Það er margt okið

Það er merkilegur fögnður að losna undan oki þeirra sem aldrei hafa haft nein afskipti af viðkomandi.

Það var alla vegna það sem Sigmundur Ernir lét hafa eftir sér þegar Einar Már ásakaði hann um að hafa rekið sig sem pistlahöfund í Mannamáli, að kröfu "auðjöfra".  Engin hafði nokkurn tíma sett á hann pressu, eða skipt sér af störfum hans.  En nú er Sigmundur feginn að vera laus undan okinu.

En það eru ákveðin kaflaskil sem verða hjá Stöð 2, þegar Sigmundur hverfur af skjánum, ég er nokkuð viss um að margir eiga eftir að sakna hans.  Hann hefur verið akkeri stöðvarinnar á meðan aðrir hafa komið og farið.

En mér sýnist að Stöð 2 sé að breyta um stefnu, líklega verður hún keyrð æ meira á léttmeti og afþreyingu og minni áhersla lögð á það efni sem skilar ekki áskrifendum, s.s. það sem er í opinni dagskrá. 

Í þessu árferði er líklega hætt við að auglýsingar dragist verulega saman og erfiðara að reka þætti á slíkum tekjum.


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já Simmi fékk nú að kynnast því hvað það getur reynst manni dýrt að hafa mikla reynslu. Mikil reynsla er nefnilega ekki ókeypis, og nú hefur enginn efni á að borga fyrir hana.

Síst af öllu þeir sem hugsa fyrst um að skara eld að eigin köku og láta fyrirtækið sem þeir stjórna sitja í öðru sæti í fyrsta lagi.

Líklega er Simmi að slá sig til riddara með því að þykjast hafa verið rekinn fyrir að vera óþægur.

Kristján G. Arngrímsson, 23.1.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband