Saving Germany

Svona til að fyrirbyggja allan misskilning, þá vil ég taka að fram að ég gleðst ákaflega yfir fréttum sem þessari.  Bæði vegna Íslendinga og ekki síður Þjóðverja.

Íslendingar eiga án efa eftir að gera það gott með því að flytja út sérþekkingu sína hvað varðar jarðvarmavirkjanir og Þjóðverjar geta fagnað að fá nokkrar vistvænar virkjanir.

Ég geng eiginlega út frá því og vona svo sannarlega að ítarlegt umhverfismat hafi farið fram og engin lýti verði af virkjununum í Þýskalandi.

Ég vona líka að iðnaðarráðherra geri sér grein fyrir því að "okkar framlag" til loftlagsmála getur einnig náð yfir háhitavirkjanir á Íslandi.

Loftslagið er jú alþjóðlegt fyrirbrigði.

Spurningin er svo hvort að þurfi að stofna samtökin "Saving Germany" til að sporna gegn þeirri vá sem svona orkuver geta verið.


mbl.is Orkuútrás í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband