Öfga vinstri skríll?

Ég hef stundum minnst á það áður hér á bloggi mínu að mér þykir orðnotkun fjölmiðla gjarna nokkuð mismunandi eftir því hvort að um hægri, eða vinstrisinnaða hópa er að ræða. Reyndar má taka undir að nokkru leyti með þeim sem segja slík hugtök úrelt, en þau eiga sér þó það djúpar rætur að ég á erfitt með að sjá að þau hverfi úr málinu.

En lítum aðeins á fréttina.

Eftir því sem ég get næst komist (með því að lesa aðrar fréttir um sama atburð) þá er rétt að tala um að mótmælin hafi verið gegn samkomu eða hópgöngu hægri öfgamanna.

Flestar fréttir tala reyndar um göngu nýnazista sem er ef til vill meira upplýsandi. Það er eðlilegt að tala um slíkt sem öfga, og hefði fyrir því að tala um þá sem hægri menn, þó að eðlilega hafi verið deilt um það í gegnum tíðina og sé enn.

En 200 nýnazistar fara í göngu gegnum hluta Leipzig.

Eins og oft er boðað til and-mótmæla af hálfu hinna ýmsu samtaka. Það er sjálfsagt og að flestu leyti til fyrirmyndar. Að berjast gegn öfgum er gott markmið.

En hvað köllum við það þegar and-mótmælin leysast upp í skrílslæti með þeim afleiðingum að 69 lögregulumenn eru slasaðir, tugir lögreglubíla eru skemmdir og umtalsvert annað eignatjón á sér stað?

Er þá ef til vill betur heima setið, og hægri öfgamnennirnir gangi óáreittir?

En hvað myndum við vilja kalla óeirðaseggina?

Fréttin talar einungis um að lögreglumenn hafi slasast, "..í átökum við vinstrisinnaða mótmælendur ...".

En væri réttara að tala um "öfga vinstrimenn"? "Ofbeldisfulla vinstrimenn"? Gæti "herskáir vinstri öfgamenn", náð yfir hópinn? Eða færi best á því að nota "öfga vinstri skríll", eins og ég gerði hér í fyrirsögninni?

Það er bæði gömul saga og ný að pólítísk barátta fer ekki síst fram í orðum og orðnotkun.

Og það er vissulega betri aðferð en skrílslæti og ofbeldi á götum úti.

En það sem er svo það óþægilegasta við þessa frétt er hvernig hún kemur eins og óþægilegt bergmál frá fortíðinni, þegar öfgahópar til hægri og vinstri börðust á götum úti og í samkomuhúsum.

Þá þótti flestum flokkum í Þýskalandi nauðsynlegt að hafa "militant" arm í flokki sínum.

 


mbl.is 69 þýskir lögreglumenn slösuðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband