Engin ástæða til að fela hlutina

Ég er alfarið hlynntur þessari ákvörðun Information.  Það er engin ástæða til þess að láta eins og hlutiirnir gerist ekki, þó að viðkomandi gjörningur sé manni ef til vill ekki þóknanlegur.  Fjölmiðlar hafa í þessu tilfelli sem öðrum ákveðinni upplýsingaskyldu að sinna.

Ég hef reyndar ekki gefið mér tíma til þess að skoða allar myndirnar, en þær sem ég hef séð eru heldur ekki að gefa neitt í skyn, eða fjalla um eitt né neitt sem ég hef ekki séð í orðræðu manna, bæði á Íslandi sem í hinum stóra heimi.

Það er engin ástæða til að fela þetta fyrir almenningi.  Þetta er keppni sem hið opinbera í Íran stóð fyrir og í raun ætti frekar að hvetja fólk til að kynna sér þetta heldur en hitt.

Það er líka ljóst að málfrelsið á rétt á sér, jafnvel þó að okkur hugnist ekki alltaf það sem fólk segir, eða teiknar.

En þeir sem vilja skoða myndirnar geta gert það hér.

Þeim sem finnst þetta alger óhæfa, eða eru á móti birtingu slíkra mynda, ættu hins vegar að sleppa að nýta sér tengilinn, þetta er jú allt valfrjálst.


mbl.is Danskt dagblað birtir skopmyndir af helförinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband