Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Björn (Ingi) á Markaði

Ég var að enda við að horfa á nýja spjallþáttinn, Markaðinn á Stöð 2.  Þátturinn var að mörgu leyti ágætur, enda alltaf fróðlegt að heyra mismunandi sjónarhorn.

Það sem stóð upp úr í þættinum mínu mati var innlegg Gylfa Zoega.  Hann talaði af þekkingu, án upphrópana, skýrði málin og líklega sá eini í þættinum sem ekki blandaði pólítík í mál sitt.

En það er einmitt líklega helsti galli þáttarins.  Pólítíkin er þar yfir, undir og allt um kring.  Björn Ingi svissar á milli þess að vera þáttastjórnandi og Framsóknarmaður og virkar langt í frá traustvekjandi, enda man almenningur hann líklega betur sem aðstoðarmann Halldórs Ásgrímssonar og borgarfulltrúa heldur en sem blaðamann.  Sem borgarfulltrúi var hann einn helsti hvatamaður þess að útrásinni væri hleypt af stað hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Nú situr hann og "kryfur" málin og veltir upp hagsmunum þeirra "sem ekki tóku þátt í veislunni".  Trúverðugt? 

Ég held ekki.

En þetta er líklega eitt af vandamálum Íslendinga, samþáttun stjórnmála, viðskipta og fjölmiðla.  Þar er fátt sem skilur á milli.

Góður punktur sem kom út hjá mér hlátrinum var þegar Þorsteinn Pálsson sagði eitthvað á þessa leið við Björn Inga:  Og auðvitað er þetta líka bara ég og þú sem hafa eytt of miklu.  Björn Ingi svaraði "örugglega" og hélt áfram að ráðast á Seðlabankann.

En í stíl við tíðarandann ætti þátturinn auðvitað að heita "Björn á markaði".

 


Hverjir voru hvar?

Ég sé ekki prentútgáfu Morgunblaðsins, hef látið mér nægja að fylgjast með á netmiðlum um alllangt árabil.  En ég sá afar athygliverða færslu á bloggi Gests Guðjónssonar, þar sem virðist vitnað í "Blaðmoggann".  Í blogginu segir:

Það var allrar athygli vert í ágætri umfjöllun Morgunblaðsins um væntanlega þjóðnýtingu Glitnis, að Jón Ásgeir Jóhannesson skuli hafa hellt sér yfir Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra og boðað nokkra aðra stjórnarþingmenn á fund til yfirheyrslu í skjóli nætur.

Þeir hafi allir mætt um miðja nótt, eins og lögreglan hafi boðað þá.

Af hverju mæta menn og hví telur Jón Ásgeir sig umkominn að skamma lýðræðslega kjörna fulltrúa okkar eins og hunda?

Eins og áður sagði hef ég ekki lesið nefnda umfjöllun Morgunblaðsins, en það er vissulega athygli vert, ef Jón Ásgeir hefur hellt sér yfir viðskiptaráðherra.  En það sem á eftir kemur vekur líka upp spurningar, spurningar sem ég teldi áríðandi að blaðið gæfi svör við, en léti ekki hanga í lausu lofti.

Hvaða þingmenn eru það sem Morgunblaðið telur sig geta sagt að hafi komið á næturfund hjá Jóni Ásgeiri? 

Telja Morgunblaðsmenn það ekki fréttnæmt hverjir það eru sem hlýða kalli viðskiptajöfra um miðjar nætur?

Telur Morgunblaðið ekki rétt að lesendur þess og almenningur á Íslandi fái vitneskju um slíkt, eða finnst þeim sér skyldara að halda hlífiskildi yfir þingmönnunum?


Voff, voff?

Þeir fjölmörgu sem hafa áhuga fyrir og velta fyrir sér sambandi fjölmiðla og eigenda þeirra og samspili þar á milli, hafa sitthvað áhugavert að skoða og hugleiða þessa dagana.

Til dæmis þettaog þetta

Tilviljun, eða gott dæmi um að "great minds think alike"?


Illa skrifuð (þýdd) frétt

Auðvitað er þetta spaugilegt.  Alltaf þegar mistök af þessu tagi gerast má og á að hlægja.  Vissulega skiptir þetta ekki miklu máli og það var vissulega ekki McCain sem reyndi að halda því fram að hann hefði komið að þróun BlackBerry heldur aðstoðarmaður hans.

En það er lokaklausan í fréttinni sem gerir hana svo ranga.  Þar segir:

„Ef John McCain hefði ekki sagt að undirstöður efnahags bandarísku þjóðarinnar væru styrkar sama dag og þjóðin gengur í gegnum eina sinni verstu krísum á fjármálamörkuðunum þá hefði sú staðhæfing að hann fann upp BlackBerry tækið verið það fáránlegasta sem hann sagði þessa vikuna," hafði fréttavefur CNN eftir Matt McDonald talsmanni Barack Obama.

Berum þetta svo saman við nokkuð sömu klausuna í frétt Globe and Mail, þar segir:

In a statement, Democratic candidate Barack Obama's campaign spokesman Bill Burton said: “If John McCain hadn't said that ‘the fundamentals of our economy are strong' on the day of one of our nation's worst financial crises, the claim that he invented the BlackBerry would have been the most preposterous thing said all week.”

Ekki alveg sambærilegt, eða hvað?

Þegar fréttin á mbl.is er lesin, er skilningur minn að Matt McDonald, talsmaður Obama hafi haldið því fram að McCain hafi sagt sjálfur að hann hafi komið að þróun BlackBerry.  Sú er ekki raunin þegar lesin er frétt Globe and Mail, þar sem haft er Bill Burton að sú fullyrðing að McCain hafi komið nálægt þróun BlackBerry "would have been the most preposterous thing said all week.”, ef ekki hefði komið til sú yfirlýsing hans að grunnur Bandarísks efnahagslífs væri traustur.

Á þessu er mikill munur.  En þar sem ég var farinn að stúdera þetta og mbl.is vitnar í CNN, ákvað ég að skreppa á vefinn þeirra og lesa þar.

Þar má lesa í fréttinni:

"The Obama campaign responded to the McCain adviser's comments Tuesday shortly after they were reported.

"If John McCain hadn't said that 'the fundamentals of our economy are strong' on the day of one of our nation's worst financial crises, the claim that he invented the BlackBerry would have been the most preposterous thing said all week," said Obama campaign spokesman Bill Burton.

Meanwhile, McCain senior aide Matt McDonald said that the senator "laughed" when he heard the comment.

"He would not claim to be the inventor of anything, much less the BlackBerry. This was obviously a boneheaded joke by a staffer," McDonald said."

Þar er aftur vitnað í sama Bill Burton talsmann Obmaa og gert er hjá Globe and Mail, en Matt McDonald er orðin aðstoðarmaður McCain, en er ekki lengur talsmaður Obama, eins og hann er í frétt mbl.is

Hér hefur því sitthvað skolast til.

 

En upprunalegur orðaskiptin voru á þessa leið:

The adviser, Douglas Holtz-Eakin, was briefing reporters on Mr. McCain’s prescriptions for the meltdown on Wall Street, and citing his experience as the chairman of the commerce committee, when he was asked what Mr. McCain had done on the commerce committee that would show Americans that he understands financial markets.

“He didn’t have jurisdiction over financial markets, first and foremost,’’ Mr. Holtz-Eakin said, before wandering into more politically perilous ground.

“But he did this,’’ he said, holding up what looked like a BlackBerry. “The telecommunications of the United States, the premier innovation of the past 15 years, comes right through the commerce committee. So you’re looking at the miracle that John McCain helped create. And that’s what he did.’’

 


mbl.is Uppfinningamaðurinn John McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varhugaverður fréttaflutningur?

Ekki leið á löngu eftir að ég hafði sett inn síðustu færslu að ég sá frétt sem talaði á móti hugmyndinni.  Hún er sömuleiðis á vef RUV.

Reyndar þykir mér fréttin veruleg slæm og illa unnin.

Hér er fréttin í heild:

"Virkjun í Mývatnssveit varhugaverð

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, telur mjög varhugavert að gerð verði 50 megavatta virkjun í Mývatnssveit, eins og Félag landeigenda í Reykjahlíð vill gera, reynist næg jarðvarmaorka í eignarlandi þeirra skammt vestan og norðan lóðar fyrrverandi Kísiliðju.

Þeir hafa sótt um rannsóknarleyfi og forgang að nýtingarleyfi til iðnaðarráðherra, en viðamiklar rannsóknir hafa farið fram austan fyrirhugaðs svæðis á vegum Landsvirkjunar í tengslum við svonefnda Bjarnarflagsvirkjun.

 

Kostnaður við fyrirhugaða virkjun er á bilinu 5-8 miljarðar, en landeigendur segja að nú þegar séu kaupendur að raforkunni, en ekki fæst uppgefið að svo stöddu hverjir þeir eru. Gangi allt að óskum er talið að raforkuframleiðsla geti hafist innan 5 ára. "

Það er eiginlega með eindæmum að fjölmiðill á við Ríkisútvarpið skuli birta frétt þar sem segir að hugsanleg virkjun sé varhugaverð.  Og svo ekkert meir.

Ekkert er í fréttinni hvers vegna virkjunin sé varhugaverð, ekkert um einhverjar hættur sem hugsanlega fylgja byggingu hennar.  Ekkert um að merkileg náttúra hverfi, eða dýralífi, eða gróðri stafi hætta af byggingu hennar.  Engin rök.  Ekkert.

Lesendur eiga betra skilið en að vera skildir eftir með ótal spurningar og engin svör.  Því er slegið fram að virkjunin sé varhugaverð, en ekkert gert til að útskýra hvers vegna, hvað valdi.

Líklega flokkast þetta undir varhugaverðan fréttaflutning.

 


Afsakið orðbragðið

Ég fékk tölvupóst nú fyrir stuttu sem innihélt þennan hlekk.

 Ef hlekknum er fylgt er komið á blogg Arnar Smára Gíslasonar, sem er nýfarinn að blogga á Eyjunni.

Bloggið kallar hann "bol dagsins" og birtir daglega nýjan "t-bol".

Ég viðurkenni fúslega að þessi kætti mig og hló ég nokkuð dátt.


Á allt að gerast í beinni?

Það hefur verið svolítið skondið að fylgjast með umræðunni um myndun nýs meirihluta í Reykjavík.

Margir fjölmiðlamenn (og þá ekki síður bloggarar) hafa hamast á því að stjórnmálamenn segi ósatt.  Taka þeir þá helst til að Hanna Birna (og líklega fleiri Sjálfstæðismenn) hafi nýlega talað eins og ekkert væri nema gott af frétta af meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og F-lista (hvað sem það nú er).

Einnig hafi Óskar Bergsson ekki viljað kannast við neinar viðræður fyrr en allt var að heita komið á koppinn og þar fram eftir götunum.

Vilja ýmsir meina að þetta séu ekki heiðarleg vinnubrögð og stjórnmálamenn segi ekki satt.

Líklega má til sanns vegar færa að ekki hefur allur sannleikurinn verið á borð borinn fyrir fréttamann, en það er eðli stjórnmála þegar vinna þarf með öðrum og mál kunna vera á viðkvæmu stigi.

Stjórnmál eru ekki endilega best komin í beinni útsendingu (þó að ýmsir stjórnmálamenn virðist hvergi kunna betur við sig).

Stjórnmál eru ekki raunveruleikaþáttur í sjónvarpi, þar sem öllu er varpað á skjáinn jafnóðum.

Auðvitað er eðlilegt að öll vandamál séu ekki borin á torg, heldur reynt að vinna úr þeim með samstarfsaðilum.  Það sama gildir að sjálfsögðu um viðræður flokka á milli.

Það sama gildir reyndar oft í mannlegum samskiptum.

Þegar við mætum í vinnuna eftir helgina og erum spurð að því hvernig við höfum það, byrjum við ógjarna á því að segja að við höfum lent í rifrildi við makann eftir að hafa klúðrað grillinu á laugardagskvöldið.  Sunnudeginum höfum við eytt í andlegri og líkamlegri þynnku og að helgin hafi í flesta staði verið ömurleg.  Nei, við svörum auðvitað "bara fínt". 

Ástandið í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið gott á yfirstandandi kjörtímabili (en horfir vonandi til betri vegar) en fjölmiðlar hafa því miður verið gjarnir á að hella olíu á eldinn, gengið hart fram og jafnvel legið á gluggum.

Það er ekkert eðlilegra en að stjórnmálamenn reyni að halda upplýsingum frá fjölmiðlum á ákveðnum tímum.

 


Gamli góði Júlli

Það er bersýnilegt að það þykir "inn" að sjónvarpsstöðvar séu í stjórnmálabaráttu á Íslandi.  Taki afstöðu og standi með henni.  Ekkert að því ef það er gert á beinan og heiðarlegan máta eins og gert er hér.

En eins og eðlilegt er eru líklega fleiri en ein og fleiri en tvær skoðanir á því hver er best til þess fallin að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna.

Ég er ekki viss um að það teljist Júlíusi til framdráttar að helstu stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar lýsi yfir stuðningi við hann, margir eru án ef þeirrar skoðunar að betra sé að láta aðra um valið.

Skyldu þeir kynna hann til sögunnar sem "Gamla góða Júlla"?

Að því leiti líkist þetta "kossi dauðans".

En auðvitað er eðlilegast að Hanna Birna sem skipaði 2. sætið taki við, en auðvitað má hugsa sér að aðal og varamenn í borgarstjórn greiði atkvæði, því mikilvægt er að næsti borgarstjóri njóti stuðnings alls hópsins.

En ég hjó eftir því í frétt í dag, að Geir Haarde talaði um að sá sem tæki við, myndi leiða flokkinn í gegnum prófkjör og næstu kosningar, árið 2010. 

Það er eitthvað sem segir mér að það sé alls ekki gefinn staðreynd, að sá sem leiðir borgarstjórnarflokkinn þegar haldið er í prófkjör, leiði borgarstjórnarflokkinn að prófkjöri loknu.

Ef ég hefði atkvæðisrétt í því prófkjöri, yrði Júlíus ekki fyrir valinu.

 


mbl.is Lýsir stuðningi við Júlíus Vífil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innanflokksátök eða þverpólítísk samstaða?

Ég get ekki annað en glott út í annað þegar ég sé Samfylkingarfólk fara hamförum yfir meintri pólítískri þátttöku fréttastofu Stöðvar 2.  Öðruvísi mér áður brá.

En það skondnasta í þessu öllu fannst mér þó sú staðreynd að eftir að hafa farið og hlustað á fréttina á Vísi, þá gat ég ekki betur heyrt en að spyrjandinn sem Ingibjörg varð svona pirruð út í sé fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og hafi um hríð verið í framboði til varaformanns flokksins.  Ef til vill flokkast þetta því sem innanflokksátök?

En það er þó ekki hægt að líta fram hjá því að viðkomandi er auðvitað ekki eini fréttamaðurinn á Stöð 2 sem hefur sterk tengsl í stjórnmálaflokk.

Því má ef til vill draga þá ályktun að það hafi náðst þverpólítísk samstaða á fréttastofunni um að gera Ingibjörgu lífið leitt.


Hrísgrjón og kjöt, upp og niður í matvörubúðinni

Ég fór í matvörubúð í morgun, ekki svo sem í frásögur færandi, en það geri ég þó.  Það vantaði eitt og annað til heimilins.  Kornfleks og malt, grænmeti og ávexti og svo sitt of hvoru tagi eins og segir í kvæðinu.

Það var ekki á listanum að kaupa hrísgrjón og verður það að teljast hálfgerð hundaheppni af minni hálfu, því hrísgrjónahillur verlunarinnar voru því sem næst tómar.  Réttara væri þó líklega að segja að öngvir stórir pokar voru til af hrísgrjónum, svona eins og oftast eru bornir heim að Bjórá.  Eitthvert pakkasull og smáeiningar voru ennþá á boðstólum.

Það hafði greinilega verið verslað vel af hrisgrjónum um helgina.  Þegar spáð er skorti og fjölmiðlar hamra á því aukast líkurnar á skorti verulega.  Konan á kassanum sagði þegar ég minntist á þetta við hana að allir væru að kaupa hrísgjrón og veitingahúsaeigendur keyptu "vagnhlöss" af hrísgrjónum. 

En það er eitthvað sem stemmir ekki í þeirri mynd sem blasti við mér þegar ég gekk um verslunina. 

Hrísgrjón sem kosta u.þ.b. dollar kílóið (plús mínus eftir ætt og uppruna) hækka sem óðfluga og eru rifin út.  Mér sýndist að nokkuð rösklega hefði verið keypt af hveiti sömuleiðis.

En kjöt liggur í bunkum í frystum og kæliskistum og kosta minna en oftast áður.  Lambalærið á 6.59 dollara kílóið og svínalundir á 6.99 dollara.  Af því kaupir enginn meira en hann þarf.  Enda ekki búið að spá hallæri á kjöti.

Egg (sem hraustir Kanadabúar borða jafnvel linsoðin) má ennþá fá fyrir u.þb. tvo og hálfan dollar 18 stykki, og kjúklingur er á lágu verði.

En sjálfsagt verð ég að fara að losa hillu í kjallaranum og fylla hana af hrísgrjónum og hveiti.  Maður verður jú að taka þátt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband