Færsluflokkur: Fjölmiðlar
25.9.2009 | 14:40
Katrín Jakobsdóttir vill tryggja sjálfstæði Davíðs
Ég gat ekki að því gert að mér þótti þessi frétt á vef RUV nokkuð skondin.
Með tilliti til frétta úr fjölmiðlaheiminum liggur næst við að draga þá ályktun að Katrínu þyki brýnt að tryggja sjálfstæði Davíðs frá eigendum Morgunblaðsins.
En upphaf þessarar stuttu fréttar er líka athyglivert, ekki síst með tilliti til fársins sem virðist ríkja á Íslandi út af ráðningu Davíðs:
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir fjölmiðla metna út frá því hverjir eiga þá, og ekki síður hverjir stýra þeim.
Mennta og menningarmálaráðherra segir fjölmiðla metna út frá því hverjir eiga þá og hverjir stýri þeim. Hún minnist ekkert á innihaldið, það skiptir líklega litlu eða engu máli.
23.9.2009 | 15:32
Að hafa áhyggjur af því sem ekki er lesið
Það hefur verið býsna skondið að fylgjast með sívaxandi áhyggjum margra af því hver verður ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Fyrir utan sálarangist margra yfir því að fyrrverandi ritstjóri hafi verið látinn taka pennann sinn.
Það er ljóst að rekstur blaðsins er afar erfiður og er líklegur til þess að vera það áfram næstu misseri eða lengur.
Hvað héldu menn að gert yrði? Skúringakonunum sagt upp?
Mér finnst blasa við að það þurfi gagngeran uppskurð á rekstri og skipulagi blaðsins. Mér finnst ekki óeðlilegt að fyrrverandi ritstjóri (sem er jú "uppalinn" á blaðinu) hafi ekki verið talinn rétti einstaklingurinn til að standa í framlínunni í þeirri aðgerð.
Líklega væri best fyrir blaðið að nýr einstaklingur sem ekki hefur komið að blaðinu áður, stýri því í þeirri aðgerð.
En það er líka skondið að sjá að margir þeir sem hafa hvað mestar áhyggjur af ritstjórastöðu Morgunblaðsins lýsa því jafnframt yfir að þeir hafi ekki keypt eða lesið blaðið um langa hríð, og telja það jafnvel nokkuð léttvægt.
Það rænir þá auvitað svefni, hver verður ritstjóri þess sem þeir ekki kaupa eða lesa.
Sjálfur hef ég engar áhyggjur af ritstjórastólnum, gerist næsta víst ekki áskrifandi. Dómurinn yfir þeim sem tekur við er svo við hæfi að fella eftir einhverja mánuði, eða hvað?
7.9.2009 | 14:17
Undarleg myndskreyting
Fréttir um niðurskurð eða samdrátt í heilbrigðiskerfinu er ábyggilega ekki það sem margir vildu helst lesa. Fréttir um uppsagnir á vinnustað sínum gleðja heldur engan.
En líklega er staðan sú á Íslandi að velta þarf um hverju steini, þar er heilbrigðiskerfið ekki undanskilið. Það er líka vert að hafa í huga að þó að fjárframlög færist til baka "nokkur ár", þá er ekki eins og steinöld hafi ríkt á þeim árum í Íslenska heilbrigðiskerfinu. Það er heldur ekki saman sem merki á milli fjárútláta í heilbrigðisþjónust og gæða þjónustunnar. Það kom skýrt fram í skýrslu sem unnin var um heilbrigðiskerfi í Evrópu.
En ég verð að segja að mér þykir myndskreytingin við þessa frétt nokkuð undarleg. Framan af er hefðbundin myndskreyting, talað við lækna og starfsfólk sýnt að störfum.
Endirinn sýnir síðan Landsspítalahúsið á byggingastigi. Ég velti fyrir mér hver er tilgangurinn með því að sýna húsið sem hálfkaraða byggingu? Húsið sem skel með tómar gluggatóftir
Er verið að gefa í skyn að heilbrigðiskerfið muni ekki bera sitt barr, eftir niðurskurðinn? Eftir verði tómar byggingar með takmarkaðri þjónustu? Eða hverfur heilbrigðiskerfið aftur til þess tíma sem ríkti áður en Landsspítalinn var byggður?
Myndmál í fréttum er vissuleg vand með farið.
Starfsfólk óttast uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 23:42
Þáði Samfylkingin 10. milljónir frá Landsbankanum árið 2006? "Ekki frétt" hjá Stöð 2?
Ég var rétt áðan, rétt eins og oft áður að horfa á fréttir á netinu. Fyrst horfði ég á fréttir RUV og síðan á fréttir Stöðvar 2 á vef vísis.
Það var ein fyrirsögn á fréttum Stöðvar 2 sem vakti athygli mína. En fyrirsögnin er:
Samfylkingin þáði 10 milljónir frá Landsbankanum 2006.
Síðan þegar hlustað er á fréttina er ekkert um það að Samfylkingin hafi þegið þessar milljónir frá Landsbankanum.
En það er vissulega merkilegt að þessi fyrirsögn hafi slæðst inn í fréttayfirlitið á netinu.
Spurningin er, hvernig geta mistök sem þessi orðið því hér er eitthvað mikið meira en innláttarvilla áf ferðinni.
Er fréttin til og var ekki send út? Ef enginn fótur er fyrir þessari frétt, hvernig stendur þá á því að þetta ratar inn í fréttayfirlitið?
Með tilliti til frétta undanfarinna daga, þá er ég ekki of trúaður á tilviljanir.
P.S. Það er hægt að stækka myndina með því að klikka á hana.
P.S.S. Nú þegar klukkan er tuttugu mínútur yfir 10 (02.20 á Íslandi) er búið að breyta fyrirsögninni á vef Vísis. Í stað: "Samfylkingin þáði 10 milljónir frá Landsbankanum 2006", stendur nú "Þingmaður Framsóknar vill opna bókhald flokksins".
Fjölmiðlar | Breytt 10.4.2009 kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.3.2009 | 21:31
Óháður fjölmiðill sem lýtur ritstjórn Vinstri grænna
Þetta er merkileg frétt. Það vill oft bregða við í umræðu að einstaklingar hafa mismunandi skilning á orð og hugtökum.
Mér finnst til dæmis þessi setning sem finna má í fréttinni vera þversögn, í mínum huga stenst hún ekki:
Það sem stendur upp úr er að við ákváðum að láta gamlan draum rætast og hleypa af stokkunum vefriti, Smugunni. Nú sem aldrei fyrr er þörf á öflugum vefmiðli sem lýtur ritstjórnarstefnu okkar, þó að sjálfsögðu sé um óháðan miðil að ræða.
Hér talar framkvæmdastýra Vinstri grænna. Henni finnst hinsvegar, ólíkt mér, ekkert athugavert við að kalla fjölmiðil sem lýtur ritstjórnarstefnu Vinstri grænna óháðan.
Auðvitað er ekkert að því að VG eigi stóran part í fjölmiðli sem lýtur ritstjórnarstefnu flokksins, en ég held að fáir fallist á að slíkur fjölmiðill sé óháður.
Bráðum heyrum við sjálfsagt af ríkisfyrirtækjum sem keppa á markaði alveg óháð og án afskipta hins opinbera.
En það er ekkert nýtt að ýmsir vinstrimenn hafi frjálslega túlkun á hugtakinu óháður. Þannig hafa ýmsir þeirra verið í framboði á listum vinstriflokka sem "óháðir frambjóðendur". Þeir sem fyrst koma upp í hugann eru þeir Ögmundur Jónasson og Dagur B.
P.S. Mig minnir að þegar Smugunni var komið á fót, hafi verið talað um VG sem "bara" einn af hluthöfunum.
Gamall draumur rættist með Smugunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 19:11
Kreppuklám í Kanada
Hér í Kanada eins og víðar er enginn skortur á svartsýnum spám og fullyrðingum um svarta framtíð. Er reyndar sumum farið að þykja nóg um og tala um "Divas of Doom", en hér er því farið sem víðast hvar annarsstaðar að þeir sem spá svörtustu fá mesta athyglina.
Í grein í Globe and Mail mátti nýlega sjá ljóð sem búið var til úr fyrirsögnum daganna á undan:
Markets tumble as bank fears linger
Will invoking the Great Depression bring it on?
Manulife needs to confront its reality
There will be blood ...
Höfundur greinarinnar vill meina að heimsendaspádómarnir hafi náð nýjum hæðum fyrir nokkru er Globe and Mail birti viðtal við "efnahagssagnfræðinginn" Niall Ferguson, en síðasta lína ljóðsins er einmitt fengin þaðan.
En hverjir hafa rétt fyrir sér er auðvitað ómögulegt að segja að sagan verður að skera úr um það síðar, hlutabréfavísitölur í dag gáfu engar ástæður til bjartsýni, en ég mæli með viðtalinu við Ferguson.
Þar lét Ferguson sér ýmislegt flakka, sem seint mun flokkast undir bjartsýni, eða æskilegar framtíðarhorfur, m.a.:
Niall Ferguson: Canada is [considered] a winner because its banks are less leveraged, bank regulation here has been tighter, because its housing market hasn't been in a bubble quite the same way. It's tempting to conclude from that ... that Canada will be less hard hit in the crisis than the United States. But that is unfortunately wrong. Because this is a very unfair crisis. The epicentre is the United States, but the rest of the world, and particularly America's trading partners, will get hit harder than the U.S.
It suggests virtue is its own reward. You don't get any reward beyond the self-satisfaction of having been virtuous. This is a crisis of globalization. Therefore, the more an economy depends on the global system, the harder it hurts. Canada is not finding the worst. Asian economies are going to be really slammed this year. But it's an unfair world. The U.S. won't be as badly affected as most countries.
Niall Ferguson: There will be blood, in the sense that a crisis of this magnitude is bound to increase political as well as economic [conflict]. It is bound to destabilize some countries. It will cause civil wars to break out, that have been dormant. It will topple governments that were moderate and bring in governments that are extreme. These things are pretty predictable. The question is whether the general destabilization, the return of, if you like, political risk, ultimately leads to something really big in the realm of geopolitics. That seems a less certain outcome. We've already talked about why China and the United States are in an embrace they don't dare end. If Russia is looking for trouble the way Mr. Putin seems to be, I still have some doubt as to whether it can really make this trouble, because of the weakness of the Russian economy. It's hard to imagine Russia invading Ukraine without weakening its economic plight. They're desperately trying to prevent the ruble from falling off a cliff. They're spending all their reserves to prop it up. It's hardly going to help if they do another Georgia.
I was more struck Putin's bluster than his potential to bite, when he spoke at Davos. But he made a really good point, which I keep coming back to. In his speech, he said crises like this will encourage governments to engage in foreign policy aggression. I don't think he was talking about himself, but he might have been. It's true, one of the things historically that we see, and also when we go back to 30s, but also to the depressions 1870s and 19980s, weak regimes will often resort to a more aggressive foreign policy, to try to bolster their position. It's legitimacy that you can gain without economic disparity playing the nationalist card. I wouldn't be surprised to see some of that in the year ahead.
It's just that I don't see it producing anything comparable with 1914 or 1939. It's kind of hard to envisage a world war. Even when most pessimistic, I struggle to see how that would work, because the U.S., for all its difficulties in the financial world, is so overwhelmingly dominant in the military world.
Heather Scoffield: You speak about the crisis being in its early days, but most policy makers and the International Monetary Fund are predicting a quick end to it. Where do you differ with them?
Niall Ferguson: I do think they're wrong. I think the IMF has been consistently wrong in its projections year after year. Most projections are wrong, because they're based on models that don't really correspond to the real world. If anything good comes of crisis, I hope it will be to discredit these ridiculous models that people rely on, and a return to something more like a historical understanding about the way the world works.
I mean most of these models, including, I'm told, the one that policy makers here use, don't really have enough data to be illuminating You're going to end up assuming that this recession is going to end up like other recessions, and the other recessions didn't last that long, so this one won't last so long. But of course this isn't a recession. This is something really quite different in character from anything we've experienced in the postwar era. That's why these projections give positive numbers for 2010. That's the default setting. And it just seems to me ostrich-like, to bury one's head in the sand and assume this has to end this year because, well, that's what recessions do.
Niall Ferguson: One possibility is that they don't believe these numbers either. They feel that it's good for morale. The truth about the crisis is that it is in large measure psychological. We're not dealing here with mathematics. We're not dealing here with human beings as calculating machines. We're dealing with real people whose emotions influence their individual decisions, and the swing from greed to fear is a very spectacular thing when it happens on this scale.
One possibility is that policy makers are lying in order to encourage people and prevent depression from become a self-fulfilling psychological conditions. That's why it's called a depression Maybe they don't really believe this, but they're saying it in order to cheer people up, and if they're sufficiently consistent, perhaps people will start to believe it, and then it will magically happen.
August, 2007, was when this crisis began. And if you were really watching the markets carefully, April is when it began, when the various hedge funds started to hemorrhage. The stock markets carried on until October of that year. And in many ways, consumer behaviour in the U.S. did not change until the third quarter of 2008. So there was a massive denial problem. It was like Wile E. Coyote running off a cliff, and they'd run off a cliff and they didn't look down so they didn't start falling. As soon as people realized it was bad, the behaviour switched. Now, people have to try to unscare them before this thing becomes a self-perpetuating downward spiral. I think that's why you have to say growth will return in 2010' with your fingers crossed behind your back.
Niall Ferguson: There are some fantastic investment opportunities that pretty soon are going to start attracting buyers. The returns on the super-safe, highly-liquid U.S. Treasury portfolios are next to nothing. The potential returns from buying distressed assets or from buying companies that can't roll over their debt, are double digit. So any individual institution liquid enough and not leveraged can start playing this game, and will play this game. This is going to be the beginning of a whole new investment strategy in which companies that can't roll their debt over end up being sold at bargain basement prices, or broken up and their assets sold at bargain-basement prices, in very, very large numbers. And it doesn't take a lot of imagination to see that the buyers will be sovereign wealth funds or other entities in surplus countries. The world divides in two, the debtors and the creditors. The debtors (U.S., Europe) ... are going to have to sell of their assets. Call it the global foreclosure. They're going to be selling their assets cheaply to those who have the surpluses. This is not going to be like the Chinese buying Blackstone at the top of the market.
It's revenge of the sovereign wealth funds. They got burned. And this time, no more Mr. Nice Guy.
Niall Ferguson: In the Ascent of Money, I argue that you can't really have a bubble if you don't have a monetary authority that has been excessively generous. From John Law in 1719 to Alan Greenspan in the late 90s, there's always a banker, there's always a central banker making credit too readily available. The second thing is, though, that regulation may not prevent that.
Monetary policy evolved in a peculiar way in the 1990s towards de facto or de jure targeting of inflation, an increasingly narrow concept of inflation core CPI. I thought it was a mistake at the time because it seemed to me crazy to ignore asset prices. Why differentiate? What's the difference between pricing a loaf and pricing a house? Why do we care about one and not the other? In fact, we should probably care more about the price of a house than the price of a loaf, certainly in developed societies. I think there was a flaw in the theory there, that essentially you could call the Jackson Hole consensus. When the central bankers got together at Jackson Hole, the view that emerged from the debate in the late 90s was, we shouldn't really pay attention to asset prices in the setting of monetary policy.
Niall Ferguson: European banks are far more leveraged than American banks. I don't see Europe as offering up any particularly good model in any respect. In fact, I think Europe's prospects could get a whole lot worse this year, to the extent that it could be very, very hard indeed to keep the Euro zone together. I think it will be possible because the costs of leaving will be so high.
There will be howling anguish, all kinds of pain, conflict between Germans and the others. It's going to get very uncomfortable indeed. No, I wouldn't look to Europe for inspiration. You could, I guess, look at Spain...
I definitely think some type of tighter regulation of banking capital adequacy is needed. Basel I and Basel II have not worked. In many ways, they're the great failures. I think Canada's somewhat straightforward, mechanical definition looks like one the rest of the world should be adopting.
23.1.2009 | 06:24
Það er margt okið
Það er merkilegur fögnður að losna undan oki þeirra sem aldrei hafa haft nein afskipti af viðkomandi.
Það var alla vegna það sem Sigmundur Ernir lét hafa eftir sér þegar Einar Már ásakaði hann um að hafa rekið sig sem pistlahöfund í Mannamáli, að kröfu "auðjöfra". Engin hafði nokkurn tíma sett á hann pressu, eða skipt sér af störfum hans. En nú er Sigmundur feginn að vera laus undan okinu.
En það eru ákveðin kaflaskil sem verða hjá Stöð 2, þegar Sigmundur hverfur af skjánum, ég er nokkuð viss um að margir eiga eftir að sakna hans. Hann hefur verið akkeri stöðvarinnar á meðan aðrir hafa komið og farið.
En mér sýnist að Stöð 2 sé að breyta um stefnu, líklega verður hún keyrð æ meira á léttmeti og afþreyingu og minni áhersla lögð á það efni sem skilar ekki áskrifendum, s.s. það sem er í opinni dagskrá.
Í þessu árferði er líklega hætt við að auglýsingar dragist verulega saman og erfiðara að reka þætti á slíkum tekjum.
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 17:59
Ef þú lest bara eitt blog í dag
17.12.2008 | 03:26
Að stjórna stjórnmálamönnum
Því miður er mikið til í þessu hjá Bjarna, eiginlega leiðinlega mikið til í þessu.
Það kann að vera rétt hjá honum að ástandið sé verst í Samfylkingunni og Framsóknarflokki, en það er enginn flokkur undanskilin. Mér finnst ég reyndar hafa horft upp á mjög hratt sig á ógæfuhliðina hvað þetta varðar hjá Sjálfstæðiflokknum. En ég endurtek að það er enginn flokkur undanskilin.
Vissulega er það svo að það er erfitt fyrir stjórnmálamenn að starfa án fjölmiðla. Það getur líka verið næstum óbærilegt fyrir stjórnmálamenn að starfa ef fjölmiðlar leggja þá í "einelti" og gera flest mál þeirra tortryggileg eða afflytja þau.
En veltum þessu aðeins fyrir okkur.
Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur verið afleitur um alllangt skeið. Taprekstur hefur verið á þeim flestum og milljarðatap á þeim sumum.
Samt hafa "auðmenn Íslands" lagt kapp á það að eignast sem flesta fjölmiðla, fáir fjölmiðlar hafa verið svo "vesælir" að það hafi ekki einhver "auðmaðurinn" sýnt áhuga á því að eignast þá.
Hvað skyldi þeim ganga til? Þetta er varla eftirsóknarverður bissness?
Er það þjónustulundin sem þeir finna svo sterkt fyrir? Þörfin fyrir það að þjóna almenningi með góðum og hlutlausum fréttaflutningi? Þessi sterka þörf sem þeir finna fyrir að sinna almannaþjónustu?
Eða er það eitthvað annað?
Það er best að hver svari fyrir sig.
Stjórna í gegnum fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2008 | 22:58
Er sannleikurinn siðblinda?
Þetta er nokkuð merkilegt mál, birting þessarar upptöku í kjölfar tilraunar DV manna til sverta orðspor blaðamannsins í yfirlýsingu fyrr í dag.
Reynir virðist líta á það sem siðblindu að sannnleikurinn sé birtur. Vissulega er upptökunnar aflað með ólöglegum hætti, en er það ekki aðall fjölmiðlamanna að leita sannleikans, jafnvel þó að leiðin sé grýtt?
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðill birtir ólöglegar upptökur, eða skjöl sem ekki eiga að vera opinber, Reyni ætti að vera fullkunnugt um það.
Síðan er talar Reynir eins og þreyttur stjórnmálamaður þegar talið berst að því að segja af sér. Segist gera slíkt ef hann meti stöðuna þannig að hann muni skaða blaðið.
Getur ritstjóri sem er uppvís að því að setja fréttir "á prjóninn" til að þóknast "stórum aðilum" gert eitthvað annað en að skaða blaðið?
Að vísu ekki úr háum söðli að detta hjá DV, í nýlegri könnun kom í ljós að u.þ.b. 70% Íslendinga báru lítið traust til blaðsins. Það væri fróðlegt að sjá sambærilega könnun sem yrði gerð á næstu dögum.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |