Af samkeppni á Íslandi?

Náði loks að horfa á Silfur Egils á netinu í dag.

Það sem stóð upp úr annars frekar slöppum þætti var gott viðtal við Friðrik Friðriksson um samkeppnismál, aðallega í smásölu á Íslandi.

Ég hugsa þó að fátt hafi komið þeim á óvart sem fylgjast með þeim geira, en viðtalið engu að síður ákaflega þarft.

Nú er fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppnisefitirlitsins (eða hvað sú stofnun heitir nú á Íslandi) orðinn viðskiptaráðherra.

Eiga menn von á breytingum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Silfrið var svo leiðinlegt að ég sofnaði..

LS.

LS (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, núverandi viðskiptaráðherra er náttúrulega alvarlegasti vandi Íslands, og ef nánar er að gáð má rekja alla landsins ógæfu til Samfylkingarinnar.

Er ekki kominn tími til að lyfta höfðinu úr sandinum?

Kristján G. Arngrímsson, 14.10.2009 kl. 19:13

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Gildandi Samkeppnislög eru frá árunum 2003-2004.  Mér vitanlega var Gylfi Magnússon ekki ráðherra á þeim tíma.  Það þarf að breyta þessum lögum til þess að hægt sé að grípa í taumana.  Reyndar gerði Friðrik sig og orð sín merkingarlítil með ummælum sínum um neitendur sem voga sér að versla í Bónus.  Eftir það tók ég allavega ekki mikið mark á manninum.

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 21:05

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gylfi Magnússon er auðvitað ekki alvarlegast vandi Íslands.

En það var vissulega fróðlegt að heyra í honum í Kastljósi það sem hann sagði efnislega að hann væri vissulega tilbúinn að skoða lagabreytingar ef frumkvæði í þá átt kæmi frá Samkeppniseftirlitinu.

Það er vissulega athyglivert að heyra núverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi stjórnarformann Samkeppniseftirlitsins segja.

Gylfi var ekki ráðherra fyrr en 2009, en var áður stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsisn í allmörg ár.

Kristján minn, hefur því einhversstaðar verið haldið fram að Samfylkingin sé upphaf allrar ógæfu landsins, þó að hún sé vissulega ekki án ábyrgðar í þeim efnum, frekar en svo margir aðrir.

G. Tómas Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 00:00

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei, þetta voru náttúrulega ýkjur. En ég er satt best að segja að verða dálítið undrandi á því hversu eindregið útlit er fyrir að margir hér á landi, sérstaklega - verð ég að segja - Sjálfstæðismenn, virðast ætla að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Eins og hrunið hafi bara verið smá hola.

Þeir vilja engu breyta. Þeir vilja áfram hafa sín völd, enda telja þeir vísast að það sé hin eðlilega skipan mála á Íslandi að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd.

Og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun eru sífellt fleiri kjósendur sammála þessu. Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber ásamt framsókn alla ábyrgð á þeirri skipan mála sem olli hruninu (þ.e. einkavæðingu og ofvexti bankanna), er að ná sínu venjulega fylgi.

Kannski eru þetta einhver sálræn varnarviðbrögð fólks sem hefur orðið fyrir áfalli og vill með öllum ráðum endurheimta þá skipan mála sem er kunnugleg, svona eins og gamlir skór, jafnvel þótt vitað sé að hún er skaðleg.

Kristján G. Arngrímsson, 16.10.2009 kl. 08:49

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég man ekki eftir því að hafa séð því haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn bæri enga ábyrgði á því hruni sem varð á Íslandi.  En það er merkilega algengt, eins og þú gerir hér að halda því fram að Samfylkingin hafi ekki komið nálægt einu eða neinu og sé "hrein" eins og nýfallin mjöll.

Ég tel það rangt að vegferð bankanna hafi verið "dauðadæmd" frá upphafi, en vissulega þurfti öðruvísi aðferðir á leiðinni.

En líklega var mikilvægasti tíminn til að fóra "leiðina" til hins betra á tímabilinu 2006 (vor) þangað til "hrunið" varð.  Meirihluta þess tímabils sat Samfylkingin í stjórn og fór þess heldur með viðskiptaráðuneytið.  Mín skoðun er sú að þar hafi setið einn lélegasti ráðherra fyrr og síðar, en Samfylkingarfólk er því líklega ekki sammála, enda er hann leiðtogi flokksins á Suðurlandi og þingflokksformaður.

Rétt er að hafa t.d. í huga hvenær IceSave reikningarnir fóru á flug og að þeir voru opnaðir í Hollandi um vorið 2008.  Það var einnig athyglivert að heyra í einhverjum Frönskum frammámanni sem sagði að Frönsk yfirvöld hefðu komið í veg fyrir opnun þeirra í Frakklandi (sem aftur leiðir hugann að því hver ábyrgði Hollenskar og Breskra stjórnvalda sé, þó að það á engan hátt frí Íslendinga alfarið).

En tíminn frá "minihruninu" 2006 og til "hrunsins" 2008 var ákaflega illa notaður.  Rétt er líka að hafa í huga að gagnrýni frá "pólítíska" geiranum var lítil sem engin.  Ögmundur hafði jú hátt um að það myndi auka launajöfnuðinn ef bankarnir færu úr landi, en sú gagnrýni beindist ekki að starfsemi þeirra á annan hátt.

En það er oft athyglivert að skoða hlutina í stærra samhengi.  Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafa til dæmis oft verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ráðist í Kárahnjúkavirkjun (ekki 100% óverðskuldað) og stuðlað með því að gríðarlegri þennslu í þjóðfélaginu.  Rétt er þó að hafa í huga að framkvæmdin átti stuðningmenn í fleiri flokkum.

En hvað var til dæmis að gerast upp á Hellisheiði á sama tíma?  Hversu stórar framkvæmdir voru þar á vegum OR (Reykjavíkurborgar)?  Hversu þennsluhvetjandi voru þær?  Voru þær til ekki mun meira þennsluhvetjandi heldur en Kárahnjúkavirkjun, þar sem þær voru á því svæði sem þennslan var fyrir?  Hvað mikið erlent lánsfé kom til Íslands vegna þessara framkvæmda? (og er að sliga fyrirtækið nú)

Hvaða flokkar báru pólítíska ábyrgð á þeim framkvæmdum?  (Ég er ekki að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið  móti þeim).

Ég er ekki hissa á því þó að fylgið sé aftur að færast til hægri. 

Almenningur á Íslandi er líklega að átta sig á því að þó að "hrunið" er eitt og viðbrögð við því annað.

Ríkisstjórnin hékk á gömlum (illskiljanlegum) vinsældum Jóhönnu Sigurðardóttur, en eins og sést hefur entust þær vinsældir illa.

G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 15:44

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég myndi fremur veðja á að lýðskrumið í Bjarna Ben (sem varð formaður Sjálfstæðisflokksins útá ættina sína) og Framsóknarformönnunum, sem kjósendur gleypi nú við, um að við getum komið okkur hjá því að borga skuldir okkar (þeir eru farnir að hljóma eins og Bjarni Ármanns þegar hann talaði um óábyrga meðferð á peningum) og þurfum ekki að standa við siðferðislegar skuldbindingar okkar.

En framhjá þeirri staðreynd verður ekki litið, sem nú er tekin að blasa við, að það voru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem afhentu bankana óábyrgum mönnum sem voru ekki góðir kaupsýslumenn heldur hugsuðu eins og Gordon Gekko, að grægi væri það eina sem máli skipti.

Til dæmis hefur nýlega komið fram, að Davíð Oddsson hafi persónulega gætt þess að engir aðrir en Björgólfar fengju Landsbankann. Og það er líka komið í ljós, að peningarnir sem þeir notuðu til kaupanna komu ekki frá Rússlandi heldur úr Búnaðarbankanum!

Ég held að það sé ekki rétt, sem Þorvaldur Gylfason sagði, að núna myndu stórlaxarnir ekki sleppa. Ég held að þeir muni sleppa nú sem endranær. Hrunið mun á endanum litlu breyta.

Varðandi Björgvin ráðherra þá er ennfremur komið fram, að Davíð Oddsson seðlabankastjóri ákvað að Björgvin væri ekki treystandi fyrir upplýsingum, og Geir Haarde hlýddi Davíð eins og þægur rakki. Það sýnir vel hversu rotinn Sjálfstæðisflokkurinn er, að sem seðlabankastjóri var Davíð Oddsson í raun valdameiri en Geir Haarde forsætisráðherra.

Kristján G. Arngrímsson, 16.10.2009 kl. 23:41

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvar hefur það komið fram að Davíð hafi stjórnað því að enginn annar en Björgólfarnir hafi getað eignast Landsbankann?  Það hefur einhvernveginn alveg farið fram hjá mér.  En ekki ferðu að segja þetta án góðra heimilda?

Hvað Björgvin varðar, skaltu athuga hvaða ráðherrar og úr hvaða flokkum samþykktu raunar að honum skyldi haldið utan við "lúppuna"?  Það skyldi þó ekki vera vegna þess að það var talin hætta á því að hann læki beint í eigendur eins bankans? 

Það er rétt að taka það fram að fyrir því eru engar heimildir, en það er býsna margt sem bendir til þess.  Þú hefur ef til vill heyrt af því að einhverjir hafi kallað einhvern á fund?

G. Tómas Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 19:53

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nefnilega rétt að bæta því við að í það minnsta sumum öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar var haldið ágætlega upplýstum um það sem var að gerast.

G. Tómas Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 19:53

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hvort það var í bókinni hans Ármanns, Ævintýraeyjan, þar sem þetta kom fram með Davíð og Björgvin. Ég tók það nú reyndar sem dæmi um hvernig það var Davíð sem stýrði en ekki Geir.

Hvers konar ráðamenn eru það sem láta viðgangast að seðlabankastjóri ráði meiru en forsætisráðherrann? Hvað segir það um spillinguna innan Sjálfstæðisflokksins? Minnir helst á Pútín og hvað-heitir-hann-nú-aftur sem á að heita æðsti maður Rússlands, en allir vita að er í vasa Pútíns.

Þetta rennir ennfremur stoðum undir sannleiksgildi þeirra sögusagna að einkavæðingu bankanna hafi verið handstýrt, en ekki farið eftir hagkvæmnisjónarmiðum. Þeir sem fengu bankana voru ekki þeir sem gátu borgað best heldur þeir sem voru ráðamönnum þóknanlegir.

Ef hlutir á borð við þessa verða þaggaðir niður mun ekkert breytast á Íslandi. Þetta verður áfram sama spillta skerið þar sem klíkuskapur og skepnuskapur ráða úrslitum. Sjáðu bara hvernig Árni Páll er að raða vinkonum Ingibjargar í embætti.

Ég segi bara eins og þú: Búast menn við breytingum?

Kristján G. Arngrímsson, 17.10.2009 kl. 20:58

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, það getur hafa komið fram þar með Davíð og Björgvin, enda er það nokkuð vitað að Björgvini var haldið utan við "lúppuna", líklega af skiljanlegum ástæðum. En það var ekki öllum ráðherrum Samfylkingar haldið í "myrkrinu".  Hvers vegna skyldi það hafa verið?  Og hvers vegna skyldi hluti Samfylkingar hafa talið það ásættanlegt?

En hvar kom það fram að Davíð hefði komið í veg fyrir að allir aðrir en Björgólfarnir gætu fengið Landsbankann?

En það er auðvitað rétt hjá þér að það hefur ekkert breyst, þess vegna er fylgið að reytast af "villta vinstrinu".

Eins og einhver sagði:  Íslendingar eru ekkert á móti spillingu.  Þeir vilja hins vegar komast í hana.

G. Tómas Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband