Hefur Rússland rétt á því að gúkna yfir nágrönnum sínum?

Ein af stóru spurningunum þessa dagana er hvort að Rússland muni ráðast inn í Ukraínu á næstu vikum eða mánuðum?

Mér hafur á margan hátt fundist athyglisvert að fylgjast með umræðum um hættuna á innrás Rússa og hvað eigi til bragðs að taka.

Mest á óvart hefur mér komi hve margir "Rússadindlar" er enn að finna í Vestur-Evrópu og jafnvel á Íslandi.

"Rómantík roðans í austri" virðist alls ekki hafa liðið undir lok.

Ótrúlega margir virðast telja að nágrannaríki Rússlands eigi að sitja og standa eins og Rússum þóknast og sjálfstæði þeirra vegi ekkert á móti kröfum Rússa.

Rússar eigi á ákveða hvort nágrannaþjóðir þeirra gangi í NATO, gangi í "Sambandið", nú eða yfirleitt vingist við það sem studnum er kallað "Vesturveldin".

Skyldu slíkir "Rússadindlar" telja að að slíkt gildi aðeins um Ukraínu og Georgíu, aða hvaða ríkjum skyldu þeir vilja bæta við listann?

Finnlandi?  Svíþjóð?  Eystrasaltsríkjunum? Póllandi? Noregi. Einhverjum fleiri?

Steðreyndin er sú að ekkert þessara ríkja, Ukraína þar með talin, er eða hefur verið ógn við Rússland/Sovétríkin, nema ef farið er aftur um margar aldir.

Heldur einhver að Ukraína eða Svíþjóð hyggi á innrás í Rússland? Nú eða Finnland?  Ég vona ekki, en öll þessi lönd eru að stórauka varnir sínar vegna ótta við hegðun Rússa.

Ég held að það væri hollt fyrir marga að leita á náðir Hr. Google með orðið "finnlandization". 

Hvers vegna ætti það að teljast eðlilegt ástand fyrir nágrannaríki Rússlanda að Rússar stjórni viðamiklum þáttum í utanríkisstefnu þeirra?

Er sá tími ekki liðinn?

Hins vegar er ákjósanlegt að gott samband sé á milli Rússa og nágranna þeirra, en Rússar verða að læra að bjóða eitthvað annað en "bjarnarhramminn" og yfirgang.

Ég vona að sem flestir Íslendingar (sem og aðrir) styðji sjálfsákvörðunarrétt þjóða, alþjóðalög og að virða beri landamæri.

 


mbl.is Johnson ræðir við Pútín um Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Snýst þetta ekki um það að Rússar vilja ekki að Úkraína gangi í Nato, með öllu sem því fylgir?

En hvaða Rússadindlar eru að tjá sig um málið hérna á Íslandi? Ég hef ekki orðið var við einn einasta.

Kristján G. Arngrímsson, 29.1.2022 kl. 20:48

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Rússar vilja ekki að Ukraína gangi í NATO eða "Sambandið", sama gildir um Georgíu.

Þeir vilja ekki að erlendir (NATO) hermenn séu í Eystrasaltslöndunum o.s.frv.

Áratugum saman gúknuðu þeir með slíkum hætti yfir Finnlandi, réðu jafnvel í raun hverjir stjórnuðu landinu.

Rússar vilja að "hernaðarstaðan" verði færð baka til ca. 1997.

En það er einmit vegna ógnana og yfirgangs Rússa/Sovétsins sem þessi lönd s.s. Eystrasaltslöndin gengu í "Sambandið" og NATO og vilja hafa erlenda hermann í landi sínu.

Af sömu ástæðu hafa Finnar og Svíar leitað eftir auknu samstarfi við NATO.

Ég ætla nú ekki að fara að birta einhvern lista yfir "meinta Rússadindla", en það þarf í sjálfu sér ekkert að leita mikið til að finna þá sem finnast kröfur Rússa sjálfsagðar og eðililegar.

En gamla uppnefnið "Rússadindlar" var auðvitað velþekkt hér í "denn" og notað af mér meira til gamans en annars.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2022 kl. 21:08

3 identicon

Hingað til hefur það oftast verið skárra fyrir litlu kallana að hafa stóru kallana góða en að standa á rétti sínum að mega ráða sér sjálfir (eins og stóru kallarnir). Ekki endilega rétt eða sanngjarnt. Ef oft gáfulegast.

Og almenningur borgar, hvað sem svo gerist. Hvað sem okkur finnst um það.

ls (IP-tala skráð) 29.1.2022 kl. 23:12

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta.  Þú hefur ýmislegt til þíns máls og gamla máltæið um að best sé að sníða sér stakk eftir vexti hefur ýmsa kosti.

En það þýðir því miður oftast að "stóru bullíarnir" eru þeir sem stjórna á "skólalóðinni".

Ef Íslendingar hefður ávallt sniðið sér stakk eftir vexti væri landhelgin líklega enn 12 mílur.  Íslendingar hefðu aldrei viðurkennt Eystrasaltsríkin sem sjálfstæð, enda vöruðu margir við því að reita "björninn" til reiði.

En þetta eru á meðal bestu og mögnuðustu atburða í sögu Íslenska lýðveldisins.

Eystrasltsríkin hefðu auðvitað aldrei endurheimt sjálfstæði sitt með slíkum hugsunarhætti, ef þau hefðu þá náð sjálfstæði sínu 1918, með því að berjast við Sovétið og Þjóðverja.

Rússar væru líklega enn að ákveða hver væri forseti Finnlands o.s.frv.

Rússar eru með þjóðarframleiðslu á við Ítalíu, en eru vissulega stórt og víðfemt ríki og hefur kjarnorkuvopn.

Er Ítalíu að stjórna því hvernig nágrannarnir haga sér?  Telja þeir sé virkilega ógnað af þeim?

En Ítalía er vissulega ekki kjarnorkuveldi.

En Úkraína var það.  En mig minnir að það hafi verið 1994, sem samningur var gerður og Ukraína afsalaði sér kjarnorkuvopnum og Rússar, Bretar, Bandaríkin ábyrgðust ef ég man rétt landamæri Ukraínu í stað þess að þeir héldu kjarnorkuvopnunum.  Þeir voru að ég held með 1/3 af þeim kjarnorkuvopnum sem Sovétríkin áttu.

Hafa Rússar staðið við það samkomulag?

Friður er að sjálfsögðu æskilegur, en ekki á hvað verði sem er.

Það er ekki alltaf gáfulegasta að láta undan hótunum, eða ógnunum.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2022 kl. 23:49

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tekur einhver annar eftir því að þetta var ekkert vesen þegar Trump var með puttana í þessu?

Ég skil ekki að þessir rugguhestar sem eru nú við völd skuli ekki geta hagað sér á siðmenntaðan hátt.

Hef grun um að það verði lítið að ske þarna.  Rússinn er alltaf til í að selja gas, í stað þess að sprengja kúnnanna í tætlur.

Það eru einhverjir fletir á þessu sem hægt er að semja um, efa ég ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2022 kl. 00:33

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta.  Það er mikil einföldun að mínu mati að segja að ekker vesen hafi verið á meðan Trump var við völd.

En vandamálin jukust verulega árið 2014 (Obama við völd) þegar Rússar brutu samkomulagið frá 1994 (að mig minnir) og hertóku Krímskaga, og rufu þannig samkomulagið um landamæri Ukraínu.

"Vesturveldin", settu á "djók" refsiaðgerðir, Rússar svöruðu með frekari viðskiptabanni (sem beit meira) og V-Evrópa hélt áfarm að kaupa gas frá Rússum, gaf frekar í hvað það varðaði og auðvitað var Rússum velkomið að "pikk út" það sem þeir vildu kaupa frá "Sambandinu", t.d. Benz og BMW bifreiðar, enda engin ástæða til að neita þeim um slíkt, eða hvað?

Rússar kaupa ekki fisk, en það er sjálfagt að kaupa vélar og tæki til að vinna fisk, og allir vilja selja.

Nú ógna Rússar Úkraínu og Þjóðversjar senda þangað 5000 hjálma.

Kratinn hann Schröder (fyrrverandi kanslari) situr í skjóli Gazprom og þiggur fyrir það gín laun og Merkel ákvað að loka kjarnorkuverum Þjóðverja og gera þá enn háðari gaskaupum frá Rússum, sem og að auka enn á hækkanir á raforkuverði í mið og austur Evrópu með að minnka raforkuframleiðslu.

Það er eiginlga ekki hægt að skálda upp mikið skringilegri atburðarás.

En Putin gengur að sjálfsögðu á lagið, eftir því sem leiðtogar Evrópu og Bandaríkjanna virka veiklulegri.

Í hvað sem miönnum kann að finnast um Putín, hef ég engan heyrt frýja honum vits, eða kænsku.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2022 kl. 01:27

7 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

AÐ UMKRINGJA RUSSA MEÐ VOPNUM, HVORT SME AÐ ÞAU ERU STAÐSETT Í UKRAINU EÐA ANNARSTAÐAR Í FYRRVERANDI SOVIET LYÐVELDUNUM, ÞYÐIR AÐEINS EITT .. ÞAÐ ER AÐ ÞESSI VOPN VERÐA NOTÐUR GEGN RUSSUM Á ENDANUM. 

SAGAN HEFUR SÝNT ÞAÐ Í GEGNUM TÍÐINA MEÐ SÍENDURTEKNUM BLÓÐUGUM ATBURÐUM. 

það skiptir engu hver er forseti Usa, því að forseti Usa er valdlaus einstaklingur per se ,, og ræður ekki einu eða neinu, þvi að WASHINGTON DC, tilheyrir ekki USA, heldur er washington dc, sjáflstætt ríki og er fyrst og fremst aðal stjórnstöð kaþolsku kirkjuna fyrir Usa, latin amerkiu og líka fyrir Island. 

það er nefnilega málið sem að Nato dindlarnir fatta ekki, að Nato og Esb, og stættkum hvorutveggja i austur átt,  er hvoru tveggja hluti af valdbrölti Vatikansins, og er Brussel skrifstofnum stjornað á bak við tjöldin af Kaþoslku kirkjunni i Austurríki. 

2 heimstyraldir og altaf fékk Róm að vera í friði ??????

Washongton dc var síðan það ríki sem að hagnaðist hvað mest á látunum. 

Nú á nefnilega að endurtaka leikin og starta 3 heimstyröldinni i Evropu, til þess að koma Washinton dc og dollarnum á kopppin aftur ásamt Usa oliu iðnaðinum, þar sem að oliu verð fer upp í hæðstu hæðir og þessi ,, SHALE OLIU iðnaður verður ábata samur í kjölfarið, en auðvitað , að þá þarf tylli ástæðuna til þess að allt fari í bal og brand og auðvitað, þarf að WASINTON DC, að kenna einhverjum öðrum um en sálfu sér. 

það má minna á Árásir Nato ríkjandi á Jugoslaviu, þar sem að undir þvi sprengju regni var nýtt riki stofnað sem að heitir Kosovo í dag. það voru ekki kosovo albanar sem að stofnuðu það ríki, heldur voru það Nato ríkin sjálf, sem að stóðu þannig að verk, að jugoslaviu var sprenngd í tætlur og allt sprengju regnið miðaðist við að eyðileggja ,, SERBNESKA HLUTAN ,, eins og hægt væri. 

í þvi samhengi, þá ráðlegg ég fólki að fara á google myndir, og skoða útrýminar búðir sem að hétu ,, JASENOVAC ,, sem hafa fallið í skuggan fyrir gygðinum. þær búðir voru nefnilega sérstaklega ætlaðar ,, SERBYM OG ROMA FÓLKI !!!!

NATO DINDLARNIR BYRJÐU SJÁLFIR ÞESSI OSKOP MEÐ ÞVI AÐ SPRENGJA JUGOSLAVIU I LOFT UPP STANSLAUST 24 TÍMA A´SÓLARHRING Í 3 MÁNUÐI SAMFELT. Þar var nefnilega upphafið af 3 heimstyroldinni sem að við erum að fara að sjá grilla í núna. 

Auðvitað er það washington dc, sem er sjálfstjórnar ríki í Norður Ameriku, sem að ætlar að reyna að koma sér aftur a´koppin, með þvi að eyðileggja trúverðurleika gjaldmiðlanna austan megin við atlants hafið og benda síðan á hinn hnigandi dollar, sem BESTA KOSTIN undir þessum kringumstæðum. 

þetta ber nefnilega allt að sama brunni, að allt snýst þetta um að eyðileggja allt sem að hægt er og auka siðan trúverðugleika Usa í kj0lfarið, sem að stendur fjarri osköpunum, og þykist hvergi hafa komið nálægt , rétt eins og washington dc gerði í fyrr og seinni heimstyröldinni. 

þar sem washington dc, þóttist vera góði kallin, og hvergi hafa komið nálægt einu eða neinu, en var samt sá aðili sema ð græddi hvað mest á þessu stríðsbrölti og nú á að ENDURTAKA SAMA LEIKIN. 

RUSSAR VITA ÞAÐ, RÉTT EINS OG ÉG SJÁLFUR. 

ÞETTA BLASIR EINFALDLEGA VIÐ. 

KV

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 30.1.2022 kl. 06:07

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður hefur alla tíð frá 19. öld þegar Monroekenningin var sett fram um Ameríku sem heimavöll Bandaríkjamanna liðist að stórveldin helgi sér áhrifasvæði eða yfirráðasvæði. 

Monroekenningin náði tugþúsundir kílómetra til suðurs og vestur bæði yfir Norður-Ameríku og Suður-Ameríku hvað varðaði það að Evrópuveldin væru þar ekki með puttana. 

Við Íslendingar vorum því margir fegnir þegar þessi kenning fékkst notuð varðandi Grænland og Ísland í Seinni heimssstyrjöldinni af því að það hentaði okkur. 

En þegar samsvarandi kenning hentar okkur ekki eru margir argir. 

Ómar Ragnarsson, 30.1.2022 kl. 11:16

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það var ekkert vesen á meðan Trump var við völd því að hann var svo einlægur aðdáandi Pútíns. Eiginlega var Trump svona Pútín-wannabe, eins og kom í ljós þegar Trump reyndi að gerast einræðisherra eins og Pútín og halda völdum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningum. 

En hvað varðar sigur Íslands í þorskastríðunum hef ég alltaf staðið í þeirri meiningu að þeir hafi leitað til Bandaríkjamanna sem hafi svo sagt Bretum að hætta þessu. Íslensk stjórnvöld hafa reitt sig á Bandaríkin í einu og öllu. Voru Bandaríkjamenn andvígir því að Íslendingar viðurkenndu Eystrasaltsríkin?

Á móti hafa svo Íslendingar farið að vilja Bandaríkjamanna, t.d. þegar Davíð og Halldór settu okkur að listann yfir "viljugar þjóðir", eða hvað hann nú hét.

Kristján G. Arngrímsson, 30.1.2022 kl. 12:16

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Lárus, þakka þér fyrir þetta. Ég vissi reyndar ekki að "kaþólíkkarnir" væru svona herskáir.

En ef við lítum 100 ár aftur í tímann, hvað hefa Rússar/Sovétrikin ráðist inn í mörg lönd og hvað hafa mörg lönd ráðist inn í Rússland/Sovétríkin?

Það má líklega frekar segja að Rússnesk vopn hafa alltaf verið beitt til að ógna og ráðast á nágrannaríkin.

@Ómar, þakka þér fyrir þetta.  Monroe sem ég myndi frekar kalla yfirlýsingu en kenningu, hefur í raun ekki verið virk í langan tíma.

Vissulega hafa Bandaríkin beitt áhrifum sínum í Suður og Mið Ameríku, bæði efnahags - og hernaðarlega séð.

Bandaríkjamenn hafa þurft að sætta sig við að Sovétríkin höfðu þúsundir hermanna/ráðgjafa í ´ríkjum í þessum heimshluta.  Þeir sættu sig hins vegar ekki við að kjarnorkuflaugar yrðu staðsettar á Kúbu, en hermenn og hergögn frá Sovétríkjunum voru alla tíð á Kúbu, þangað til Sovétríkin féllu.

Í því sambandi er rétt að hafa í huga að Ukraína gaf eftir kjarnorkuvopn sín gegn því að Bandríkin, Bretland og Rússland ábyrgðust landamæri þeirra.  Samkomulag sem Rússar hafa þegar brotið.

Á mismunandi tímum höfðu Sovétríkin svo hermenn og studdu, ríki s.s. Nicargua, El Salvador, Chile, og fleir.  Með fé og vopnum.

En Sovétríkin reyndu um hríð að beita "mjúku valdi" og studdu ríki í A-Evrópu og t.d. Kúbu efnahagslega, en þau stóður einfaldleg ekki undir því til lengri, tíma.  Efnahagsleg staða þeirra var í molum.

Efnahagsleg staða Rússa nú er heldur skárri, en samt ekkert til að hrópa húrra fyrir.  Þeir hafa þó gríðarlegan varasjóð, og hafa lagt áherslu á að byggja hann upp, frekar en að bæta lífkjör almennings.

Það var ekki Monroe yfirlýsingin sem fékk Bandaríkjamenn til að taka að sér varnir Íslands, það var ekki gert til verja Bandaríkin, heldur fyrst og fremst til að tryggja vopna-, vista- og liðsflutninga til Evrópu, þarm með talið Rússlands/Sovétríkjanna

Það að reyna að "rómansera" Finnlandiseríungu, finnst mér persónulega fáranlegt.  Finnar voru látnir kyssa vöndin í næstum fimmtíu ár.  Það er það sem finnlandísering þýðir.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég er ekki sérfræðingur í Landhelgisdeilunum, ég var einfaldlega að benda á að þar sniður Íslendingar sér ekki stakk eftir vexti, en höfðu eigi að síður sigur gegn Bretum og Þjóðverjum.

Það hefur aldrei verið 100% staðfest svo ég hafi séð, en almennt held ég að flestir samþykki að þar hafi stuðningur Bandaríkjanna ráðið miklu og þrýstingur þeirra á bak við tjöldin.

Ég ætla ekki að fullyrða um hvort að Bandaríkin hafi verið á móti því að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltslandanna, en skoðanir þar voru mjög mismunandi.

Menn voru hikandi, að ég held fyrst og fremst vegna þess að algengt sjónarmið hafi verið að ekki væri rétt að veikja stöðu Gorbasjof, og gera honum erfitt fyrir.

En "byltingartilraunin" í Moskvu breytti miklu.

En ég held að fáir ef nokkur hafi séð fyrir hve hratt hrun Sovétríkjanna yrði.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2022 kl. 17:34

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvernig væri að hætta að blanda saman Rússum og USSR.?

Hvernig væri að Ísland gangi bara úr NATÓ enda ekki lengur grundvöllur fyrir því hernaðarbandalagi. ?

Nú þú segir etv að BNA vilji halda þessum áróðri gangandi og Íslandi í NATÓ. Þá verður bara svo að vera.

Við höfum ekkert val frekar leppstjórn BNA í Kiev.

Ég myndi frekar vilja leppstjórn Rússa í Kænugarði og Ísland úr Nató.

Gísli Ingvarsson, 31.1.2022 kl. 15:44

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gísli, þakka þér fyrir þetta.  Ástæðan fyrir því að hér er talað um Rússland/Sovíetríkin er að Rússland er almennt talið "arftaki" Sovétríkjanna.

Þeir tóku yfir (í það minnsta flestar, það var einhver ágreiningur um eignir sem töldust "séreign lýðvelda eins og Ukraínu) eignir Sovétríkjanna erlendis sem og tóku að sér að borga megnið af skuldunum.

Stjórnvöld í Moskvu líta almennt á sig sem "réttborinn" arftaka Sovétríkjanna, enda Rússar "bakbeinið" í þeim óskapnaði.

Almennt hafa innri landamæri "sovétlýðveldanna" haldist. Það var t.d. ekki ágreiningur svo ég muni um að Kalinigrad tilheyrði Rússlandi, rétt eins og það hafði gert frá því a Sovétríkin tóku landsvæðið af Þjóðverjum.

Ég held að það sé ekki mikil hætta á leppstjórn USA í Ukrainu, en flestir íbúar Ukraínu vilja aukin tengsl við "vestrið", og vonast eftir aukinni velmegun eins og orðið hefur í þeim fyrrum "sovétlýðveldum" sem hafa náð a tengjast "vestur".

Stuðningur við NATO aðild hefur stóraukist í Ukraínu á undanförnum árum, í hlutfalli við yfirgang Rússa.

Ég yrði ekki hissa á að svipað hafi gerst á Íslandi, en um það ætla ég ekki að fullyrða.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2022 kl. 16:57

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Sko, "bakbeinið" heitir á íslensku hryggjastykkið.

innocent

Kristján G. Arngrímsson, 31.1.2022 kl. 17:11

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

HryggjaRstykkið, átti þetta að vera.

Kristján G. Arngrímsson, 31.1.2022 kl. 17:11

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég fagna öllum leiðréttingum og góðum ábendingum.

Mun reyna að muna eftir að nota þetta næst, en læt mistök mín hér að ofan standa, enda erfitt að leiðrétta hér í athugasemdum.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2022 kl. 17:23

16 identicon

Vandræðin byrjuðu ekki þegar íbúar Krímskaga ákváðu að yfirgefa Úkrainu.
Vandræðin byrjuðu þegar Bandaríkjamenn frömdu valdarrán í Úkrainu með aðstoð Ný Nasisata.
Þessi stjórnarskifti urðu til þess að Krímverjar létu gamlann draum rætast og sögðu endanlega skilið við Úkrainu.
Við þetta nutu þeir aðstoðar Rússneskra hermanna sem komu í veg fyrir að kjoseendur væru drepnir á leið sinni á kjörstað.

Kröfur Rússa eru hógværar og sjálfsagðar .
Kröfurnar ganga út á að NATO standi við loforð sem gefin voru þegar Sovétmenn heimiliðu sameiniingu Þýskalands. Ekkert meira.
Kröfurnar ganga líka út á að staðið verði við undirritaða samninga sem gerðir voru þegar Eystrasaltsríkin gengu í NATO.
Kröfur Rússa snúast líka um að farið verði að samþykktum OECD sem allar þessar þjóðir undirrituðu í Astana 2010 og í Istambul 1999.
.
Alla þessa samninga og loforð hefur NATO svikið stanslaust og ítrekað  í ljósi hernaðar og efnahagsyfirburða alla tíð síðan þeir voru samþykktir eða loforð gefin.
Nú hafa vindar snúist og Rússar þrýsta nú á um að samningarnir verði virtir.
Svör NATO og Bandaríkjanna hafa verið barnalegur mótþrói sem einkennist af því að þeir hafa vondann málstað að verja og að þar á bæ eru menn löngu búnir að gleyma því hvernig á að semja.
Síðustu þrjátíu ár hafa þeir aldrei samið um neitt heldur þvingað fram vilja sinn með hótunum ,efnahagsþvingunum og síðan með hernaði ef ekkert annað bugar.
Þeir hafa aldrei samið um neitt.
:
Nú hafa vindar hinsvegar snúist þannig að Rússar eiga allskostar við NATO heernaðarlega og þeir eru að mestu ónæmir fyrir efnahagsþvingunum frá vesturlöndum.
Það er  öllum ljóst að Evrópa mundi fara verr út úr efnahagsþvingunum gegn Rússum heldur en Rússar sjálfir.
.
Það er alveg sama hvernig lággróður eins og Stoltenberg og Biden urra og hrækja.
Að lokum verða þeir að setjast við samningaborðið og viðurkenna að þeir hafi haft rangt við í áratugi.
Reynadar er ekki líklegt að menn með gáfnafar Stolenbergs og Blinkens hafi rænu á að setjast að samningaborði,en vonandi koma einhverjir skárri í stað þeirra áður en um langt líður
Að því loknu mun komast á friður í Evrópu.
:
Þess er nú mjög farið að gæta að leiðtogar Evrópu eru farnir að átta sig á að það gengur ekki lengur að ganga um ljúgandi og svíkjandi.
Þeir verða að fara að haga sér eins og fullorðið fólk,þar að segja sá hluti þeirra sem er fær um það.

Króatar hafa nú ákveðið að draga hermenn sína frá Evrópu með þeim orðum að ástandið sé alfarið á ábyrgð NATO og þeir vilji ekki taka þátt í þessu.
Ungverjar hafa neiitað að taka við hermönnum sem Biden hyggst senda til Evrópu.
Þjóðverjar hafa neitað að samþykkja að Rússum verði vikið úr SWUFT kerfinu og Frakkar og Þjóðverjar hafna alfarið "sönnunargögnum " Breta og Bandaríkjamanna varðandi að Rússland hyggi á innrás í Úkrainu.
Rússar hyggja ekki á innrás og hafa aldrei gert.
Þeir hafa einfaldlega engann haga af því.
Þetta kjaftæði er einvörðungu uppspuni Bandaríkjanna og Breta ,uppspuni sem er kokkaður upp í ssömu herbúðumm og lygin um gereyðingarvopn Íraka og aðrar skildar lygasögur. 
.
Framganga Blinkens og Stoltenbergs er alveg með eindæmum aumkunarverð.
Þeir komu báðir fram  á fréttamannafundum og lugu blákalt í áhorfendur að Rússum hafi aldrei verið lofað að NATO mundi ekkii teygja sig til Austurs að lokinni sameiningu Þýskalands.
Þetta rifjar upp liðna tíma þegar fulltrúar sömu ofbeldisafla stóðu í pontu og lugu blákalt framann í ókkur að Írakar væru þess albúniir að beita efna og sýklavopnumm gegn okkur.
Hver man ekki lygavefinn sem var spunninn í kringum umslögin með hvíta duftinu sem áttu að vera sendingar frá Saddam Hussein.
600.000 mannslífum og mörgum árum seinna var okkur sagt að þetta hafi verið saklaus misskilnigur.
Þetta var ekki saklaus misskilningur heldur gríðarlegur lygavefur sem var spunninn til að fá okkur til að sætta okkur við að allt þetta fólk væri drepið.
Nú eru sömu aðilar að vefa nýjann slíkann lygavef ,og það virðist vera að sumt fólk geti aldrei lært neitt.
Margir eru enn tilbúnir til að bíta á agnið.
  



Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 20:52

17 identicon

Til að skilja ekki lesendur eftir í algeru svartnætti ber að geta þess að það virðist sem það sé smá vor í lofti í Evrópu.
Þar eru nú nokkrir þjóðhöfðingjar sem virðast vera tilbúnir að losa um það hreðjatak sem NATO og Bandaríkin hafa haft á álfunni í áratugi.
Þessir þjóðhöfðingjar þurfa virkann stuðning okkar allra.
Hver man ekki þegar Sovétmenn börðu niður vorið í Prag og frelsisbaráttu Ungverja.
Viktoria Nuland er núna í Þýskalandi að berja niður andstöðu Þjóðverja.
Viktoria Nuland er einmitt höfundurinn að  öllum þeim vandræðum sem steðja nú að álfunni.
 

Boorgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 21:12

18 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgþór, þakka þér fyrir þetta.  Rússum/Sovétríkjunum var aldrei lofað því að NATO yrði ekki stækkað í austurátt.  Það er varla til mikið betri heimild um það en Gorbachev.

https://www.rbth.com/international/2014/10/16/mikhail_gorbachev_i_am_against_all_walls_40673.html

Samkvæmt honum var málið einfaldlega ekki rætt á þeim tíma, enda líklega fáir ef nokkur sem sáu fyrir hve hratt hrun Sovétríkjanng og þeirra ríkja sem þau kúguðu í A-Evrópu yrði. 

Það var hins vegar rætt um að herir NATO í V-Þýskalandi myndu ekki færa sig til A-Þýskalands.

Megnið af því sem þú setur hér fram er álika innantómt bergmál af áróðri Rússa.

Þá er NATO-Russia Founding act sem báðir aðilar skrifuðu undir, að mig minnir 1997, þar sem talað er um að NATO verði opið öllum lýðræðisþjóðum eða eitthvað í þá áttina.

Þá var jafnvel talað um það sem möguleika að Rússar myndu á endanum ganga í NATO.

https://en.wikipedia.org/wiki/Russia%E2%80%93NATO_relations#Founding_Act_on_Mutual_Relations,_Cooperation_and_Security,_1997

Einhverja þá bestu grein sem ég hef séð lengi fjalla um mýtur og rangfærlsu af hendi Rússa, má finna hér.

https://www.washingtonpost.com/outlook/2022/01/28/putin-russia-ukraine-myths/

Að því er ég best veit er hún opin öllum til aflestrar og rétt að hvetja alla þá sem vilja kynna sér málin til að lesa hana.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2022 kl. 21:13

19 identicon

Þú minnist á vilja Úkrainumanna.
Nýlega gerðu tveir Bandarískir og einn Breskur háskóli viðamikla könnun á vilja Úkrainumanna.
Samkvæmt þessari könnun virðist meirihluti Úkrainumanna vilja vera hlutlaus.

Spurt var hvort viðkomansi vildi góð samskifti,hernaðarsamvinnu  eða hermenn ,annaðhvort frá NATO eða Rússlandi.
Íbúar Donbass voru ekki spurðir ,en þáttaka þeirra hefði án vafa breytt útkomunni töluvert.

Niðurstaðan er að 64% íbúa Úkrainu vilja gott samband við Rússland,en 56% vilja gott samband við NATO ríkin

Ef spurt er um hernaðarsamstarf vilja 28% slíkt samstarf við Rússa ,en 43% við NATO.

Varðandi NATO eða Rússneska herbækistöðvar ,þá vilja um 5% Rússneskar stöðvar en 24% NATO stöðvar.

Ef horft er til þeirra sem vilja alls ekki hernaðarsamstarf eða herbækistöðvar þá eru þeir í mjög miklum meirihluta eða 80% gagnvart Rússum og 56% gagnvart NATO.

Hlutfall þeirra sem vilja EKKI gott samband við NATO eða Rússa er álíka hátt fyrir báða aðila eða um 25%
Það eru þó ívið fleiri sem vilja ekki gott samband við NATO ríkin.

Rest er óákveðin eða vill ekki svara.
Það kemur nokkuð skýrt fram í könnuninni að það er verulegur munur á afstöðu fólks eftir því hvort þeir eru af Rússneskum rótum eð a telja sig vera Úkrainska að fullu.
Meðal Rússneskumælandi fólks er mun meiri vilji tila góðs samstarfs við Rússland ,töluvert meiri viljii til hernaðarsamstarfs en viljinn til að hýsa herstöðvar Rússa er mjög lítill.
.
Úkrainusku mælandi íbúar eru frekar andvígir góðu samstarfi við Rússland.
.
Úkraina virðisr vera afar klofið land og fer klofningurinn eftir hvaða tungumál fólk talar.
Í framhaldi af því er síðan mikill klofningur á milli landsvæða.
.
Í austur og suðurhlutanum er lítill áhugi Fyrir vesturlöndum ,en í mið og vesturhlutanum er fólk mjög í herbúðum NATO.
Þetta er mjög ábrendi.

Hér er slóð á könnunina.
.
https://ibs.colorado.edu/johno/pub/supplementary-graphs-monkey-cage-washington-post-article-february-2020.pdf

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 22:16

20 identicon

Ég vil leggja inn í umræðuna 30 skjöl sem sýna þannig að enginn vafi er á að þesu var lofað af öllum helstu ráðamönnum Natoríkjanna og reyndar yfirmanni NATO.
Það var ekki aðeins að þeir lofuðu þessu ,heldur töluðu forsvarsmenn NATO um það sín á milli að þetta væri eðlileg krafa.
Leyndinni var létt af þessum skjölum fyrir tilstilli laga um upplýsingaskildu stjórnvalda í Bandaríkjunum 
Þarna eru líka blöð úr dagbókum Gorbachevs varðandi þetta mál.
Það er enginn vafi.
Hinsvegar er þess hvergi getið að ég fæ séð að Þjóðverjar geti ekki fært hermenn til A Þýskalands heldur er þvet á móti viðurkennt af Sovétmönnumm að það sé í raun óframkvæmanlegt að skifta landinu með þessum hætti.
Allt Þýskaland hljóti að verða í NATO eftir sameiningu.
Þetta er því einhver síðari tíma tilbúningur ,nema menn geti bent á einhver skjöl sem sýna þetta.
Þetta kom semsagt til umræðu .

James Baker í samtali við Shevardnatse:

"There would, of course, have to be iron-clad guarantees that NATO’s jurisdiction or forces would not move eastward. And this would have to be done in a manner that would satisfy Germany’s neighbors to the east.”

Í skjölunum úir og grúir allt af loforðumm af þessu tagi frá öllum stóru stjórnmálamönnunum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Við lesturinn fæ ég  á tilfinninguna að það hafi í raun verið Vesturveldin sem gerðu þetta tilboð í upphafi frekar en að Sovétmenn hafi lagt fram kröfuna.
Þetta gæti verið komið til af því að Vesturveldunum var mikið í mun að sameina Þýskaland ,en Sovétmenn höfðu neitunarvald í málinu á grundvelli alþjóðalaga.

Þegar talið berst að samningnum sem var gerður við inngöngu Eystrasaltsríkjanna í NATO,Astana samkomulagið og Istanbul samkomulagið ,þá leggur Blinkenn bara kollhúfur og þegir.
Það er af því að hann hefur vondann málstað og getur ekkert sagt sér til varnar.
Honum er full ljóst að NATO með Bandaríkin í broddi fylkingar hefur brotð allar þessar reglur. Ítrekað.
NATO braut þessar reglur af því að Rússland var of veikt til að fylgja þeim eftir.
Nú er Rússland ekki lengur veikt og vill nú láta lagfæra þetta.
Ég verð að segja að það eru hógværar kröfur.
Kröfur sem munu leiða til friðar í Evrópu.



Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 22:57

21 identicon

Ég gleymdi að setja inn slóðina á skjölin,enn hér kemur hún.
Ég hvet þá sem eru að lesa þetta og vilja vita hið rétta að kynna sér þessi skjöl.
Þetta eru afrit af samtölum leiðtoga ríkja NATO og yfirmanns NATO við Sovéska ráðamenn af ýmsu tagi.
Þarna eru líka afrit af samtölum NATO ráðamanna innbyrðis og einhverjar dagbókarfærslur æðstu yfirmanna.

https://nsarchive.gwu.edu/briefing-book/russia-programs/2017-12-12/nato-expansion-what-gorbachev-heard-western-leaders-early  


Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2022 kl. 23:16

22 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er ekki auðvelt að tala í gegnum allt kjataglamrið sem kemur frá Bretlandi og Bandaríkjunum,en það má reyna.
Til að átta sig á hvaða afstöðu Rússar hafa til þessara mála er kannski betra að skoða hvað Rússar gera í stað þess að hlusta á áróðurinn frá NATO.

Um mitt ár var staðan sú að Donbass og Luhansk höfðu haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þau lýstu yrir sjálfstæði.
Þau höfðu einnig semt beiðni til Putins um að vera tekin inn í Rússneska ríkið.
Putin hafði hafnað beiðninni.

ÍI byrjun september er staðan orðin sú að uppreysnarmenn höfðu gjörsigrað Úkrainska herinn og höfðu hann í herkví.
Það var ekkert eftir nema að afvopna megin her Úkrainu.
Merkel og Holande hringja nú neyðarhringingu til Moskvu og biðja Putin um hjálp til að leysa úr málinu .
það eru haldnir samningafundir í Minsk þar sem Minsk II sáttmálinn er samþykktur og undirritaður af öllum málsaðilum.

En hvað þýddi þessi sáttmáli?
hann þýddi fyrst og fremst að úkrainski herinn keyrði óáreyttur út úr herkvínni.
En það voru samt enn viðameiri ákvarðanir teknar.
Það var samin áætlun í tíu liðum sem voru settir upp í þeirri röð sem átti að framkvæma hlutina.
Liður númer eitt var að Úkraina átti að gera breytingar á stjórnarskránni sem gerðu kleyft að gefa Donbass of Luhansk aukið sjálfræði.
Kiev stjórnin átti jafnframt að hefja beinar samningaviðræður við D og L um hvernig þessu aukna sjálfræði væri háttað.
Líklega var stefnt að því að staða þessara héraða yrði svipuð og Íslendinga eftir 1918.
Þetta hafði í för með sér að þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði var nú fallin úr gildi.
Þetta er samningurinn sem Putin sannfærði fulltrúa þessara héraða að skrifa undir.

Nú fara allir heim.
Þá bregður svo við að forseti Úkrainu og þingið neita algerlega að framkvæma lið eitt og vilja byrja á lið 9.
Þeir neita jafnframt að gefa almenna sakaruppgjöf sem var nauðsynlegur hluti af samningnum.
Þes í stað halda þeir áfram hernaði þó að í minni mæli sé.

Nú hefst mikið áróðursstríð.
Vesturveldin ásaka Rússa í sífellu um að vilja ekki standa við samninginn og ganga meira að segja svo langt að beita Rússa viðskiftaþvingunum í tilefni af þessu.
Áróðurinn var stöðugur í öllum fjölmiðlum.
Hnífurinn sem stóð  í kúnni var samt að Úkraina neitaði að framkvæma lið No eitt ,sem var alfarið á  ábyrgð Úkrainu .Þýskalands og Fraklands. 
Leiðtogar héraðanna og Putin biðu einfaldlega eftir að samningamenn Úkrainu mættu á staðinn.

Líkt og áróðurinn núna um innrás Rússa ,var áróðurinn um að rússar stæðu í vegi fyrir fullnystu Minsk II ,eintóm lygi.
Þetta er hægt af því að það er varla nokkur maður sem les þessi gögn og fjölmiðlarnir okkar sem eru ekki lengur fjölmiðlar,upplýsa okkur ekki um hvað er í samningnum og hvað það þýðir.
Ég hef reyndar lesið Minsk samkomulagið.
Það er ekki sérlega flókið.

Þetta endar með því að Rússar verða svo þreyttir á öllum lygavaðlinum að þeir byrta á heimasíðu utanríkisráðuneytisins ,öll samskifti Rússa við Þýskaland og Frakkland varðandi þetta mál.
Síðan hefur ekki heyrst eitt einasta orð um að Rússaar standi í vegi fyrir Minsk II.
Ég geri ráð fyrir að menn átti sig á að þessi umræða er með öllu horfin.
Ég hvet fólk til að fara inn á vef Rússneska utanríkisráðuneytisins og lesa þessi gögn.
Ég hef lesið smá hluta af þeim.

Ástæðan er sú að gögnin sýna svo ekki verður um villst að það voru Frakkland og Þýskaland sem voru stöðugt að reyna að breyta samkomulaginu í þá átt að það var óaðgengilegt fyrir héruðin sem um ræðir.
Það voru Þýskaland og Frakkland sem gáfu Úkrainu ádrátt um að það væri kannski mögulegt að breyta samningnum og jafnvel sleppa við hluta hans.
Meðan svo er gerir Úkraina ekkert til að semja við héruðin. 

Allt þetta ferli sýnir svo ekki verður um villst að Rússar með Putin í broddi fylkingar voru andsnúnir því að brjóta upp Úkrainu.
Þeir neituðu því þótt að Donbass og Luhansk lægju undir áföllum.
Það var Putin sem sannfærði héruðin sem höfðu lýst yfir sjálfstæði um að snú við og  sameinast Úkrainu að nýju,með aukinni sjálfstjorn.
Ef hann hefði ekki gert það hefði enginn samningur orðið.

En hvers vegna gerir Putin þetta.
Hefði ekki verið flottara að láta kné fylgja kviði og afvopna þarna Úkrainska herinn.
Ástæðan er sú að Putin er framsýnn og vel gefinn maður.
Hann veit sem er að þetta er eina leiðin til að koma á friði á svæðinu.
Frakkar og Þjóðverjar reyndu hinsvegar að böðlast áfram eins og venjulega og kúga og ljúga þangað til þeir hefðu sitt fram.
Í bjánahætti sínum hugsuðu þeir ekkert um afleiðingarnar og ´sýndu svo ekki verður um villst að þeim er alveg sama um Úkrainu ,ólíkt Putin.
Þeir geta samt ekki borið við fábjánahætti af því að Putin hefur án vafa útskýrt þetta fyrir þeim í smáatriðum


Borgþór Jónsson, 1.2.2022 kl. 01:23

23 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgþór, þakka þér fyrir þetta.  Sérstakar þakkir fyrir tenglana, enda kann ég vel að meta að slíkir séu settir inn fyrir það sem gestir bera á borð.

Hvað varðar könnunina sem þú setur inn fylgiskjöl fyrir, er ég ekki 100% til hvers er vísað, en reikna með því að það sé til þessarar greinar í WP:

https://www.washingtonpost.com/politics/2022/01/19/ukrainians-our-survey-werent-enthusiastic-about-nato-exercises-close-russia/

Ef það er rétt, breytir það ásjón skoðanakönnunarinnar.

Þar er sagt að hluti af k0nnuninni hafi verið spurningar þar sem þátttakendur voru beðnir um að ímynda sér sérstakar kringumstæður:

"In 2020, we organized a series of surveys of geopolitical orientations in several former Soviet republics bordering Russia, including Ukraine. As part of this project, we included a scenario involving a NATO military exercise and stressed to respondents that this was fictional. The specific text noted: “NATO is conducting a naval exercise close to Russian territory. A Russian fighter aircraft is taking a closer look at what NATO is doing when it crashes into the sea.”

We then randomly assigned survey respondents to read one of several different statements about the outcome of the crash. In Ukraine, our survey was nationally representative and the questionnaire was administered in face-to-face interviews in government-controlled areas.

All respondents, regardless of which fictional outcome they viewed, were then asked the following question: “Should NATO conduct military exercises close to Russia’s territory?” Remember this question came after suggesting a fictitious Russian plane crash, so it is not an abstract question like those we asked about Ukraine’s position between East and West and the stationing of NATO troops on Ukrainian territory."

Ef slíkar forsendur eru settar fram geta þær breytt niðurstöðum verulega.

Hins vegar efast ég ekkert um að meirihluti Ukraínubúa við góð samskipti við bæði Rússa og í Vestur.  Mikill hluti þeirra á auðvitað vini og ættinga í öllum löndum í kring, enda hafa landamæri á þessu svæði verið "fljótandi" ef svo má að orði komast.

Skoðaðu hvað margar þjóðir hafa t.d. ráðið yfir Lvis, eða Lwow eða hvað við viljum kalla borgina. Þekki þekki all nokrra þaðan og þeir eru Pólskir, Ungerskir, Rússneskir o.s.frv, þó að allir líti á sig sem Ukraínumenn.

Ég hef nú ekki tíma til að lesa öll skjölin á National Archive, en þau virðast í raun fyrst og fremst styðja það sem ég hef áður sagt, þó sjálfsagt megi túlka þau á ýmsa vegu.

"The Bonn cable also noted Genscher’s proposal to leave the East German territory out of NATO military structures even in a unified Germany in NATO."

"“not one inch eastward”" Virðist hafa gilt um A-Þýskaland, enda eins og ég hef áður sagt, sá enginn fyrir sér hrun Sovétríkjanna eða kommúnismans í A-Evrópu.

Í raun settu "byltingarleiðtogarnir" í Moskvu 1991, naglana í líkkistu Sovétríkjanna og kann ég þeim bestu þakki fyrir.

Það er hins vegar líklega alveg rétt að stuðningur við Rússa, eða Vestrið ræðst mikið af uppruna einstaklinga.

Ég held hins vegar að stuðningur við Vestrið hafi aukist mikið, og líklega NSTO einnig, enda eru greinaskrif Putins og aðgerðir hans ekki til þess fallnar að auka vinsældir eða traust á Rússum.

http://en.kremlin.ru/events/president/news/66181

Þetta er svona eins og forsætisráðherra Noregs færi að skrifa um að Íslendingar séu ekki raunveruleg þjóð, heldur eingöngu afsprengi Norðmanna og færi líklega best á að þeir litu stjórn Noregs.

Vissulega hafa einstaka einstaklingar á Íslandi sett fram álíka hugmyndir, en sem betur fer hafa þeir ekki notið mikillar hylli.

Ég hygg að það sama gerist í Ukraínu, en vissulega munu ýmsir þeir sem eru af Rússnesku bergi brotnir styðja innlimun Rússlands á Ukraínu.

En hvers vegna býður Putin þeim ekki bara að koma heim?

Frekar en að beita fyrir sig sömu taktík og Hitler, sem vildi sameina all Þjóðverja í einu ríki, og taldi það réttlæta yfirgang sinn.

G. Tómas Gunnarsson, 1.2.2022 kl. 01:57

24 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst Borgþór vera með sanngjarnt viðmið um hvernig meta eigi stöðu Rússa.

Á Trump tímanum var mun varlegar stigið til jarðar. (sem er hrós af minni hálfu) Samt var Trump undir járnhæl sömu hernaðarsinnuðu afla og Biden sjtórnin.

Bandaríkjamenn aðrir en þeir sem beinlínis hafa hagsmuni af hernaði vilja ekki ófrið í Evrópu og Úkraína er ekki land sem þeim kemur neitt við.

Rússahræðsla er ekki raunveruleg heldur tilbúin stemming. Við Íslendingar eigum að hafa vinsamleg samskifti við þessa fornu meningarþjóð Evrópu. Við gerum það ekki á kostnað samskifta við USA enda erum við Leppar þeirra síðan 1942. Það er vandlifað í þessum heimi.

Gísli Ingvarsson, 1.2.2022 kl. 10:02

25 Smámynd: Borgþór Jónsson

Varðandi könnunina
Þesssi stöplarit sýna ekki alla könnunina heldur bara þann hluta sem snúst um samskifti þessara ríkja
Sú spurning var ekki sett í samhengi við einhvrja uppdiktaða atburði.

Eftir ummælum þínum að dæma þá hefurðu ekki lesið grein Putins heldur ummæli annarra um hana.
Ég lái þér það ekki af því að hún er óheyrilega löng,8000 orð að sögn.
Ég gafst sjálfur upp á að lesa hana alla þó að ég sé sérlegur áhugamaður um Putin.
Stór hluti greinarinnar fjallar um sögulega hluti langt aftur ,en ég er sæmilega að mér um þá svo ég sleppti þeim hluta.

Það kemur fram í greininni að Putin telur að íbúar þessara ríkja séu sama fólkið,sem er rétt.
Það er hvergi vikið að því að Úkrainumenn séu ekki þjóð eða að Úkraina ætti ekki að vera ríki.
Honum finnst hinsvegar óásættanlegt að það sé komin upp sú staða að þessari bræðraþjóð sé stjórnað af fólki sem sé svona yfirgengilega fjandsamlegt Rússlandi,sem er líka rétt.
Þetta er einfaldlega ekki gott fyrir neinn og síst af öllu fyrir Úkrinumenn.

Við Norðurlandabúar lítum gjarnan á okkur sem sama fólkið en það kemur ekki í veg fyrir að við séum margar þjóðir.
Afstaða Putins til Úkrainu er sú sama
Mér finnst samt líklegt að okkur mundi súrna í augum ef það væri magnað upp svo mikið hatur á Íslendingum í Noregi að það þætti við hæfi að drepa fólk þar sem er af íslensku bergi brotið vegna skoðanna sinna.
Það væri heldur ekki vinsælt í Danmörku ef að það væri bannað á Íslandi að neinir pappírar væru gerðir á Dönsku ,þar á meðal matseðar á veitingahúsum.
Trúlega eru engir matseðlar á Dönsku af hagkvæmisástæðum,en ef Íslenska ríkisstjórnin mundi hreinlega banna það yrði því ekki vel tekið á Norðurlöndunum.
Það voru líka uppi hugmyndir um að rússneskt fólk mundi njóta takmarkaðra borgararéttinda líkt og gerist í Eystrasaltsríkjunum.
Það hefur þó ekki komið til framkvæmda enn.

Putin eða aðrir Rússneskir stjórnmálamenn ásælast ekki Úkrainu og hafa aldrei gert.
Þvert á móti neituðu þeir beiðni íbúa Donbass um að sameinast þeim.
Þeir lögðu sitt þunga lóð á vogarskálarnar til að halda Úkrainska ríkinu saman.
Krímskagi er aðskilið mál af því að þar býr nánast eingöngu fólk sem lítur á sig sem Rússa og hafa alltaf gert.
Hafa ber í huga að þetta fólk er ekki bara Rússneskumælandi ,heldur lítur það á sig sem Rússa í orðsins fyllstu merkingu
Þeir lokuðust óvart inn í ríki sem þeir vildu aldrei tilheyra og þetta var alls ekki fyrista tilraun þeirra til að slíta sig lausa.
Maður getur ekki annað en samglaðst þeim yfir að vera komnir heim.
Það er athyglisvert að Rússar gerðu enga tilraun til að ásælast Krímskaga fyrr en eftir valdaránið 2014 í Úkrainu.

Donbass er hinsvegaar allt annað dæmi.
Ástæðan fyrir andófi þeirra var ekki að þeir vildu segja skilið við Úkrainu.
Þeir vildu fá meira rétt til að ráðstafa skattpenngum sínum .
Deilan var ekki ný.
Afstaða Donbassbúa,sem er ríksata svæði Úkrainu, var að þeir borguðu alla skattana,en fengu litla uppbygginu eða þjónustu.
Ég veit að sjálfsögðu ekki hvort þetta er rétt ,en þetta var víðtekin skoðun þar. Þessi skoðun var ekki bundin við málsvæðin
Þeir kölluðu því eftir auknum réttindum til að ráðstafa skattfé.

Úkrainustjórn svaraði með því að senda herinn inn.
Það var aldrei gerð nein tilraun til að semja um neitt.
Skilaboðin voru skilyrðislaus uppgjöf og engar viðræður.
Ég veit ekki hvort þú manst eftir fréttamyndunum frá þeim atburði.
Það var enginn her eða byssumenn sem tóku á móti skriðdrekunum.
Það var bara fólk sem stóð vopnlaust á veginum og reyndi að fá herinn til að stoppa.
Hitt kom seinna.
Þegar Úkrainski herinn rúllaði inn í Donbass hafði enginn verið drepinn í mótmælunum. Það voru engin vopnuð átök í gangi.
Þetta var bara hrokafull aðferð til að hafa sitt fram með ofbeldi án þess að tala nokkru sini við fólkið sem var að mótmæla.
Þessi aburðarás sem fór af stað var fullkomlega á ábyrgð Úkrainustjórnar og hefði verið auðvelt að afstýra ef einhver vilji hefði verið fyrir hendi.
Vandamálið var að það voru NýNasistar sem fóru með völdin á þeim tíma.

Rússland er stórt og á landamæri að mörgum löndum.
það er athyglisvert að Rússland hefur ágætis samskifti við ríki allt frá N Kóreu til Úkrainu,að Georgíu undanskilinni.
Getur verið að það sé eitthvað bogið við samskifti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland.
Af hverju er ógerningur fyrir þessi ríki að hafa góð samskifti við Rússland þegar það virðist auðvelt fyrir önnur ríki.
Af hverju stafar það að Bandaríkin eru stöðugt að hafa afskifti af innanríkismálum Rúslands.
Af hverju stafa stöðugar árásir Bandaríkjanna á Rússnesk stjórnvöld ,sem hafa staðið í ca 15 ár.
Mest á upplognum forsemdum eða forsemdum sem blásnar eru upp út úr öllu korti.
Þetta er ekki eðlilegt og ekki vænlegt til friðsamlegra samskifta.

Í síðustu kosningum þurrkaðist heill stjórnmálaflokkur algerlega út í Síberíu af því að í ljós koma að hann var kostaður af Bandaríkjastjórn.
Meira að segja yfirgaf hluti frambjóðenda flokkinn.
Það er ekkert leyndarmál að Bandarísk stjórnvöld kynda stöðugt undir fámennu hópi í Síberíu sem vill segja skilið við Rússland.
Beitan er að Síberíufólk gæti orðið ógeðslega ríkt af því að þar eru svo miklar auðlindir.
Er hugsanlegt að þetta geti valdið stirðleika og tortryggni. 

Samskifti Eystrasaltsríkjanna við Rússland eru frekar dæmigerð um þetta.
Þegar >Sovétríkin liðu umdir lok þá er gengið frá landamærum ríkjanna með samningum og Rússar hafa aldrei haft uppi neinar frekari kröfur þar um.
Þeir reyndu síðan að halda uppi eðlilegumm samskiftumm við þesi ríki.
Þeiri seldu þeim orku á góðu verði og keyftu af þeim hafnar og flutningaþjónustu.
Þetta breyttist ekki þó að þessi ríki gengju í NATO og ESB.
Eystrasaltsríkin svöruðu með því að svifta rússneskumælandi fólk hluta af lýðréttindum sínum og hætta að greiða þeim sem börðust með Rauða hernum eftirlaun.
Sovéskir uppgjafahermenn þessara ríkja fá nú eftirlaun sín frá Rússlandi.
Þeir hermenn sem börðust við hlið Nasista fá hinsvegar eftirlaun.
Það er varla hægt að sýna Rússum meiri fjandskap en þetta.

Það var ekkii fyrr en að fjandskapur þessara ríkja var orðinn yfirþyrmandi að Rússar drógu sig til baka og byggðu sínar eigin hafnir og tóku yfir flutningastarfsemi sem áður var í höndum íbúa þessara ríkja.
Ég held að það ætti að vera augljóst að það getur ekkert ríki unað því að láta verulega fjandsmalegt ríki sjá umm hafnarstarfsemi sína.
Nú halda Eystrasaltsríkin því fram að þetta hafi verið svæívirðileg aðför að þeim.

Nú situr í Úkrainu forseti sem komt til valda með 70% atkvæða.
Alla kosningabaráttuna hamraði hann á því að hann mundi leysa Donbass deiluna á friðsamlegann hátt og að hann mundi hefja samningaviðræður við Rússa til að bæta samskiftin.
Hann var hreinlega kosinn til þess arna.
Hann hefur hinsvegar ekki staðið við það sem hann lofaði.
Hann hefur enga tilraun gert til að standa við það af ástæðumm sem ekki verður farið út í hér.
Á undanförnum mánuðum hafa vinsældir hans hrapað og hann hefur enga möguleika á endurkjöri eins og málin standa í dag.
Ég held að vilji Úkrainsks almennings til að ná sáttum við Rússland hafi ekki minnkað  og trú þeirra á að það sé hægt hafi ekki minkað.

Öll spenna og óvild sem ríkir nú í Evrópu er alfarið NATO að kenna.
Það á að leggja niður NATO.

Borgþór Jónsson, 1.2.2022 kl. 10:28

26 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgþór, þakka þér fyrir þetta.  Ég hvorki nenni eða hef tíma til að leiðrétta allan þennan enduróm af Rússneskum rangfærslum.

Að hluta til eru þetta sömu rangfærslurnar og þú birtir hér á þessu bloggi árið 2020 og lesa má hér.

https://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2245096/

Þá eins og nú varstu uppfullur með að Eystrasaltslöndinn hefðu ekki borgað lífeyri til þeirra sem voru í Sovéska hernum.  Það má vissulega segja að það sé skrýtið að borga þeim sem hersátu landið eftirlaun, en þannig er það þó.

En hins vegar felldu Eistlendingar niður greiðslur til þeirra sem fengu greiðslur frá Rússlandi (þeir líta eins og áður hefur komið fram á sig sem arftaka Sovétríkjanna).

Um þetta má lesa í úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu.  https://hudoc.echr.coe.int/eng#{%22dmdocnumber%22:[%22876790%22],%22itemid%22:[%22001-101514%22]}

Þetta er rétt eins og 2016, þegar þú hélst því fram að Ukraína hefði aldrei verið ríki.  Þú virðist sem betur fer hafa linast í þeim skoðunum.

https://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2184802/

En eins og ég sagði áður sé ég ekki sérstakan tilgang með því að eyða tíma mínum í að hrekja þessar staðhæfingar, sem sjaldnast eru undibyggðar.

En þú setur mál þitt fram með kurteisum hætti og ert því alltaf velkoninn hér á bloggið mitt.

G. Tómas Gunnarsson, 1.2.2022 kl. 18:32

27 identicon

Þessi dómur fjallar alls ekki um það  sem ég er að tala um.
Dómurinn er í máli sem var höfðað gegn Eistneska ríkinu á grundvelli meintrar mismununar.
Dómurinn fjallar um hvort þessum einstaklingum hafi verið mismunað samkvæmt Eistneskum lögum.
Svo er ekki.
Hinsvegar eru Eistnesku lögin þannig að þjónusta í Sovéska hernum telst ekki hæf til greiðslu lífeyris.
Jafnvel þó að viðkomandi afsali sér rétti til Rússnesks lífeyris þá öðlast hann ekki rétt til lífeyris í Eistlandi,hafi hann ekki að minsta kosti 15 ára starf að baki í borgaralegu starfi.

Úkraina hefur aldrei verið ríki fyrir 1992 ,ef undann er skilið 9 mánaða tímabil í lok fyrri heimstyrjaldar þegar á Þjóðverjar stofnuðu leppríki á þessu svæði.
Það leppríki leit reyndar ekki út eins og núverandi Úkraina.
Það væri ekki úr vegi að þú bentir mér á hvenar Úkraina var ríki að undanskildum þessum tveim tímabilum.
Þetta svæði hefur í gegnum aldirnar tilheyrt hinum ýmsu ríkjum og ríkjasamsteypum.
Það næsta sem þetta svæði hefur komist til að vera ríki var þegar það var sérstakt "protectorate" innan Rússnesk keisaraveldisins.
Það er að segja svæði sem hafði takmarkaða sjálfstjórn.
Reyndar leit það sjálfstjórnarsvæði ekki út eins og núverandi Úkraina.
Núverandi Úkraina er eitt af meistaraverkum Stalins heitins.
Blessuð sé minning hans

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2022 kl. 11:52

28 identicon


Bardagar með herjum Nasista eru hinsvegar hæfir til lífeyris líkt og vinna í útrýmingabúðum þeirra 

Boorgþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2022 kl. 11:54

29 identicon

Það er kannski frekar leiðinlegt að búta svarið svona niður,en svona er lífið.
Þú segir:
Það má vissulega segja að það sé skrýtið að borga þeim sem hersátu landið eftirlaun, en þannig er það þó.

Eftir því sem ég veit besst þá ná eftirlaunagreiðsslur Rússa ekki til allra sem hafa sinn herþjónustu í Rauða hernum.
Þær ná eingöngu til þeirra sem börðust í síðari heimstyrjöldini.
Þeim greiðslum fer því fljótlega að ljúka.

Það er áberandi að Eystrasaltsríkin hafa lagt mikið upp úr því að fyrra sig allri ábyrgð á gerðum Sovétríkjanna.
Þeir láta eins og þeir hafi lifað í endalausri barátu gegn Sovésska valdinu en hafi mátt sín lítils .
Eystarsaltsríkin voru hinsvegar fullkomnir þáttakendur í því sem þar fór fram ekki síður en aðrir hlutar Sovétríkjanna.
Til dæmis munu Litháar hafa verið áberandi í KGB.
Almenningur í þessum löndum var ekkert meira kúgaður en íbúar Rússlands eða Hvíta Rússlands til dæmis og þeir tóku ekkert minni þátt en þessi ríki,nema síður sé.
Eystrasaltsríkin virðast vera einhverskonar "shit hole" eins og Trump mundi orða það.
Engir gengu til dæmis harðar fram í útrýmingu Gyðinga en leppstjórnir Þjóðverja í þessum ríkjum.
Þegar þeir falla svo undir sovétið þá eru þeir mættir í KGB.
Þegar svo Sovétríkin falla þá taka völdin í sumum tilfellum fólk sem er menntað hjá CIA.
Og enn stunda þeir mannréttindabrot ,og nú gagnvart Rússneskumælandi fólki í eigin landi jafnvel þó það sé fætt þar og uppalið.
Meira að segja þurfti ESB að áminna þá mildilega að það væri ófært að hluti íbúanna þar hefði ekkert vegabréf.
Fólkinu var þá gefið vegabréf með takmörkuðum réttindum.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2022 kl. 13:00

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það gleymist í þessari umræðu að Stalín framdi þjóðarmorð á Eystrasaltsríkjunum með því að fylla þau af Rússum og henda innfæddum út úr landinu, oft til Síberíu til að drepast þar. Viljandi gert, vitandi að Rússarnir myndu fjölga sér.

Mikill fjöldi Rússa í Eystrasaltsríkjunum og sennilega Úkraínu,verður að skoðast í þessu ljósi. Svipað og ill öfl eru að gera núna með hinum svokallaða flóttamannastraumi. Ekkert annað en dulbúið þjóðarmorð.

Annars hvet ég fólk til að skoða myndbandið hér fyrir neðan. Rússland hefur alltaf verið kúgunarríki. Áður en morðhundarnir Lenín og Stalín náðu völdum með morðum og illmennsku, hafði Romanov-ættin kúgað Rússa í aldaraðir og börðu niður allar umbótatilraunir og tilhneigingar til frálsræðis og aukinna réttinda, sem almenningur í Rússlandi horfði á Vesturlönd öðlast í æ meira mæli.

Hungrið var að gera Rússa brjálaða og því kusu þeir yfir sig brjálæðinga sem sköpuðu enn meira hungur og örbirgð, um leið og þeir lögðu allt í rúst 360 gráður í kringum sig, eins og vinstri mönnum er svo tamt, komist þeir til valda.

https://www.youtube.com/watch?v=Cqbleas1mmo

Theódór Norðkvist, 2.2.2022 kl. 18:39

31 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgþór, þakka þér fyrir þetta.  Um hvaða mál ertu þá að tala?  Settu eitthvað inn hér annað en lélegt bergmál frá Prawda, Sputnik og RT.

Mér vitanlega er þetta eina málsóknin gegn Eistneska ríkinu hvað þetta varðar, en auðvitað ætla ég ekki að fullyrða um a slíkt gæti ekki farið fram hjá mér.

En dómurinn sannar að Eistneska ríkið hefur greitt fjölda Sovéskra hermanna eftirlaun, samkvæmt samkomulagi á milli Eistlands og Rússlanda frá 1994, en þar er kveðið á um að ef Rússland borgi viðkomandi eftirlaun, hafi Eistland rétt til að fella sínar greiðslur niður.

Samkomulagið varðaði all nokkurn fjölda fyrrverandi Sovéskra hermanna sem hafði verið leyft (af hálfu Sovétríkjanna) að setjasta að eftir her´þjónustu í Eistlandi, en þar var almennt talið að lífskjör væru betri en almennt gerðust á Sovétímanum (þau þau væri vissulega slæm).

Að því leiti hefur Eistlang greitt lífeyri til hermann sem hersátu landið, þó að þeir hafi vissulega ekki greitt til allra þeirr sem komu að þeim verknaði.

Hvað Ukraínu varðar fagna ég því að þú munir eftir því að hún lýsti yfir sjálfstæðoi eftir fyrri heimstyrjöld, þú virtist lítið vita um það árið 2016.

Hins vegar er staða Ukraínu innan Sovétríkjanna á margan hátt merkileg. Hún tilheyrði vissulega Sovétríkjunum, en var samt á suman hátt sjálfstætt ríki. Hvað þýðir það að vera lýðveldi, þó að það sé innan ríkjasambands?

Hvernig gat Ukraína verið stofnríki Sameinuðu þjóðanna með fullgilt atkvæði?

Auðvitað má kenna það að mörgu leyti undanlátssemi Vesturveldanna fyrir Stalín, en það felur í sér viðurkenningu á Ukraínu sem ríki, bæði af hálfu Vesturveldanna og Sovétríkjanna, svona "official".

"Donbas" var ekki bætt við Ukrainu af Stalín, heldur tilheyrði það henni þegar hún gekk inn í Sovétið.

En Ukraína var þannig séð ekki ríki fyrr en 1919, rétt eins og Ísland var ekki ríki fyrr en 1918.  En sjálfstæðisbarátta bæði Íslensku og Ukrínsku þjóðarinnar hófst mun fyrr.

Að sjálfsögðu voru til íbúar Eystrasaltsríkjanna sem störfuðu hjá KGB og/eða aðstoðuðu við hernámið.  Þannig gerist það alltaf, því miður.  Sumir reyndar fæddir eftir hernám og þekktu ekkert annað.

Sumir þeirra sem störfuðu innan "sovétsins" urðu lykilmenn í endurheimt sjálfstæðis, t.d. Eistlands.

Það er ekkert óeðlilegt við að fulltrúar og þeir sem hernámsveldið flutti inn á hernumda svæðið mæti tortryggni.

Því tók hernámsveldið sig ekki til og bauð þeim heim og hvers vegna fóru þeir ekki?

Aðallega vegna þess að þrátt fyrir bágar aðstæður Eystrasaltsríkjanna þá þótti það betri vist en að fara heim til Rússlands.

G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2022 kl. 05:04

32 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Theodór, þakka þér fyrir þetta.   Það er ef til vill full sterkt til orða tekið að Stalín hafi framið þjóðarmorð, en viljann skorti ekki.

Tugþúsundir voru myrtir og haarkaleg "Russification" var í gangi.  En þjóðir hafa sterkari mótstöðu og "lífsvilja" en flestir gera sér grein fyrir.

Líklega var mun harkalegar gengið fram í Ukraínu (á 4ja áratugnum), enn fremur á Krímskaga eftir lok seinni heimstyrjaldar.

En tilhneyging Rússa hefur alltaf verið að líta á sig sem fórnarlömb.  Allir eru vondir við Rússa og "fasistar" á hverju strái.

Staðreyndin er að lengst af hafa Rússar verið "búllíið á skólalóðinni".

G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2022 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband