Færsluflokkur: Menning og listir

Að rækta kjöt á diski

Fyrir nokkru bloggaði ég hér um afurðir klónaðra dýra og hugsanlega sölu á þeim.  Nú er er hins vegar næsta skref þar á eftir að koma til sögunnar, ef marka má fréttir.  Það virðist sem sé að það sé farið að styttast í það við þurfum ekki nema agnarögn af dýrunum, til að geta boðið upp á dýrindis steikur. 

Næsta skref verður sem sé að rækta kjöt á án þess úr frumum, án þess að leita liðsinnis blessaðra dýranna við verknaðinn.

Ef til getur maður keypt sér örlítinn kjötbita og fylgst með honum vaxa og dafna í ísskápnum, þangað til tímabært er að bjóða vinum sínum yfir í kvöldmat.  :-)

En þetta mátti lesa á vef The Times:

"Winston Churchill, a carnivore to the core, saw the future of meat back in 1936. “Fifty years hence,” he wrote, “we shall escape the absurdity of growing a whole chicken in order to eat the breast or wing, by growing these parts separately under a suitable medium.”

Churchill’s timing was out by at least three decades, but his prediction is steadily moving closer to reality. While governments chew over the science of meat production — from the US Food and Drug Administration’s recent backing for the consumption of meat and milk from cloned animals to this week’s revelation of a calf born to a cloned cow in Shropshire — scientists are now working feverishly on a third solution.

In different parts of the world, rival research teams are racing to produce meat using cell-culture technology. Several patents have been filed. Scientists at Nasa has been experimenting since 2001 and the Dutch Government is sponsoring a $4 million (£2 million) project to cultivate pork meat.

The idea may be stomach-turning, but the science for making pork in a Petri dish already exists.

Put simply, the process relies on a muscle precursor cell known as a myoblast, a sort of stem cell preprogrammed to grow into muscle. This cell is extracted from a living animal, and encouraged to multiply in a nutritional broth of glucose, amino acids, minerals and growth factors — Churchill’s “suitable medium”. The cells are poured on to a “scaffold” and placed in a bioreactor, where they are stretched, possibly using electrical impulses, until they form muscle fibres.

The resulting flesh is then peeled off in a “meat-sheet”and may be ground up for sausages, patties or nuggets.

Those readers now choking on their morning fry-ups will be relieved to learn that it is not quite that easy. For a start, the process is prohibitively costly. Growing one kilo of “meat” costs about $10,000, making this by far the most expensive fillet steak in the world. Merely creating a commercially viable growth medium for the cells is a monumental challenge.

Proponents of cultured meat argue that if the hurdles can be overcome then the implications for the human food chain are revolutionary – in terms of animal ethics, environmental protection, and human health. “The effect would be enormous, because there are so many problems associated with meat production,” says Jason Matheny, director of New Harvest, a non-profit group in the US promoting such research.

Meat that has never been part of an entire living animal is potentially far cleaner and healthier. Free from growth hormones and antibiotics, cultured meat could be made healthier by removing the harmful fats and introducing “good” fats such as omega-3."

"It has even been suggested that laboratory meat could expand the gastronomic possibilities for carnivores, since scientists could harvest myoblasts from rare animals without killing anything. Leopard sausages? Coelacanth kedgeree? The issue of cultured meat may, finally, be more philosophical than scientific (or culinary). Would lab-meat represent a step away from the cruelties of much animal production, or yet more disastrous tinkering with the food chain? Would humans be prepared to eat a meat that had never breathed?

Even though he had the idea, Winston Churchill would never have replaced old-fashioned meat with high-protein, health-giving, artificial substitute. When an adviser wanted to reduce the wartime meat ration, Churchill refused to countenance it, declaring: “Almost all food faddists I have ever known — nut-eaters and the like — have died young after a long period of senile decay.”"

Sjá fréttina í heild hér 

Hér má svo sjá skýringarmynd sem er nauðsynlegt að skoða í þessu samhengi.


Sorgir kommúnismans, sorgir uppljóstrarana

Þetta hljómar auðvitað skelfilega, sálusorgari fólksins var hendbendi kommúnista og hugsanlega framseldi eða sagði frá fólki í söfnuði sínum.  En þetta er langt í frá einsdæmi.  Það eru mýmörg dæmi um að prestar hafi verið í þjónustu leyniþjónusta í kommúnistaríkjunum.

En því miður var þetta snar þáttur í lífi í ríkjum sósialista/kommúnista.  Börn voru hvött til að segja til foreldra sinna, eiginmenn njósnuðu um konur sínar, vinnufélagar fylgdust með hvor öðrum.  Engin var óhultur.  Enginn vissi hver var uppljóstrari, enginn vissi hverjum var treystandi.

Ef til vill var það stærsti glæpur sósialistanna, það að etja þegnunum endalaust á móti hverjum öðrum, fjölskyldumeðlimum gegn fjölskyldumeðlimum, vinum gegn vinum, samlöndum gegn samlöndum, vinnufélögum gegn vinnufélögum.  Þannig brutu þeir vísvitandi og kerfisbundið niður samfélagsmynstrið, vináttu og fjölskyldubönd.

Þess vegna hefur uppgjörið við þessa helstefnu verið svo erfitt, þess vegna hefur það í svo mörgum löndum ekki farið fram, vegna þess að svo stór partur var samsekur, vegna þess að svo stór partur viðkomandi þjóða skammast sín, vegna þess að hann er samsekur, stundum vegna frjáls vilja, oft vegna kúgunar, en skömmin situr jafn stór eftir.

En það er líka erfitt að dæma þetta fólk, sem sumpart lifði í eilífum ótta, óttaðist um líf sitt og sinna nánustu.  Fólkið sem langaði í stöðuhækkun, bara að færast upp um "eina tröppu", langaði að tryggja börnunum sínum menntun, langaði til að komast af.

Ég tengi þessa frétt við grein sem ég las nýverið við grein sem ég las á vef The Times.  Þar sagði frá eiginmanni sem njósnaði um eiginkonu sína.

Þar mátti lesa m.a. eftirfarandi:

"There can be few marriages quite as strange or as burdened by history as that of the German politician Vera Lengsfeld and her former husband, who spied on her for the East German secret police. “I have forgiven him,” the 54-year-old former dissident said. But she made it clear that personal forgiveness was as complex as the uneasy unification of Germany.

This, after all, was no conventional marital betrayal — no fling with a neighbour or office romance. Every halfway political conversation, every dinner with friends became the subject of a report to the Stasi. "

"“Now we have to see if he wants to meet me again,” she said. We are sitting in a corner of the high-walled Hohenschönhausen prison in Berlin, one of the most notorious of Stasi jails that is now an open museum. Ms Lengsfeld has just shown me her old cell and the exercise yard, seven paces long, five paces wide. Prisoners were deliberately subjected to radiation. “Thousands were psychologically destroyed,” she added.

“When we were fingerprinted, we had to sit on a piece of fabric. This was later placed in an airless jar because they wanted to capture our smell. Can you tell me why?” The jars were later discovered in the Stasi cellars. Ms Lengsfeld’s husband, Knud Wollenberger, codenamed Donald by the Stasi, had tried to warn her not to attend a peace rally in 1988. Today it is clear that he knew from his Stasi masters that the woman he claimed to love, the mother of his two children, was about to be arrested.

After a humiliating month in the jail, Ms Lengsfeld was expelled from the country and spent time as a philosophy student in Cambridge. Only after the Berlin Wall collapsed did she discover that her husband had been informing on her during much of their marriage. They divorced and have not spoken since. "

"The old East German state refuses to lie down and die, and that angers the likes of Vera Lengsfeld. She may be ready to make her peace with a husband who was manipulated by the regime — but not with her former jailers.

Watching you, watching me

  • The Ministerium für Staatssicherheit, the Stasi, was founded in 1950 with the motto “Shield and Sword of the Party”

     

  • In its 40-year history it employed 274,000 people; it had a staff of 102,000 in 1989 and infiltrated almost every part of East German life

     

  • After the collapse of the Berlin Wall in 1989 angry citizens stormed its offices and arrested officials, who had by then shredded hundreds of thousands of incriminating documents

     

  • Thousands of archivists have attempted to piece together the documents

     

  • A decade after the fall of Communism, 3.4 million citizens had asked to see their files

     

  • Since 1989, 180,000 people have been identified as informers, although the real figure is likely to be higher"
  • Greinina í heild má finna hér


mbl.is Pólskur biskup viðurkenndi að hafa átt samstarf við leyniþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalir listamanna

Við hjónin hér að Bjórá fengum margt skemmtilegra gjafa um þessi jól.  Sú gjöf sem mér þykir hvað vænst um (ef til vill vegna þess að ég vélaði að þó nokkru leyti til um þessa gjöf) er útskorinn lítill selur.  Hann er ekki mikill vexti, en haganlega útskorinn og innrammaður á smekklegan máta.  Með þessum litla listgrip fékk ég lítið plagg með mynd af listamanninum og smá klausu sem útskýrði þetta allt saman.

Listamaðurinn er frá Nunavut og selurinn er skorinn út samkvæmt hefðum þar um slóðir.  En það er ef til vill merkilegast í hvað varðar tengsl við þá frétt sem er hér tengd við bloggfærsluna að selurinn er skorinn út úr hvalskíði.  Ég verð því að vona að ég þurfi ekki að skreppa yfir landamærin til Bandaríkjanna fljótlega, þar sem hætta að ég yrði handtekinn vegna þátttöku í verslun með afurðir dýra í útrýmingarhættu.

Þessi frétt, um urðun "hvalaafganga" er því slæm að því leiti að "Hvalsmenn" ættu auðvitað að bjóða Íslenskum handverks- og listamönnum að nýta sér það hráefni sem þarna var urðað. 

En það er með hráefni listamanna, hér í Kanada og Bandaríkjunum veiða frumbyggjar árlega þónokkuð af hvölum, og eru Bandaríkjamenn með mestu hvalveiðiþjóðum heims, veiða mun meira en Íslendingar.  Segir það ekki sína sögu um hvað hvalirnir eru í mikilli útrýmingarhættu.

Hitt er svo til fyrirmyndar að frumbyggjarnir leggja sig fram um að nýta hvalina út í hörgul.  Þannig er ég því orðinn stoltur eigandi af smá bút af stórum hval.

 
mbl.is Bandaríkjamenn hætta við aðstoð við endurskoðun á flokkun langreyðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin í janúar

Það eru býsna margir kunningjar mínir sem eru að halda jól núna og er auðvitað tilhlýðilegt að óska þeim gleði á þessum degi.  Þeir eru flestir af Úkraínskum eða Serbneskum uppruna en tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni.

Margir þeirra halda reyndar einnig upp á jólin í desember, það er aldrei hægt að ofgera góðum hlutum segja þeir, en fullyrða þó að "aðaljólin" séu í janúar.

Svo bæta þeir við hálfhlægjandi að þetta sé líka gríðarlega hagkvæmt.  Allar búðir hér eru löngu komnar með útsölur, gjafir fást á hálfvirði og stressið og lætin séu liðin.  Líklega mikið til í því. 

 


mbl.is Rússneskum jólum fagnað í Friðrikskapellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Átsorsað" uppeldi?

Það er ekki ofsögum sagt að góð barnapössun er dýr hér í Toronto.  Pláss á góðu dagheimili kostar á bilinu 1200 til 1600 dollara, eða frá 70 til 95.000 íslenskar krónur. Og það er auðvitað bara fyrir 1. barn.  Ég veit ekki hvernig þessi upphæð stendur af sér gagnvart Íslenskum barnaheimilum, en ímynda mér þó að munurinn sé ekki ýkja mikill.  Stærsti munurinn er auðvitað að hér eru engar niðurgreiðslur.

En munurinn er líka sá að lægstu launin hér eru miklu lægri en á Íslandi.

Það er því ekki á allra færi að greiða slík dagvistargjöld og raunar má segja að fyrir marga borgi sig ekki að vinna ef greiða þarf slík gjöld, svo ekki sé talað um ef börnin eru fleiri en 1.

En það er hálf nöturlegt að lesa um fólk sem þarf að senda börnin sín yfir hálfan hnöttinn til að láta foreldra sína annast uppeldið.  "Átsorsa" uppeldið til "ódýrari" landa.  Því miður virðist sem svo að slíkt sé æ algengara.  Börn eru send til afa og ömmu jafnvel enn á fyrsta árinu. Önnur úrræði eru einfaldlega ekki til staðar.

Á vef Globe and Mail var frétt um þetta fyrir fáum dögum.  Þar mátti lesa m.a.:

"Sunny Wu had just immigrated to Canada from China when she discovered she was pregnant. Overjoyed, Ms. Wu prepared for her baby's arrival, never imagining that within a year, she would have to endure the agony and loneliness of being separated from her daughter.

Ms. Wu, a Chinese teacher, and her husband, a computer programmer, were squeaking by on minimum-wage jobs and could not afford to pay $1,200 a month for daycare. Ms. Wu, 34, also knew she would have to return to university if she didn't want to spend the rest of her life as an overeducated, embittered immigrant, packaging groceries for $7 an hour.

Though the separation was devastating, the couple could see no other way out. They sent their baby daughter to China to be raised by her grandmother, who was already caring for the toddler they had left behind.

“I felt so guilty. This wasn't how my new life was meant to be. I came to Canada to have a better quality of life, not a worse one.”"

"Canadians are, by now, familiar with the heartache Filipino and Caribbean women endure when they leave behind their children to come to Canada as live-in nannies. They end up parenting their offspring via long-distance phone calls and video cameras.

But the phenomenon of Chinese professionals immigrating here, and then sending their children back to China, is a new trend in what global experts call “transnational parenting.”

It raises troubling questions about how well Canada's immigration selection model is working — and may help explain the recent decrease in immigration applications from China.

“We discovered dozens of professional immigrants from mainland China were doing this because they all asked us how to get passports for their babies,” said Florence Wong, a social worker with St. Stephen's Community House in Toronto.

In 2002, Ms. Wong conducted a study of Chinese immigrants in five prenatal programs. Seventy per cent of the women said they were planning to send their children back to China to be raised by relatives. Social workers dealing with the community in Scarborough, Ont., confirmed the trend as well."

"“I think Chinese immigrants to Canada should be educated that sending their children back isn't the best thing. We keep our fingers crossed there won't be latent effects when they are teenagers.”

Judith Bernhard, director of the Early Childhood Education master's program at Ryerson University, says the psychological damage of separated children who reunite with their families can be severe.

“The most common issue is that the parent loses his or her status as an authority figure,” says Prof. Bernhard, who has conducted research into transnational mothers from Latin America.

The children often feel resentful and may rebel by refusing to listen or accept their parent as a decision-maker. Prof. Bernhard recalls one child who refused to eat in front of his mother.

For mothers, the most common emotion is guilt, and they sometimes compensate by spoiling the child, which can lead to more disciplinary problems."

Fréttina í heild má finna hér.

 


Auðvitað á að mótmæla þessari ósvinnu

Þetta er einhver skemmtilegasta frétt sem ég hef séð lengi.  Sjálfur hefði ég tekið þátt í þessum mótmælum hefði þau verið haldin á meðan ég bjó í Frakklandi.

Mótmælaárátta Frakka er reyndar ákaflega mikil og sérstök.  Ég sagði það oft þegar þetta var rætt á pöbbnum (sem var reyndar mest sóttur af útlendingum) að Franska byltingin hefði hreinlega stigið þeim til höfuðs og þjóðin ekki jafnað sig síðan

Mér er það líka minnisstætt þegar ég horfði á sjónvarpið eitt Gamlaárskvöld, og farið var vítt um veröldina og spjallað við Frakka hér og þar í miðjum fagnaðarlátum, að þegar rætt var við Franskt par sem var í miðjum nýjárshátíðarhöldum í London, að þau sögðu að þetta væri "engu líkt, ja nema helst góðum mótmælum heima".


mbl.is Frakkar mótmæla nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsing Saddams

Henging Saddams er mál málanna þessa daganna.  Auðvitað sýnist sitt hverjum, og í raun er ég tvístígandi í þessu máli, er raunar ekki með mína skoðun á hreinu.

Almennt séð er ég á móti dauðarefsingum.  En þó er ég efins um að slíkt eigi við undantekningarlaust.  Ég er ekki viss um að "Spandau" lausn hefði verið betri í tilfelli Saddams.  Ég er ekki tilbúinn til að segja að betra hefði verið að dæma alla leiðtoga nazista til ævilangrar fangelsisvistar að seinni heimstyrjöldinni lokinni.

Fangelsisvist er oftast ætlað að refsa og bæta viðkomandi einstakling.  Byggja hann upp og skila honum aftur út í samfélagið.  Dauðarefsing byggir auðvitað engan upp, en ævilangt fangelsi skilar heldur engum betri út í samfélagið.

Svo má sömuleiðis velta því fyrir sér hvaða skilaboð það hefði verið til almennings í mörgum arabalöndum, ef afbrot Saddams hefðu eingöngu þótt verðskulda ævilangt fangelsi, en dauðarefsing sé í gildi og framkvæmd fyrir mörgum sinnum minni afbrot?

En auðvitað bætir aftaka Saddams ekki daglegt líf eða ástandið í Írak, en ég leyfi mér reyndar að efast um að vitneskjan um að hann sæti í fangelsi einhversstaðar í landinu gerði það heldur.


Drukkin jólin

Ég veit ekki  alveg hvort ég á að vera stoltur eða skammast mín akkúrat núna.  En ég  drakk inn jólin fyrir stuttu síðan.

Jólín urðu svona "fusion", "Íslensk"Eistnesk" "skrýtin" "drukkin" "ákaflega gaman þá jólin"..

Pabbi Eistnesks vinar míns var jólasveinninn, "Foringinn" fílaði það í botn, eftir nokkurn tíma. Eistneskur vodki, Moldavískt koniak, kanadískt rauðvín, grafinn lax, kanadískt hangikjöt og hvítur fiskur, kökur og meira vín, kartöflusalat, rauðkál, frosið vodka.

Ég veit ekki 100% hvað ég á að segja meir, nema það að tilveran er yndisleg, hvernig sem það er á hana litið.

Gleðileg jól.

 

 


mbl.is Jólin gengin í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að verða klár

Ég er að verða nokkuð klár fyrir jólin.  Það er ekki margt sem er ógert.

Fór í dag og keypti malt og appelsín, ekki þetta eina sanna, heldur malt sem er framleitt hér í Kanada, heitir því frumlega nafni Malta, nokkuð gott, en ekki jafn sætt eins og það Íslenska.  Því verður síðan blandað saman við Orangina, þetta er ekki "the real thing", en vel í áttina.

Hangikjötið er komið í ísskápinn, eins og stundum áður er það ekki íslenskt, heldur pantað frá Gimli, gott kjöt, en algerlega á eigin forsendum.  Þetta á lítið sameiginlegt með Íslenska hangikjötinu, "lambið" annað og ég veit ekki hvaða við þau nota við reykinguna, en ábyggilega ekki birki.

Í ísskápnum er sömuleiðis lax að grafast, hann græjaði ég til í gær, en slíkur matur er líkt þekktur hérna, þó að lax sé allsstaðar að finna, en hann er yfirleitt ferskur eða reyktur.

Á morgun fer ég og kaupi Eistneskar blóðpylsur, en þær eru ágætis matur og vinna á með hverju árinu.

Allir jólapakkar sem von er á frá Íslandi og Eistlandi eru komnir í hús, en því miður virðist Kanadíski pósturinn ætla að klúðra tveimur af pökkunum sem við sendum til Íslands, þeir eru alla vegna ekki komir til viðtakenda,  en enn er smá von.

Allar jólagjafir eru keyptar og í raun ekkert meira sem þarf að gera, annað en að bíða eftir jólunum með Foringjanum.

En vetrarsólstöður voru í dag, virkilega fallegtur dagur hér í Toronto, sólin skein all lengi, hitinn var um 8°C og gaman að vera á ferð.

Sjálfum þykir mér þetta merkilegur dagur og fagna honum ár hvert, það er alltaf fagnaðarefni þegar daginn fer að lengja.


Svínslegt?

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver eftirköstin af þessu framtaki listamannanna verða, ef þau verða einhver.  Danir hafa nú ekki úr háum söðli að detta í löndum múslima, og danskar vörur hafa ekki notið þar mikillar hylli upp á síðkastið.

Það er ekki sterk hefð í Íran eða mörgum öðrum löndum að gagnrýna þjóðarleiðtoga eða niðra þá eins og gert í í þessu tilfelli, en þó er þetta ekkert á við það sem sagt hefur verið um marga aðra þjóðarleiðtoga.  Þá koma til dæmis upp í hugann nöfn eins og Bush, Blair, Reagan og Thatcher.

Nú eða á Íslandi, þar kippa fæstir sér upp við þó að við nafn þjóðarleiðtogans sé oft skeytt svínslegu viðurnefni, en það sést þó ekki oft í fjölmiðlum.


mbl.is Dönsk listamannasamtök kalla Íransforseta svín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband