhýra, sem Tómas Hinrik Gaupa, en verð þó að taka það fram að ég er almennt ekki hlynntur þeirri áráttu Íslendinga að Íslenska mannanöfn, og er ekki að mæla með þessari "snörun" við Ríkisútvarpið) .
En Toomas er fæddur í Svíþjóð (foreldrar hans voru Eistneskir flóttamenn) og uppalinn í Bandaríkjunum. Fyrir áhugamenn um hálstau, má geta þess að hann er einn af þeim stjórnmálamönnum sem sjaldan sést án þess að hafa slaufu um hálsinn.
En hér er viðtalið við hann í Spiegel og hér á eftir nokkur "korn" úr því. Toomas talar tæpitungulaust og gefur hrein og bein svör við spurningunum.
"Ilves: Sometimes we need someone to hate, a concept of an enemy. A year ago it was Latvia, nine months ago they deported hundreds of Georgians from Moscow and searched for schoolchildren with Georgian names, and now it's our turn. Why? The fear is that true democracies will show the Russians that the philosophy of a "guided" democracy is wrong. If Western democracy, with freedom of the press and the rule of law, functions in Estonia, Ukraine and Georgia, then the argument that it cannot function in Russia, merely because they supposedly have a different culture, simply doesn't hold water.
SPIEGEL: The dispute was triggered by a simple bronze memorial ...
Ilves: I thought it wasn't a good idea to move the statue. The matter was not important enough for Estonia to gamble away political capital. The real issue was public safety, because the monument developed into a place where anti-Estonian demonstrations were held, where Estonian flags were torn out of people's hands and where some people held up slogans calling for the reestablishment of the Soviet Union. This angered Estonians. The Russians, for their part, insisted that this was a holy place and that any change would be blasphemy."
"Ilves: Moscow lacks the will to really come to terms with the past. The Russians were prepared to open their archives 10 years ago, but not today. If you wish to build your new self-image solely on the basis of nationalism and glorifying the Soviet Union, then the crimes committed by Soviet troops are not something you want to see integrated into that picture.
SPIEGEL: Is that the reason no one in Russia talks about the occupation of the Baltic states in 1940?
Ilves: Moscow has returned to the old way of looking at things, according to which the Baltic states joined the Soviet Union voluntarily, that is, were not occupied. But this ignores the fact that in 1989 (former Soviet President Mikhail) Gorbachev admitted to the existence of the secret protocols of the Molotov-Ribbentrop Pact.
SPIEGEL: Putin sees this completely differently. He accuses you of rewriting history and speaks of an "ideology of extremism" comparable to that of the Third Reich.
Ilves: Yes, in fact we do want to rewrite history. We want to rewrite Soviet history books. We want to fill in the gaps. Soviet history books contain just a single line about the Gulags, stating only that the camps were abolished. This means that the deportation of 30,000 Estonians to the Soviet Union on a single day in 1941 is being deliberately suppressed."
"Ilves: One can disagree about the interpretation of history, but it's very difficult to argue about crimes against humanity, mass graves and thousands of people who were shot. It is a fact that the Soviet Union committed massive crimes against humanity in the Baltic states and did not behave like a liberator. I think it's offensive to accuse us of being fascists when we talk about Soviet crimes against humanity.
SPIEGEL: Germans are perplexed by the view of many people in the Baltic states that the Nazi occupation was not much worse than that of the Soviets.
Ilves: If you tell me that the Nazis were worse, then I would say to you that you are comparing the culinary habits of cannibals. I will not say who was worse. When it comes to the number of people murdered, I believe that the communists killed more people. Some say the Nazis were worse because the ideology behind their murders was worse. But for Estonians, our people were not murdered by communists or Nazis, but by Germans and Russians. The question of which ideology the murderers had is irrelevant to us."
"SPIEGEL: But there is an ongoing dispute over why Russian is not an official language in Estonia.
Ilves: Why should it be?
SPIEGEL: Because at least a quarter of the population are Russians.
Ilves: They're welcome to speak Russian. But in light of the experiences we had during the occupation -- when Russian was the official language and there were no doctors or civil servants who spoke Estonian -- not a single Estonian would vote for a government that plans to change this. In this context, I'd like to mention a speech recently given by (German Chancellor Angela) Merkel. She said that everyone in Germany should learn and speak German, not only so that they can understand their teachers, but also so they can have an economic future in Germany. That's what the German chancellor said.
SPIEGEL: But many Russians in Estonia feel like second-class citizens because, without a passport, they don't even have the right to vote in parliamentary elections.
Ilves: They have more rights than non-citizens in most other countries. First of all, because they can vote in local elections. And secondly, because -- if they truly want to vote -- it's very easy to become an Estonian citizen. We have much more liberal citizenship laws than Germany, Finland, Sweden and Denmark -- not to mention Switzerland and Austria."
"SPIEGEL: Are you under the impression that the new EU countries with their unique historical experiences are not taken seriously in Western Europe?
Ilves: Yes. One cannot simply extinguish people's memories in these countries. A common trait among the new EU countries is their pro-American stance, which results from their fear of Russia. It generates great resentment when people who don't know Russia try to tell people who have experienced Russia at first hand what Russia and the Russians are like."
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 04:46
Titanic
Fjölskyldan öll skellti sér í dag í Vísindamiðstöðina hér í Toronto (Ontario Science Center) og sáum þar sýningu sem byggist upp á munum sem bjargað hefur verið Titanic.
Það var fróðlegt að sjá munina og sömuleiðis stuttar kvikmyndir sem útskýrðu hvernig skipið sökk og hvernig staðið var að björguninni.
Enn og aftur beindist hugurinn að þessum harmleik og öllum þeim sem létu lífið. Við innganginn fékk hver gestur í hendur miða, þar sem hann var boðinn velkominn um borði í Titanic og var letrað á miðann nafn eins af þeim farþegum sem fór með Titanic í þessa ferð. Við útganginn er síðan spjald með nöfnum allra farþega og áhafnarmeðlima og hvort þeir björguðust eða fórust.
Sjálfur fékk ég miða með nafni 2. farrýmis farþega, Mr. Albert Francis Caldwell, sem bjargaðist giftusamlega. Mamma og Foringinn voru sömuleiðis með farþega á sínum miðum sem björguðust, en konan fékk hins vegar nafn Mrs Isidor Straus (Rosalie Ida Blun), en hún fórst eftir að hafa snúið við úr björgunarbát, með þeim að orðum að hún og maður hennar myndu deyja eins og þau hefðu lifað, saman.
Eftir að hafa skoðað sýninguna, var slegið á léttari strengi og Foringjanum sleppt lausum í hin ýmsu leiktæki og þrautir sem finna má í öðrum sölum miðstöðvarinnar.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 18:41
Ber er hver að baki
Það er sjálfsagt að fagna þessari yfirlýsingu frá NATO.
Framkoma Rússa í A-Evrópu hefur að ýmsu marki verið undarleg á undanförnum misserum og það verður að teljast skrýtið að þeir virðast gjarna vilja líta á sig sem sjálfsagðan arftaka Sovétríkjanna sálugu, frekar en að nota tækifærið og hefja samskipti við ríkin á svæðinu á nýjum, ferskum og jafnræðisgrunni.
Það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni ef sendiráð og starfsmenn þeirra fá ekki starfsfrið, en slíkt er grunnur skynsamlegra samskipta.
En þettar sýnir líka hve skynsamlegt það var af Eistlendingum að sækjast eftir aðild að NATO, enda þekkja þeir nágranna sinn og það ekki endilega af góðu.
Þetta sýnir líka hvað NATO getur gert fyrir smáríki, og hvers virði aðild þeirra að samtökunum getur verið. Sýnir sömuleiðis að það þarf ekki að horfa ófriðlega til að það geti borgað sig að vera aðili að NATO, eða hyggja að vörnum sínum.
Það er ekki skynsamlegt að bíða með slíkt þangað til þörf er á því.
NATO varar Rússa við vegna minnisvarðadeilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saga | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 04:46
Að kunna sig í boðinu: Vandi Framsóknarflokksins
Það hefur mikið verið rætt um stöðu Framsóknarflokksins undanfarna mánuði. Skoðanakönnun eftir skoðanakönnun hefur vitnað um bága stöðu flokksins, en þó virðist hann örlítið hafa braggast undanfarna daga.
Margir vilja kenna samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn alfarið um þessa bágu stöðu, sumir tala um að Sjálfstæðisflokkurinn sé "stikkfrír" og þar fram eftir götunum. Aðrir segja að það sé náttúrulögmál að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokks tapi á samstarfinu. Ekkert er þó fjær sanni og nægir að skoða kosningaúrslit 2003, þar sem Framsóknarflokkurinn tapaði innan við 1% af fylgi sínu á meðan Sjálfstæðisflokkur seig um það bil um 7%.
En það er engu líkara en menn vilji ekki sjá "fílana sem ganga um í herberginu", eða ætti ég ef til vill að segja "nautgripina", svona af því að við erum að ræða um Framsóknarflokkinn?
Vissulega hefur Framsóknarflokkurinn átt erfitt með að fylgja byggðaþróuninni á Íslandi og hasla sér völl í þéttbýlinu. Staðan á höfuðborgarsvæðinu er afleit fyrir flokkinn.
Sömuleiðis var það auðvitað nokkuð áfall fyrir flokkinn þegar Samvinnuhreyfingin því sem næst lagði upp laupana. Þó má sjá að staðan er ennþá sterkari en ella, þar sem kaupfélögin hafa ennþá ítök, s.s. á Suðurlandi, Skagafirði og í kringum Borgarnes. Þó að aðrar viðskiptablokkir hafi komið til þá er ekki saman að jafna, S-hópurinn svokallaði enda ekki fjöldahreyfing.
Á tímabili virtist Framsókn þó eiga möguleika á því að ná fótfestu á mölinni, en á því kjörtímabili sem nú er að ljúka virðist allt hafa gengið á afturfótunum.
Það er heillavænlegra að leita að þeim orsökum innan eigin raða, heldur en að kenna um samstarfsaðilum.
Ég held að allir hafi heyrt af sundurlyndi innan Framsóknarflokksins á yfirstandandi tímabili, og þó að hluti þess vanda hafi flutt sig yfir til Frjálslyndra, virðist ennþá ólga undir. Þetta er auðvitað hluti vandans.
Ég er einnig þeirrar skoðunar að forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar hafi verið ákaflega misráðin og í raun ekki einvörðungu stórskemmt annars nokkuð gæfuríkan feril, heldur einnig skaðað flokkinn verulega.
Það verður að kunna sig í boðinu, kunna að segja nei og taka ekki við meiru en maður á skilið. Eftir að Halldór varð forsætisráðherra byrjaði strax að heyrast að fólk var óánægt með hve mikil völd þessum litla flokki var afhent og hvernig hann notaði oddaaðstöðu sína til að auka þau.
Það bætti síðan ekki úr skák að Halldór var ákaflega mistækur sem forsætisráðherra og kórónaði það svo með þvi að klúðra eigin afsögn, skapaði upplausn í flokknum og allt logaði í ófriði.
Það leit út fyrir að það ætti að bola Guðna út, nafn Finns Ingólfssonar var nefnt sem formanns og Jón Sigurðsson náði svo að setjast á stólinn þegar tónarnir hljóðnuðu og átti erfiða innkomu þó að hann hafi vaxið í starfi.
Þjóðin horfði hissa á aðfarirnar.
Svipað varð að nokkru leyti upp á teningnum í borgarstjórnarkosningunum, ég heyrði það á mörgum að þeim fannst Framsókn fá alltof mikið miðað víð þá kosningu sem flokkurinn fékk. En og aftur virtist hann í krafti oddaaðstöðu ná að kúga viðsemjendur sína og kunni sig ekki "í boðinu", lét eins og gömul maddama sem leggst í sortir.
Ég hef það á tilfinningunni að mörgum kjósendum hugnist ekki þessi oddaaðstaða Framsóknar og þyki mál að linni.
Í þessum sveitastjórnarkosningum gerðist það sömuleiðis að frambjóðandi flokksins í einu traustasta vígi hans, Akureyri, sagði sig úr flokknum fáum dögum fyrir kosningar og hefur líklega kostað flokkinn þar einn mann. Enn og aftur ófriður.
Það þurfti svo heldur ekki að bíða lengi eftir að Framsókn beitti völdum sínum í höfuðstaðnum á vafasaman máta, og þurfti að draga til baka skipan Óskars Bergssonar.
Hér hefur bara verið stiklað á stóru, líklega mætti týna ýmislegt fleira til, s.s. illindin sem urðu eftir prófkjörið í borginni.
En ef þetta er lesið sést að það er líklegra að leita skýringanna innan flokks, en meintri "teflonhúð" samstarfsflokksins sé um að kenna. Það hefur enginn flokkur logað eins í innbyrðis illindum og óheilindum eins og Framsókn, þó að Samfylking komi þar líklega næst og síðan Frjálslyndir.
Ef til vill er ekki að undra þó að staða Sjálfstæðisflokks og VG sé sterk um þessar mundir, þó að þeir flokkar séu langt í frá fullkomnir.
Því eins og Garfield sagði: "If you want to look thin, hang around fat people".
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 14:56
Afstaða til Evrópusambandsins 1990 eða 1995?
Þeir kunningjar mínir sem hafa mikinn áhuga á því að Ísland gangi í ESB hafa sumir hverjir sent mér tölvupóst með þeim upplýsingum að nú sé mikið rætt um meinta umbreytingu viðhorfs Davíðs Oddsonar til Evrópusambandsins á árunum 1990 til 1995.
Bók Eiríks Bergmanns (sem ég hef auðvitað ekki lesið) á víst að leiða þetta í ljós.
Þar sem þeir vita að mín viðhorf hafa ekki verið hliðholl sambandinu og jafnframt að ég hef borið mikla virðingu fyrir stjórnmálamanninum Davíð og framlagi hans til Íslenskra stjórnmála, þykir þeim nú að hafi þeir komið mér í klípu, jafnvel ýtt mér aðeins upp að vegg.
Því er auðvitað til að svara að ég get ekki svarað fyrir Davíð Oddsson, það er hann enda fullfær um sjálfur ef hann kærir sig um.
Hitt er svo ef til vill ekki undarlegt að afstaða margra hafi breyst til "Sambandsins" á þessum árum, enda tók "Sambandið" sjálft gríðarlegum breytingum á þessum árum.
Í raun má segja að Evrópusambandið, í það minnsta eins og það var árið 1995 hafi ekki verið til árið 1990.
Evrópusambandið varð í raun ekki til fyrr en með "Maastricht sáttmálanum" árið 1991. Þar var mörkuð leiðin að því Evrópusambandi sem við þekkjum í dag, gegn t.d. vilja Breta. Þetta má lesa um t.d. á vef BBC hér og hér.
Tímalínu sambandsins má einnig sjá hér.
Í þessu tímabili gerðist það einnig að Íslendingar gerðust aðilar að EES samningnum. Þá lýsti ágætur stjórnmálaforingi því yfir að allt hefði fengist fyrir ekkert. Auðvitað má deila um sannleiksgildi þeirra orða, en var einhver ástæða til þess árið 1995 (eða nú) að "borga" meira fyrir "allt"?
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 21:39
Á njósn
Það er gott að vita að það hefur verið fylgst með útsendurum erlendra ríkja á Íslandi enda ekki síður þörf á því þar en annars staðar.
Ef ég man rétt þá kom tvisvar til þess að starfsmenn erlendra sendiráða voru gripnir við njósnir á Íslandi, í annað skiptið hins Sovéska en hitt starfsmenn Tékkneska sendiráðsins.
Í öllum löndum hins vestræna heims reyndi Austurblokkin að fá menn til samstarfs og njósna og er enginn ástæða til að efa að það sama hafi verið upp á teningnum á Íslandi.
Það er sjálfsagt mál að opinbera sem flest skjöl frá þessum tíma og æskilegt að þeir sem voru í "hringiðunni miðri" skrái frásagnir sínar áður en það er of seint. Skjalasöfn eiga að vera opin bæði almenningi og fræðimönnum, þó að sjálfsagt sé að halda nafnleynd.
P.S. Eitthvað hefur starfsmönnum mbl.is mistekist varðandi myndatexta við þessa frétt. Treblinka var ekki nafn á höfuðstöðvum KGB, heldur útrýmingarbúðir nazista í Póllandi. Ef ég man rétt voru höfuðstöðvar KGB nefndar Lubyanka og voru í fyrrum skrifstofum tryggingafélags. Þetta er svo sem ekki aðalatriðið en alltaf betra að hafa það sem sannara reynist.
Starfsmönnum KGB veitt eftirför upp á fjöll á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)