Færsluflokkur: Tónlist

Þjóðsöngurinn í bjór og moll

Þjóðhátíðardagur Kanada var í gær. Því er frí hér í dag (hljómar svolítið skringilega ekki satt?). Af tilefni dagsins lét Molson bjórframleiðandinn gera auglýsingu, þar sem Kanadíski þjóðsöngurinn er leikinn á hljóðfæri sem eru öll smíðuð úr bjórumbúðum.

Skemmtilega "orginal" auglýsing.

Til þess að allt sé upp á borðum, er rétt að taka fram að ég hef hér engra hagsmuna að gæta, á engin hlutabréf í Molson, né drekk þá tegund af bjór.

Hitt má líka koma fram að vinur minn og ættingi, Kyle Guðmundson, sem er nýfluttur aftur til Kanada eftir að hafa búið á Íslandi um nokkurra ára skeið, vann að auglýsingunni.


Letter in Icelandic from the Ninette San

Kunningi minn sendi mér þetta lag í kvöld.  Taldi að þetta hlyti að vera eitthvað fyrir mig.  Iceland í titlinum eins og hann orðaði það. En flytjandi lagsins er  John K. Samson og lagið heitir Letter in Icelandic from the Ninette San.  Þess má geta að Káið í nafni flytjandans stendur fyrir Kristjan.

Ég þekki ekkert til hans en hann ku vera þekktur tónlistarmaður hér í Kanada, aðallega fyrir veru sína í hljómsveitinni Weakerthans, sem er frá Manitoba og nýtur vinsælda hér í Kanada.

En lagið er af væntanlegri sólóplötu John K. Samson, sem mun heita Provincial.

Texti lagsins mun vera saminn upp úr bréfum sem sjúklingur á berklasjúkrahúsi í bænum Ninette (Ninette Sanitorium) í Manitoba skrifaði og voru á Íslensku.  Þegar hlustað er á textann má heyra minnst á Gretti Ásmundsson, Drangey, sem og elliheimilið Betel, sem líklega er elliheimilið í Gimli.

Ef einhver vill frekar hlusta á endanlegu útgáfuna eins og hún er á hljómplötunni, sem er væntanleg þann 24. janúar næstkomandi, þá er hún hér fyrir neðan.


Hljómskálinn

Ég var að enda við að horfa á fyrsta þáttinn af Hljómskálanum á netinu.

Í stuttu máli sagt er þetta frábær þáttur, skemmtilegur og fræðandi.  Fæti drepið niður hér og þar í Íslenskri danstónlist og endað með feyki góðu lagi eftir Jóhann Helgason, flutt af honum og FM Belfast. 

Það skemmtilegasta sem ég hef séð í Íslensku sjónvarpi lengi.


Aus Der Europische Hitparade. Papandreou: Athenian Rhapsody Auf Dem Hit-Album Collapse

Ég birti hér fyrr í dag texta lagsins I Will Delay, eignuðu Angelu Merkel.  Kunningi minn sendi mér tölvupóst um hæl og sagði að ég hlyti að hafa misst af "hittaranum" hans Papandreou, en hann mun hafa gert nýjan texta við hið magnaða lag Queen, Bohemian Rhapsody.

Eins og áður fann ég karaoki útgáfu af laginu, ef lesendum langar til að spreyta sig á söngnum.

Athenian Rhapsody (The Ballad of Papandreou)

Is this our real debt?
Is this just fantasy?
Won in a landslide
Now I’m facing austerity
I opened the books
And said “are you kidding me?”
Did what we did to get into the Eurozone
So there was never a need to grow
Euro’s high, rates stayed low
Anything to enter, didn’t really matter to Greece, to Greece

Papa, just told the truth
No one’s paying any tax
And my colleagues here are hacks
Papa, Greece had everything
But the bankers came and took it all away
Papa, ooh ooh ooh ooh
Goldman told us it would work
and now I sit here like a jerk
They were wrong, they were wrong, that swap illusion’s shattered

Too late, the market crashed
My country’s on the brink
And my bond spreads really stink
Goodbye to the good life – it’s got to go
I never thought our bonds could trade so low
Papa, ooh ooh ooh ooh – (anyway my yields go)
No one wants to buy
And some folks wish they never had bought at all…

We need some euros need some euros very fast
Mykonos, Skiathos, you can sell them to China
DSK and Regling – say our debt is frightening – Hey,
Papandreou, Papandreou,
Papandreou, Papandreou,
Papandreou runs the show – he’s out of dough oh oh oh

He’s a professor from Minnesota
He’s a professor leading his country
Found that the Greeks had been cooking the books

Bail in – bail out – will you bail us out?
ECB. Nein! We will not bail you out
Bail us out
IMF. We will not bail you out
Bail us out                                                                                                                                       PSI. We will not bail you out
Bail us out
Will not bail you out
Bail us out (never)
Never bail you out
Bail us out
Never bail you out – ooh ooh ooh
Nein, nein nein nein nein nein nein!
Oh mama Merkel, mama Merkel, mama Merkel we’ll default
The Bundestag has no package set aside for Greece
For Greece
For Greece

China: So you think you can stiff me and just say goodbye?
So you think I’ll just hold and continue to buy?
You’ll pay us – we’ll want more than Piraeus Ships, airports and banks, as for your unions, no thanks!

Ooh yeah, ooh yeah
Once we had an empire
That is history How did this transpire? – back to Minnesota for me.

Goodbye to the Euro…


I Will Delay - From The Album: Angela Merkel: The Euro Years

Þessi dægurlagatexti var að detta inn í pósthólfið mitt.  Hér "syngur" Angela Merkel þekkt lag Gloriu Gaynor, með nýjum texta.   Eftir því sem ég kemst næst útgáfudagur ekki ljós, en þeir sem vilja spreyta sig í söngnum, er bent á karaoki útgáfu sem hægt er að nota sem undirspil  og ég hef sett hér með.

I Will Delay (from Angela Merkel: The Euro Years)

First I was angstvoll, I was petrified

Greece looking like defaulting, Ireland on the slide

I spent oh so many years with the euro much too strong

Now it’s not even clear, which countries should belong

And so we’re back

At the Council

With Nicolas, and Enda, and Silvio as well

We should have tightened up the rulebook

For the single currency

If we’d known for just one second

We’d fund this facility

Go on now go, down to Brussels

We’ll fly over and talk some more, while the market sells

They want a big bazooka, a comprehensive fix,

An ECB-backed bailout fund, but we’ll give them nix.

It’s all okay! We can delay!

We’ll have a weekend summit

And another one Wednesday

There’s a G-20 coming up

For the Greeks it’s just tough luck

Let’s just delay

Til someone pays…

And then cross-border banks started to fall apart

Talk of haircuts and big writedowns nearly broke my heart

I spent oh so many nights in the Justus Lipsius

Talking late

Til we said ‘just make them wait!’

You see these bonds

They’re something new,

Fudge them with the ESM, it might just get us through

Markets in a tailspin, spreads about to burst

I wish we’d kept our promise from July the twenty-first

Call the BRICs and Jean-Claude Trichet, hope that we can cheat our fate

And maybe in the meantime let’s just name another date?

Come on again, down to Brussels

We’ll work on technicalities while the true Finns yell,

Markets may be seized up, there’s no liquidity,

But we’ll create distraction by chastising Italy,

It’s all okay! We can delay!

We’ll have a weekend summit

And another one Wednesday

There’s a G-20 coming up

For the Greeks it’s just tough luck

Let’s just delay

Til someone pays…

 


Hayek vs Keynes - Hagfræði frá öðru sjónarhorni

Rakst á þessa stórskemmtilegu framsetningu á mismunandi skoðunum þeirra Keynes og Hayeks. Kenningar þeirra beggja eiga fullt erindi í nútímanum, enda líklega síst deilt minna um þær nú, heldur en á síðustu öld.

En hagfræðirap er eitthvað sem ég hef ekki rekist á áður og eitthvað segir mér að það eigi varla eftir að slá í gegn á almennum markaði. En þeir sem hafa áhuga að fræðast meira um tilurð þessarra myndbanda og mennina á bakvið þau, mæli ég með að heimsæki síðuna

http://econstories.tv/

 

 

 


Skógarhöggsmaðurinn

Deginum eyddi ég að mestu í garðinum, við að saga niður trjágreinar og klippa runna og annað slíkt.  Ætli ég hefi ekki sagað niður eins og 10 eða 12 býsna stórar greinar.

Síðan þurfti að klippa herlegheitin í litla búta og koma fyrir í pokum.  Vænustu bútunum var haldið til haga til að gefa nágrönnunum sem hafa arinn til að brenna slíku.

Því er lag dagsins Breskt með Kanadísku ívafi, það er að segja lagið "I Want To Be A Lumberjack", með Bresku snillingunum í Monty Python.

 


Vinsælasta lagið að Bjórá þessa vikuna

 Eftir að ég fékk þetta lag sent í tölvupósti í byrjun vikunnar, hefur þetta lag slegið all hressilega í gegn hér að Bjórá.  "Grísirnir" (2ja og 4ja ára) hafa tekið þetta lag upp á arma sína og heimta það spilað í tíma og ótíma.

Það er kominn tími til að fleiri en ég kveljist. :-)

 


Simply Money

Þetta hefur verið eitt af mínum uppáhaldslögum, allt frá því að ég heyrði það fyrst árið 1985, þá nýkomið út.  Fyrsta lag sem Simply Red gaf út, hafði í höndunum gott 12" mix, spilaði það mikið.

Mörgum árum seinna náði ég að eignast lagið með upprunalegum flytjendunum, Valentine Brothers, sú útgáfa er ekki síðri.

En myndbandið hjá Simply er heldur ekkert slor.


Bakgrunnstónlist


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband