Sjallar í Norð-Austri

Þá er að skella á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norð-Austur kjördæminu, það verður kosið á morgun.

Þeir sem ég hef heyrt í úr kjördæminu tala um að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri spenna í prófkjöri á "norðurhjaranum" og aldrei meira lagt undir.  Kosningaskrifstofur opnaðar, og "stórborgarbragur" á baráttunni.

Það vakti athygli mína að Norðanmennirnir opna aðeins kosningaskrifstofu á Akureyri, en helstu frambjóðendur Austfirðinga opna bæði fyrir norðan og austan.   Kunningjar mínar útskýrðu þetta á mismunandi hátt, einn sagði að þetta sýndi auðvitað "helvítis hrokann" í Akureyringum, en annar sagði einfaldlega að þetta sýndi hvar atkvæðamagnið lægi og hvernig "hreppapólítíkin" legði sig, það væri til lítils að leggja net þar sem væri ekki von um afla.

En þetta á örugglega eftir að vera hörku barátta og líklega verða nokkur tíðindi í prófkjörinu, flestir sem ég heyrði í voru þeirrar skoðunar að Kristján myndi hafa þetta, en Arnbjörg hefði þó saxað á forskot hans á undanförnum dögum.  Það gæti því brugðið til beggja vona.  Því sem næst allir voru hins vegar fullvissir um að Ólöf Nordal fengi góða kosningu.

Síðan ræddu menn möguleikann á því að Ólöf skytist upp fyrir "fallkandídatinn" um fyrsta sætið og hann "súnkaði" niður í það þriðja, um það voru skiptar skoðanir.  En menn fullyrtu í mín eyru að "Kristjánsmenn" leggðu baráttuna upp þannig að kjósa ætti Ólöfu í 2. sætið.  Hvort að það dugir henni á eftir að koma í ljós.

Aðrir þeir sem eru framarlega í baráttunni eru Þorvaldur Ingvarsson, en þó að flestir teldu að hann blandaði sér ekki í alvöru í baráttuna um 1. sætið, vildu menn meina að það gæti þó skipt sköpum hvað mörg "Akureyraratkvæði" hanm tæki af Kristjáni í 1. sætið.  Einn velti því upp hvort að til þess væri leikurinn gerður? 

Sigurjón Benediktsson, sem einmitt bloggar hér á blog.is, og Sigríður Ingvarsdóttir voru  einna helst nefnd til að fylla topp 6 listann.

En frambjóðendurnir bjóða upp á að stilla upp hörkulista, Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn á svæðinu, líklega er ekki óraunhæft að spá þeim 1. þingmanni kjördæmisins og 3. þingmönnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband