Færsluflokkur: Vefurinn

Hrós

Það er full ástæða til þess að hrósa Friðjóni fyrir þetta mál.

Það er nokkuð ljóst að mínu mati að þetta mál væri ekki statt þar sem það er í dag, ef honum hefði ekki blöskrað þetta og tekið málið upp á bloggsíðu sinni.  Þaðan sem það var í kjölfarið tekið upp í fjölmiðlum.

Síðan, eins og tregðulögmálið gerir reyndar lög fyrir, koma hinar opinberu stofnanir, Talsmaður neytenda og Samgönguráðuneytið.

Þetta mál sannar að það getur heyrst "í einum" og áhrifamáttur bloggsins getur verið mikill.

 Er ekki vel við hæfi að enda þetta á jákvæðum nótum til Friðjóns og Moggabloggsins og segja:

Megi Friðjón og Moggabloggið færa okkur gegnsærri flugfargjöld!


mbl.is Gjöld flugfélaga skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn sem féll til jarðar (úr 12.000 feta hæð)

Við kölluðum þá oft í gríni bakpokaskríl. Þannig töluðum við um fallhlífarstökkvarana þegar ég var í sviffluginu í gamla daga.  Sjálfur hef ég aldrei stokkið í fallhlíf, tók þó nokkur teygjustökk í "den".  Það er skrýtin tilfinning að sjá jörðina koma æðandi á móti sér.

En það er ábyggilega ekkert grín að lenda í því að fallhlífin opnist ekki og varafallhlífin virki ekki, og sjá jörðina æða á móti sér á u.þ.b. 130 km hraða.

En jafn ótrúlega og það hljómar þá er lifði Michael Holmes það af.  Hann lenti í berjarunna og slapp með ótrúlega lítil meiðsli.

Það má lesa viðtal við Michael í The Mail On Sunday, og hér má sjá myndbandsupptöku sem hann tók á leiðinni. 

Ótrúlegt en satt.


Hring-iða/ekja stjórnmálanna

Það þarf góðan tíma til að fylgjast með og vita hver er í hvaða flokki og hverjir fara í framboð fyrir hvern í Íslenskum stjórnmálum þessa dagana.  Svo ekki sé nú talað um hverjir ætla í framboð og fyrir hvað þeir standa. 

Ef marka má þær fréttir sem ég hef séð er Frjálslyndi flokkurinn byggður á stefnuskrá Framsóknarflokksins (sem Framsóknarflokkurinn fer ekki eftir, ef marka má fréttirnar) og getur sömuleiðis komið í stað Samfylkingarinnar, ja alla vegna svona málefnalega séð ef marka má sumar yfirlýsingar.

Hverjir eru til vinstri og hverjir eru hægrimenn virðist verða óskýrara og óskýrara, flokkar eru of pólítískir (bara sagt í gríni) og allt snýst í hringi.

Er það furða þó að stór hópur kjósenda sé óákveðinn?

En það er víðar en á Íslandi sem menn hafa orð á því að skil á milli flokka og stjórnmálamanna séu að verða óljós og jafnvel að mönnum þyki hin pólítíska veröld hafa umpólast eða snúist í hringi.

Ég bloggaði fyrir nokkru um bók eftir Nick Cohen, sem heitir What´s Left (sjá blogg hér) þar sem hann fjallar um hvernig þessir "snúningar" komu honum fyrir sjónir frá sjónarhóli vinstri manns.

En nú las ég dálk í Kanadíska tímaritinu Mcleans þar sem breskur blaðamaður er að fjalla um sambærilega hluti frá sjónarhorni hægri manns.  Bæðir virðast þeir vera þeirrar skoðunar að Bresk stjórnmál hafi í það minnsta að hluta til "umpólast".

En hér er dálkurinn, skrifaður af Martin Newland:

"My wife has forbidden me from talking about politics at family meals. If I nevertheless manage to navigate myself into an argument over Israel or the importance to global stability of a strong U.S., she leaves the table because she knows the bread rolls will soon start flying.

My broadly pro-U.S., pro-Israel stance has relegated me to the cultural and ideological fringes. The hatred of the U.S. and Tony Blair is so intense here in the U.K. that many sections of the right have found themselves in an unlikely alliance with elements of the hard left. Thus, the Daily Mail in London seems to be in competition with the left-wing Guardian and the BBC to see who can heap the most ordure on the U.S. and Mr. Blair.

It is strange that, as a conservative, I feel more politically in tune with the outgoing Labour Prime Minister than with the new-ish Conservative leader. The latter, David Cameron, finger held aloft to test the political wind, has made a point of criticizing U.S. foreign policy, and has attacked Mr. Blair for being too "slavish" to Washington's dictates.

The Conservatives took advantage of the recent war in southern Lebanon to adopt the language of "proportionality" when speaking of Israel and to talk up their "soft power" credentials. Malcolm Rifkind, a former minister and a bit of a "Tory wet," was dispatched to speak to the media about Iraq as a greater foreign policy disaster than either Vietnam or Suez. I don't remember any such talk when the party, its new leader included, voted to invade Iraq in the first place. The Conservatives were fully signed up to "shock and awe" tactics then, as were the British military.

There has always been a streak of anti-Americanism in British conservatism, which probably has something to do with the replacement of British world hegemony by American influence in the last century. Many conservatives now adopt an air of patronizing exasperation when talking about the U.S., as though Americans were well-meaning rednecks with more power than sense. This is pure idiocy. It is likely that the Conservatives will gain power soon. They clearly do not realize that the Americans have long memories, and that any new administration of either political hue will expect public solidarity from its English ally across the water, or at the very least complete discretion.

For my part, I think Cameron is a good politician. But I simply do not trust him as an international statesman. If I wanted Jacques Chirac-style international isolationism I would move to France, where the quality of life is in any case better than in the U.K. For the first time since I turned 18, I think I will be staying away from the polls the next time around. My country has lost its cojones.

The post 9/11 world appears to have firmly rejected what George W. Bush and Tony Blair, for all their blunders, saw as a fundamental truth: we are locked in a cultural and military engagement with resurgent world Islamism, and that unless we defend Western principles -- the rule of law, democracy, the separation of the judiciary and the executive, the separation of church and state, and a fundamentally Judeo-Christian system of ethical behaviour -- we run the risk of becoming culturally and morally overrun. Already our moral sense has become disordered. Conservative commentators are writing about the "calm and dignified" way in which Saddam sought to meet his death. Dinner parties and the media remain obsessed with the invasion of rogue state Iraq, but seem quite relaxed over our handing of the Olympics to China, which suppresses democracy, the flow of information and religious freedom.

We seem incapable of discerning the difference between theocratic Iran possessing nuclear weapons, and democratic Israel possessing them. EU polls have named Israel as the greatest threat to world peace. What about North Korea? What about the fact that the closest the world has come to nuclear exchange since the Cuban Missile Crisis was when India and Pakistan threatened deployment a few years ago? What about Pakistan specifically, whose "father of the bomb," A.Q. Khan, disseminated nuclear know-how to unstable regimes?

When allied to Western interests, U.S. power is a good thing. Instead, we celebrate Washington's weakness and gloat over the humiliation of Tony Blair, who, despite his many failings, has proved himself the most effective British leader since Margaret Thatcher. We appear to welcome the political misfortunes of our Western leaders, and seem ready to place our faith in the hope that myriads of differing and divergent national interests can somehow magically align themselves toward a common purpose should something nasty happen to Western interests, or should the West identify a reason, as it did in Kosovo, to engage in some global policing.

We do not recognize the pacifying influence of American global power, backed by the most formidable military machine in history. Its carrier fleets sit off troublesome coastlines, as reminders to volatile, expansionist states such as Pakistan, China and North Korea that the above-mentioned "Western principles" will be defended to the hilt. Until the pundits and the politicians come up with another formula for the global defence of Western interests and values, I will stick with the Americans.

It will mean eating in another room at family dinners, but that's okay by me.

Dálkinn má finna hér.

 

 

 


Vandfundir vextir - Hvar eru þeir 3% eða lægri?

Í haust skrifaði ég hér á bloggið 2. innlegg um vexti í evrulöndunum. Þau má sjá hér og hér. Kveikjan að þessum skrfum voru greinar sem Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður birti á vef sínum og lesa má hér og hér.

Nú nýverið fékk ég svo tölvupóst þar sem kunningi minn sagði mér að nú væri ný grein kominn á vef Björgvins þar sem lesa mætti eftirfarandi, sama dæmið og áður:

"Fyrr á árinu birti ég grein sem byggði á dæmi sem Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, bjó til um mun á húsnæðisláni á Evrukjörum og íslenskum. Niðurstaðan er afgerandi enda skeikar litlum 50 milljónum á því sem greitt er meira af íslenska láninu en láni í Evrum.

Íslenski húsnæðiskaupandinn þarf í þessu dæmi að borga heilum 50 milljónum króna meira á 40 ára lántökutíma af 15 milljóna láni en sambærilegu láni á Evrusvæðinu. Dæmið rek ég hér á eftir. Gengisdýfur, hátt matvælaverð og vaxtaokur hafa vakið marga af værum blundi um stöðu mála og því er vert að taka ítarlegri umræðu um samskiptin við Evrópu á næstu misserum.

Til að framkvæma samanburð á því hvernig er að vera á húsnæðislánamarkaði á Íslandi og á Evrusvæðinu þá er það hægt með einfölfum hætti í reikningsvél Frjálsa fjárfestingabankans www.frjalsi.is.  Slegið er inn í reiknivélina lán sem eru á vöxtum og verðbólgu Evrusvæðisins, merkt við jafnar afborganir efst til vinstri, setjið t.d. 15 milljónir í næsta reit og því næst 3% vexti (hægt að fá lægri vexti), veljið óverðtryggt lán og 480 gjalddaga. 

Neðst kemur upp íslenska lánsins sjálfkrafa.  Veljið t.d. 3.5% verðbólgu, gætið þess að velja 40 ár, ýtið á reikna og þá blasir munurinn við:

                                                       Evrópskt lán            Íslenskt lán
Meðalgreiðsla næstu 12 mánuði         68.321 kr.              75.092 kr.
Meðalgreiðsla yfir allan lánstímann    50.040 kr.              154.547 kr.
Afborgun                                            15.000.000 kr.    15.000.000 kr.
Vextir og verðbætur                           9.018.990 kr.           59.184.215 kr.
Samtals greitt:                                  24.018.990 kr.        74.184.215 kr.

Það munar semsagt 50 milljónum króna í kostnaði fyrir húsnæðiskaupandann eftir því hvort verslað er húsnæði á Íslandi eða í Evrópu. Hálfum mánaðarlaunum afborganirnar á mánuði að jafnaði yfir allan lánstímann." 

Greinina í heild má finna hér.  Sem fyrr eru ekki nefndar til sögunnar nokkrar lánastofnanir sem bjóða upp á 3% vexti eða lægri.  Mér hefur reynst það ómögulegt að finna lánastofnanir sem bjóða slíka vexti á evrusvæðinu, en það getur auðvitað verið vegna vanþekkingar minnar á þeim markaði.Þó virðist mér það vera nokkuð algengt að bankar bjóði húsnæðislán með ákveðnu álagi á Euribor vexti (www.euribor.org), en hvernig þeir vextir hafa verið það sem af er ári má sjá t.d. hér.  Það vantar þó nokkuð upp á að slíkt fyrirkomulag hafi skilað vöxtum í kringum 3% eða lægri nú um töluvert skeið.Ég skoðaði þó sem áður vextina sem Bank of Ireland býður upp á og skoðaði líka vexti hjá Allied Irish Bank.  Það er augljóst af þeim tölum að ef 3% vexti á húsnæðislánum er einhversstaðar að finna á evrusvæðinu, er það ekki á Írlandi. 

Það má þá líklega líka segja að þó að einhversstaðar væri að finna 3% vexti á Evrusvæðinu, væri enginn trygging fyrir því að Íslendingar nytu þeirra (væru þeir meðimir) frekar en Írar gera það.

En ef einhver veit um banka á Evrusvæðinu sem er að bjóða 3% vexti eða lægri, væri gott að fá link á þá hér í athugasemdum.

Ég athugaði líka stuttlega vexti í Danmörku, en krónan þeirra er fastbundin við evruna þó að þeir hafi tekið þann kost að vera ekki í evrusamstarfinu, sömu sögu er að segja af Eistnesku krónunni, en vexti þar má sjá hér. Hér má svo sjá vexti í Noregi, en það má auðvitað segja að gott sé að bera þá saman við Íslenska vexti, þar sem þeir eru ekki í Evrusamstarfi, en eru þó auðvitað mikið stærra hagkerfi en Ísland.

Því verður ekki á móti mælt að vaxtakjör til húsnæðiskaupa eru víða betri en á Íslandi, en munurinn er alls ekki eins mikill og margir stuðningsmenn ESB vilja vera láta.  Það ber einnig að hafa í huga að ég hef ekki rekist á banka á Evrusvæðinu sem býðst til að lána með föstum vöxtum til 40 ára, og einnig þá staðreynd að þó að vextir hafi verið lágir á Evrusvæðinu á árunum 2004, 2005 og fyrri part 2006, þá voru vextir til húsnæðiskaupa mun hærri árin á undan og byrjuðu að stíga aftur á seinnihluta 2006.

Vextir voru lágir, enda efnahagslífið í hægri siglingu, atvinnuleysi mikið og þörf á því að örva hagkerfið.  Nú horfir heldur til betri vegar og því eru vextirnir á uppleið.

En auðvitað væri það gott ef einhver fjölmiðilinn  tæki sig til og bæri saman heildarkostnað við húsnæðislán á Íslandi og í öðrum löndum, en það væri auðvitað nauðsynlegt að bera saman aðrar hagstærðir sömuleiðis, svo sem atvinnuleysi, kaupmáttaraukningu, hagvöxt og annað slíkt. 

Það getur nefnilega gefið villandi mynd, ef aðeins eitt atriði s.s. vaxtastig er tekið út úr, ég tala nú ekki um ef að það er gefið upp þó nokkuð lægra heldur en raunin er.

Það getur verið verulega villandi.


Tæknibyltingin

Já, ég held að þetta sé rétt hjá Gates, líklega varir þetta þó lengur en áratug, og byrjaði fyrir þó nokkru.   Tækniframfarirnar hafa verið ótrúlegar.  Maður verður ekki síst var við framþróunina þegar maður býr fjarri "heimahögum".

Dagblöð þurfa ekki pappír, ég sæki þau á PDF á netinu, að hlusta á útvarp frá Íslandi er auðvelt mál, sama gildir um sjónvarp (þó er ekki allt aðgengilegt á netinu).  Ég sendi myndir í prentun í gegnum netið og þá skiptir engu máli hvort ég sendi þær til Costco hér í Toronto, eða til Pedromynda á Akureyri.

Hver sem er tekur upp myndbönd slengir þeim á YouTube eða álíka servera og getur þannig dreift efni til allra sem kæra sig um að sjá.  FlckR gegnir sama hlutverki fyrir ljósmyndara.

Það má þó ekki gleyma því í öllum hamaganginum, að það er alltaf innihaldið sem skiptir máli, ekki aðgangurinn.

Núna hringi ég flest mín símtöl beint úr tölvunni, ýmist fyrir lítið fé eða ekki neitt, það er engin smá breyting.

Ekkert mál er að sinna verkefnum heima fyrir (þó ekki öllum) og senda hvert á land sem er. 

Stafræna samfélagið er vissulega komið vel á legg, pappírslausa samfélagið lætur þó vissulega á sérs standa.  En þessi tækni sparar samt bæði tíma og hráefni og er að því leyti til umhverfisvæn.  Eins og áður sagði er hægt að lesa blöð án pappírs, ekki þarf "framkallara", "fixera" og "stoppböð" fyrir stafrænar "filmur", líklega eru færri myndir prentaðar út en ella, segulbönd eru óþörf og svona mætti lengi telja.

Síðast en ekki síst gefur tæknin kverúlöntum eins og mér tækifærir til að koma skoðunum mínum á framfæri án töluverðar fyrirhafnar.  Það getur þó verið að mörgum þyki það ekki teljast til framfara.


mbl.is Bill Gates fagnar „stafræna áratugnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af McDonaldsbloggi

Ég sá þegar ég las yfir blog Davíðs Loga að einhverjum þyki "Moggabloggið" ekki "góður pappír" og segja það McDonalds bloggsins.

Ekki ætla ég að fara að rífast mikið um hve merkilegur hinn eða þessi staðurinn er til að blogga á, eða hversu merkilegur hinn eða þessi bloggarinn er. 

En hitt vil ég nefna, að mér þykir þessi samlíking ómakleg og raunar að mestu leyti út í hött.

Persónulega finnst mér þó frekar verðskulda nafnbótina "McDonaldsblogg", sem byggja alfarið á alþjóðlegum kerfum (rétt eins og McDonalds) og gera lítinn eða engan greinarmun á mismunandi tungumálum.  Þar er t.d. ekki boðið að setja inn "athugasemdir", heldur eingöngu "comments", þar eru ekki "eldri færslur" heldur "archives" og þar fram eftir götunum.  Rétt eins og á McDonalds þar sem flest er staðlað og umbúðirnar segja ekkert um í hvaða landi viðskiptavinurinn er staddur.

Það sem mér finnst mest heillandi við "Moggabloggið" er að þegar ég sá það fyrst (vinur minn sendi mér línu og sagði mér að hann væri byrjaður að blogga) var allt á Íslensku.  Þetta var allt saman rammíslenskt og Íslenskt hugvit nýtt til að útbúa Íslenskan blogheim, eða samfélag.

Ég ákvað að byrja að blogga, vegna þess að mér fannst mér vanta stað þar sem ég hugsaði og tjáði mig á Íslensku, en ég var farinn að finna fyrir því að þó að ég hefði ekki búið verulega lengi erlendis, þá ryðgaði Íslenskan furðu fljótt og ég var ekki með nýjustu orð og hugtök á takteinunum og sletturnar jukust.

Mér fannst það líka hið besta mál, að hér væru samankomnir bloggarar hvaðanæva að, en flestir blogguðu á Íslensku og hér væri hægt að lesa hugsanir, áhyggjur og slúður hins venjulega Íslenska "kverúlants", eða "bloggspekings", allt eftir hvernig litið er á málin.

Ef "Moggabloggið" er sekt, þá er það fyrst og fremst af því að hafa gert bloggið aðgengilegt fyrir almenning, á Íslensku, með lágmarksfyrirhöfn fyrir hvern og einn.  Vissulega hugnast ekki öllum auglýsingar, en hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.

En fyrir marga, sérstaklega fyrir þá sem að tölvukunnáttan er ekki mikil hjá, nú eða enskukunnáttan hvað varðar tölvumál, er þetta framtak mikils virði.

En þetta minnir mig dulítið á hvað það verður "ófínt" að hlusta á hljómsveitir loksins þegar þær verða vinsælar fyrir alvöru. 


Ekkert "Royal handshake" fyrir Hillary

Það hefur vakið nokkra athygli að ekkert verður af því að Segolane Royal, forsetaframbjóðandi Franska Sósíalistaflokksins, hitti Hillary Rodham Clinton, eins og til stóð.

Eins og kemur fram í fréttaskeytum um þetta, er Segolane lítt reynd í utanríkismálum og hefði það án efa hjálpað henni forsetaframboðinu að fá "photo op" með Hillary, en Clinton hjónin eru feykivinsæl í Frakklandi.

En ef til vill má segja að Frakkar séu ekkert of vinsælir í Bandaríkjunum, og reyndar ekki Evrópskir stjórnmálamenn sem hallmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna, eða tala illa um Bandaríkin.  Það telst því ekki klókt af Öldungardeildarþingmanni sem er að hugsa um að bjóða sig fram til forseta, að sjást með "þannig fólki" á mynd.  Því varð ekkert af fyrirhuguðum fundi Clinton og Royal.

Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvort  að Repúblikanar hafi þegar tryggt sér myndir af þessum fundi, og hafi jafnframt látið þýða nokkur vel valin ummæli Ingibjargar yfir á engilsaxneskuna.  Það skyldi þó ekki vera :-)

Hér eru tvö sýnishorn úr frétt NYT um "Royal" málið:

"Speculation about the power women's relationship rose in France after a newspaper said Royal had postponed a U.S. trip planned for this month because Clinton did not want to see her.

Socialist regional leader Royal, 53, a relative political newcomer with little foreign policy experience, has made little secret of the fact she would like to meet Clinton to bolster her international credentials.

But after gaffes by Royal on a trip to the Middle East, the Democratic Senator from New York, who is believed to be eyeing a White House bid in 2008, was less than enthusiastic about being seen together with the French candidate, Le Parisien daily said at the weekend, quoting a Clinton adviser.

"Hillary, whose candidature is far from assured, is very vigilant and cannot afford the slightest false move,'' it quoted the adviser as saying. ``She does not want to be associated with Royal's recent comments. It wouldn't be good for her image.''"

"Royal earned much criticism from her political opponents after she apparently agreed with comments from a Lebanese Hezbollah politician condemning U.S. foreign policy and analysts said it could be risky for a U.S. candidate to be linked to her.

"The Clintons are very popular in France,'' said Hall Gardner from the American University of Paris.

"It would help Royal to be seen with Hillary. But the contrary isn't the case. ... Royal's contacts with Hezbollah may not go down well with Hillary's Democratic supporters.''

On her recent Middle East visit, Royal waited a day before condemning comments made in front of her by Hezbollah politician Ali Ammar who described past Israeli occupations of the country as Nazism. She said she had not heard his words.

She was also forced to clarify her position after she seemed to agree with Ammar's assessment of U.S. foreign policy as ``unlimited insanity.''"

Fréttina í heild má finna hér.


Meira af afneitun

Ég bloggaði í gær um ráðstefnu þá sem haldin var í Íran og snerist að stóru leyti um afneitun Helfararinnar.

Ég rakst síðan á í dag, fína grein eftir Ayaan Hirsi Ali á vef Interational Herald Tribune.  Það er óhætt að hvetja alla sem áhuga hafa fyrir efninu til að lesa greinina, enda persónulegar reynslusögur gott innlegg í umræðuna.  Ali hefur verið óhrædd við að gagnrýna trúbræður sína og systur, og hefur verið hundelt fyrir.

En grípum niður í greinina:

"I told my half-sister all this and showed her the pictures in my history book. What she said shocked me more than the awful information in my book.

With great conviction my half-sister cried: "It's a lie! Jews have a way of blinding people. They were not killed, gassed nor massacred. But I pray to Allah that one day all the Jews in the world will be destroyed."

My 21-year-old sister did not say anything new. My shock was partly at her reaction in the light of so much evidence and partly because of the genocides of our own time.

Growing up as a child in Saudi Arabia, I remember my teachers, my mom and our neighbors telling us practically on a daily basis that Jews were evil, the sworn enemies of Muslims who's only goal was to destroy Islam. We were never informed about the Holocaust.

Later in Kenya, as a teenager, when Saudi and other Gulf philanthropy reached us in Africa, I remember that the building of mosques and donations to hospitals and the poor went hand in hand with the cursing of Jews. Jews were said to be responsible for the deaths of babies, epidemics like AIDS, for the cause of wars. They were greedy and would do absolutely anything to kill us Muslims. And if we ever wanted to know peace and stability we would have to destroy them before they would wipe us out. For those of us who were not in a position to take arms against the Jews it was enough for us to cup our hands, raise our eyes heavenward and pray to Allah to destroy them.

Western leaders today who say they are shocked by the conference of President Mahmoud Ahmadinejad of Iran denying the Holocaust need to wake up to that reality. For the majority of Muslims in the world the Holocaust is not a major historical event they deny; they simply do not know because they were never informed. Worse, most of us are groomed to wish for a Holocaust of Jews."

"I cannot help but wonder: Why is there no counter-conference in Riyadh, Cairo, Lahore, Khartoum or Jakarta condemning Ahmadinejad? Why is the Organization of the Islamic Conference silent on this?

Could the answer be as simple as it is horrifying: For generations the leaders of these so-called Muslim countries have been spoon-feeding their populations a constant diet of propaganda similar to the one that generations of Germans (and other Europeans) were fed that Jews are vermin and should be dealt with as such. In Europe, the logical conclusion was the Holocaust. If Ahmadinejad has his way, he will not wait for compliant Muslims ready to act on his wish."

Greinina í heild má finna hér.

 

 


Afneitunin

Rakst á ágætis dálk í Globe and Mail, þar fjallar Rex Murphy um nýliðna ráðstefnu í Íran um Helförina.  Hann gefur henni ekki háa einkunn. 

Mér finnst það enda nokkuð merkilegt hvað fólk og fjölmiðlar hafa verið hógværir í fordæmingu á þessu "framtaki" Íransstjórnar.

Ekki einu sinni einn einasti Íslenski stjórnmálaflokkur eða ungliðasamtök á Íslandi hafa fordæmt þetta svo ég hafi séð, hefur þó oft verið minni ástæða til að láta í sér heyra.

Vissulega er rangt að mínu mati að banna slíkar ráðstefnur eða skoðanir, eins og sum ríki hafa gert, mál og skoðanfrelsi er alltof dýrmætt til að láta nazista takmarka það, en við eigum hins vegar að notfæra okkur frelsi okkar til að fordæma þær.

En hér eru nokkur brot úr pistli Rex Murhphy´s:

"Mocking the absolute misery, of another human being has to be — next to deliberately and wantonly designing that misery — the lowest of human behaviours.

Mocking the misery, torment and death of six million human beings, therefore, belongs to some unspeakable category of epic depravity.

What form, what shape would the keenest of such mockery take? Would it be to jeer publicly and laugh at the torments and death of so many, to take open delight at the nearly unimaginable pain and terror visited on so many?

To cheer the misery of millions would surely be an offence to scorch the ears of hell itself. But, if you are a Jew, I suspect that the last and perfect insult, the one that surpasses even open mockery of the Holocaust — its last cruelty so to speak — is to say there was no Holocaust."

 

"The target of it all, as it always is, was Israel and the Jews. For Mr. Ahmadinejad, the nearly illimitable suffering of the six million is a Jewish lie. On state television he proclaimed: “They [the Jews] have fabricated a legend under the name Massacre of the Jews, and they hold it higher than God himself, religion itself and the prophets themselves.” The same Mr. Ahmadinejad, who mocks and derides the historical Holocaust, opens this demented seminar with the clear promise of one soon to come: “The Zionist regime will be wiped out soon, the same way the Soviet Union was, and humanity will achieve freedom.” He has so often proclaimed that Israel will be “wiped off the map” that the phrase hardly needs quotation marks. But note, too, how he links Israel's being wiped out with humanity, all humanity, “achieving freedom.”

The death of Israel, i.e., the death of Jews, as millennial panacea, the removal of the one impediment to universal harmony — where have we heard this before? We are not far, not far by one inch, from the racist dogmas that found such terrible audience in 1930s Germany. The Jew now, as then, is always out of scale — in power, in insidiousness, in perniciousness to the common good of mankind.

“If somebody in their country questions God, nobody says anything,” Mr. Ahmadinejad said. “But if somebody denies the myth of the massacre of Jews, the Zionist loudspeakers and the governments in the pay of Zionism will start to scream.”

This is anti-Semitism's latest diabolic twist. The Holocaust was powered by the great lie of the Jewish world conspiracy, and now the Holocaust itself is another “Jewish conspiracy.” Anti-Semitism as the snake that swallows its own tail. The malice here is profound. While most of the sane world looked upon this conference as deranged and hateful, and many worthy people said as much, hatred and mockery of Israel and the Jews has become so common that this outlandish gathering in Tehran this week seemed almost ordinary, predictable.

Let us recall that was Arendt's reading of Eichmann — ordinary, predictable, banal."

Greinina má finna í heild hér.


Fucking - ekki svona hratt

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_fucking_nicht_so_schnell.jpg

Þegar ég las þessa frétt kom mér í hug bær í Austurríki, en myndir af bæjarskiltum hans hafa farið marga hringi á netinu.  Það getur verið erfitt að búa í bæjum með skrýtnum nöfnum, og hefur það einnig í för með sér aukna glæpi, í því formi að óprúttnir aðilar fá mikla löngun til að stela skiltum með nöfnum bæjarins.

Ég er auðvitað að tala um bæinn Fucking, en þar hafa menn stundum viljað skipta um nafn, en hitt er þó líklegra að nafnið hafi í för með sér aukinn ferðamannastraum.

Uppruni nafnsin, alla vegna ef marka má Wikipediu, er frá manni að nafn Focko, og þýðir fólkið hans Fockos. 

Hér er svo einnig smá fróðleikur.


mbl.is Íbúar vilja breyta dónalegu bæjarnafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband