Færsluflokkur: Evrópumál
24.3.2023 | 15:52
Lýðræðið og bræðralagið
Persónulega finnst mér ekki óeðlilegt að Frönsk stjórnvöld vilji hækka eftirlaunaaldurinn í landinu.
Margt hefur breyst síðan slíkt var samþykkt, hækkandi lífaldur, almennt heilsufar, starfsumhverfi og ef til vill ekki síst fjárhagur hins opinbera.
Það er því býsna margt sem kallar á hækkun aldurs til lífeyristöku.
En ég er hins vegar af hissa á því hve littla athygli það vekur að forseti Frakklands kjósi að sniðganga þingið og í raun setja lögin að hætti "sólkonunga".
Það hefur nú oft þurft minna til að talað sé um "lýðræðishalla" og "einræðistilburði" o.s.frv.
En að flestu leyti finnst mér því miður að þessarar tilhneygingar gæti æ oftar og víðar, að sniðganga þingin, ef þess er nokkur kostur.
Kórónufárið ýtti undir þessa tilhneygingu og kom sjálfsagt einhverjum á bragðið en þetta ýtir undir vantraust á stjórnvöldum.
Almenningur á skilið að sjá hvernig þeir fulltrúar sem þeir kusu myndu greiða atkvæði um mál sem þetta.
Ætlar ekki að leysa upp þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 25.3.2023 kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2022 | 10:49
Skuldir og verðbólga
Eins og flestir vita og hafa líklega orðið áþreifanlega varir við, hefur verðbólga stóraukist víða um heim, ekki síst í hinum Vestræna hluta hans.
Það ætti í raun ekki að koma á óvart, enda hafa "peningprentvélar" verið stöðugt í gangi og skuldasöfnun margra ríkja vaxið með ótrúlegum hraða.
Hér á neðan má sjá í hvaða ríkjum Evrópu (ég þori nú ekki að fullyrða að þau séu öll tekin með), skudlir stjórnvalda hafa aukist hraðast og hvar minnst.
You will find more infographics at Statista
Það er vert að taka eftir hvaða ríki raða sér í neðstu sætin. Þar eru þau ríki sem oft eru kölluð "skattaparadísir" Evrópusambandsins, og eitt til viðbótar, Svíþjóð.
Þau ríki sem hafa góðar tekjur frá risafyrirtækjum (sem mjög mörg hafa gert það gott í faraldrinum) sem takmarkanir hafa lítil áhrif á, vegna þess að starfsemi þeirra eru lítil, en skatttekjurnar skila sér sem aldrei fyrr.
En það á eftir að koma í ljós hvernig eða hvort leysist úr þeirri skuldakreppu sem framundan er.
Það hjálpar vissulega að vextir eru lágir og verðbólga há. Verðbólgan eykur skatttekjur á meðan virði skuldanna rýrnar.
Spurningin er hvort að það verði eina leiðin sem verður talin fær?
P.S. Bæti hér við tengil á nýja frétt Viðskiptablaðsins um skuldastöðu Bandaríkjanna sem er langt frá því að vera glæsileg hefur aukist um 50% á fáum árum. En verðbólga er þar hærri en hún hefur verið undanfarin næstum 40 ár. En þeir hafa þó sinn eigin gjaldmiðil.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2022 | 19:45
Hefur Rússland rétt á því að gúkna yfir nágrönnum sínum?
Ein af stóru spurningunum þessa dagana er hvort að Rússland muni ráðast inn í Ukraínu á næstu vikum eða mánuðum?
Mér hafur á margan hátt fundist athyglisvert að fylgjast með umræðum um hættuna á innrás Rússa og hvað eigi til bragðs að taka.
Mest á óvart hefur mér komi hve margir "Rússadindlar" er enn að finna í Vestur-Evrópu og jafnvel á Íslandi.
"Rómantík roðans í austri" virðist alls ekki hafa liðið undir lok.
Ótrúlega margir virðast telja að nágrannaríki Rússlands eigi að sitja og standa eins og Rússum þóknast og sjálfstæði þeirra vegi ekkert á móti kröfum Rússa.
Rússar eigi á ákveða hvort nágrannaþjóðir þeirra gangi í NATO, gangi í "Sambandið", nú eða yfirleitt vingist við það sem studnum er kallað "Vesturveldin".
Skyldu slíkir "Rússadindlar" telja að að slíkt gildi aðeins um Ukraínu og Georgíu, aða hvaða ríkjum skyldu þeir vilja bæta við listann?
Finnlandi? Svíþjóð? Eystrasaltsríkjunum? Póllandi? Noregi. Einhverjum fleiri?
Steðreyndin er sú að ekkert þessara ríkja, Ukraína þar með talin, er eða hefur verið ógn við Rússland/Sovétríkin, nema ef farið er aftur um margar aldir.
Heldur einhver að Ukraína eða Svíþjóð hyggi á innrás í Rússland? Nú eða Finnland? Ég vona ekki, en öll þessi lönd eru að stórauka varnir sínar vegna ótta við hegðun Rússa.
Ég held að það væri hollt fyrir marga að leita á náðir Hr. Google með orðið "finnlandization".
Hvers vegna ætti það að teljast eðlilegt ástand fyrir nágrannaríki Rússlanda að Rússar stjórni viðamiklum þáttum í utanríkisstefnu þeirra?
Er sá tími ekki liðinn?
Hins vegar er ákjósanlegt að gott samband sé á milli Rússa og nágranna þeirra, en Rússar verða að læra að bjóða eitthvað annað en "bjarnarhramminn" og yfirgang.
Ég vona að sem flestir Íslendingar (sem og aðrir) styðji sjálfsákvörðunarrétt þjóða, alþjóðalög og að virða beri landamæri.
Johnson ræðir við Pútín um Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2022 | 23:13
Veldur Euroið verðbólgu? Tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu
Nú er "heimsins forni fjandi", verðbólgan kominn aftur á kreik. Það er reyndar ekki langt síðan það mátti heyra sósíalista hér og þar fullyrða að ríkið gæti fjármagnað sig með peningaprentun án þess að nokkur yrði þess var.
En "faraldurinn" færði okkur þau gömlu sannindi að peningaprentun þýðir verðbólga. Skertar flutningalinur þyðir verðbólga. Sé peningamagn aukið án þess að framleiðsla eða framboð sé það sömuleiðis þýðir það verðbólga.
En desember hefur líka fært ökkur þá staðreynd að verðbólga á Íslandi í nýliðnum desember var lægri en á Eurosvæðinu (meðaltal) og í Bandaríkjunum.
Líklega hefa einhverjir ekki átt von á því að lifa slíka tíma.
Nu er reyndar svo komið að finna má tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu, því verðbólgan var 12% í Eistlandi og 10.7% í Litháen í desember.
Á Íslandi var hún (best er að nota samræmdar mælingar og ´því eru notaðr tölur frá "Hagstofu" Evrópusambandsins hér) 3.9%.
Lægst er verðbólgan á Eurosvæðinu hjá Möltu, 2.6%. Það er sem sé næstum 10 %stiga munur á hæstu og lægstu verðbólgu innan svæðisins.
Það ætti að kveða í kútinn í eitt skipti fyrr öll þá mýtu að verðbólga innan sama mynsvæðis verði áþekk, eða að verðbólg hlyti að minnka á Íslandi ef euro yrði tekið upp (það segir þó ekki að slikt væri ekki mögulegt).
En svo spurningunni í fyrirsögninni sé svarað, er það auðvitað ekki euroið sem veldur þessari verðbólgu, heldur efnahagsaðgerðir og efnahagskringumstæður í mismunandi löndum. Rétt eins og sambandið er á milli efnahagsmála og krónunnar Íslandi.
En það er mikill misskilningur að gjaldmiðill valdi verðbólgu.
En ef að Íslandi hefði tekið upp euro sem gjaldmiðill er auðvitað engin leið að segja hvort að verðbólga væri 12% eins og í Eistlandi, nú eða 5.7% eins og í Þýskalandi. Hún gæti jafnvel verið sú aama og hún er nú, 3.9%.
Nú spá margir því að vaxtahækkanir séu í farvatninu hjá Seðlabönkum heims (flestum) en ýmsir þeirra, þar á meðal Seðlabanki Eurosvæðisins og sá Bandaríski eiga erfiðar ákvarðanir fyrir höndum, sérstaklega Seðlabanki Eurosvæðisins, því vaxtahækkanir hans gætu sett ríki innan svæðisins svo gott sem á höfuðið.
Að ýmsu leiti eru Íslendingar því í öfundsverðri stöðu, vaxtahækkunarferli hafið og skuldastaða hins opinbera enn viðráðanleg.
Enn margt getur farið úrskeiðis.
En það er vissulega umhugsunarefni að upptaka euros skuli enn vera þungamiðja efnahagsstefnu tveggja Íslenskra stjórnmálaflokka.
Evrópumál | Breytt 24.1.2022 kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2021 | 22:58
Fyrirsjáanleiki - í raforkuverði. Kaldur vetur framundan víða í Evrópu?
Orðið fyrirsjáanleiki er líklega eitt af tískuorðum undanfarinna missera. Mikið hefur verið talað um að fyrirsjáanleiki sé nauðsynlegur fyrir fyrirtæki og einnig einstaklinga.
Vissulega er alltaf gott að vita hvað er framundan eða hvað framtíðin ber í skauti sér, en lífið er þó oft á tíðum allt annað er fyrirsjánlegt.
En vissulega leitumst við (flest) að búa í haginn fyrir okkur þannig að við vitum hvers er að vænta.
Það þarf ekki að koma á óvart að erlend fyrirtæki velti fyrir sér að setja á fót starfsemi á Íslandi, þar sem raforkuverð er nokkuð fyrirsjáanlegt.
Þannig er málum ekki háttað víðast um Evrópu þessa dagana, þar sem enginn veit hvaða raforkuverð verður á morgun (bókstaflega), hvað þá lengra inn í framtíðina.
Ný met á raforkuverði líta reglulega dagsins ljós og jafnvel er talin hætta á því að framtíðin feli hreinlega í sér orkuskort.
Lognið sem mörg okkar kunna vel að meta verður til þess að raforkuverð hækkar vegna þess að vindmyllur snúast ekki.
"In Italy, electricity bills have risen by 20 percent in the last quarter and are expected to rise by 40 percent from October, according to Minister for the Ecological Transition Roberto Cingolani."
"In Spain, the government is facing a political crisis caused by record-breaking power prices which have tripled to 172.78 per megawatt-hour over the last half-year."
Sjá hér.
Rafmagnsverð náði nýlega methæðum í Eistlandi, þar sem rafmagnsverð hækkaði "yfir nótt" um u.þ.b. 100%.
"The price of electricity in the Estonian price area of the Nord Pool power exchange will rise to an average of 160.36 per megawatt-hour on Wednesday. A year ago, electricity cost 94 euros less at the same time.
The price will be the highest on Wednesday in the morning and evening, at 9 a.m. electricity will cost 192.11 per megawatt-hour, at 7 p.m. it will rise to 192.86 per megawatt-hour.
After midnight, the price will drop again to 90.05."
Í Bretlandi hefur heildsöluverð á gasi hækkað sexfallt síðastliðið ár og reiknað er með að rafmagnreikningar hækki um fast að 40% á næstu 12. mánuðum, jafnvel meir.
Sumir notendur hafa fest raforkuverð til lengri tíma (og borga jafnan hærra verð en aðrir) en margir greiða markaðsverð á hverjum tíma (sem hefur gjarna verið ódýrara til lengri tíma).
En orkufyrirtæki sem hafa mikið selt á föstu verði hafa einmitt lent í vandræðum og sum farið á höfuðið, sbr þessa frétt Bloomberg.
Flestar spár eru á þann veg að veturinn muni verða Evrópubúum erfiður í orkumálum, verð hátt og hugsanlegur orkuskortur.
Lítið má út af bregða og þó að framleiðslugetan sé til staðar eru mörg eldri orkuver þannig úr garði gerð að framleiðsla í þeim borgar sig ekki með hækkuðum CO2sköttum.
Fyrirsjáanleiki í raforkuverðlagningu getur vissulega skapað Íslendingum tækifæri.
En hvort að Íslendingar hafa áhuga á að nýta sér slíkt tækifæri er annað mál og alls óvíst.
En það kemur m.a. í ljós þegar þeir greiða atkvæði á laugardaginn.
Íslenska orkan eftirsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 24.9.2021 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2021 | 16:14
Verðbólga og gjaldmiðlar - Er hærri verðbólga á Eurosvæðinu en Íslandi?
Það hefur oft mátt heyra að Íslenska krónan sé verðbólguvaldandi. Því hefur líka oft verið haldið fram að verðbólga landa með sama gjaldmiðil verði svipuð eða jafnvel sú sama.
Hvorugt er rétt.
Smærri gjaldmiðlum er vissulega hættara við gengissveiflum en þeim stærri, ekki síst ef atvinnulífið byggir á fáum stoðum. Það getur valdið verðbólgu eða dregið úr henni, en verðbólga þekkist ekki síður á stærri myntsvæðum og er gjarna misjöfn innan þeirra.
Núna er verðbólga á uppleið í mörgum löndum, enda hefur "peningaprentun", eða "magnbundin íhlutun" eins og þykir fínt að kalla það, verið "mantra dagsins".
Þannig er verðbólga í Bandaríkjunum hærri en á Íslandi, verðbólgan í Kanada er svipuð þeirri Íslensku og í Eurosvæðinu eru bæði lönd með lægri verðbólgu og hærri en Ísland.
(Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að fyrirsögnin er að því marki röng, að meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er lægri en á Íslandi, en þar eru lönd með hærri verðbólgu en Ísland. En hærri verðbólga finnst á Eurosvæðinu.)
Hér miða ég við verðbólgutölur frá "Hagstofu Evrópusambandsins", enda fer best á að nota tölur þar sem sami grundvöllur er notaður.
Þar er verðbólga á Íslandi hvoru tveggja í júlí og ágúst 3.7%. Í Eistlandi er hún hins vegar 4.9 og 5% í sömu mánuðum.
Euroið virðist ekki halda verðbólgu þar niðri.
Verðbólgan í Grikklandi er hinsvegar aðeins 0,7 og 1,2% í þessum mánuðum, enda ríkti þar verðhjöðnun framan af ári.
Í Belgíu jókst verðbólga skarpt í ágúst og er nú 4.7%, 5% í Litháen, 3.4% í Þýskalandi. Meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er hins vegar 3%, en Írland er eina landið sem sú tala gildir um.
Það hlýtur því að vera ljóst að það er ekki gjaldmiðillinn sem skapar verðbólgu né verður hún sú sama á myntsvæði.
En stýrivextir í öllum löndum á Eurosvæðinu eru þeir sömu, það þýðir ekki að vextir á húsnæðislánum eða öðrum lánum séu eins á milli landa. Stýrivextir eru langt frá því eina breytan þegar slíkir vextir eru ákveðnir.
Það er vert að hafa þetta í huga þegar hlustað er á Íslenska stjórnmálamenn í kosningahug.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2021 | 19:00
"Sambandið" og súpertölvur
Um allan heim tala stjórnmálamenn fjálglega um tæknibyltinguna sem er (eilíflega) framundan. Flestar starfsgreinar notfæra sér stafræna tækni með einum eða öðrum hætti.
Þeir sem starfa að rannsóknum þurfa æ meiri reiknigetu og æ öflugri tölvur líta dagsins ljós.
Evrópusambandið vill ekki verða eftirbátur á þessu sviði og hefur sett saman metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu "ofurtölva".
Aðeins 2. af 10 öflugustu tölvum heims eru staðsettar í Evrópu en "Sambandið" er með áætlun um að byggja net af (í það minnsta) 8 ofurtölvum.
Nýlega var síðan útboð fyrir gríðarlega öfluga tölvu sem setja átti upp á Spáni. Þá hljóp snuðra á þráðinn, vegna deilna um hvort væri mikilvægara, reiknigeta eða "aðföng innan "Sambandsins".
IBM og Lenovo var sameiginlega með besta tilboðið hvað varðaði getu og verð, en eitthvað vantaði upp á aðföng innan "Sambandsins". Atos sem er með höfuðstöðvar sínar í Frakklandi, var hins vegar með slíkt á hreinu.
En Spánverjar vildu frekar öflugri tölvu.
Frakkar eru hins vegar alfarið á því að "hollur sé heimafenginn baggi". Því geti rannsóknaraðilar einfaldlega sætt sig við heldur slakari vél.
Eða eins og segir í ágætri grein Politico um þetta mál:
"In a preliminary assessment by the Joint Undertaking's advisory boards, IBM came out on top for the quality and price of its bid, but did not reach the required threshold for "EU added value," according to the three people with knowledge of the matter. That criterion includes the need to "reinforce the digital technology supply chain in the Union."
The seemingly technical debate struck a political chord.
Spanish Prime Minister Pedro Sánchez discussed it during a meeting with French President Emmanuel Macron in March and has since also raised it with European Commission President Ursula von der Leyen, one of the people said.
Paris emphasizes the need to invest in home-grown technology and European industry a message France's EU commissioner, Thierry Breton, has taken with him to Brussels; while Madrid insists the technical performance of the supercomputer is crucial for the scientists and businesses that will make use of it.
"We expect the best supercomputer possible for the researchers," a spokesperson for the Spanish government said as the bids were being evaluated. After the tender was cancelled, the spokesperson declined to comment, as did a French government spokesperson.
Spain has an important vote in deciding which company gets the contract, but could be overruled by the European Commission, which holds half of the voting rights, as it pays half of the bill."
Þar stendur hnífurinn í kúnni og í endan maí síðastliðinn var ákveðið að fresta ákvörðuninni og fella útboðið niður.
Vegna "kórónufaraldursins" eru víst þörf á að endurskoða kröfurnar.
Frétt Politico segir reyndar að ákvörðunin hafi verið vegna þess að Spánverjar hafi algerlega tekið fyrir að skipta við Atos.
Líklegt þykir að málið geti endað í réttarsölum, en Lenovo hefur þegar farið með ákvörðun frá síðasta ári, þegar Atos vann útboð fyrir ofurtölvu sem verður staðsett á Ítalíu.
Aftur frá Politico: "France and Breton, EU Commissioner for Industry, are championing an increased emphasis on "strategic autonomy," while a group of mostly northern countries and Commission Executive Vice President Margrethe Vestager stress the importance of keeping the economy open.
Normally, Breton should be responsible for how the EU will weigh in on the Barcelona contract. But since the Frenchman was CEO of Atos before he joined the Commission in 2019, he recused himself in line with a Commission decision on his conflicts of interest, and the file is now in Vestager's hands, a Commission spokesperson said.
But Breton still has an influence. In the governing board of the Joint Undertaking, the Commission is represented by Thomas Skordas, a high-ranking official from the technology department who reports to Breton. "Breton does not need to give instructions [on the Barcelona contract], his preference is already clear from his insistence on digital sovereignty," the first person familiar with the tendering process said."
Fyrrverandi forstjóri Atos, Thierry Breton (síðasta starf sem hann gengdi áður en hann varð "kommissar") er "kommissar" í Framkvæmdastjórn "Sambandsins", en kemur auðvitað ekkert nálægt ákvörðunum, eða hvað?
En hvort er mikilvægara "innlend" aðföng eða gæði og geta?
En í innkaupum sem þessum geta verið ýmis sjónarmið, "merkantílismi" er eitt og öryggissjónarmið geta sömuleiðis verið vert að gefa gaum.
En innkaup geta vissulega verið flókin og erfitt að halda öllum í "fjölskyldunni" ánægðum.
Þegar svo stendur á, virðist "Sambandið" gjarna telja að best sé að fresta hlutunum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2021 | 16:54
Verðlag er hátt á Íslandi, en sker sig minna frá "samanburðarlöndum" en oft er talið
Það geta ekki talist nýjar fréttir að verðlag sé hátt á Íslandi. Það er nokkuð vel kunn staðreynd.
Þó að ekki séu öll ríki Evrópu með í samanburði Eurostat, má reikna með því að þó lönd sem eru utan hans séu ekki við toppinn sem gerir Ísland að 4ja dýrasta landi Evrópu í, miðað við útreikninga Eurostat.
Aðeins Sviss, Danmörk og Noregur eru dýrari. Fáum kemur líklega á óvart að sjá Sviss og Noreg á toppnum, en líklega eru einhverjir hissa á því að sjá Danmörk í öðru sæti (á undan Noregi), og þá jafnframt "dýrasta" Evrópusambandslandið.
En það vekur ekki síður athygli hve lítill munur er t.d. á Íslandi og Írlandi og Luxembourg.
Ísland er 37% yfir "Sambandsmeðaltalinu" en Írland og Luxembourg 36%. Þau eru þau tvö lönd sem eru "dýrust" á Eurosvæðinu.
Síðan koma Svíþjóð og Finnland. Ég tel það koma fáum á óvart að Norðurlöndin ásamt Sviss og Luxembourg raði sér í efstu sætin. Sjálfum mér kom það örlítið á óvart hvað Írland er ofarlega.
Ísland er í miðju Norðurlandanna, tvö þeirra eru örlítið dýrari, tvö heldur ódýrari.
En auðvitað eru svo einstaka flokkar sem skipast öðruvísi.
Hvað Ísland varðar eru það líklega 2. flokkar sem skera sig úr. Annars vegar áfengi og tóbak (en þar er Ísland u.þ.b. 90% yfir meðaltalinu, aðeins Noregur hærri, en Írland skammt undan) og svo aftur orka (en þar er Ísland með 63.4% af meðaltalinu og nokkurn veginn á pari við Noreg).
Eini flokkurinn sem Ísland er dýrasta landið í þessum samanburði er raftæki (consumer electronics), en þar er Ísland 22.9% dýrari en "Sambandsmeðaltalið".
Heilt yfir tel ég að Íslendingar geti þokkalega við unað, þó að án efa sé svigrúm til þess að gera betur.
En smár markaður þar sem flutningskostnaður verður alltaf hár gerir það líklegt að Ísland verði í "hærri sætunum".
En auðvitað er fjöldi breytanna mikill í dæmi sem þessu. En ég get ekki séð að gjaldmiðill hafi afgerandi áhrif á verðlag, eða stuðli að því að það lækki.
En hér má skoða samanburðinn nánar ef áhugi er fyrir hendi.
P.S. Meiningin var að þessi færsla tengdist þessari frétt af mbl.is, en það virðist hafa misfarist.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2021 | 00:37
Sviss segir nei við "Sambandið", ekki þörf á frekari viðræðum
Ef marka má fréttir hefur Sviss ákveðið að slíta viðræðum þeim sem það hefur átt við Evrópuambandið og hafa staðið yfir síðan 2013.
Kröfur "Sambandsins" um "frjálsa för fólks" og þannig fullan aðgang að Svissneskum vinnumarkaði virðist vera það sem viðræðurnar slitnuðu á.
Sviss er fjórði stærsti viðskiptaland "Sambandsins", en það er stærsti viðskiptafélagi Sviss. Aðeins Kína, Bandaríkin og Bretland eru eiga meiri viðskipti við "Sambandið".
Þannig að það er ekki hægt að segja að Evrópusambandið eigi í auðveldu sambandi við sín stærstu viðskiptalönd.
"Seven years of negotiations finally ended with nothing
Switzerland said there is no agreement to Brussels demands for freedom of movement and withdrew from seven years of tortuous trade negotiations with the European Union on Wednesday.
Bern pulled out after years of difficult single market access talks reminiscent of the European Commissions Brexit negotiations with the UK over the past four years.
The Federal Council today made the decision not to sign the agreement, and communicated this decision to the EU. This brings negotiations [ ] to an end, the Swiss government said.
There are still substantial differences between Switzerland and the EU on key aspects of the agreement. Therefore, the conditions for signing the agreement are not met, he said after a cabinet meeting.
The commission, which negotiates on behalf of the 27 EU member states, said it took note of the unilateral decision.
We regret this decision, he said of the decision to end the negotiations, which began in 2013.
Swiss ministers blamed the EUs demands for full access to its labor market, even for those seeking work. They said it could have led non-Swiss citizens to obtain social security rights in the country."
...
"EU officials said access to the single market depends on acceptance of Brussels rules and regulations, including free movement and the jurisdiction of the European Union Court of Justice.
They accused Bern of choosing after Swiss negotiators refused to give in to their demands for a level playing field on issues such as state subsidies and regulatory alignment.
They had demanded a dynamic alignment, with Swiss rules automatically changing to follow those of the EU over time.
An EU official said that without the agreement it would be impossible to negotiate new access to the single market and that existing access would erode over time as existing agreements age."
Sjá hér.
"
Politically, the Swiss rejection of the agreement deals a huge blow to the Commission, which has been heavily investing at the highest level to make the deal work first under former Commission President Jean-Claude Juncker and then his successor Ursula von der Leyen, who both personally took charge of the file. Juncker said in 2019 that one of the three "biggest regrets" of his tenure was his inability to finalize the deal with Bern.
Brexit had complicated the talks as the Commissions hard negotiating position toward the U.K. government on issues such as protecting the EU's single market meant that Brussels did not want to be perceived as being more flexible with the Swiss.
Von der Leyen had been hoping to take a big step toward completing Juncker's task when she met Swiss President Guy Parmelin last month, but instead, the meeting failed to bridge differences on three key areas in which the Swiss demanded exemptions: state aid rules, EU citizens' ability to access the Swiss welfare system and protection of higher Swiss wages. Right-leaning Swiss politicians argued that without concessions in these areas, the agreement would be at risk of being voted down in a referendum.
The Commission has rejected such exemptions as "simply not acceptable," arguing that Switzerland's "privileged access" to the EU market means it must abide by similar rules as the bloc's member countries: "That is fundamentally a matter of fairness and legal certainty." An EU factsheet said the bloc had wanted to keep the door open to further negotiations and claimed that Brussels "formulated compromises which go a long way towards the Swiss concerns.""
Sjá hér.
...
"The Swiss government has highlighted three issues: protection of wages, rules governing state aid, and the right of EU citizens working in Switzerland to claim Swiss welfare benefits as part of freedom of movement.
Foreign Minister Ignazio Cassis said Switzerland could not accept EU demands for equal rights for EU workers as it would have meant an unwanted "paradigm shift" in Switzerland's migration policy. The government also feared it could lead to higher social security costs."
Sjá hér.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu. Evrópusambandið virðist eiga í vaxandi erfiðleikum að ná samningum, ekki síst við sína næstu nágranna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2021 | 23:15
Hvernig ættu smit á landamærum að teljast?
Þó að alltaf megi deila um hversu áreiðanlegar talningar og tölulegar upplýsingar sem þessar eru, eru þær þau gagnlegar og gefa vísbendingar sem hægt er að byggja á.
Þó að misjafnlega sé staðið að talningum og skimunum í mismunandi löndum, þá er þetta sannarlega betri en ekkert.
En ég velti því fyrir mér hvernig rökrétt er telja smit sem lönd stöðva á landamærum sínum, rétt eins og gert er á Íslandi.
Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að smit á sem eru stöðvuð á landamærum eigi ekki að teljast sem smit í viðkomandi landi.
Ef eitthvað, ættu þau frekar að teljast til landsins sem ferðast er frá.
Þannig eykst hættan af ferðalöngum frá Íslandi ekki við að fjölmargir smitaðir einstaklingar finnist á landamærunum. Í raun má ef til vill segja þvert á móti.
Það að á annan tug smitaðra einstaklinga finnist um borð í skipi sem kemur til hafnar á Íslandi kallar ekki á frekari aðgerðir á Íslandi, eða gerir Íslenskan ferðamann líklegri líklegri til að bera með sér smit til annars lands.
Það er að segja ef smitin uppgötvast strax og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar. (Eins og mér skilst að hafi t.d. tekist vel fyrir Austan.).
Ef flugvél er lent á Keflavíkurflugvelli, vegna þess að einn farþegi hennar hefur veikst og er fluttur á spítala, ætti það ekki að skapa neina hættu á Íslandi (ef vel er að málum staðið, sem ég hef fulla trú á) eða í raun að teljast sem Íslenskt smit.
Ég hugsa að Sóttvarnarstofnunar Evrópu færðist nær því að sýna raunverulega stöðu, ef smit væru talinn á þann máta.
Ísland grænt á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |