Bernaise borgarar - 30 ára gömul nýjung?

Sá á netinu að verið var að tala um Bernaise sósu á hamborgara sem merkilega nýjung.

Ætli það séu ekki u.þ.b. 30 ár síðan ég keypti fyrst hamborgara með bernaise á veitingastað á Íslandi.  Það var auðvitað á Bautanum á Akureyri, en Smiðjuborgarinn sem þar var lengi á matseðlinum (er ef til vill enn), var með sveppum og bernaisesósu.

Akureyringar enda löngum staðið framarlega í nýjungum hvað hamborgarna varðar, sbr. franskar á milli o.s.frv.

En ég gæti alveg torgað einum Smiðjuborgara akkúrat núna, svona getur netið vakið hungur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þessi fræga og góða sósa var fundin upp 1836 í Frakklandi sjá  Saint-Germain-en-Laye,

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2011 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband