Íslendingabók á Háaloftinu

  Fyrr í kvöld horfði ég á þátt úr myndaflokknum "Ancestors in the Attic", sem sýndur er hér á "Sögusjónvarpinu" (History Television).

Í þættinum í kvöld var fjallað um á meðal annara hluta, Íslendingbók og gríðarlegan áhuga Íslendinga á ættfræði.  Vissulega var umfjöllunin hröð og ekki mjög djúp, en það mátti samt hafa gaman af þessu.

Í þættinum var spallað við væntanleg brúðhjón, Jónas og Lindu, rætt var við Véstein Ólason um Landnámu, Eiríkur Guðmundsson sýndi og ræddi um manntalið frá 1703 og loks var rætt við Friðrik Skúlason um Íslendingabók og ættfræðiáhuga hans.

Allt þetta fólk kom alveg prýðilega fyrir og útskýrði málin svo þekkilegt var.

Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem ég sé einhvern af þessum þáttum, enda horfði ég eingöngu vegna þess að fjallað var um Ísland.  Ekki er það svo heldur að ég fylgist svona vel með sjónvarpsdagsskránni, heldur er forsagan sú að snemma á árinu hafði einn af þeim sem sinnir rannsóknarvinnu fyrir þáttinn, Chris Robinson,  samband við mig til að forvitnast um Íslendingabók.  Hann heimsótti mig svo og sýndi ég honum í hvernig vefsíðan virkar og sagði honum frá því sem ég vissi um sögu hennar.

Þessi færsla er endurbirt hér vegna þess að hún féll einhverra hluta út, líklega vegna minna eigin mistaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband