Fjölmargir miðlar

Eins og frem hefur komið í fréttum og ég reyndar bloggaði um fyrir stuttu, er komin ný alþjóðleg fréttarás, þar sem litið er á fréttirnar frá Frönskum sjónarhóli.  Rásin er samvinnuverkefni Group TF1 og Franska ríkissjónvarpsins og kemur Franska ríkið til með að borga brúsann, svona alla vegna að mestu leyti.

En það hefur fjölgað alþjóðlegu fréttarásunum og er jafnvel útlit fyrir að svo verði frekar.  Allir þekkja CNN og BBC, nú hefur eins og áður sagði France24 (þessi rás er sögð hafa verið sérstakt áhugamál Chirac forseta og hefur ýmist verið kölluð "Chirac TV" "Jaques TV" eða "Not The English News") bæst í hópinn og sömuleiðis alþjóðleg rás Al Jazeera.  Fyrir u.þ.b. ári byrjaðu Rússar að senda út alþjóðlega fréttarás, Russia Today en hún hefur ekki vakið mikla athygli og þykir hlutdræg.

Iran er sagt vera að undirbúa fréttarás, sem yrði kölluð "Press" og Kínversk stjórnvöld eru sömuleiðis sögð vera að hugleiða að setja á stofn rás.  Verða ekki allir að eiga eina?  Sömuleiðis eru víst einhverjar þreifingar um að setja á sérstaka fréttarás fyrir Afríku, én fjármögnun mun víst vera meira vandamál þar.

Sömuleiðis berast svo fréttir af mikilli útþennslu á Íslenskum fjölmiðlamarkaði, þó þar sé þennslan einskorðuð við prentmarkaðinn.  Ljósvakamarkaðurinn þykir varla árennilegur þar.

En nýtt vikublað, og líklega tvö ný dagblöð (þó að þau að einhverju marki byggi á gömlum grunni) er ekki lítil viðbót fyrir þjóð sem eingöngu telur u.þ.b. 300.000.

Það er nokkuð merkilegt að þetta skuli allt vera að gerast í einu, en líklega þykir mörgum að einhver "eyða" sé á markaðnum, en ólíklegt verður að teljast að öll áform gangi upp.

Það er þó ljóst að nýju alþjóðlegu fréttarásunum er ekki ætlað að skila hagnaði, þeim er ætlað að skila áhrifum.  Hvað Íslensku miðlana varðar, þá veit ég minna um það, en líklega er þeim þó ætlað hvoru tveggja.  Það hafa líklega fáir hug á því að borga lengi með blöðum á Íslenskum markaði, en það hafa  fáir efnast á blaðaútgáfu á Íslandi, en það er ekki hægt að neita því að útgáfunni geta fylgt áhrif.

 
mbl.is Viðskiptablaðið fimm sinnum í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband