Shanghai night

Það er ekki eins og best verður á kosið að þurfa að vera að horfa á kappakstur um miðjar nætur, en það verður að gera fleira en gott þykir.

Kappaksturinn i nótt var enda nokkuð líflegur og skemmtilegur, baráttan hörð og þó nokkur framúrakstur og ekki spillti fyrir að Ferrari fór með sigur af hólmi.  Raikkonen keyrði enda vel.

En það fór aldrei svo að Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Kína og verður að bíða úrslitanna þangað til í Brasilíu að tveimur vikum liðnum.  Það voru afdrifarík mistök að halda honum úti svona lengi.

En það breytir því ekki að Hamilton stendur lang sterkast að vígi, enda ennþá með forystu í keppninni, en þetta hlýtur þó að taka nokkuð á taugarnar og hafa þær þau efalaust verið þandar fyrir.  Það hjálpar ekki í baráttunni að missa af tækifæri líkt og bauðst nú í Kína.

Alonso á ennþá nokkuð góðan möguleika, en það hlýtur þó að þurfa nokkuð mikið að ganga á þannig að Hamilton fái 5 eða fleiri stig færri en Alonso.  Ég hef þó ekki spáð í hvert titillinn fer ef þeir verða jafnir að stigum.

Möguleikar Raikkonen er varla nema fræðilegir.  Það væri helst ef Hamilton færi að leggja það í vana sinn að falla úr keppni að möguleikar Raikkonen færu að aukast.

En það er vissulega gaman þegar úrsltin ráðast í síðustu keppni.  Allar líkur eru á því að titillinn sé sögulegur, þ.e.a.s. að Hamiltion verði yngsti titilhafi frá upphafi og jafnframt fyrsti nýliðinn til að klófesta titillinn, ef ekki verður líklegast að telja að Alonso hampi titlinum 3ja árið í röð, sem er auðvitað sögulegt í sjálfu sér.

En nú er að bíða í hálfan mánuð eftir úrslitunum.


mbl.is Räikkönen fyrstur og titilbaráttan galopin upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Svona á þetta að vera, spenna og margir möguleikar í boði.

Verði menn jafnir að stigum er litið til frammistöðu í mótum, þ.e. fyrst er skoðaður fjöldi mótssigra. Séu þeir jafn margir er horft til annars sætis o.s.frv.

Räikkönen hefur unnið fimm mót, Alonso og Hamilton sín fjögur hvor. Kimi er með tvö önnur sæti, Alonso fjögur en Hamilton fimm.

Räikkönen og Alonso verða vart jafnir Hamilton nema með sigri og stæðu því betur að vígi ef sú staða kemur upp. Verði Alonso annar og Hamilton fimmti yrðu þeir jafnir að stigum. Þá yrðu þeir með jafn marga mótssigra, jafn mörg önnur sæti og því yrði að skoða hvor oftar hefur orðið þriðji í mark.

Enn væru þeir jafnir, þ.e. 3:3 í 3ja sæti! Þeir væru einnig jafnoft í fjórða sæti, 1:1, en Lewis myndi hampa heimsmeistaratitlinum út á að hafa tvisvar orðið í fimmta sæti en Alonso bara einu sinni!!!

Svona er hægt að leika sér að tölfræðinni með tilliti til stöðu mála í stigakeppninni.

Ágúst Ásgeirsson, 8.10.2007 kl. 08:01

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þetta.  Ef að menn velta þeim möguleika fyrir sér að Alonso og Hamilton verði jafnir, er það ekki svo óraunhæft, það er að segja að Alonso vinni kappaksturinn og að Hamilton verði í 3ja sæti.

Aðrir möguleikar á "jafntefli" eru vissulega í stöðunni, en afar ólíklegir.

En staða Hamilton´s er vissulega langbest, en spurningin hvernig mótlætið hefur haft áhrif á hann. 

En keppnin á Interlagos verður spennandi frá upphafi til enda, enda geta ökumenn dottið úr leik jafnt á síðasta hring sem þeim fyrsta.

G. Tómas Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband