Sundabrú eða göng

Ekki ætla ég að þykjast vera sérfræðingur til að dæma um hvort brú eða göng séu rétta lausnin til að beina umferð yfir sundin og vestur um land og norður.

Í raun lýst mér vel á umbætur á umferðinni, og þarft að hefjast handa sem fyrst. 

En það er talað um 14 milljarða mun á brú og göngum og vissulega munar um minna.

En hver er munurinn til lengri tíma, t.d. hvað varðar viðhald, snjómokstur og opnunartíma?

Ég hef heyrt talað um að Hvalfjarðargöng þurfi mun minna viðhald en sambærilega langir vegarspottar. 

Hverju munar það á ári hverju?

Hver er áætlaður kostnaður við snjómokstur á hverju ári?

Hvað kostar hver dagur í töpuðum tekjum, ef t.d. þarf að loka hábrú vegna vinds?

Ekki það að ég sé endilega að mæla fyrir því að göng verði gerð, en það væri vissulega fróðlegt að sjá samanburðinn og fá vissu fyrir því að allra handa kostnaður hafi verið tekinn inn í útreikninga.

 

 

 

 


mbl.is Sundabrú hagkvæmari en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Er þetta virkilega alltsaman bara spurning um peninga?

Mér finnst sterkustu rökin með því að hafa brú vera að hún nýtist ekki bara fyrir bíla heldur líka gangandi og hjólandi og verður þaraðauki flott kennileiti - ef arkitektúrnum verður ekki klúðrað, það er að segja.

Þannig að jafnvel þótt hún verði næstum jafn dýr og göng til lengri tíma litið er samt betra að hafa brú. 

Finnst mér.

Kristján G. Arngrímsson, 6.2.2021 kl. 13:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.   Eins og ég hef skilið málið, eru göng 14. milljörðum dýrari en "hábrú".

En það er (að mínu mati) skynsamlegt að hafa í huga notagildi og rekstrarkostnað til lengri tíma.

Þess vegna velti ég fyrir mér spurningum í þá átt hvort að það geti verið betra að hafa göng?

Það skiptir t.d. máli hvort að "hábrú" geti lokast marga daga á ári vegna vinds?

Það væri vissulega eitthvað sem vert er að hafa í huga.

Ég geri mér grein fyrir því að fyrir mörgum er það aldrei spurning um hvað hlutirnir kosta, ef hið opinbera á að borga.  Persónulega hugsa ég ekki þannig.

Það er hins vegar vissulega punktur að brúin verði einnig fyrir gangandi og hjólandi.

Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort að einnig muni þurfa viðamiklar og kostnaðarsamar aðgerðir til að hindra að hægt sé að fara út af brúnni, eins og hefur þurft á mörgum slíkum mannvirkjum.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2021 kl. 16:14

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að "hið opinbera" er ég og þú og allir hinir? 

Ég held nú að maður geti alveg treyst fólki almennt til að gera sér grein fyrir að "hið opinbera" er þess eigið skattfé. Þannig lít ég að minnsta kosti á málið og er samt til í að borga meira ef það skilar meiri gæðum, eins og ég held að brú myndi gera í þessu tilviki.

Ég er eiginlega alveg viss um að í útreikningunum er tekið tillit til allra þátta, til dæmis vinds og annarra veðuráhrifa. Svo þarf líka að vega og meta hvort kostir við t.d. brú eigi að vega þyngra en ókostir - þá er sennilega ekki hægt að láta kostnaðinn einan ráða heldur þarf að koma til huglægt mat.

Í svona dæmi eru ótal margar spurningar sem er ekki hægt að svara með því að reikna út kostnað. Það er þó held ég ekki þar með sagt að um óábyrga ákvörðun verði sjálfkrafa að ræða og sóun á "opinberu fé."

Kristján G. Arngrímsson, 6.2.2021 kl. 16:29

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það eru eins og þú segir margir þættir sem spila inn í.

Mér þykir t.d. líklegt að viðhald sem brú krefst sé með öðrum hætti en með göng.  Samam gildir auðvitað um snjómokstur og líklega er veruleg hætta á ísingu á vetrum.

Það getur einnig skipt máli hve oft getur þurft að loka fyrir umferð.

Það hefur komið fram að göng eru 14. milljörðum dýrari en brú.

Ég er einfaldlega að benda á að það væri fróðlegt að vita hverju myndi muna í viðhaldi og tengdum hlutum til lengri tíma.

Ef þeir útreikningar hafa þegar farið fram eins og þú telur verða þeir vonandi birtir opinberlega fljótlega, því það er eðlilegt að slíkar upplýsingar séu til reiðu nú þegar umræður eru um mismunandi kosti.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2021 kl. 16:43

5 identicon

Mér hefur sýnst ein stétt manna sýnu gleymnari á að hið opinbera er skattfé almennings, og það eru stjórnmálamenn.

En svo ég tali nú bara fyrir mig, þá finnst mér hábrú við sjó á Íslandi ekkert sérlega spennandi til útivistar.

ls (IP-tala skráð) 6.2.2021 kl. 17:48

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta.  Persónulega tel ég rétt að horfa til lengri tíma eins og mögulegt er.

Eflaust sjá margir fyrir sér Íslendinga ganga um og spóka sig í 35 metra hæð yfir sundunum, með ís hendi og njóta útiverunnar.

Það er jafnvel ekki hægt aEð útiloka að þanning kynningarmyndir verði gerðar fyrir "hábrúnna".

En raunveruleikinn gæti hæglega orðið annar.

Það má líka velta fyrir sér hvort að slysahætta er hærri á brú en í göngum?

Persónulega hefði ég gaman af því að sjá víðtækan samanburð til til dæmis 2ja til 3ja áratuga á þeim kostum.

En göng verða auðviað seint talin "kennileiti".

Og svo má ekki gleyma öllum þeim sem hugsanlega hjóla yfir brúnna á hverjum degi.

G. Tómas Gunnarsson, 7.2.2021 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband