Beðið eftir Sepang

Núna sit ég hér fyrir framan tölvuna og drep tímann þangað til tímatakan byrjar.  Eftir afar slæma byrjun í Ástralíu, þurfa Ferrari menn að sýna hvað í þeim býr.

Við þurfum á sigri að halda.

Þetta lítur ekkert allt of vel út, en þó eru Ferrari bílarnir í framlínunni, en áreiðanleikinn virðist ekki vera nægur.  Einhver vandræði með bílinn hjá Raikkonen en tímarnir sem koma þegar allt virkar sem skyldi ásættanlegir.

En það verður enginn heimsmeistari án þess að áreiðanleikinn sé til staðar, sérstaklega ekki eins og stigagjöfin er uppbyggð nú um stundir.

En af fréttum að dæma er nýtt slitlag á brautinni og ýmislegt óvænt getur skeð, en krafan núna verður sigur á morgun og við þurfum að vera í framlínuni í tímatökunum til að ná því.

En eins og oft áður virðast það vera Ferrari og Mclaren sem standa best að vígi fyrir keppnina og nú þurfum við að láta þá sjá rautt, og það ekki í speglunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband