Grafalvarleg mistök lögreglu

Það eru grafalvarleg mistök hjá lögreglu að birta upplýsigar með þessum hætti.  Við verðum að vona að afsökunarbeiðni lögreglunnar dugi og engin fari að krefjast afsagnar lögreglustjóra, eða þess að einhverjir starfsmenn verði látnir taka pokann sinn.

En við verðum líka að vona að við eigum ekki eftir að lesa tilkynningar frá lögreglunni, s.s. að fimm hafi verið teknir undir áhfrifum við akstur, þar á meðal forstjóri stórfyrirtækis.

Nú eða að lögreglan hafi verið kvödd að heimili þekkts fjölmiðlamanns vegna heimilisofbeldis.

Slíkar upplýsingar eiga ekkert erindi til almennings. 

Við verðum líka að vona að það komi ekki í ljós að "stjórnmálaskoðanir" hafi orðið þess valdandi að þessar upplýsingar rötuðu í tilkynningu lögreglu á aðfangadag.

Að þessu sögðu, og með von um að lögreglan bæti sig, á ég erfitt með að vera lögreglunni reiður yfir þessum mistökum.

Upplýsingar sem þessar leka á einhvern hátt út fyrr eða síðar.  Fjölmiðlafólk á sér "heimildamenn" og fyrr en varir eru atburðir sem þessi gjarna á allra vörum, þó óstaðfestir séu.

Að því leiti er ekki slæmt að þetta hafi allt komið fram - strax.

 

 

 


mbl.is Segja mistök að hafa upplýst um ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo íslenskt að skjóta sendiboðann.

Það er alltaf rétt að segja frá því ef handhafar opinbers valds gerast brotlegir við lög og reglur samfélagsins. Það felur í sér nauðsynlegt aðhald sem þessar opinberu persónur verða að sætta sig við.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.12.2020 kl. 20:11

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur, þakka þér fyrir það.  Mér sýnist "sendiboðinn" hafa stigið fram og "skotið" sig ajálfan.

Lögreglan segir að vinnubrögð hennar séu ekki "ásættanleg" og gangi gegn persónuvernd og "góðum siðum".

Er eitthvað við það að athuga?

En eins og ég segi í upprunalega pistlinum þá finnst mér erfitt að vera reiður við lögregluna, sem ég er reyndar alls ekki, enda koma svona atburðir alltaf fram, með einum eða öðrum hætti.

Þannig er einfaldlega Íslenskt samfélag.

En hver skaut hvern að þínu mati?

G. Tómas Gunnarsson, 26.12.2020 kl. 20:39

3 identicon

Það er svo annað mál að ef ef eitthvað er að marka orð ráðherrans var hann eiginlega þolandi brotsins en ekki gerandi. Skv. honum var ekki of margt þegar hann kom inn, en eigandinn hleypti svo alltof mörgum inn eftir að ráðherrann var mættur sem setti hann þá í hættu.

Bara svona til að setja fleiri fleti á málið. (Og það er ett ef þarna, stjórnmálamenn hafa alltaf tilhneygingu til að segja það sem hljómar best annars væru þeir í einhverjum öðrum bransa)

Það er húsráðandinn sem er brotlegur, rétt eins og klerkurinn en ekki messugestirnir.

En auðvitað átti reyndur pólitíkus að stinga af löngu fyrr.

Og auðvtað nota pólitískir andstæðingar þetta eins og þeir geta, það er nú einu sinni stutt í kosningar.

Og aiðvtað á löggan ekki að segja svona frá þessu.

ls (IP-tala skráð) 26.12.2020 kl. 21:17

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

G. Tómas.

Einhver innan lögreglunnar virðist vera að "skjóta" þann sem samdi tilkynninguna þar sem kom fram að ráðherra hefði verið á svæðinu.

Það var samt ekki aðal punkturinn hjá mér, heldur sá að það er óþolandi tilhneiging á Íslandi til að beina spjótum að þeim sem sagði frá og draga þannig athyglina frá þeim sem gerði það sem sagt var frá.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.12.2020 kl. 21:29

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta.  Það þarf engin að láta "bróta á sér" undir slíkum kringumstæðum og eins og þú réttilega segir þá hefði ráðherrann átt að flýta sér á brott eins fljótt og auðið hefði verið.

En "pólítíska nefið" er stundum ekki sterkarar en þetta og öll erum við mannleg og breysk, eða ég vona það í það minnsta.

Þeir sem ekki yfirgefa messur eða samkomur, eru líklega "guilty by association", þannig hygg ég í það minnsta að hinir "vammlausu" líti á málin.

Það er heldur ekkert óeðlilegt við að pólítískir "spunarokkar" fari í gang. "Línan" víða er að þetta komi til með að koma VG verst.  Enda mest áríðandi að kljúfa VG og helst Framsóknarflokk frá Sjálfstæðisflokknum.

Slíkt myndi auðvelda stjórnarmyndum eftir næstu kosningar.

En að sjálfsögðu á lögregla ekki að segja "fréttir" með þessum hætti, en það er þó erfitt að vera þeim reiður.

@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta.  Það er eðlilegt að yfirstjórn lögreglunnar fari yfir málin og "skjóti" sendiboðann hafi hann ekki farið eftir lögum eða starfsháttum lögreglunnar.

Það er jafnvel meira áríðandi aö lögreglan fari eftir lögum og "góðum siðum" en fjármálaráðherra.

Ég vona svo sannarlega að við eigum ekki eftir að lesa um "starfstéttir" þeirra sem eru t.d. teknir ölvaðir við akstur.

En enn og aftur tek ég fram að ég er ekki "reiður" lögreglunni fyrir þessa yfirsjón, þó að hún sé grafalvarleg.

Slíkir hlutir fréttast alltaf.

G. Tómas Gunnarsson, 26.12.2020 kl. 21:56

6 identicon

Það er reyndar athyglisvert að sumum finnist eiginlega ekki rétt að fjalla um að löggan skuli koma með persónugreinanlegar upplýingar í tölvupósti til fjölmiðla. Og að þar að auki sé það hugsanlega umdeilanlegt að aðstæður hafi verið eins og löggan lýsti í póstinum (einkasamkvæmi eða ekki).

Ætli staðsetning ráðherrans á pólitíska litrófinu hafi áhrif?

ls (IP-tala skráð) 26.12.2020 kl. 23:24

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. Í sjálfu sér verður mál sem þetta alltaf "pólítískt hlaðið", hefði komið mér á óvart ef svo hefði ekki verið.

Það eru ekki "miklir pólítíkusar" sem ekki notfæra sér þegar andstæðingurinn gerir mistök sem þessi.

En allt er umdeilanlegt, það verður virkilega fróðlegt að sjá hvort að lögreglan komi til með að gefa út ákæru á hendur kaþólsku kirkjunni og "galleryinu"?

Það væri virkilega fróðlegt að sjá slíkt mál fyrir dómstólum.

Það væri líka fróðlegt að sjá hvort "uppljóstrarinn" myndi bera vitni? 

Lögreglan lýsti því með hneysklun að fólk hefði jafnvel faðmast í "galleryinu".  Svona eins og sjá mátti Katrínu forsætisráðherra gera fyrir austan. 

Engar athugasemdir þar, þó að mér hafi skilist að hún hefði verið þar undir lögregluvernd.

Kaþólikkarnir eru svo brotamenn sem ég held að fáir kæri sig um að fordæma og alls ekki stjórnmálamenn.

En ég held að sóttvarnarbrotin séu víða og því getur það virkað í báðar áttir að fordæma Bjarna um of, ég held að býsna margir "tengi við" hann.

Píratar fara að mínu mati í "out of space trip", ég velti fyrir mér hvað þeir hafa verið að borða um jólin, þegar þeir lýsa yfir því að þeir myndi styðja minnihlutastjórn o.s.frv.

Þeir virðast vera í einhverjum "pólítískum hliðarveruleika".

G. Tómas Gunnarsson, 27.12.2020 kl. 00:34

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Að beina kastljósinu að prótókollbroti lögreglunnar til að draga fjöður yfir sóttvarnareglubrot eins æðsta ráðamanns þjóðarinnar er auðvitað ekki annað en hreinræktaður whataboutismi - og þar með hugsunarvilla (að ég ekki segi rökvilla). 

Dugar því skammt.

Kristján G. Arngrímsson, 27.12.2020 kl. 10:10

9 identicon

Ég hef hvergi séð reynt að nota þessi mistök löggunar til að draga fjöður yfir mistök ráðherrans. Enda þyrfti talsvert fjaðrabúnt í það.

En er í lagi að löggan geri mistök ef það er réttur maður sem verður fyrir því?

Ég geri meiri kröfur til löggunnar en til stjórnmálamanna og verð þess vegna fyrir meiri vonbrigðum þegar hún gerir mistök.

ls (IP-tala skráð) 27.12.2020 kl. 10:27

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það getur vel verið að eitthvað hafi brugðist hjá lögreglunni. En það breytir engu um meginatriði málsins: Maðurinn sem, ásamt öðrum, ber ábyrgð á þeirri fáránlegu stefnu sem hér er rekin, ábyrgð á hruni efnahags landsins og þeirri fátækt, hungri og heilsubresti sem því fylgir, ábyrgð á að leggja framtíð og lífshamingju fjölda barna og ungmenna í rúst, getur ekki einu sinni farið sjálfur að þeim idjótísku reglum sem hann krefur aðra um að fylgja.

Hefði þessi maður til að bera einhvern vott af ábyrgðartilfinningu væri hann þegar búinn að segja af sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.12.2020 kl. 12:35

11 identicon

Nú bíður maður bara spenntur eftir niðurstöu löggunnar, hvort einhver verði sektaður og fyrir hvað, og hver endanleg niðurstaða verður.

https://www.visir.is/g/20202054438d/segja-fjoldatakmarkanir-ekki-hafa-verid-brotnar-i-asmundarsal

Rétt að taka fram að ég hef enga ástæðu til að trúa þeim frekar en öðrum (né trúa þeim ekki).

Löggupistillinn vísar í sal í útleigu

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/24/hattvirtur_radherra_i_ologlegu_samkvaemi/

Var löggan plötuð?

Ekkert annað að gera en að bíða og sjá

ls (IP-tala skráð) 28.12.2020 kl. 12:57

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónuulega finnst mér nokkur "Lúkasarkeimur" af málinu. Eigendur gallerysins virðast telja sig hafa heimild til að hafa opið til 23.00, sem verslun.  Ef svo þa eru lög um opnunartíma eða fjöldatakmörk ekki brotin.

Eftir stendur þá að líklega hafa tilmæli/reglugerðir um 2ja metra fjarlægð/grímuskyldu verið brotin.  Bjarni hefur þá líklega verið staddur þar sem slík brot voru framin.  Gríðarlegur glæpur, eða hvað?

Þó að ég persónulega faðmi ekki ókunnuga eða kyssi, ekki heldur í "venjulegu" árferði, þá finnst mér allt að því "creepy" að lesa í tilkynningu frá Lögreglu um að fólk hafai verið að "faðmast og kyssast", eins og um stóran glæp sé að ræða. 

Ótrúlegur "sensationalismi" af hendi lögreglu, sem hefði alveg getað látið nægja að tala um brot á 2ja metra reglu.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvert framhaldið verður.  Tók lögreglan skýrslu af staðarhöldurum og því "glæpafólki" sem var að "faðmast og kyssast"?

Ber staðarhöldurum skýr ábyrgð á því að stía slíkum einstaklingum í sundur?

Verður ákært í málinu, telur lögreglan sig standa á nægilega traustum grunni til þess?

Ef ekki verður að líta á tilkynningu hennar í öðru ljósi.

Hvernig lögreglan hefur hagað sér bætir ekki stöðu Bjarna, þó virðist mér lítið standa eftir af "meintum glæp hans".

En staða Bjarna, eða nokkurs annars í þjóðfélaginu, gefur heldur ekki lögreglunni leyfi til að ganga fram með þeim hætti sem hún gerði.

Í mínum huga er það meira áríðandi að vekja athygli á framgöngu Lögreglunnar, því það skorti ekkert á að vakið væri athygli á Bjarna.

G. Tómas Gunnarsson, 28.12.2020 kl. 13:47

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/28/klarlega_of_margir_i_frettamannaholfinu/

"Troikan" virðist ekki geta skipulagt samkomu þar sem fjöldatakmörk eru virt. 

Svandís virðist ekki virða fjarlægðartakmörk, grímulaus.

Ætti ekki allt að verða vitlaust?

G. Tómas Gunnarsson, 28.12.2020 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband