Letter in Icelandic from the Ninette San

Kunningi minn sendi mér þetta lag í kvöld.  Taldi að þetta hlyti að vera eitthvað fyrir mig.  Iceland í titlinum eins og hann orðaði það. En flytjandi lagsins er  John K. Samson og lagið heitir Letter in Icelandic from the Ninette San.  Þess má geta að Káið í nafni flytjandans stendur fyrir Kristjan.

Ég þekki ekkert til hans en hann ku vera þekktur tónlistarmaður hér í Kanada, aðallega fyrir veru sína í hljómsveitinni Weakerthans, sem er frá Manitoba og nýtur vinsælda hér í Kanada.

En lagið er af væntanlegri sólóplötu John K. Samson, sem mun heita Provincial.

Texti lagsins mun vera saminn upp úr bréfum sem sjúklingur á berklasjúkrahúsi í bænum Ninette (Ninette Sanitorium) í Manitoba skrifaði og voru á Íslensku.  Þegar hlustað er á textann má heyra minnst á Gretti Ásmundsson, Drangey, sem og elliheimilið Betel, sem líklega er elliheimilið í Gimli.

Ef einhver vill frekar hlusta á endanlegu útgáfuna eins og hún er á hljómplötunni, sem er væntanleg þann 24. janúar næstkomandi, þá er hún hér fyrir neðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband