Færsluflokkur: Formúla 1
15.11.2007 | 00:28
Engin tilviljun
Það er auðvitað engin tilviljun að Schumi er sjöfaldur heimsmeistari og á flest þau met sem hægt er að eiga í Formúlunni. Maðurinn er einfaldlega snillingur.
Ferrari þarf einmitt á manni eins og honum að halda, ekki til þess að halda titlunum á næsta ári, heldur til þess að starfa að bílprófunum og þróun. Persónulega hef ég enga trú á því að hann snúi aftur til keppni, né myndi ég ráðleggja honum það ef hann slægi á þráðinn og spyrði mig ráða.
En nú þegar það er ljóst að Ferrari mun þurfa að keppa við Brawn á meðal annarra liðstjórnenda er það ljósara en nokkru sinni að Ferrai þarf á öllu sínu að halda, þar á meðal kröftum Schuma, til að halda í titlana tvo á næsta ári.
Schumacher aftur fljótastur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2007 | 04:15
Öflug "Troika"
Ef þessi frétt reynist rétt, þá hefur Red Bull komið sér upp öflugri "troiku". Newey, Brawn og Alonso er þríeyki sem ætti örugglega eftir að skila árangri, þó að það tæki líklega 2 til 3 ár.
Brawn veit hvernig á að byggja upp lið og ökumenn, veit að það tekur tíma rétt eins og þegar hann fór með Schumacher yfir til Ferrari. Það á sjá svolítið líkt með þessu og þegar það gerðist. Schumacher var eins og Alonso er nú, búinn að vinna titilinn 2svar sinnum (en hafði titilinn þó með sér) en þurfti að þola "þurrt" tímabil á meðan liðið var byggt upp.
Spurningin er líklega frekar hvort að Alonso hafi þolinmæðina í uppbygginguna?
Alonso og Brawn sagðir á leið til Red Bull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 00:48
Úrslitin standa. Kimi er kóngurinn
Þá er það ljóst að úrslitin standa, alla vegna ef marka má frétt frá ITV, sem lesa má hér. Ég held reyndar að það hefði varla getað gengið upp að færa Hamilton titilinn með þessu móti. Það hefði aldei orðið úr þessu nema sekt, eða í mesta lagi að liðin hefðu verið svipt stigum í keppni bílsmiða. Hvernig brot McLaren hafa verið meðhöndluð hefur sett fordæmi hvað það varðar. Hamilton slapp enda sjálfur frá dekkjaklúðrinu í Brasilíu þó að McLaren fengi örlitla sekt. Fordæmi eru líka til í svipuðum tilfellum að aðeins liðið var svipt stigum. Þar áttu í hlut ekki ómerkari menn en Schumacher og Coulthard.
En annars var keppnin í dag með eindæmum. Ég sat á sófabrúninni og trúði varla hvað var að gerast. Þó að ég hefði verið beðinn um að skrifa handrit að þessum kappakstri hefði hann varla getað farið betur fyrir okkur Ferrari aðdáendur. Sjálfur var ég löngu búinn að gefa upp alla von um að titillinn endaði hjá Ferrari, en þetta sýnir að það þarf að keyra af bjartsýni til síðasta metra.
Reyndar virtist mér þegar Raikkonen hafði unnið þetta, að spennan hefði haft mun minni áhrif á hann en mig, og að sama skapi held að á ytra borðinu hafi ég virkað glaðari en hann. "Ísmaðurinn" læddi þó fram smá hamingjubrosi, en það væru ýkjur að segja að hann hafi brosað hringinn.
En þetta er búið að vera ótrúlegt ár, hreint ótrúlegt að ná titlinum svona í síðasta móti. Það hefur verið glatt á hjalla á Ítalíu og í Finnlandi í kvöld.
Að sama skapi held ég að Ron Dennis og McLaren menn vilji gleyma þessu sem fyrst. Árið sem virtist lofa svo góðu hefur reynst hið hræðilegasta. Njósnaskandall, öll vandræðin í kringum ökumennina og nú siðast að missa titilinn úr höndunum á sér á "síðustu metrunum".
En það þarf að stokka Formúluna upp, breyta fyrirkomulaginu og gera það "gegnsærra". En ég held að fáir geti mælt á móti því að Raikkonen er vel að titlinum kominn, enda hefði hann hlotið titilinn hefðu Alonso, Hamilton og hann orðið jafnir að stigum. Hann er fremstur á meðal jafningja.
En því verður ekki á móti mælt að árangur Hamilton er einstakur og glæsilegur, aldrei hefur nýliði átt betra fyrsta ár, alla vegna ekki svo ég muni eftir. Ecclestone sagði reyndar að hann vildi að Hamilton næði titlinum (hann telur að Hamilton geri svipaða hluti fyrir formúla og Tiger Woods gerði fyrir golfið, hann taldi Raikkonen sístan í því tilltii, þar sem hann segði varla neitt og væri "frosin" í framkomu), og það má telja líklegt að sá tími muni koma að Hamilton hampi titlinum.
En það er ekki í ár, þetta er ár Kimi Raikkonen. Hann er kóngurinn þetta árið og ákaflega vel að titlinum kominn.
Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2007 | 21:17
Shanghai night
Það er ekki eins og best verður á kosið að þurfa að vera að horfa á kappakstur um miðjar nætur, en það verður að gera fleira en gott þykir.
Kappaksturinn i nótt var enda nokkuð líflegur og skemmtilegur, baráttan hörð og þó nokkur framúrakstur og ekki spillti fyrir að Ferrari fór með sigur af hólmi. Raikkonen keyrði enda vel.
En það fór aldrei svo að Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Kína og verður að bíða úrslitanna þangað til í Brasilíu að tveimur vikum liðnum. Það voru afdrifarík mistök að halda honum úti svona lengi.
En það breytir því ekki að Hamilton stendur lang sterkast að vígi, enda ennþá með forystu í keppninni, en þetta hlýtur þó að taka nokkuð á taugarnar og hafa þær þau efalaust verið þandar fyrir. Það hjálpar ekki í baráttunni að missa af tækifæri líkt og bauðst nú í Kína.
Alonso á ennþá nokkuð góðan möguleika, en það hlýtur þó að þurfa nokkuð mikið að ganga á þannig að Hamilton fái 5 eða fleiri stig færri en Alonso. Ég hef þó ekki spáð í hvert titillinn fer ef þeir verða jafnir að stigum.
Möguleikar Raikkonen er varla nema fræðilegir. Það væri helst ef Hamilton færi að leggja það í vana sinn að falla úr keppni að möguleikar Raikkonen færu að aukast.
En það er vissulega gaman þegar úrsltin ráðast í síðustu keppni. Allar líkur eru á því að titillinn sé sögulegur, þ.e.a.s. að Hamiltion verði yngsti titilhafi frá upphafi og jafnframt fyrsti nýliðinn til að klófesta titillinn, ef ekki verður líklegast að telja að Alonso hampi titlinum 3ja árið í röð, sem er auðvitað sögulegt í sjálfu sér.
En nú er að bíða í hálfan mánuð eftir úrslitunum.
Räikkönen fyrstur og titilbaráttan galopin upp á nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2007 | 04:32
Létt og ljúft
Það var óneitanlega ljúft að horfa á Ferrari sigra 1 -2 á Spa brautinni í morgun. Þó að hressleikinn hafi ekki verið yfirþyrmandi tæplega átta í morgun, var það óneitanlega þess virði.
Kappaksturinn var eins og oftast í Spa, skemmtilegur á að horfa, þó að tilþrifin og spennan hafi oft verið meiri. Yfirburðir Ferrari voru einfaldlega of miklir til að virkilega spenna væri í toppslagnum og Alonso hafði sömuleiðis afgerandi yfirburði gegn Hamilton, ef frá eru taldir fyrstu metrarnir, þegar Hamilton reyndi, en Alonso lét hann vita að að hann gæfi ekkert eftir.
Þetta hefur líkega verið "moment of truth" fyrir Hamilton. En ég er sammála því að þetta hafi verið eðlilegur kappakstur og hefði líklega ekki vakið sérstaka athygli, hefði ekki verið um þá tvo að ræða.
En nú er aðeins þrjár keppnir eftir. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeirri næstu, í Japan, allir ökumenn ókunnugir brautinni og ekki að vita hverju er að búast við.
Að sjálfsögðu vonast maður eftir því að Ferrari haldi áfram sigurgöngunni, en það verður örugglega hörku keppni.
Vandamálið er auðvitað að fáir eða engir sénsar eru teknir, því miður er uppbyggingin á Formúlunni orðin þannig að það skiptir meira máli fyrir toppökumennina að koma í mark (í þokklegu sæti) heldur en að knýja fram sigur. Í annari hverri keppni þarf svo að hlífa vélunum.
Öruggur sigur hjá Räikkönen og yfirburðir Ferrari miklir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2007 | 03:58
Hvar Davíð keypti....
Eins og kom fram í síðustu færslu þá missti ég því sem næst af öllum tímatökunum í morgun vegna anna við uppeldi ómegðarinnar á heimilinu.
Ég sá því ekki Raikkonen tryggja sér pólinn í morgun. En þetta voru vissulega gleðifregnir, þegar ég loks hafði tíma til að skreppa á netið um 5 leytið.
Það var líka tími til kominn að við næðum 1 - 2 á startlínu á árinu (þetta er í fyrsta sinn) og vonandi veit það á gott fyrir morgundaginn og Massa og Raikkonen sýni McLaren hvar "Davíð keypti upplýsingar".
En þetta verður án efa spennandi keppni, ekki bara á milli Ferrari og McLaren heldur einnig sömuleiðis á milli Alonso og Hamilton, því spennan og togstreitan er ekki minni þar. Eftir því sem getgáturnar eru, þá eru McLaren bílarnir líklega með heldur meira bensín, þannig að þeir munu keyra lengur inn í keppnina, en spurningin hvort að Ferrari nær að byggja upp nægt forskot áður en til þjónustuhléa kemur.
Kubica hefði verið líklegur til að geta gert "stóru" liðunum skráveifu, en fyrst að skipta þurfti um vél er hann líklega úr sögunni, spurning hvað Heidfeld og Rosberg geta gert.
En þetta verður vonandi fínn morgun.
Räikkönen býst við tvísýnni keppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2007 | 19:54
... og minni aura í vasann....
Það er auðvitað hárrétt hjá Bernie að það hefði verið gríðarlegt áfall fyrir Formúluna ef McLaren hefði verið dæmt í keppnisbann, eins og þeir hafa þó ef til vill átt skilið.
Þess vegna vil ég nú meina að þetta hafi verið hálfgerður "Salómon", eins og ég bloggaði um hér.
Fjárhagstjónið hefði orðið mun meira fyrir McLaren, áhorf hefði minkað og þar með líklega tekjur allra liðanna og auðvitað ekki síst Bernies, því sjónvarpsrétturinn hefði líklega sömuleiðis lækkað í verði.
Ecclestone barðist fyrir því að McLaren fengi að keppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2007 | 21:03
Vantar ekki eitthvað?
Mér þykir þessi frétt mbl.is frekar þunn í roðinu. Vissulega virðist FIA taka þann pól í hæðina að ekki sé hægt að hafa upplýsingar um tæknihönnun undir höndum, án þess að nota hana beint, eða óbeint. Ég get tekið undir það, enda hef ég áður lýst þeirri skoðun minn að slíkt sé varla mögulegt.
En það er fróðlegt að bera þessa frétt saman við frétt The Times um sama mál. Þá frétt má finna hér.
Þar má m.a. lesa eftirfarandi:
"In their 15-page judgment released today, the FIA have published details of emails exchanged between Alonso and test driver Pedro de la Rosa regarding the Ferrari secrets, which were initially received by McLaren's chief designer, Mike Coughlan, who has been suspended, from the former Ferrari chief mechanic, Nigel Stepney.
The emails show unequivocally that both Mr Alonso and Mr de la Rosa received confidential Ferrari information via [Mike] Coughlan," the statement said.
Both drivers knew that this information was confidential Ferrari information and that both knew that the information was being received by Coughlan from [Nigel] Stepney.
Coughlan was suspended from his position as McLaren chief designer on July 3, the same day Ferrari sacked Stepney as their head of performance development.
It is understood Stepney forwarded a 780-page technical dossier to Coughlan, an accusation the former continues to deny.
But one email exchange between De La Rosa and Alonso dated March 25, 2007, is particularly damning. It initially relates to the weight distribution of Ferraris cars as set up for the Australian Grand Prix on March 18.
De La Rosa then concludes: All the information from Ferrari is very reliable. It comes from Nigel Stepney, their former chief mechanic - I dont know what post he holds now.
Hes the same person who told us in Australia that Kimi [Raikkonen] was stopping on lap 18. Hes very friendly with Mike Coughlan, our chief designer, and he told him that.
On the eve of testing the McLaren car in a simulator, De la Rosa wrote an e-mail to Coughlan on March 21 to provide information about the red Ferrari setup, according to another section of the FIA ruling.
It said: Hi Mike, do you know the Red Cars Weight Distribution? It would be important for us to know so that we could try it in the simulator. Thanks in advance, Pedro. "
Ef þetta eru ekki sannanir um grófar iðnaðarnjósnir og "óíþróttamannslega" framkomu, þá veit ég ekki hvernig sú framkoma er.
Trúir einhver að þetta hafi verið að gerast án þess að Ron Dennis og aðrir yfirmenn liðsins hafi vitað nokkuð?
Í ljósi þessa er refsing McLaren síst of þung. Í raun sleppa ökumennirnir (í það minnsta Alonso og De La Rosa) of auðveldlega.
P.S. Það má bæta hér við að fróðlegt er að lesa frétt ITV um þetta sama mál, en hana má finna hér.
Þar er farið betur yfir málið og meiri upplýsingar sem renna stoðum undir sekt McLaren.
Það er ljóst að með framferði sínu hefur McLaren stórskaðað íþróttina.
Íþróttaráð FIA viðurkennir að hafa engar sannanir fyrir gagnanotkun af hálfu McLaren | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2007 | 16:45
Ljótt ef satt er
Ef þetta er rétt er það vissulega hið merkilegasta mál. Það hafa margir velt yfir því vöngum hvernig FIA hafi komist á snoðir um tölvupóstana.
En mér þykir þessi setning í fréttinni athygliverð: "Með því vildi hann og undirstrika að lið hans hafi sýnt fullan heiðarleika við rannsókn njósnamálsins."
Þetta sýnir að að mínu mati hve (ef það er satt að upplýsingarnar hafi komið frá Ron Dennis) hve ákaflega óheiðarlega McLaren og Ron Dennis hafa komið fram í þessu máli.
Það má telja næsta víst að Dennis hafi vitað allan tíman af því að McLaren hafði þessar upplýsingar undir höndum (ótrúlegt ef ökumenn eru að senda upplýsingar sín á milli, en "bossinn" veit ekki neitt), en leikur sakleysingja fram í rauðan dauðan.
Ég get því ekki verið sammála þeirri túlkun mbl.is, að með þessu hafi Dennis sýnt einhver heilindi, enda líkist þetta meira í mínum huga því að reyna að lágmarka tjónið, sem auðsýnilega er yfirvofandi. Svona eins og mafíósi sem gefur sig fram þegar handtaka er yfirvofandi.
En hvernig baráttan á milli Dennis og Alonso fléttast inn í þetta er athygliverð kenning. Skýrir líka ef sönn er hvers vegna Alonso var ekki viðstaddur dóminn í gær.
Í mínum huga undirstrikar þetta sekt Mclaren ef satt reynist.
Ron Dennis ljóstraði sjálfur upp um rafpósta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2007 | 03:17
Salómon eða hvað?
Ég er ábyggilega ekki einn um að þykja þessi niðurstaða skrýtin. Það er margt sem vekur athygli þarna.
FIA virðist sannfært um sekt McLaren, sem mér þykir ekki skrýtið, þó með þeim fyrirvara að ég hef vissulega ekki séð gögnin sem dæmt er eftir.
Það er hins vegar nokkuð ljóst í mínum huga að það er ekki hægt að hafa undir tæknigögn eins og hér um ræðir, án þess að þau sé notuð, meðvitað eða ómeðvitað.
Ef eitthvað frá Ferrari hefur siðan verið að finna í tölvupóstum sem gengið hafa á milli ökumanna McLaren þá segir þetta sig nokkuð sjálft. Ég hef enga trú á því að FIA hafi krafist þess að fá þó gögn, án þess að hafa nokkuð rökstuddan grun að eitthvað óhreint væri í pokahorninu hjá Mclaren.
Eftir stendur spurningin hver lak þeirri vitneskju til FIA.
Það verður fróðlegt að sjá hvað verður lagt fram á morgun, en ef það er hafið yfir vafa að McLaren hafi notað upplýsingar frá Ferrari, á FIA ekki marga kosti nema að taka hart á málinu. Persónulega finnst mér afar eðlilegt að taka stigin af liðinu, en set spurningamerki við sektarupphæðina. Hún er gríðarlega há, en vissulega þarf að sýna að mál sem þetta sé meðhöndlað af fullri hörku.
Það má að sumu leyti teljast merkilegt að ökummen liðsins skuli fá að keppa áfram, rétt eins og ekkert hafi í skorist, á bíl sem samkvæmt þessari niðurstöðu er "illa fenginn". Þar njóta ökumennirnir þess þó líklega að ef þeir hafa sýnt ýtrustu samvinnu við að afhenda gögnin, þá eigi þeir skilið að fá nokkurs konar sakaruppgjöf, og svo hitt að það hefði verið því sem gríðarlegt högg á íþróttina, ef tveir stigahæstu ökumennirnir hefðu verið dæmdir úr leik. Þess utan eru þeir líklega 2. af vinsælustu ökumönnunum nú um stundir, ef ekki þeir vinsælustu.
Það má því segja að það sé nauðsynlegt fyrir íþróttina að þeir haldi áfram keppni. Þetta kann því að vera nokkurs konar "Salómonsdómur", þ.e.a.s. að harkalega er refsað, en reynt að halda tjóninu fyrir íþróttina og aðdáendurna í lágmarki. Titill ökumanna hefur enda í hugum flestra mun meiri vigt, og er það sem stendur upp úr eftir hvert tímabil.
Enn og aftur ber þó að hafa í huga að ég sem aðrir bíða spenntur eftir rökstuðningnum á morgun.
P.S. Mér þykir orðalag mbl.is nokkuð sérstakt, þar sem segir í fréttinni: "Með ákvörðun þessari kemur titill bílsmiða sjálfkrafa Ferrari í hlut."
Ekki hef ég séð þetta nokkurs staðar annars staðar, enda þótt að telja verði Ferrari sigurinn í keppni bílsmiða nokkuð vísan, hefði ég haldið að BMW ætti ennþá "fræðilegan" möguleika í þeirri keppni og því ótímabært að fullyrða um hvernig sú keppni fer. Auðvitað er það afar ólíklegt, en fræðilega á BMW möguleika á 72 stigum, en munurinn á Ferrari og BMW er 57 stig.
Og auðvitað vinnst enginn titill sjálfkrafa.
McLaren úr leik í ár og sektað um 100 milljónir dollara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |