"Ruslpóstarar" fylgjast með tíðarandanum

Sem betur fer fæ ég ekki of mikið magn af ruslpósti, en alltaf er nú eitthvað.  Það eru meiri líkur til þess, virðist vera, að vinna í happdrættum sem ég hef ekki keypt miða í (aldrei vinn ég í þeim sem ég kaupi miða í), einstaklingar sem ég hef aldrei hitt, en bera sama föðurnafn og ég hafa og arfleitt mig að háum upphæðum.

Það ber líka einstaka sinnum við að ég fái póst frá konum sem ég  hef aldrei hitt og hafa hrifist af mér, og merkilegt nokk, virðist það algengara en á meðal kvenna sem ég hef hitt.

Svo hafa auðvitað borist tilboð um að lagfæra líkamsparta og annað slíkt.

En í dag barst mér fyrsti pósturinn þar sem mér er boðið að verða umboðs og dreifingaraðili í Evrópu, fyrir fyrirtæki sem framleiðir andlitsgrímur og annan hlífðarbúnað.

Það er "bransinn" sem allir vilja vera í núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband