Að fylkja sér að baki yfirvöldum

Það eru eðlileg viðbrögð að fylkja sér að baki yfirvöldum þegar áföll dynja á.

Það þýðir ekki að allir séu sammála aðgerðum stjórnvalda, eða vilji ekki fara aðrar leiðir.

En flestir gera sér grein fyrir því að það er ekki rétti tíminn til að efna til mótmæla, verkfalla eða annara aðgerða sem stuðla að frekari vandræðum eða sundrungu í samfélaginu. 

Þess vegna fylkja flestir sér að baki stjórnvöldum.  Stjórnarandstöður og minnihlutar um víða veröld samþykkja flestir aðgerðir stjórnvalda, bæta oft því við að vilja ganga lengra.  Því það er "viðurkennd" andstaða við stjórnvöld.

En það er líka sjálfsagt að rökræða um mismunandi aðgerðir, hvort sem er í heilbrigðis- eða efnahagsmálum.  Það er líka gert, en áríðandi að það sé gert á yfirvegaðan máta.

Það verður síðan þegar stormurinn er yfirstaðinn sem aðgerðir stjórnvalda verða dæmdar.  Þær yfirfarnar, gagnrýndar og mistökin leidd í ljós, því afar líklegt verður að teljast að mistök eigi sér stað. 

Það er mannlegt.

Það er þá sem koma mun í ljós hvort að almenningur/kjósendur kjósi að líta svo á mistökin hafi verið óumflýjanleg, eða kjósi að hegna fyrir þau.

Það er langt frá því sjálfgefið að leiðtogar sem hafa notið mikils trausts og fylgisspeki, njóti þess þegar stormurinn er yfirstaðinn.

Eitt besta dæmið um slíkt er líklega Winston Churchill.

Hann leiddi Breta í gegnum stríðið en þeir kusu hann frá í júlí 1945.  Hann náði ekki einu sinni að sitja i embætti nógu lengi til að sjá Kyrrahafshluta stríðsins til lykta leiddan

 

 

 


mbl.is Landsþing demókrata í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband