Færsluflokkur: Saga

Merkileg saga Winnipeg Falcons

Saga The Winnipeg Falcons er margslungin og ótrúlega heillandi.  Það eru á henni ótal fletir og ég hugsa að hægt væri að gera margar kvikmyndir eða langa sjónvarpsseríu um sögu þeirra.

Margir Kanadabúar (flestir af Íslenskum ættum) hafa lagt á sig mikla vinnu til að tryggja að saga "Fálkanna" gleymist ekki.

Hér má finna vefsíðu tileinkaða þeim, og má finna stutt æviágrip leikmanna tekin úr Minningabók Íslenskra hermanna.

Flestir leikmanna (að ég held að einum undanskildum) voru af Íslenskum ættum, en fæddir í Kanada.  Þjálfari liðsins var þó fæddur á Íslandi og sneri þangað aftur síðar, en hafði dvalið í Svíþjóð í millitíðinni.

Hann hét Guðmundur Sigurjónsson, og má lesa um glæsilega en jafnframt sorglega sögu hana á vefnum samkynhneigð.is Sannarlega stórmerkileg saga.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið um gerð "Sögumínútu" um "Fálkana" sem Kanadíska ríkissjónvarpið gerði. Sjálf sögumínútan er svo í endann.

 

Hér er svo þáttur úr sjónvarpsseríu með heitinu "Legends Of Hockey".  Í fyrsta þætti er m.a. fjallað um Frank Fredrickson, og hefst sú umfjöllun á u.þ.b. 41:18 mínútu.  Virkilega fróðleg frásögn.

 

 

 

Óska að lokum Snorra og Pegasus velfernaðar við að koma þessari merkilegu sögu á hvíta tjaldið, en þangað á hún sannarlega erindi.

P.S. Ég veit um tvær bækur sem hafa verið skrifaðar um "Fálkana", "When Falcons Fly" og "Long Shot: How the Winnipeg Falcons wone the first Olympic hockey gold."

 


mbl.is Kvikmynd um Fálkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarfundur Öryggisráðsins sýndur beint á YouTube. En hollt er öllum að lesa yfirlýsingu Mið- og Austur-Evrópu þjóða

Það er vert að minnast þess að heimstyrjöldinni síðari lauk, hvað Evrópu áhrærði fyrir 75. árum.  Margar þjóðir heims höfðu fært ótrúlegar fórnir til þess að sigra Þjóðverja. Mannfall hafði víða verið í einu orði sagt hrikalegt. 

Þjóðir Mið- og Austur Evrópu urðu sumar sérstaklega illa úti og þurftu að þola sitt á hvað hernám Sovétríkjanna og Þýskalands.

En það er líka vert að minnast þess að mannfalli þeirra eða hörmungum lauk ekki fyrir 75. árum.  Hernámið varði miklu lengur.  Fast að 50. árum til víðbótar og hundruðir þúsunda til víðbótar töpuðu lífinu eða heilsunni í fangelsum og fangabúðum Sovétríkjanna. Lestarteinar Mið- og Austur Evrópu hættu ekki að flytja fólk í dauðann þó að Þjóðverjar hafi verið sigraðir.

Því birti ég hér yfirlýsingu frá mörgum þjóðum Mið- og Austur Evrópu ásamt Bandaríkjunum.  Ég veit ekki hvers vegna önnur ríki Evrópubandalagsins taka ekki þátt í yfirlýsingunni, en vissulega væri fróðlegt að komast að slíku.

"7. May 2020
 

We pay tributeJoint statement by the U.S. Secretary of State and the Foreign Ministers of Bulgaria, the Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Romania, Slovakia, and the United States ahead of the 75th anniversary of the end of the Second World War

Marking the 75th anniversary of the end of the Second World War in 2020, we pay tribute to the victims and to all soldiers who fought to defeat Nazi Germany and put an end to the Holocaust.

While May 1945 brought the end of the Second World War in Europe, it did not bring freedom to all of Europe. The central and eastern part of the continent remained under the rule of communist regimes for almost 50 years. The Baltic States were illegally occupied and annexed and the iron grip over the other captive nations was enforced by the Soviet Union using overwhelming military force, repression, and ideological control.

For many decades, numerous Europeans from the central and eastern part of the continent sacrificed their lives striving for freedom, as millions were deprived of their rights and fundamental freedoms, subjected to torture and forced displacement. Societies behind the Iron Curtain desperately sought a path to democracy and independence.

The events of 1956, creation and activities of the Charter 77, the Solidarity movement, the Baltic Way, the Autumn of Nations of 1989, and the collapse of the Berlin Wall were important milestones which contributed decisively to the recreation of freedom and democracy in Europe.

Today, we are working together toward a strong and free Europe, where human rights, democracy and the rule of law prevail. The future should be based on the facts of history and justice for the victims of totalitarian regimes. We are ready for dialogue with all those interested in pursuing these principles. Manipulating the historical events that led to the Second World War and to the division of Europe in the aftermath of the war constitutes a regrettable effort to falsify history.

We would like to remind all members of the international community that lasting international security, stability and peace requires genuine and continuous adherence to international law and norms, including the sovereignty and territorial integrity of all states.

By learning the cruel lessons of the Second World War, we call on the international community to join us in firmly rejecting the concept of spheres of influence and insisting on equality of all sovereign nations."

Á vef Eistneska utanríkisráðuneytisins má einnig lesa stutta viðbót frá Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands.

"Foreign Minister Urmas Reinsalu said. “Manipulating the historical events that led to the Second World War and to the division of Europe in the aftermath of the war constitutes a regrettable effort to falsify history.”

The ministers who joined the statement would like to remind all members of the international community that lasting international security, stability and peace requires genuine and continuous adherence to international law and norms, including the sovereignty and territorial integrity of all states.
By learning the cruel lessons of the Second World War, the ministers call on the international community to firmly reject the concept of spheres of influence and insist on the equality of all sovereign nations."" 

Að lokum vil ég vekja athygli þeirra sem kunna að hafa áhuga á fjarfundinum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að hann verður í beinni útsendingu á YouTube.

Þá útsendingu má finna hér.  Eftir því sem ég kemst næst hefst fundurinn kl. 14:00 í dag að Íslenskum tíma.

 

 

 

 

 


mbl.is Minnast 75 ára frá stríðslokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona var lífið í San Fransisco þann 25. febrúar síðastliðinn. Hver sagði þann 2. mars að New York hefði besta heilbrigðiskerfi í heimi?

Það hefur mikið verið fjallað um mismunandi viðbrögð stjórnmálaleiðtoga við útbreiðslu Kórónavírussins.

Hér er myndband þar sem sjá má Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í Fulltrúadeildinni Bandarísku.

Hún er að spóka sig um í Kínahverfinu í San Fransisco, þann 25. febrúar síðastliðinn.

Til að setja þetta í tímalegt samhengi minnir mig að fyrsti Almannavarnarfundurinn í beinni útsendingu á Íslandi hafi verið daginn eftir. 

Alls staðar mátti skella sér á fjölsótta tónleika.  Ég hefði aldrei farið á tónleika með Celine Dion í endan febrúar í New York.  En þeir voru velsóttir.  Þar mátti heyra frú Dion taka gamla John Farnham lagið "You´are the Voice".  Þar segir m.a. í textanum:

"We´re not gonna ist in silence

We´re are not gonna live with fear."

Ekki það að ég ætli að halda því fram að frú Dion hafi ætlað að senda skilaboð tengd (þá) komandi faraldri.  En "skemmtileg" tilviljun.

 

Skömmu síðar, eða 2. mars mátti heyar Andrew Cuomo ríkisstjóra lýsa því yfir að það væri lítið að óttast, enda hefði New York (líklega ríkið frekar en borgin) besta heilbrigðiskerfi í heimi.

 

 

Internetið gleymir engu er stundum sagt. Auðvitað er ekki alfarið sanngjarnt að taka eldri fullyrðingar stjórnmálamanna og skoða þær með tilliti til þess sem við vitum nú.

En það er samt gríðarlega "vinsælt" og er notað í pólítískri baráttu og lítið við því að gera.

 

 

 

 

 


Ef þú hefur klukkutíma aflögu, mæli ég sterklega með þessu viðtali

Líklega er þörfin fyrir fræðsluefni að minnka nú þegar byrjað er að slaka á samkomubanninu.

En það er ennþá löng leið að "normal" lífsháttum og margt sem vert er að velta fyrir sér.

Á YouTube má finna gott viðtal, þar sem John Anderson, fyrrum stjórnmálamaður í Ástralíu, ræðir við Skoska sagnfræðinginn Niall Ferguson.  Ferguson hefur verið einn af mínum uppáhaldsagnfræðingum all nokkra hríð.

En viðtalið (eða fjarvitalið) kemur víða við og er æsingalaust.  Virkilega þess virði að hlusta á (myndin gefur ekki mikið til viðbótar).

YouTube

 

 

 

 

 

 


Viðtal sem allir ættu að hlusta á

Hafði virkilega gaman af því að hlusta á þetta viðtal Stefán E. Stefánssonar við Sigurð Jónsson.

Hef ekki lesið bókina, en viðtalið er fróðlegt og upplýsandi.

Hvet alla til þess að hlusta á hlaðvarpið.

 

 


mbl.is Niðurlægði seðlabankastjórann (Hlaðvarp)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstum því eins og í "gamla daga"

Nú er runninn upp föstudagurinn langi.  Ekki veit ég af hverju hann er langur á Íslandi (og Norðurlöndunum)en góður hjá Enskumælandi fólki. Það verða einhverjir aðrir að útskýra.

Hér í Eistlandi er þessi föstudagur stór (suur), en það er ekki langt frá merkingunni langur.

En í minni fjölskyldu hefur oft verið grínast með mismunandi merkingar orða í þeim tungumálum sem við notum.

Þannig hef ég oft sagt krökkunum mínum að í minni barnæsku hafi þessi dagur svo sannarlega verið súr (sami framburður og suur).

Ég var einmitt að hugleiða það yfir kaffibollanum nú í morgunsárið að líklega væri þetta þetta það næsta því sem yngri kynslóðir kæmust að upplifa föstudaginn langa eins eldri kynslóðir gerðu.

Það var fátt í boði.  Allt var lokað. Engar matvöruverslanir (hvað þá aðrar verslanir), bensínsstöðvar, veitingastaðir, eða aðrir samkomustaðir máttu vera opnir.

Ríkisútvarpinu og Sjónvarpinu (1. rás af hvoru) bar að því virtist lagaleg skylda til þess að senda út leiðinlega dagskrá sem "enginn" nennti að horfa á.

Teiknimyndir á föstudaginn langa hefði líkega verið talið guðlast. Popptónlist í útvarpinu sömuleiðis.

En að vísu máttum við fara út og það jafnvel í hópum.  Að því leyti var staðan jákvæðari en hún er í dag. Engin krakki eða unglingur hafði síma, þannig að truflun og "heimkall" var mun erfiðara.

En það var ekkert internet, Netflix var ekki einu sinni orðið að hugmynd, hvað þá YouTube, Spotify og allt þetta.

Um páskadag giltu sömu reglur, en þá var meira súkkulaði í boði, sem gerði hann bærilegri.

Á skírdag máttu skemmtistaðir vera opnir til miðnættis, en það mátti ekki dansa. Eftirlitsmaður frá ríkinu kom og sá um að ekkert slíkt ætti sér stað. 

Skilaboðin frá ríkinu:  Eitthvað af brennivíni er í lagi, svo lengi sem ekki er dansað. Bjór mátti auðvitað engum selja, hvorki þann dag né aðra fyrr en 1989.

Seint á 9unda áratugnum var svo stigið stórt skref í frjálsræðisátt þegar skemmtistöðum var leyft að opna á miðnætti eftir föstudaginn langa og páskadag.  Þó fór það eitthvað eftir sýslumönnum, því þeir gáfu út skemmtanaleyfin.

Um miðjan 9unda áratuginn var útvarpsrekstur gefinn frjáls og Bylgjan og Stöð2 hófu útsendingar.

Svo var slakað á hvað varðaði verslanir, veitingastaði o.s.frv. Hægt og rólega færðist samfélagið áfram veginn.

En það gerðist ekki með því að enginn talað fyrir frelsinu, eða berðist gegn stjórnlyndinu.

Frumvörp um frjálst útvarp og að Íslendingar gætu drukkið bjór voru marg sinnis lögð fram á Alþingi.  En stjórnlyndisöflin höfðu alltaf sigur framan af.

Sjaldan eða aldrei þótti "rétti tíminn" til að taka upp "slík mál".

Nú er svo komið að Íslendingar geta látið "guðlast" rata af vörum sínum. Þeir geta gefið út blöð og framleitt sjónvarpsþætti, þar sem gert er grín að "almættinu", jafnvel sýnt þá á páskum, án þess að eiga það á hættu að ríkiskirkjan kæri þá til lögreglu.

En það er ennþá fjölmargar breytingar sem er þess virði að tala um, berjast fyrir og leggja fram frumvörp um.

Það er ef til vill kjörið tækifæri fyrir foreldra að nota daginn í dag til þess að útskýra fyrir yngri kynslóðum að þrátt fyrir að samkomubann og samgöngulausa hvatningu, þá lifum við góða tíma og velmegun og frjálslyndi eykst jafnt og þétt, þó að stundum hlaupi snuðra á þráðinn.

Ég óska öllum nær og fjær góðs dags og hann verði ekki of "langur".


Að fylkja sér að baki yfirvöldum

Það eru eðlileg viðbrögð að fylkja sér að baki yfirvöldum þegar áföll dynja á.

Það þýðir ekki að allir séu sammála aðgerðum stjórnvalda, eða vilji ekki fara aðrar leiðir.

En flestir gera sér grein fyrir því að það er ekki rétti tíminn til að efna til mótmæla, verkfalla eða annara aðgerða sem stuðla að frekari vandræðum eða sundrungu í samfélaginu. 

Þess vegna fylkja flestir sér að baki stjórnvöldum.  Stjórnarandstöður og minnihlutar um víða veröld samþykkja flestir aðgerðir stjórnvalda, bæta oft því við að vilja ganga lengra.  Því það er "viðurkennd" andstaða við stjórnvöld.

En það er líka sjálfsagt að rökræða um mismunandi aðgerðir, hvort sem er í heilbrigðis- eða efnahagsmálum.  Það er líka gert, en áríðandi að það sé gert á yfirvegaðan máta.

Það verður síðan þegar stormurinn er yfirstaðinn sem aðgerðir stjórnvalda verða dæmdar.  Þær yfirfarnar, gagnrýndar og mistökin leidd í ljós, því afar líklegt verður að teljast að mistök eigi sér stað. 

Það er mannlegt.

Það er þá sem koma mun í ljós hvort að almenningur/kjósendur kjósi að líta svo á mistökin hafi verið óumflýjanleg, eða kjósi að hegna fyrir þau.

Það er langt frá því sjálfgefið að leiðtogar sem hafa notið mikils trausts og fylgisspeki, njóti þess þegar stormurinn er yfirstaðinn.

Eitt besta dæmið um slíkt er líklega Winston Churchill.

Hann leiddi Breta í gegnum stríðið en þeir kusu hann frá í júlí 1945.  Hann náði ekki einu sinni að sitja i embætti nógu lengi til að sjá Kyrrahafshluta stríðsins til lykta leiddan

 

 

 


mbl.is Landsþing demókrata í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran getur breiðst hratt út á afmörkuðum svæðum - Eysýsla í "sóttkví"

Það er ekki ofsögum sagt að Kórónu veiran setji mark sitt á heimsbyggðina þessa stundina.

Eðlilega er mest fjallað um ástandið á þéttbýlum, mannmörgum svæðum enda margir veikir og andlát sömuleiðis.

En það er rangt að halda að dreifbýli sé ekki í sömu hættu og aðrar byggðir eða að þar þurfi ekki að sýna sömu varúð.

Eyjurnar Saaremaa og Muhu er því miður að verða dæmi um það.

Tvær eyjur undan vesturströnd Eistlands tengdar saman með brú.

Íbúafjöldi er 33.000.

Á til þess að gera fáum dögum eru smit þar komin yfir 240.  Það er yfir 70 smit á hverja 10.000 íbúa.

Til samanburðar eru smit í höfuðborginni Tallinn og nágrenni (Harjumaa)í kringum 230, en þar er íbúafjöldinn rúmlega 580 þúsund og smitin því tæplega 4 á hverja 10.000 íbúa.

Á meðal þeirra sem eru sýktir eru 25. af vistmönnum og starfsfólki á dvalarheimili á Saaremaa.

Eftir því sem ég kemst næst voru 2. fyrstu tilfellin greind á Saaremaa 11. mars.  Talið er (ósannað) að smitið hafi borist með blakliði frá Ítalíu sem tók þátt í móti þar viku áður.

Rétt rúmlega 2. vikum síðar er talan 240.

Nú hafa eyjurnar verið settar í sóttkví. Hámarksfjöldi á hverjum stað er 2., en undanþágur fyrir fjöldskyldur.

Allar verslanir eru lokaðar nema matvöru- og lyfjbúðir. Bankar, pósthús og símaverslanir geta verið opnar. Sömuleiðis gleraugnaverslanir.

 

Byggingavörurverslanir mega selja út um "lúgu" eða beint af lager.  Garðyrkuverslanir sömuleiðis.

Matsölustaðir eru lokaðir, en hægt er að sækja mat eða fá sent heim.

Skylda er að bera á sér skilríki ef verið er utandyra og sektir við ónauðsynlegum ferðum eða brotum geta orðið allt  250.000 kr ISK.

Aðeins íbúum eyjanna hefur verið leyft að koma með ferjum síðan 14. mars, en það dugar skammt þegar veiran er þegar kominn á staðinn.

En það er ekki bara í þéttbýlum svæðum þar sem veiran getur dreift sér á ógnarhraða og það er ekki að ástæðulausu að heimsóknir á dvalarheimili eru bannaðar.

 

Hafa verður í huga að tölur breyast hratt.  Eistlendingar hafa ágætis upplýsingasíður, t.d. hér og eru tölulegar upplýsingar fengnar að miklu leyti þaðan. Stjórnvöld eru býsna öflug í upplýsingum einnig: 

 

P.S. Þess má geta hér að Saaremaa kemur fyrir í Brennu Njáls sögu, í kafla 30.

"Annað sumar héldu þeir til Rafala og mættu þar víkingum og börðust þegar og fengu sigur. Síðan héldu þeir austur til Eysýslu og lágu þar nokkura hríð undir nesi einu."

Rafala er Tallinn, en Eysýsla er Saaremaa.  Enn má finna þessi orð í nútímanum, en Tallinn er oft kölluð Reval og Saaramaa Ösel í norrænum málum.

Saaremaa þýðir einnig svo gott sem það sama á Eistnesku, eða Eyjaland.

Þannig ná samskipti Íslendinga og Eistlendinga í kringum 1000 ár aftur í tímann. Þau eru þó mun vinsamlegri nú á dögum, en á dögum Gunnars á Hlíðarenda.

 


Erlend ríki hafa verið að reyna að hafa áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum um áratuga skeið

Það er ekkert nýtt að erlend ríki, Rússland/Sovétríkin þar á meðal, reyni að hafa áhrif á forsetakosningar í Bandríkjunum og víðar auðvitað.

Bandaríkin sjálf eru heldur ekki saklaus af því að reyna að hafa áhrif á kosningar utan sinnar lögsögu.

Það sama gidir um fjölmörg önnur ríki.

Þannig gerast kaupin á þeirri eyri.

Sovétríkin/Rússland hafa aftur og aftur reynt að hafa áhrif á hver yrði kosinn forseti Bandaríkjanna.  Líklega ná þær tilraunir aftur til 2. eð 3ja áratugar síðustu aldar. Á öldinni þar áður, voru það líklega frekar Bretar og Frakkar sem reyndu að beita áhrifum sínum.

Þó má líklega segja að tilraunirnar hafi ekki hafist fyrir "alvöru" fyrr en eftir síðari heimstyrjöld, Bandaríkin þá enda orðin alvöru heimsveldi og "Kaldastríðið" komið til sögunnar.

Stundum er sagt að fyrsti "Rússneski/Sovét" kandídatinn hafi verið Henry Wallace. Hann þótti hallur undir Sovétríkin, en sneri síðan við blaðinu og sagði "Sovétið" illskuna uppmálaða.

Næsti sem reyndi við forsetaembættið, og "Rússarnir/Sovétið" hafði hug á að styðja var Adlei Stevenson.

En Eisenhower sá til þess að hann komst aldrei í Hvíta húsið.

"Sovétið" hafði fullan áhuga á því að tryggja að Nixon yrði ekki forseti og vildi veg John F. Kennedy sem mestan.

Átta árum síðar hafði "Sovétið" fullan hug á því að ljá Hubert Humphrey, stuðning sinn á móti Nixon.

Það hefur líka verið ljóst að "Rússland/Sovétríkin", beittu sér gegn Ronald Reagan, sérstaklega í 1984 kosningunum.  Þau vildu eiginlega hvern sem er sem forseta annan en hann.

Það kom samt ekki í veg fyrir að Reagan vann 49 af 50 ríkjum í kosningunum.

Í kosningunum 1992, kom svo Moskvuferð Bill Clinton (sem hann hafði farið 1969) ítrekað upp í umræðunni, en það var þó líklega ekki af "Sovétsins" völdum.

Hér hefur verið stiklað á stóru, og ég vil biðja þá sem lesa að hafa í huga að þeir þetta þýðir alls ekki að þeir forsetaframbjóðendur sem hér hafa verið nefndir til sögunnar hafi verið "Rússneskir útsendarar", heldur aðeins að "Rússum/Sovétinu" hafi litist betur á þá en aðra frambjóðendur.

Að baki slíks álíts geta verið margar mismunandi ástæður.

Það má oft heyra þessar vikurnar að Bernie Sanders sé "Rússneskur útsendari" og er þá sérstaklega nefnd til sögunnar brúðkaupsferðalag hans til Sovétríkjanna 1988, sé sönnun þess.

Persónulega tel ég slíkt út í hött.

Ef eitthvað er sanna slíkt ferðalag að að hann er ekki "Rússneskur útsendari". Engum "Rússneskum útsendara" væri leyft að fara í slíkt ferðalag.

KGB gæti hafa litið á hann sem "fellow traveller" eða "useful idiot", en lengra myndi það ekki ná.

Og nú eru uppi sögusagnir um að leyniþjónusta Rússa vinni að því að tryggja Sanders útnefningu Demókrataflokksins og jafnfrm endurkjör Trumps.

Það gæti bæði verið rétt.

Ekki að ég trúi því að þeir vinni fyrir Rússa.

En hitt er augljóst að það þjónar hagsmunum Rússlands að auka á úlfúð í Bandarískum stjórnmálum.  Því meira "póleruð" sem þau verða og því erfiðara það verður að finna "milliveg", kætast Rússarnir.

Barátta Trump og Sanders, ef að verður, þar sem stuðningsmenn hvors frambjóðanda "rífa hvorn annan á hol", væri vissulega nokkuð sem Rússum (og ýmsum öðrum þjóðum) þætti ekki leiðinlegt að horfa á.

Klofin þjóð er síður líkleg til afreka.

P.S.  Sótti ýmsan fróðleik hér og þar um netið, bæði nú og eftir minni, en þessi grein er stór heimild.

 

 

 


mbl.is Rússar reyni að tryggja endurkjör Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingur horfinn á braut

Ég heyrði það seint í gær að einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, Bretinn Andrew Weatherall væri horfinn á braut.

Þannig hverfa þeir einn af öðrum, það er ekki laust við að "sýrustig" heimsins fari lækkandi, minnkaði alla vegna nokkuð nokkuð með fráfalli Weatherall.

"Screamadelica" sem hann "pródúseraði" fyrir Primal Scream er ein af mínum uppáhaldsverkum og einn af mjög fáum geisladiskum sem ég set enn á "fóninn" og hlusta á frá upphafi til enda.

"Rímixið" fyrir St. Etienne, Sabres of Paradise og svo má lengi telja, heimurinn er örlítið fátækari án Andrew Weatherall.

En tónlistin sem hann kom að mun halda áfram að gleðja mig.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband