Ótrúlegar ljósmyndir og ekkert "photoshop"

Nokkur undanfarinn ár hef ég verið viðloðandi Fálkann, fréttabréf Íslendingafélagsins hér í Toronto.  Er reyndar að vinna í því að koma því yfir á annara hendur, en er þó að vinna í næsta tölublaði sem áætlað er að komi út stuttu fyrir næstu mánaðarmót.

En það var nú ekki það sem ég ætlaði að fjalla um hér, heldur ljósmyndarann Gregory Colbert, en í næsta tölublaði fréttabréfsins verður einmitt grein um hann, eftir annan íslenska konsúlinn hér í borg, Gail Einarson-McCleery.  Ástæðan fyrir því að fjallað er um Colbert er að sjálfsögðu sú að hann er af íslensku bergi brotin, að hluta til, en eins og segir í greininni:

"Gregory was born in Toronto in l960. His mother Joan was born in Winnipeg, the daughter of Oddney Sigurdson and Guðjón Ingvar Bergman. His parents were Guðmundur Jónasson and Guðrún Jónsson, who both emigrated to Canada. On the maternal side, her grandparents were Sigurmundur Sigurdsson and Svanbjörg Sigfússon. Sigurmundur came to Canada with his mother Oddny Hannesdóttir, who settled in the Arnes district of Manitoba."

Gregory myndi því líklegast teljast barnabarnabarnabarn Íslands, svona rétt eins og við tölum um "tengdasyni Íslands" og köllum flesta þá listamenn sem til landsins koma "Íslandsvini".

Væri nú ekki tilvalið að eitthvert íslenska myndlistarsafnið byði þessu barnabarnabarnabarni landsins að sýna á Íslandi?

En ég hvet alla sem hafa gaman af ljósmyndun, eða myndlist yfirleitt til að skoða myndir Gregory´s á heimasíðu sýningar hans:  www.ashesandsnow.org

Og athugið, þarna er um ljósmyndir að ræða, ekkert "photoshop".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband