Færsluflokkur: Evrópumál

Þrjátíu ár - Litháen - Ísland

Það vermir vissulega hjartaræturnar að sjá kveðjuna sem Litháen sendir Íslendingum af því tilefni að þrjátíu ár eru liðin frá því að Ísland, fyrst ríkja viðurkenndi Litháen sem sjálfstætt ríki, eða öllu heldur endurheimt sjálfstæðis þeirra.

Að hernámi Sovétríkjanna væri lokið.

Það var vissulega stór atburður og markaði spor í heimsöguna. En Litháen hafði lýsti fyrir endurheimt sjálfstæði 11. mánuðum fyrr, eða 11. mars 1990. Fyrst "lýðvelda" Sovétsins sagði það sig frá því og endurheimti sjálfstæði sitt.

En baráttan var ekki án mannfórna og all nokkrir Litháar guldu með lífi sínu er Sovétið reyndi að kæfa sjálfstæðisvitund þeirra niður, en það var í heldur ekkert nýtt.

Næsta (1991) ár lýstu Lettland og Eistland yfir endurheimt sjálfstæðis síns og sögðu skilið við Sovétið.

Enn og aftur var Ísland í fararbroddi og viðurkenndi hin nýfrjálsu lönd og endurmheimt sjálfstæðis  og tók upp stjórnmálasambönd við þau fyrst ríkja.

Enn sem komið er hef ég ekki heimsótt Litháen, en ég hef ferðast víða í Lettlandi sem og Eistlandi, raunar búið í því síðarnefnda í all nokkur ár.

Í báðum þessum löndum hef ég fundð fyrir gríðarlega þakklæti í garð Íslands og Íslendinga.

Íbúum þessara landa fannst stuðningur Íslands ómetanlegur.

Þeir gerðu sér grein fyrir því að Ísland var ekki stórveldi og myndi aldrei ráða úrslitum í baráttu þeirra.

En að einhver hlustaði og stæði með þeim, "stæði upp" og segði að þeir hefðu rétt fyrir sér, það fannst þeim ómetanlegt og fyrir það eru þeir þakklátir.

Það var alls ekki sjálfgefið að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháen 1991 og margir Íslenskir stjórnmálamann höfðu talið öll tormerki á því árið áður, það sama gilti reyndar um flesta (en ekki alla) stjórnmálamenn á Vesturlöndum.

En síðan þá hefur Ísland staðið með mörgum smáþjóðum og verið í fararbroddi að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

En hvar standa Íslendingar í dag?

Myndu Íslendingar viðurkenna sjálfstæði Tíbet?  Viðurkenna að íbúar Taiwan eigi rétt á því að ákveða hvort þeir vilji vera sjálfstæðir eður ei?

Ótal ný ríki hafa litið dagsins ljós á undanförnum áratugum og útlit er fyrir að fleiri muni bætast í hópinn á þeim næstu.

Stuðningur Íslands við sjálfsákvörðunarrétt þeirra á enn erindi.

 

 


Hvers vegna hefur Bretland náð forskoti á "Sambandið" í bóluefnamálum? Hvernig kaupin gerast á "bóluefnaeyrinni"

Hvers vegna hefur Bretland forskot á Evrópusambandið í bóluefnamálum? 

Hvort sem litið er til bólusetninga (% af íbúafjölda), eða að ná að samþykkja bóluefni?

Það má finna býsna góða grein sem reynir að útskýra hvers vegna Bretland hefur forskot og að hluta til  "stóra AstraZeneca málið" einnig á vefsíðu Guardian.

Þarna kemur fram að Bretland hafi skrifað undir samning um afhendingu á 100 milljón skömmtum um miðjan maí á síðasta ári.

Ég hvet alla til að lesa greinina á vefsíðu Guardian, en þegar hún er lesin fæ ég á tilfinninguna að Evrópusambandið, samdi seinna, vildi borga minna, lagði fram mikið minna áhættufé til framleiðenda bóluefnis, en vilja samt sem áður hafa forgang fram yfir aðra.

En klúðrið virðist "Sambandsins" (og þeirra sem hafa hengt sig við það), vandræðin sem það er komið í virðist mest af þeirra eigin völdum, en það getur það (að sjálfsögðu) ekki viðurkennt.

 

 

When it became clear the China coronavirus outbreak might lead to a global pandemic, Oxford University’s life scientists convened a crisis meeting. It took place on Thursday 30 January last year, and if the rest of the world hadn’t yet realised the potential consequences of what was unfolding in Wuhan, they had.

...

It was there that Prof Sarah Gilbert, a vaccine researcher, told her colleagues something remarkable; she had devised a likely vaccine, repurposing technology used by her team to develop vaccines against Ebola and Mers.

...

 

In a country not known for thinking strategically about industrial policy, the UK actually had an advantage. Gilbert’s Jenner Institute, for example, was founded in 1998, when Peter Mandelson was industry secretary, and funded at first by the UK drug company GlaxoSmithKline. It was critical in ensuring the UK got ahead.

However, the prospective deal collapsed. The UK was desperate to secure enough supply for its own citizens – and at the time, ministers including the health secretary, Matt Hancock, were concerned. Not about the EU – but about the behaviour of the then-US president, Donald Trump.

“We were worried about vaccine nationalism – but the person we feared was Trump, that he would be able to pressurise a US company, and perhaps buy up the drug stocks,” said a former adviser at the Department of Health. “We never expected there would be a row with the EU”.

Enter the Anglo-Swedish firm, AstraZeneca, whose French chief executive, Pascal Soriot, was a trusted figure in political circles.

...

AstraZeneca was signed as Oxford’s partner on 30 April and signed a deal to supply 100m doses to the UK a fortnight later. Ministers were prepared to pay a few hundred million upfront, allowing the company to build its first virus manufacturing process, and the UK government to demand its citizens be vaccinated first.

“That underpinned all of it,” an industry insider said.

Building on relationships established by the Oxford scientists, the vaccine for the UK market is cultivated at sites in Oxford and at Keele, near Stoke. It is then sent to Wrexham, where it is bottled into vials before being dispatched for final tests by UK regulators and sent on to the NHS.

AstraZeneca says the headstart it had was vital.

With Brexit looming, the UK drew huge criticism for declining to join EU schemes to purchase PPE and ventilators. There was also growing pressure to join a joint EU procurement plan for vaccines, and to put aside the Brexit rhetoric.

But Brussels’ demands were eye-watering: the UK, unlike EU member states, would not be able to take part in the governance of the scheme, including the steering group or the negotiating team.

Britain would have no say in what vaccines to procure, at what price or in what quantity, and for what delivery schedule. There would be no side-deals possible.

British officials were not convinced. “We had to go it alone,” said a UK source. “There was nothing there for us”. By the time a special UK vaccine taskforce was created in April, the seeds of a successful strategy had been sown.

Run from May by the venture capitalist Kate Bingham, a no-nonsense operator, it directed government money up and down the vaccine supply chain, and helped ensure that two other vaccine candidates were manufactured in the UK – an interventionist policy not seen since before the days of Margaret Thatcher.

...

There had been concerns from the beginning of the crisis in key EU capitals that others – the US in particular – would steal a march in the hunt for a successful vaccine. But despite the anxiety, the process of organising and purchasing prospective vaccines had been slow.

There was an early initiative by the European commission president, Ursula von der Leyen, to steal away CureVac, a biotech company working on a coronavirus vaccine, from Donald Trump, with whom it was in talks. The EU offered the company €80m in financial backing. “I hope that with this support, we can have a vaccine on the market, perhaps before autumn,” Von der Leyen said at the time. CureVac is still yet to come good.

The governments of Germany, Italy, France and the Netherlands had privately decided they could not wait on Brussels finding common agreement among the 27 on a strategy – and they spotted the potential in AstraZeneca from the start.

The four governments passed on the negotiation to the commission “for the common good”, recalled Prof Walter Ricciardi, an adviser to the Italian government on its coronavirus strategy.

“We opened the door for the commission to take over but even then it took time, even when we tried to speed up the process,” Ricciardi said. “There were some countries fully aware of the importance of the vaccine but there were others that were reluctant to put money into this without guarantees of the result. That took time and the best possible energy of the commission. They did recruit the best possible officers to do that but it was a long process”.

It was another three months before the commission finally signed the deal, behind the UK, with some serious ramifications to come.

Authorisation of any vaccines would be done through the European medicines agency, rather than national regulators, to ensure that the rollout was done across the EU in tandem. But that also proved a fateful decision.

The slower authorisation by the EMA ensured that liability for the vaccine – should it prove dangerous – could potentially be pinned on the pharmaceutical companies during contract negotiations.

But if they were maintaining solidarity and perhaps even earning some extra public confidence, they were giving up speed.

The fast-track mechanisms available to national regulators, including the UK’s medicines and healthcare regulatory authority, gave Britain another potential advantage

Nevertheless, with the announcement in early November that the German startup BioNTech had made a breakthrough in the development of a new type of vaccine to combat Covid-19, hopes remained high that the bloc was on the right path.

“It is Europe’s moment”, Von der Leyen tweeted in mid-December as she announced that between 27 and 29 December, people across the EU’s 27 member states would be vaccinated. “We protect our citizens together”, she said. But her confidence was misplaced. There were hidden frailties.

Rasmus Hansen, the chief executive of Airfinity, a data analytics company working in the life sciences sector, said the EU had failed to invest as it should have in scaling-up production plants.

The EU had spent just €1.78bn in “risk money”, cash handed to pharmaceutical companies without any guarantee of a return, compared to €1.9bn by the UK and €9bn by the US, he said. There were consequences.

The first hit to the EU strategy was the announcement by Pfizer/BioNTech, one of only two vaccine producers authorised for use in the EU at this stage – along with Moderna, with whom only a smaller order has been made – that they needed to slow down production in order to upgrade a facility in Belgium and boost output in late February.

This did not unduly upset officials initially. They had AstraZeneca, and its total of 400m doses, coming down the line. “I am not sure why this debate is there because the numbers are there, the production is ramping up,” Sandra Gallina, the commission’s chief negotiator, told MEPs on 12 January

 

“It took a wrecking ball to the national plans,” admitted one diplomat. Just 2% of the EU adult population has so far received a jab, compared with 11% in the UK.

 

Officials angrily pointed to the success of the British end of AstraZeneca’s vaccine production. “If the UK plants are working better, are we expecting the UK plants to deliver doses to us? Yes. Yes. Yes. They are part of our contract,” argued an official.

Gallina, shaken by the move, dived into the customs records to find evidence that AstraZeneca had shipped EU-produced doses to the UK – but without success.

AstraZeneca’s chief executive gave an interview with a group of European newspapers. “The UK agreement was reached in June, three months before the European one,” Soriot said.

“As you could imagine, the UK government said the supply coming out of the UK supply chain would go to the UK first. Basically, that’s how it is.”

The commission has accused AstraZeneca of a breach of contract. It has given its member states the power to block exports of vaccines, raising the spectre of Pfizer doses not being delivered to the UK. But at a meeting of EU ambassadors with commission officials earlier this week, the message was that the capitals were unimpressed.

“The commission was told to change the terms of the debate – we just want vaccines,” said one diplomatic source. “That’s all we want”.

Allar leturbreytingar eru blogghöfundar.

 

 


Við núverandi kringumstæður ætti Ísland að kljúfa sig frá "Sambandinu" og opna landamærin

Það má deila um hvort að "tvöfalda bítið" í skimunum sé hin "eina rétta" aðgerð í landamæravörslu gagnvart veirunni, en hún er sú sem er í notkun og sjálfsagt að notfæra sér þá möguleika sem hún gefur umfram aðrar.

Því ætti Ísland án hiks að opna landamæri sín gagnvart öllum þjóðum, Bretlandi sem öðrum.

Slagorðið ætti að vera "Komi þeir sem koma vilja".

Með tvöföldu skimuninni ætti varla að skipta máli hvaðan ferðalangar eru að koma.

Það hafa að ég best veit, enda varla nokkur ríki orðið "smithærri", eða orðið verr úti úr "veirunni" en ríki innan "Sambandsins" og Schengen, s.s. Belgía.

Því ætti Íslendingum að vera mögulegt að taka við ferðalöngum hvaðan sem er úr heiminum, ef þeim finnst mögulegt að taka við ferðalöngum t.d frá Belgíu.

Ef ástæða hefði verið til að banna komur einstaklinga frá einhverjum löndum, væri það frá löndum s.s. Belgíu, Spáni, Ítalíu.

Hvað margir vilja koma, eða hvort verður um einhver flug að ræða er erfitt að spá um.  En það ætti varla að skaða að tilkynna að landamæri Ísland séu opin - öllum. 

Auðvitað dregur 5. daga sóttkví úr áhuganum, en því minni ástæða til að banna einstök lönd.

Það er nákvæmlega engin ástæða til að "hanga í skottinu" á "Sambands" ríkjunum. 

Atburðarás undanfarinna daga og mánuða sýnir að þau fara fram, algerlega eftir því sem þeim dettur í hug í það og það skiptið.

Án samráðs.

Löngu tímabært að Íslensk stjórnvöld taki ákvarðanir á eigin forsendum í málum sem þessum.


mbl.is Bretar fá ekki að ferðast til Íslands eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg landa- og hagfræði Þorgerðar Katrínar?

Í fyrsta lagi er rétt að benda Þorgerði Katrínu á að Evrópa er ekki það sama og Evrópusambandið.

Rétt ríflega helmingur ríkja (þjóða) Evrópu er í "Sambandinu".

Verðbólgutölur eru verulega mismunandi á milli þessara ríkja.

Síðan eru "Sambandslöndin" og svo má einnig tala um "Eurosvæðið".  Þar eru einnig mjög mismunandi tölur á milli ríkja.

Vissulega er verðhjöðnun á "Eurosvæðinu".  Hún mældist í október mínus 0.3%.  Í Evrópusambandinu er hins vegar 0.3% verðbólga.  Þessu tvennu, þó skylt sé, er best að rugla ekki saman.

Verðhjöðnun þykir ekki eftirsóknarverð.

En það þarf einnig að líta til þess að meðaltal þessara ríkja segir ekki nema hálfa söguna.

Mjög mismunandi verð/bólga/hjöðnun er í þessum ríkjum.

Þannig er verðhjöðnun í Grikklandi 2%. En verðbólga mælist 1.6% í Slóvakíu.  Bæði þessi lönd nota euro sem gjaldmiðil.

Verðbólgan í Ungverjalandi (3.0%) er svo allt önnur en í Austuríki (1.1%) sem og verðhjöðnunin í Eistlandi (1.7%), eða hjöðnun á Írlandi (1.5%).

"Hagstofa Sambandsins" gefur verðbólgu á Íslandi upp sem 1.7%. Nákvænlega sama verðbólga er gefin upp í Noregi.

Verðbólga á Íslandi er líklega gefin upp lægri en tölur sem heyrst hafa frá Íslandi, vegna mismunandi reikniaðferða. En best er auðvitað að bera saman með sömu aðferðinni.

En þegar kemur að atvinnuleysi kýs Þorgerður Katrín að nefna Þýskaland til samanburðar við Ísland.  Það er reyndar frekar gömul "lumma" hjá "Sambandssinnum" að nefna Þýskaland til samanburðar, rétt eins og allt á Íslandi verði eins og í Þýskalandi, ef og aðeins Ísland gengi í "Sambandið":

Auðvitað er það fjarri lagi, enda þarf ekki að skoða tölur frá "Sambandinu" lengi til að gera sér grein fyrir því að aðildarlöndin þar eru ekki eins og Þýskaland, þó að stundum hafi verið haft að orði að ef þau öll "hegðuðu" sér eins og Þýskaland, væri "Sambandið" mun betur statt.

Reyndar er mér sagt að atvinnuleyistölur séu á þessum tímapunkti "svo lítið á reiki", ef þannig má að orði komast vegna mismunandi aðgerða stjórnvalda á hverjum stað.

Þannig vilja sumir halda því fram að atvinnuleysi í Þýskaland sé allt að því tvöfallt það sem talað er um, vegna þess að Þýska ríkið greiði 60% af launum þeim sem eru með skertar vinnustundir eða jafnvel engar.

En það er erfið barátta fyrirsjáanleg á næsta ári, ekki bara á Íslandi heldur víðast um heim.

En það er í mínum huga alveg ljóst að Ísland er langt í frá eina Evrópulandið sem býr við verðbólgu.

Flestir myndu líklega segja sem betur fer, því verðhjöðnun þykir ekki æskileg.

Það er eiginlega svolítill "upplýsingaóreiðubragur" yfir fullyrðingu Þorgerðar Katrínar.

 

 


mbl.is Eina þjóðin í Evrópu sem upplifir verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lamin til óbóta af lögreglu fyrir að vera ekki með grímu?

Það er nöturlegt að lýsa lýsingar af barsmíðum Franskra lögreglumanna á Michel Zecler, í Parísarborg.

Ef marka má fréttir Franskra fjölmiðla vakti maðurinn athygli lögreglu vegna þess að hann var ekki með grímu.  En grímuskylda er á almannafæri í París.

Eða eins og segir m.a. í frétt France24:

According to the police officers' written declarations, Zecler drew their attention because he was not wearing a mask on the street, French media reported. Face masks are mandatory in Paris outdoors amid the Covid-19 pandemic.

Þetta atvik kemur á sama tíma og ríkisstjórn Macron er að leggja fram lagafrumvarp sem meinar fjölmiðlum (eða öðrum) að birta myndir af lögregluþjónum þar sem þeir eru þekkjanlegir.

Það er því vægt til orða tekið að segja að þetta lögregluofbeldi komi á "versta tíma" ef svo má til orða taka.

Það að lögreglumenn skuli nota grímuskyldu sem afsökun fyrir ofbeldi sínu vekur upp ýmsar hugsanir.

Einn kunningi minn hefur oft haft að orði: "Þegar litlir menn kasta löngum skugga, mega menn vita að sólin er að setjast."

Hér að neðan er myndband úr öryggismyndavél af ofbeldinu.  Upplýsandi en óþægilegt áhorfs.

 

 

 

 


mbl.is Macron í uppnámi vegna barsmíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kórónaðar vangaveltur: Eina græna svæðið í "Evrópu" er í Svíþjóð

Það er merkilegt að horfa á Evópukortið og sjá að eina "græna svæðið" í Evrópu, eða þess hluta hennar sem kortið gefur upplýsingar um, er í Svíþjóð.

Líklega mætti þó finna "græn svæði" á Íslandi, væri Íslandi skipt upp í héruð eða landsvæði.  Ef til vill er það svo víðar á kortinu, en um það hef ég engar upplýsingar.

Þó að þær séu ekki á kortinu eru Kanaríeyjar gefnar upp sem rauðar.  Þar lenda þó eftir því sem ég las í fréttum 170 flugvélar á viku.

Getur einhver bent mér á tengsl á milli "harðra aðgerða" og fárra smita/lægra dánarhlutfalls þegar kemur að "stríðinu" við hina "allt um lykjandi veiru"?

Er ekki nokkuð merkilegt að hér um bil 25 sinnum fleiri hafa dáið á Íslandi en í Kína, sé miðað við hina margfrægu höfðatölu?

Það er þó ekkert samanborið við Belgíu, þar sem dauðsföll af völdum veirunnar hafa verið u.þ.b. 400 sinnum fleiri en í Kína miðað við höfðatöluna.

En það er auðvitað merkilegt, þó að við höfum oft heyrt talað um "Kínverska Stakhavóva", að Kínverjar hafi verið byrjaðir að bólusetja í April. Sérstaklega sé litið til þess að þeir hafi ekki orðið var við "veiruna" fyrr en í lok desember.

Óneitanlega vel að verki staðið, eða hvað?

Það er óneitanlega umhugsunarefni að stundum virðist eins og það sé vilji til þess að dánartölur af völdum Covid-19 verði eins háar og mögulegt er.  Eða eins og segir í fréttinni sem hlekkurinn hér að undan tengir við segir:

"The official death toll from the coronavirus soared in New York City on Tuesday after health authorities began including people who probably had COVID-19, but died without ever being tested."

En samt vitum við að að miðað við fréttir frá Íslandi, eru 95% af þeim sem koma með "Covid-19" einkenni til sýnatöku, ekki sýktir.

Er þá ekki nokkuð merkilegt að telja alla sem deyja með "Covid-19" einkenni hafa látist af völdum "Covid-19"?

Það er margt sem hægt er að velta vöngum yfir.

Er hættulegra að ganga um með golfkylfur en án þeirra?

Getur verið verra að ganga um með grímur en án þeirra?

Getur "meðalið" verið verra en "sjúkdómurinn"?

Hvar liggur áhættan?

Það virðist nokkuð ljóst að mesta áhættan hvað varðar "Covid-19" virðist liggja á hjúkrunar og dvalarheimilum.  Síðan koma undirliggjandi sjúkdómar.

Hver er dánartíðnin árlega á t.d. hjúkrunarheimilum?  Ég hef ekki þær tölur frá mörgum löndum, en t.d. í Bandaríkjunum, er talað um vel yfir 30%. 

En það verður að hafa huga og "hjúkrunarheimili" og "hjúkrunarheimili" er ekki nauðsynlega það sama á milli landa.

Síðan koma auðvitað hugleiðingar um afleiðingar af aðgerðum. Líklega munu flest ríki þurfa að eiga við þær árum ef ekki áratugum saman.

Hvaða afleiðingar mun það hafa?

Er ef til vill rétt að vitna í Franklin Roosevelt: "Only Thing We Have to Fear Is Fear Itself."

 

 


mbl.is Ísland ekki lengur rautt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst sakar Þorgerður Katrín Samfylkinguna líklega um gyðingaandúð

Ég get ekki gert að þvi að svona "pólítík" eins og Þorgerður Katrín gerir sig seka um í þessu tilfelli þykir mér afskaplega ómerkileg.

Líklega ræðst hún næst á Samfylkinguna og sakar hana um gyðingaandúð, vegna þess að "systurflokkur" Samfylkingarinnar, Breski Verkamannaflokkurinn hefur einmitt nýverið verið fundin slíkur um slíkt.

Corbyn, fyrrverandi formanni flokksins var meira að segja vikið úr flokknum, vegna þessa.  Þó eru líklega fjölmargir af þeim einstaklingum sem eru einmitt "sekir" í málinu enn í flokknum.

En flestir skynsamir stjórnmálamenn (og aðrir) sjá auðvitað að Samfylkingin hefur ekkert með þetta að gera og alger óþarfi að ræsa Loga Má Einarsson í pontu til að gera grein fyrir afstöðu sinni til þess máls.

Þá má auðvitað benda Þorgerði Katrínu á að rifja upp sögu "systurflokks" Viðreisnar á Írlandi og hvernig afstaða hans (og hluta hans er enn) er til fóstureyðingalöggjafar.

Kaþólikkar og áhrif þeirra í stjórmmálum eru víða til vandræða í heiminum hvað þennan málaflokk varðar.

Ef til vill væri líka gott fyrir Þorgerði Katrínu að velta því fyrir sér hvers vegna ríkisstjórnin í Eistlandi, sem er leidd af "systurflokki" Viðreisnar, hafi ákveðið að halda þjóðaratkvæði um hvort að hjónaband geti aðeins verið á milli "manns og konu".

Svo að allrar sanngirni sé gætt, held ég að "Miðflokkurinn" (Center Party á Ensku og Keskkerakond á Eistnesku), "systurflokkur" Viðreisnar í Eistlandi (er það ekki skondið að "Miðflokkurinn" og Viðreisn séu "systurflokkar"), hafi ekki verið mjög áfram um málið en samstarfsflokkarnir hafi haft það í gegn. En "prinsippin" eru ekki sterkari en það.

Reyndar hefur þessi "systurflokkur" Viðreisnar í Eistlandi verið umleikinn spillingarmálum og þótt hallur undir Rússa.  Jafnvel þótt hafa vafasöm tengsl við Pútin. 

En það er engin ástæða til þess að slíkt hafi áhrif upp á Íslandi.

En persónulega hefur mér þótt Þorgerður Katrín setja niður við málflutning sem þennan.  Hún hefur líklega einnig verið allra Íslenskra stjórnmálamanna duglegust við að reyna að skapa einhver hugrenningatengsl á milli pólítískra andstæðinga sinna og Trump.

Það ber að mínu mati vott um málefnafátækt, sem ef til vill helst í hendur við minnkandi erindi Viðreisnar í Íslenskri pólitík.

P.S.  Því má svo bæta við að "Miðflokkurinn" (Keskerakond) í Eistlandi, "systurflokkur" Viðreisnar, er af mörgum talinn "popúlískur" flokkur, þó að um slíka "stimpla" sé gjarnan deilt.


mbl.is Sakaði Þorgerði Katrínu um „þvætting“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnað í hálfa gátt í Eistlandi

Í dag opnar Eistland í hálfa gátt ef svo má að orði komast, það er að segja fyrir flestum þjóðum innan EEA/EES. Einungis þeir sem koma frá þjóðum sem eru í "góðu bók" stjórnvalda þurfa ekki að fara í 14. daga sóttkví.

Einungis lönd af EEA/EES svæðinu eru á listanum, en þó ekki öll þeirra.

Til að komast á listann mega ekki hafa verið fleiri smit en 15/100.000, íbúa í landinu síðastliðna 14. daga.

Löndin í "góðu bókinni" eru: Austurríki, Búlgaria,  Kýpur, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Ítalía, Króatía, Lettland, Litháen, Liechtenstein, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Sviss, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland. 

Ríkin á EEA/EES svæðinu sem ekki komast í "bókina góðu" eru:  Belgía, Bretland, Írland, Malta,Portúgal, Spánn og  Svíþjóð.

Í dag mega barir og veitingahús vera opin eins lengi og vilji er til og selja áfengi lengur en til 22:00.

Eingungis mega þó 100 einstaklingar koma saman upp að 50% af leyfilegum fjölda sem má vera á hverjum stað.

Þetta er býsna merkileg nálgun hjá Eistlendingum.  Engin skimun, en smit mega ekki fara yfir ákveðið hámark.

Þannig er t.d. vert að hafa í huga að Holland og Ítalíu, rétt náðu undir lágmarkið.

Færslan er byggð á frétt ERR.

P.S. Það má bæta því við að frá og með deginum í dag verður aftur farið að rukka fyrir dvöl barna á leikskólum í höfuðborginni Tallinn, en þeir hafa verið opnir í gegnum faraldurinn eins og venjulega.


Hver er sviðsmynd Vinstri grænna?

"Það hefði verið frábært að fá þessi störf hingað", segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ.  Það má vissulega taka undir það.  Ekki einungis hefðu umrædd störf skapað umsvif, eins og öll störf gera, heldur hefðu þau að stórum hluta verið unnin fyrir "erlendan gjaldeyri", og þannig verið margfallt verðmætari þjóðarbúinu en allra handa átaksverkefni unnin fyrir skattfé.

En lítum fram hjá efnahagsáhrifunum. 

Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig sviðsmynd Vinstri grænna í varnarmálum Íslendinga lítur út.

Telur flokkurinn að það sé bábilja að Ísland sé staðsett á hernaðarmikilvægum bletti ef til hernaðarátaka kemur eða stjórnar eitthvað annað ákvörðunum þeirra?

Í síðasta "alheimsófriði" vonuðust Íslendingar og Íslensk stjórnvöld eftir því að þau gætu staðið utan þeirra og lýstu yfir hlutleysi.

Það kom að þó littlu gagni, enda vita líklega flestir að Ísland var hernumið fyrir 80. árum.

Það sama gerðist í Færeyjum.

Það sama gerðist í Noregi.

Það sama gerðist í Danmörku.

Það sama gerðist í Belgíu og Hollandi.

Telja Vinstri græn að meiri líkur séu nú á því að hlutleysi myndi virka ef til umfsvifamikilla hernaðarátaka kæmi?

Kæmi sér best fyrir Íslendinga að "standa við höfnina" og velta því fyrir sér hver ætti skipin sem stefndu að landi?

Eða vill flokkurinn einfaldlega ekki "skipa sér í sveit"?

Eins og staðan er í dag er Ísland "í sveit" með vinaþjóðum, s.s. Noregi, Danmörku, Eystrasaltslöndunum, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi svo að nokkur NATO ríki séu talin upp.

Er það tilviljun að að löndin sem nefnd eru hér að ofan og voru hernumin eru aðilar að NATO?

Hafa Vinstri græn ekkert frekar fram að færa um hvernig flokkurinn vill tryggja öryggi Íslendinga á hugsanlegum ófriðartímum, en það sem kemur fram í "Alþjóðastefnu" flokksins?

Á Íslandi er í dag enginn her, en hersveitir vinaþjóða hafa skipst á að dvelja á landinu í nokkrar vikur í senn við eftirlit og æfingar. 

En til að slíkt fyrirkomulag virki til lengri tíma, þarf viðhald og uppbyggingu á mannvirkjum sem tengjast vörnum landsins. 

Hjá slíku verður líklega ekki komist á næstu árum, það er að segja ef vilji er til að "Þjóðaröryggistefna" Íslands haldi áfram á þeirri braut sem henni hefur verið mörkuð.

En auðvitað má hugsa sér að stjórnarandstaðan leggi fram tillögu á Alþingi um framkvæmdir til að treysta varnarviðbúnað landsins.

Hún gæti í það minnsta skemmt sér og landsmönnum öllum við að fylgjast með viðbrögðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

 

 


mbl.is Þungt högg að verða af hundruðum starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin á Evrópska efnahagssvæðið

Það hefur borið nokkuð á því að Íslensk fyrirtæki beri sig illa yfir samkeppni frá Evrópskum/erlendum fyrirtækjum.

Þannig virðast Íslenskar auglýsingastofur telja það skrýtið að erlend auglýsingastofa (reyndar með Íslenskar samstarfsaðila, eða er það öfugt?) hafi  "skorað hæst" í útboði fyrir auglýsingaherferð Íslenskra stjórnvalda.

Þó er alveg ljóst að Íslenskum stjórnvöldum er skylt að bjóða slík verkefni út og tilboðsgjafar geta komið frá hvaða landi sem er aðili að EEA/EES samningnum.

Eins virðast Íslenskir fjölmiðlar ekki vera hrifnir af samkeppni frá fjölmiðlum/samfélagsmiðlum sem eru reknir á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þeir tala um að þeir greiði ekki skatta og skyldur á Íslandi.  Reyndar greiða fjölmiðlar eins og Netflix virðisaukasktt af seldum áskriftum eins og aðrir miðlar.

En þeir greiða ekki tekjuskatt, tryggingargjald o.s.frv. á Íslandi.

Það gerir kjötvinnsla í Danmörku, eða Þýskalandi sem selur til Íslands ekki heldur.

Það gera ekki heldur erlend flugfélög sem fljúga til Íslands.

Þau greiða fyrir afnot af flugstöð og tækjum á Íslandi, en Íslenskir Netflix notendur greiða nota auðvitað þjónustu Íslenskra internet þjónustu aðila til að geta horft á stöðina.

Flestir eru sammála um að aðild Íslands að EEA/EES hafi reynst landinu vel.  Það hefur opnað stóran markað fyrir littlu landi, en við megum heldur ekki gleyma því að sama skapi var lítill markaður opnaður fyrir fjölda stórra aðila. 

Þannig einfaldleg virkar sú viðleitni að skapa "einn markað".

Annað mál, en þó skylt, er réttindi fjölmiðla til efnis sem þeir framleiða, s.s. frétta.

Þar er ábyggilega þörf á bragarbót, en það þarf heldur ekki að dvelja lengi á Íslenskum miðlum til að sjá að þeir fara afar frjálslega með efni frá hvor öðrum. 

Hvort það er með einhverju samkomulagi veit ég ekki.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband