Létt og ljúft

Það var óneitanlega ljúft að horfa á Ferrari sigra 1 -2 á Spa brautinni í morgun.  Þó að hressleikinn hafi ekki verið yfirþyrmandi tæplega átta í morgun, var það óneitanlega þess virði.

Kappaksturinn var eins og oftast í Spa, skemmtilegur á að horfa, þó að tilþrifin og spennan hafi oft verið meiri.  Yfirburðir Ferrari voru einfaldlega of miklir til að virkilega spenna væri í toppslagnum og Alonso hafði sömuleiðis afgerandi yfirburði gegn Hamilton, ef frá eru taldir fyrstu metrarnir, þegar Hamilton reyndi, en Alonso lét hann vita að að hann gæfi ekkert eftir.

Þetta hefur líkega verið "moment of truth" fyrir Hamilton.  En ég er sammála því að þetta hafi verið eðlilegur kappakstur og hefði líklega ekki vakið sérstaka athygli, hefði ekki verið um þá tvo að ræða.

En nú er aðeins þrjár keppnir eftir.  Það verður fróðlegt að fylgjast með þeirri næstu, í Japan, allir ökumenn ókunnugir brautinni og ekki að vita hverju er að búast við.

Að sjálfsögðu vonast maður eftir því að Ferrari haldi áfram sigurgöngunni, en það verður örugglega hörku keppni.

Vandamálið er auðvitað að fáir eða engir sénsar eru teknir, því miður er uppbyggingin á Formúlunni orðin þannig að það skiptir meira máli fyrir toppökumennina að koma í mark (í þokklegu sæti) heldur en að knýja fram sigur.  Í annari hverri keppni þarf svo að hlífa vélunum.


mbl.is Öruggur sigur hjá Räikkönen og yfirburðir Ferrari miklir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband