Enn er beðið eftir Sepang - Skyldi rigna?

Aftur er ég sestur niður hér við tölvuna og bíð eftir því að Formúlan hefjist í Sepang.  Sterkt kaffi og netrúntur enda hefst keppnin ekki fyrr en klukkan 3 hér að staðartíma.

Veðrið segir að það sé u.þ.b. 50% líkur á rigningu, þrumuveður og læti í kortunum, en enn hangir hann þurr.  Hitinn um 29°C og á uppleið, rakinn 74%.

Það gæti því ýmislegt óvænt gerst og útlit fyrir hörkuspennandi keppni sem vonandi lýkur með Ferrari sigri. 

Læt svo fylgja með loftmynd sem ég fékk lánaða frá Google Earth, þessi braut er óneitanlega yfirgengilega flott.

Sepang

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband