Færsluflokkur: Spaugilegt

Colbert Report: It Could Be Worse - Iceland - og skál af skyri

Stephen Colbert tók Ísland örlítið fyrir í gær, í þætti sínum, The Colbert Report.  Ekki hægt að segja að umfjöllunin sé á jákvæðu nótunum, en gamanið er græskulaust.

Ég horfði ekki á þáttinn í gær, en fékk sendan tengil á "sketsinn" rétt í þessu.  Þetta er tengill á sjónvarpsstöðina sem sýnir þáttinn hér í Kanada en ég held að hann sé opinn fyrir áhorfendur hvaðan æva að úr heiminum.

Njótið!

Ef marka má athugasemd sem hér hefur komið fram, þá virkar tengilinn ekki á Íslandi.  Biðst ég forláts á því.

Ef til vill virkar þetta, sjáum til


Ber Ögmundi ekki skylda til að gæta hagsmuna Davíðs?

Þessi frétt á ekki að þurfa að koma neinum á óvart, flestum ætti að vera kunnugt um þá staðreynd að ríkisstarfsmenn njóta meira atvinnuöryggis en starfsmenn almenns vinnumarkaðar á Íslandi.

En það er sitthvað sem ef til vill kemur á óvart þegar hlustað er á þessa frétt.

Hví er t.d. talað við stjórnmálafræðing en ekki talsmann BSRB?  Væri ekki maður frá BSRB best til þess fallinn að útskýra hver réttindi opinberra starfsmanna eru?

Annað sem hlýtur vissulega að koma upp í hugann er, hvernig á því standi að það leiti svo ákaft í fréttir nú, að erfitt og kostnaðarsamt verði að breyta um yfirstjórn í Seðlabankanum.

Ekki var fjallað um þá staðreynd áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sprakk.

Engum ætti þó að vera sú staðreynd betur kunn en Ögmundi Jónassyni, sem aldrei kom umbjóðenda sínum, Davíð Oddssyni til varnar. 

Skyldi Davíð annars ekki hafa greitt félagsgjöldin?


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldsett yfirtaka?

Ég hálf hló við þegar ég las þessa frétt, dulítið fyndið að sjá orðfæri úr viðskiptunum fært yfir í stjórnmálin með þessum hætti.

Næsta hugsun var svo, hvaða gengi skyldi hafa verið boðið?

Tapa Finnur og félagar stór fé á yfirtökunni og skyldi hún vera skuldsett?


mbl.is Fjandsamleg yfirtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á eftir gjaldeyrishöftum kemur.....

Það er nokkuð merkilegt að það er ekki fyrr búið að færa Íslendinga áratugi aftur í tímann með gjaldeyrishöftum, en framsóknarmenn byrja að tala um að nú sé þörf fyrir samvinnufélög.

Líklega eru þeir þess minnugir að blanda af þessu tvennu gafst þeim (en ekki að sama skapi öðrum) vel á liðinni öld. 

Skyldi vera Samband þar á milli?

En ég er ekki viss um að almenningur finni þörf fyrir fleiri Samvinnutryggingar, eða fleiri Gift eignarhaldsfélög.

 

 


Skyldu þeir hafa hugleitt að segja af sér, eða hætta?

Það er mikið fjallað um traust í Íslensku þjóðfélagi þessa dagana, aðallega er þó verið að fjalla um skort á því hér og þar og vissulega hafa kannanir leitt í ljós að Íslendingar bera ekki mikið traust til stofnana þjóðfélagsins.

Kröfur hafa verið háværar um afsagnir og berasta þær hæstar frá bloggheimum og fjölmiðlum.

Konnun

 

Í einum af þeim tölvupóstum sem mér hafa borist undanfarna daga var graf og stutt umfjöllun um traust sem Íslendingar bera til fjölmiðla þeirra sem á landinu starfa.

Það er ekki margt sem vekur sérstaka athygli í grafinu, Fréttastofa Sjónvarps stendur eins og oft áður best að vígi og mbl.is og Morgunblaðið koma vel út, þó að það veki ef til vill nokkra athygli að netmiðillinn skákar móðurveldinu örlítið.

En það er þó einn miðill sem stendur alveg einn og sér ef marka má könnunina.  Það er DV, rétt um 70% Íslendinga segjast bera lítið trausts til miðilsins, tæp 5% bera mikið traust til hans.

Í takt við tíðarandann, er ekki hægt að verjast því að sú spurning vakni:  Hefur ritstjórn DV og eigendur DV hugleitt að segja af sér, jafnvel að hætta hreinlega útgáfunni?


Þeir sem raunverulega vita hvernig á að stjórna landinu

Ég var eitthvað að grúska í gömlu dóti í dag, fann þá gamalt umslag þar sem ég hafði sett hin margvíslegustu spakmæli sem mér hafði litist á.  Á meðal þeirra voru þessi tvö, sem ég held að eigi ágætlega við í dag.

Too bad that all the people who really know how to run the country are busy driving taxi cabs and cutting hair.

George Burns

Hið seinna er öllu alvarlegra

Of all tyrannies, a tyranny sincerely exercised for the good of its victims may be the most oppressive.  It may be better to live under robber barons than under omnipotent moral busybodies.  The robber baron's cruelty may sometimes sleep, his cupidity may at some point be satiated; but those who torment us for our own good will torment us without end, for they will do so with the approval of their own conscience.

C.S. Lewis

 

 


Öllu gamni fylgir nokkur alvara

Það er algengt að líta til baka nú og benda á alls kyns hluti sem betur hafa mátt fara.  Margir telja að hefði verið farið að ráðum hinna ýmsu sérfræðinga hafði allt farið á annan og betri veg.  Margir týna fram varnaðarorð sem féllu og furða sig á því að ekki hafi verið farið eftir þeim.

"Harðsvíruðustu útrásarvíkingar" segja okkur nú frá því hvernig þeir hafi varað við ástandinu og telja upp það sem betur hafi mátt fara - hjá hinum.

En ég sjálfur lagði fram mína tillögu í mars síðastliðnum, hér á þessum sama stað, en hana má lesa hér.

En líklega var enginn að hlusta, og hafi þeir hlustað þá gerðu þeir ekkert.

En hefði verið farið að mínum tillögum, væru Íslendingar ekki í þessum vanda í dag. 


Vinsælasta lagið að Bjórá þessa vikuna

 Eftir að ég fékk þetta lag sent í tölvupósti í byrjun vikunnar, hefur þetta lag slegið all hressilega í gegn hér að Bjórá.  "Grísirnir" (2ja og 4ja ára) hafa tekið þetta lag upp á arma sína og heimta það spilað í tíma og ótíma.

Það er kominn tími til að fleiri en ég kveljist. :-)

 


Woodoo stjórnmál

Það eru ekki ný sannindi að stjórnmálamenn eru ekki allra og njóta mismikillar hylli.  Þeir eru umdeildir, elskaðir og hataðir og um þá höfð misfögur orð.

En í Frakklandi hafa hlutirnir þróast áfram.  Frakkar hafa reyndar lengi verið þekktir fyrir að vera nokkuð blóðheitir í stjórnmálaumræðunni og mótmælaglaðir.

En nú hefur þeim boðið að feta nýjar slóðir og í Frönsku Amazon vefversluninni hefur um nokkur skeið mátt kaupa woodoo set með forseta Frakklands Nicolas Sarkozy.  Settið inniheldur dúkku af forsetanum, nálar og leiðbeiningar.  Hefur þetta verið með allra vinsælustu vörum á Franska hluta Amazon.

Nú mun forsetinn hafa höfðað mál á hendur útgáfunni, eftir að hún neitaði að draga settið úr sölu.  Segja lögfræðingingar forsetans að Frönsk lög tryggi einstaklingum einkarétt á ímynd sinni.

Einnig hefur verið hægt að kaupa sett tileinkað síðast forsetaframbjóðenda sósíalist, Ségolène Royal.

Spurning hvort að Íslendingar eigi eftir að sjá Íslenskar útgáfur af þessu fyrir jólin, eru ekki allir að tala um nornaveiðar?


Ekki eru allir Bretar Brown

Stundum eru fyrirsagnir í fjölmiðlum hrein snilli.  Meitlaðar eins og góðir málshættir.  Ég sá meðhangandi frétt á Eyjunni.

Hér er fyrirsögn sem er ekki ólíklegt að eigi eftir að verða að málshætti þegar fram líða stundir.

Ekki eru allir Bretar Brown.

Segir allt sem segja þarf.  Þó að Brown (og reyndar Darling einnig) hafi komið níðingslega fram við Ísland, eiga Íslendingar ekkert sökótt við Breskan almenning.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband