Færsluflokkur: Vefurinn

Líklega koma þeir á langskipum - Líðst forsætisráðherra að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt?

Ég var að lesa hér á blog.is, áhyggjur manna (Sjá Andrés og Stefán) yfir því að Norðmenn eða Danir komi á einhvern hátt að vörnum Íslands.

Þó að ég geti vissulega tekið undir að þetta sé ekki óskastaðan, þá get ég heldur ekki skilið að við getum ekki átt samstarf við þessar þjóðir um varnarmál, það skaðar Íslendinga varla meira en það mikla samstarf sem við eigum við þessar þjóðir nú þegar. 

Persónulega sé ég ekki meiri ástæðu til þess að líta á Ísland sem fylki í Noregi, komi þeir að vörnum landsins, ekki frekar en ég leit á Ísland sem fylki í Bandaríkjunum á meðan þarlendur her sat í Keflavík.

En eins og Stefán kemur inn á þá eru vissulega sterk Norsk tengsl í Íslensku ríkisstjórninni, það sýnir ef til vill betur en nokkuð annað, hvað þessar þjóðir eru tengdar, og tel ég ekki ástæðu til að líta á það sem sérstaka vá, þó að tengsl ráðherra við Norðmenn séu í talin í færri ættliðum, en flestra annara Íslendinga.

Þó verðum við auðvitað að hafa auga með því að þeir byrji ekki að tala um Geir Haarde sem Norðmann, svona rétt eins og þeir hafa reynt að eigna sér Leif Eiríksson.

En þettar "flúttar" við svipað mál sem er komið upp hér í Kanada, nýr formaður Frjálslynda flokksins er nefnilega með útlendan ríkisborgararétt.  Hann er vissulega Kanadabúi, og hefur hérlenda ríkisfestu, enda fæddur hér og uppalinn, en hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, hefur einnig Franskan ríkisborgararétt í gegnum móður sína.

Þetta þykir mörgum Kanadabúum ekki góð "latína", finnst ekki forsvaranlegt að maður sem er hreint ekki ólíklegt að verði forsætisráðherra í náinni framtíð, skuli hafa erlendan ríkisborgararétt.

Stephane Dion yrði þó langt í frá fyrsti forsætisráðherran í Kanada sem hefði tvöfaldan ríkisborgararétt, en hann yrði sá fyrsti sem hefði ríkisborgararétt í öðru landi en Kanada og Bretlandi.

Dion hefur sagt að hann ætli ekki að afsala sér franka ríkisborgararéttinum, þó með þeim fyrirvara að ef hann sjái að það fari að há flokknum á atkvæðaveiðum, þá láti hann undan.

En þetta má lesa á vef Globe and Mail.

Sitt sýnist hverjum um þetta og hefur þetta endurnýjað kraftinn í umræðunni um tvöfaldan ríkisborgararétt hér í Kanada, en mörgum þykir að honum sé útdeilt full frjálslega.

En þetta er eitthvað sem Íslendingar geta líka velt fyrir sér, því nú þegar tvöfaldur ríkisborgararéttur er leyfður fyrir Íslendinga, er þetta vissulega staða sem getur komið upp.


Fjölmargir miðlar

Eins og frem hefur komið í fréttum og ég reyndar bloggaði um fyrir stuttu, er komin ný alþjóðleg fréttarás, þar sem litið er á fréttirnar frá Frönskum sjónarhóli.  Rásin er samvinnuverkefni Group TF1 og Franska ríkissjónvarpsins og kemur Franska ríkið til með að borga brúsann, svona alla vegna að mestu leyti.

En það hefur fjölgað alþjóðlegu fréttarásunum og er jafnvel útlit fyrir að svo verði frekar.  Allir þekkja CNN og BBC, nú hefur eins og áður sagði France24 (þessi rás er sögð hafa verið sérstakt áhugamál Chirac forseta og hefur ýmist verið kölluð "Chirac TV" "Jaques TV" eða "Not The English News") bæst í hópinn og sömuleiðis alþjóðleg rás Al Jazeera.  Fyrir u.þ.b. ári byrjaðu Rússar að senda út alþjóðlega fréttarás, Russia Today en hún hefur ekki vakið mikla athygli og þykir hlutdræg.

Iran er sagt vera að undirbúa fréttarás, sem yrði kölluð "Press" og Kínversk stjórnvöld eru sömuleiðis sögð vera að hugleiða að setja á stofn rás.  Verða ekki allir að eiga eina?  Sömuleiðis eru víst einhverjar þreifingar um að setja á sérstaka fréttarás fyrir Afríku, én fjármögnun mun víst vera meira vandamál þar.

Sömuleiðis berast svo fréttir af mikilli útþennslu á Íslenskum fjölmiðlamarkaði, þó þar sé þennslan einskorðuð við prentmarkaðinn.  Ljósvakamarkaðurinn þykir varla árennilegur þar.

En nýtt vikublað, og líklega tvö ný dagblöð (þó að þau að einhverju marki byggi á gömlum grunni) er ekki lítil viðbót fyrir þjóð sem eingöngu telur u.þ.b. 300.000.

Það er nokkuð merkilegt að þetta skuli allt vera að gerast í einu, en líklega þykir mörgum að einhver "eyða" sé á markaðnum, en ólíklegt verður að teljast að öll áform gangi upp.

Það er þó ljóst að nýju alþjóðlegu fréttarásunum er ekki ætlað að skila hagnaði, þeim er ætlað að skila áhrifum.  Hvað Íslensku miðlana varðar, þá veit ég minna um það, en líklega er þeim þó ætlað hvoru tveggja.  Það hafa líklega fáir hug á því að borga lengi með blöðum á Íslenskum markaði, en það hafa  fáir efnast á blaðaútgáfu á Íslandi, en það er ekki hægt að neita því að útgáfunni geta fylgt áhrif.

 
mbl.is Viðskiptablaðið fimm sinnum í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn með augum Frakka

Þetta er auðvitað ágætis viðbót, sem að Chirac lætur Franska skattborgara greiða fyrir okkur hin. 

Þetta er áhugaverð tilraun, að leggja áherslu á útsendingar á netinu og sýnir hvað hlutirnir hafa breyst og hverju háhraðatengingar breyta landslaginu bæði á netinu og í fjölmiðlun almennt.  Þó verður stöðin einnig send út um gervihnetti og mun sjást á kapalrásum og nást á loftnet víða um heim.

Sjá nánari upplýsingar um stöðina á Wikipedia.

Ég trúi því þó varla þeim upplýsingum sem koma fram Wikipedia, að "budgetið" eigi ekki að vera nema 80 milljónir Evra á ári, ekki nema um 7400 milljónir ISK.  Ég held að það hljóti að vera rangar upplýsingar.

"Setuppið" er velþekkt, fréttalesari fyrir sitjandi fyrir framan glervegg, þar sem sjá má fréttamenn að störfum og hlaupa fram og til baka.  Þetta virðist eiga að vera 3. rásir, ensk, frönsk og arabísk, en þó virtist enska rásin og sú arabíska vera samkeyrðar á ensku þegar ég skoðaði málið. Mér skilst að arabíska rásin eigi að byrja útsendingar á næsta ári.

Vefsíðan kemur ekki upp í fullri útgáfu fyrr en á morgun, en útsendingar eru þegar hafnar.

Þó að sumir fréttaþulirnir tali enskuna með full miklum frönskum hreim, er þetta fín víðbót í flóruna.

Vefsíðan er:  http://www.france24.com 

 


mbl.is Ný alþjóðleg sjónvarpsfréttastöð hefur útsendingar frá Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súludans án virðisaukaskatts. Stéttin stendur höllum fæti á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin!

Þegar ég heimsótti vefsíður Times, nú sem oftar vakti frétt um Norska súludansstaði nokkra athygli mína.  Þarlendir dómsstólar hafa víst nýverið úrskurðað að súludans skuli njóta skattfríðinda til jafns við aðrar listgreinar.

Það má því líklega svo notaður sé vinsæll "frasi", segja að súludansarar njóti ekki sömu stöðu og "kollegar" þeirra í nágrannalöndunum.  Nú vantar bara ábyrga frétta og stjórnmálamenn til að taka málið upp.

Eða eins og segir í fréttinni:

"Striptease, the tantalising dance pioneered by Salome in the Old Testament, is an art form that ranks with opera and ballet, according to a Norwegian court. As a result, strip clubs will be freed from paying the country’s hefty 25 per cent VAT.

The ruling has been a triumph for the young women of the Diamond GoGo Bar in Oslo who had complained that they were being disadvantaged compared to tax-free sword swallowers and stand-up comics.

The last straw came when they heard that tickets for the Chippendales, a male strip act, were exempt from Value Added Tax because of their artistic merit. The Norwegian Council for the Equality of the Sexes took up the strippers’ cause."

"The case has been bouncing back and forth between the courts after a district court ruled in favour of the strip club in May 2005. The state of Norway appealed to the High Court - and this week lost again.

"Striptease, in the way it is practised in this case, is a form of dance combined with acting," said the judges who ruled on the matter, thereby comparing the act to other stage performances which are exempt from VAT.

The Norwegian state is considering whether to take the matter to the Supreme Court.

It was not clear whether the three judges had conducted field research before reaching their verdict. Certainly they made a clear distinction between "banal and vulgar" striptease - in which there is physical contact between dancers and the audience - and artistic dance. "

Fréttina má finna hér.


Vandi Samfylkingar?

Ræða Ingibjargar Sólrunar á flokksstjórnarfundi Samfylkingar í Reykjanesbæ er ágæt og hlýtur að hafa vakið nokkra athygli.

Það sem hlýtur þó að vekja mesta athygli er það sem ég hef tekið út úr ræðunni hér að neðan.  Það vekur upp ýmsar spurningar.

Í fyrsta lagi verður auðvitað gaman að heyra hvað núverandi þingmenn, sérstaklega þeir sem áfram verða í baráttunni hafa um þetta að segja, hvað var þess valdandi að þingflokknum var og er ekki enn treyst?  Einnig verður gaman að heyra álit þeirra á því á hvort að fyrirsjáanlegt brottfall samherja þeirra, og innkoma annara komi að þeirra mati til með að hafa áhrif á traust almennings?

 

Í annan stað, og það skiptir auðvitað meginmáli, er hvort að Ingibjörg er að segja í þessari ræðu, að ef Samfylkingin auki fylgi sitt ekki verulega í næstu kosningum, þá sé það merki um að kjósendur treysti flokknum ekki til setu í ríkisstjórn og því komi flokkurinn til með að sitja hjá?

Því ef fylgi flokksins í síðustu kosningum var merki um vantraust kjósenda, hlýtur svipað fylgi í næstu kosningum að vera það sömuleiðis?  Eða hvað?  Eða er munurinn sá að "Ég" er tilbúin?

"Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknumekki ennþá, ekki hingað til. Of margt fólk sem vill og ætti að kjósa okkur – allur meginþorri Íslendinga sem hafa sömu lífssýn, áhyggjur og verkefni og við – hefur ekki treyst þingflokknum fyrir landsstjórninni. Þetta fólk hefur ekki treyst okkur til þess að gæta hagsmuna þeirra, tryggja stöðugleika, fara með skattpeninga af ábyrgð, gæta þess að atvinnulíf okkar sé samkeppnishæft og vernda hagsmuni Íslands utan landssteinanna.

Fólkið langar en hefur ekki þorað – hingað til. Nú verður á þessu breyting.

En af hverju núna? Jú, vegna þess að Samfylkingin er tilbúin, frambjóðendur eru tilbúnir og ég er tilbúin. Ég ætla að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn, víki sér ekki undan erfiðum verkum, sýni samstöðu, stefnufestu og ábyrgð. Ég treysti því og trúi að þingmenn allir og flokksmenn komi með mér í þennan leiðangur því annars höfum við ekki erindi sem erfiði. Annars náum við ekki árangri í þágu íslensks almennings."

Feitletranir eru allar eftir höfund bloggsins.

P.S.  Það er gaman að sjá að ung/ný kratar telja það fagnaðarefni að í "flokki sem hefur aldrei verið þekktur fyrir foringjadýrkjun" (samanber úrslit prófkjörsins), þá sé mikið meira klappað fyrir formanninum heldur en hjá Framsóknarflokknum.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ætla að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Rock N Roll Kid

Ég horfði á í ríkissjónvarpinu hérna í Kanada heimildamynd um rokkstjörnu, sem er rétt skriðinn á táningsaldur.

CBC sýndi í kvöld "The Rock & Roll Kid", þar sem  viðfangsefnið er 13. ára drengur sem þykir eitthvert mesta gítarleikaraefni sem sést hefur lengi.  Danny Sveinson hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað með hljómsveitum í nokkur ár, troðið upp í næturklúbbum og "túrað" víða um Kanada. Hann spilaði lengst af með hljómsveitinni "Sonic City", en hljómsveitin lagði upp laupana og ef marka má heimildamyndina, eru umboðsmaður Danny og Warner Brothers hér í Kanada að reyna að setja saman nýja hljómsveit í kringum strákinn.

Það verður að teljast afar líklegt að það eigi eftir að heyrast meira í Danny Sveinson í framtíðinni, en hér er umfjöllun um hann í Globe and Mail í dag og hér er frétt úr "lókalblaði" í Vancouver, en Danny býr með foreldrum sínum í Surrey B.C.

Það má finna þó nokkuð af klippum með Danny og Sonic City á YouTube, en geislaplöturnar þeirra fást ekki víða skilst mér.

Ef einhverjir eru síðan að velta því fyrir sér hvaðan nafnið Sveinson kemur, þá er það auðvitað ofan af Íslandi, en ég þekki þá sögu ekki til hlýtar, en drengurinn er af Íslenskum ættum.


Kókið aftur í kólað?

Eins og margir hafa eflaust heyrt segir sagan að örlítið af Kókaíni hafi verið í Coca Cola þegar það kom fyrst á markaðinn.

Nú á dögum "orkudrykkjanna", berast þær fregnir frá Colombiu að drykkir sem innihaldi Kókaín njóti gríðarlegra vinsælda.

Nú nýverið birti www.spiegel.de grein um þessa notkun coca laufsins, þar segir m.a.:

"Coca products were taboo for a long time in Colombia. Now Colombians can purchase coca wine, coca tea and coca cookies. The newest product is called Coca-Sek, an energy drink that is fast developing an international reputation -- much to the irritation of the Coca Cola company.

An ad featuring the slogan "Coca Tea -- the Holy Leaf of the Sun Children" hangs above a colorful, cloth-draped sales booth in the Santa Barbara shopping mall in Bogotá. As recently as 10 years ago, any mother would have yanked her child hastily to the side if they had passed such a stall. But things have changed: Coca tea, coca wine, coca cookies and a variety of similar products have become an integral part of every street festival and flea market in the Colombian capital."

"The soft drink has a fresh, slightly sour taste, like lemonade. Curtidor says he and his wife spent six years developing the flavor. The drink is natural, he says, just like tea -- and, unlike cocaine, it's completely harmless.

When the product was introduced, Curtidor and his handful of colleagues were barely able to produce enough to keep up with demand. The first batch of 3,000 bottles of Coca-Sek -- literally "Coca of the Sun" -- was sold out in a rush. Another 40,000 bottles were sold in the next two months -- mainly in the southern part of the country."

"There are other difficulties as well. Almost the moment his product was on the market, the lawyers of soft drink giant Coca Cola started making life difficult for him. "We've been charged with violating Coca Cola's rights to the name of its product. We're not allowed to use the word 'Coca' in the name of our soft drink -- a word that is more than 5,000 years old and of indigenous origin, and which refers to a sacred plant. We're going to defend ourselves," Curtidor says.

But it's not just about economic success for Nasa Esh. It's also a question of improving the coca plant's image. "We want our products to show that coca has as little to do with cocaine as grapes have with wine.""

"The high nutritional value of the demonized shrub, whose leaves curb the appetite, is widely recognized, Chikangana points out. The green leaves contain not just calcium, iron and phosphate, but also magnesium and vitamins. Coca-based shampoo, toothpaste and soap are already on the market in Bolivia and Peru. The range of products is expanding every year.

Besides coca tea and cookies, Chikangana also sells a coca-based ointment -- called "Kokasana" -- that can be used to treat arthritis, muscle injuries and rheumatism. The product range will soon be expanded by a juice produced from the leaves of the coca shrub. The Sol y Serpiente Foundation, which is supported by the children's rights organization Terres des Hommes, wants to start an education campaign on coca."

Greinina í heild má finna hér.

Líklega bið eftir því að við finnum þetta í stórmörkuðunum.


Móðuharðindi af mannavöldum

Ukrainubúar minnast í dag, laugardag,  þeirra sem létu lífið í hungursneyðinni árin 1932 til 1933.  Enginn veit með vissu hve margir létust, talað er um 7 til 10 milljónir manna.  Engin veit hvað margir voru borðaðir, enginn veit hve margir voru drepnir.

Það býr mikið af fólki af Ukrainskum uppruna hér í Kanada.  Þó nokkrir þeirra eru á meðal kunningja minna.  Það talar gjarna um að ástandið sé ekki gott í "heimalandinu", en enginn hef ég þó heyrt tala með eftirsjá um Sovétímabilið. 

Það má líklega segja að það hafi komið þrjár "bylgjur" af Ukrainubúum hingað til Kanada.  Sú fyrsta kom um svipað leiti og Íslendingar settust hér að hvað mest.  Ukrainumenn voru algengir nábúar Íslendinga í Manitoba, og kenndu Íslendingunum oft til verka í akuryrkju, enda Íslendingar lítt vanir slíkum búskap heiman frá.  Þeir voru líka þekktir fyrir að brugga mun betur en Íslendingarnir og einhverjar sögur eru af Íslendingum sem lentu í vandræðum vegna vodkaskulda.

Önnur bylgja kom svo upp úr seinna stríði og sú þriðja eftir að Sovétríkin féllu.

En þessi þjóð átti ekki sjö dagana sæla undir stjórn kommúnista.  Hungursneyðin á þriðja áratugnum kemur oft fram ef talið berst að Sovétríkjunum, sérstaklega ef vodki er með í för.  Það er ennþá réttlát reiði, stundum allt að því hatur í garð kommúnistastjórnarinnar.  Lái þeim hver sem vill.

Það er óhugnanlegt að lesa lýsingar frá þessum tíma.  Hvað gengið var fram af miklu miskunarleysi.  Ekkert skipti máli nema lokatakmarkið.  Kommúnisminn.  Talið er að allt að 25% af þjóðinni hafi soltið til bana. 

Hvaða átrúnaður fær fólk til að fremja slík voðaverk?

Allur matur var tekinn, þeir sem sýndu mótþróa voru skotnir eða sendir til Síberíu.  Það að taka nokkur öx af akri gat þýtt dauðarefsingu.

Nú berjast Ukrainumenn fyrir því að þessi voðaverknaður verði viðurkenndur sem "þjóðarmorð" á alþjóðlegum vettvangi.  Kommúnistaflokkurinn í landinu berst þó gegn því, og Rússar eru heldur ekki áfram um það, vilja frekar að þetta verði kallað "harmleikur" eða eitthvað í þá áttina.

Persónulega stend ég með Ukrainubúum í þessu máli

Hér og hér má sjá fréttir BBC af þessu máli, hér er frétt Herald Tribune og hér má lesa um Holodomore eins og Ukrainubúar kalla hungsneyðina á Wikipedia.


Hin alíslenska Mjallhvít

Með reglulegu millibili er ég minntur á, eða spurður um söguna um að Mjallhvít hafi verið Íslensk, það er að segja fyrirmynd Mjallhvítar í Disney teiknimyndinni.  Ævintýrið er allt önnur saga, en þó er ofurlítill ævintýrablær yfir ævi "Cartoon Charlie" og því hvernig Mjallhvít varð til.  Bæði rámar Íslendingum gjarna í eldri blaðagreinar um málið og það er merkilegt hvað margir Kanadabúar hafa heyrt eitthvað af málinu.

"Cartoon Charlie" var auðvitað Kanadískur, en "rammíslenskur" að uppruna og bar hið hljóm mikla nafn Karl Gústaf.  En "Mjallhvít" var hins vegar alísklensk og hafði stutta viðdvöl hér í Vesturheimi og sneri heim til "landsins bláa".

En í gær barst mér fréttabréf Hálfdáns Helgasonar (er reyndar ekki áskrifandi, en fæ það oft áframsent) og þar tekur Hálfdán þessa sögu fyrir og gerir það listavel og skemmtilega, en fréttabréf hans eru vel unnin og gleðja alla þá sem hafa áhuga á ættfræði og þá sérstaklega vesturförum Íslendinga.

Vefur Hálfdáns Helgasonar, er www.halfdan.is og ef lesendur vilja fara beint í nýjasta fréttabréfið er það hér

Bókina má sjá hér.


Sjallar í Norð-Austri

Þá er að skella á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norð-Austur kjördæminu, það verður kosið á morgun.

Þeir sem ég hef heyrt í úr kjördæminu tala um að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri spenna í prófkjöri á "norðurhjaranum" og aldrei meira lagt undir.  Kosningaskrifstofur opnaðar, og "stórborgarbragur" á baráttunni.

Það vakti athygli mína að Norðanmennirnir opna aðeins kosningaskrifstofu á Akureyri, en helstu frambjóðendur Austfirðinga opna bæði fyrir norðan og austan.   Kunningjar mínar útskýrðu þetta á mismunandi hátt, einn sagði að þetta sýndi auðvitað "helvítis hrokann" í Akureyringum, en annar sagði einfaldlega að þetta sýndi hvar atkvæðamagnið lægi og hvernig "hreppapólítíkin" legði sig, það væri til lítils að leggja net þar sem væri ekki von um afla.

En þetta á örugglega eftir að vera hörku barátta og líklega verða nokkur tíðindi í prófkjörinu, flestir sem ég heyrði í voru þeirrar skoðunar að Kristján myndi hafa þetta, en Arnbjörg hefði þó saxað á forskot hans á undanförnum dögum.  Það gæti því brugðið til beggja vona.  Því sem næst allir voru hins vegar fullvissir um að Ólöf Nordal fengi góða kosningu.

Síðan ræddu menn möguleikann á því að Ólöf skytist upp fyrir "fallkandídatinn" um fyrsta sætið og hann "súnkaði" niður í það þriðja, um það voru skiptar skoðanir.  En menn fullyrtu í mín eyru að "Kristjánsmenn" leggðu baráttuna upp þannig að kjósa ætti Ólöfu í 2. sætið.  Hvort að það dugir henni á eftir að koma í ljós.

Aðrir þeir sem eru framarlega í baráttunni eru Þorvaldur Ingvarsson, en þó að flestir teldu að hann blandaði sér ekki í alvöru í baráttuna um 1. sætið, vildu menn meina að það gæti þó skipt sköpum hvað mörg "Akureyraratkvæði" hanm tæki af Kristjáni í 1. sætið.  Einn velti því upp hvort að til þess væri leikurinn gerður? 

Sigurjón Benediktsson, sem einmitt bloggar hér á blog.is, og Sigríður Ingvarsdóttir voru  einna helst nefnd til að fylla topp 6 listann.

En frambjóðendurnir bjóða upp á að stilla upp hörkulista, Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn á svæðinu, líklega er ekki óraunhæft að spá þeim 1. þingmanni kjördæmisins og 3. þingmönnum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband